Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Side 24
12
TlMARIT VFl 1970
talsefni (GrímseyjargarÖur), þá veröi geröar
viðeigandi ráðstafanir til aö grafast fyrir or-
sakir.
18.14 Á VFl að gangast fyrir snyrtimennsku, betri
hirðingu lóöa?
18.15 Á ekki VFl aö vera leiðandi kraftur og láta
álit sitt í ljós um opnberar framkvæmdir?
18.16 Almennt afskiptaleysi verkfræöinga um fjár-
hagsleg málefni.
18.17 VFl á að tjá sig um ökonómisk spursmál I ýms-
um framkvæmdum.
18.18 VFl hafi áhrif á opinberar stofnanir, að þær
kynni framkvæmdaáætlanir sinar.
18.19 Getur VFl gert betur en Al I byggingarþjónustu
t. d. með námskeiöum úti á landi?
18.19 VikunámskeiÖ á Egilstöðum um byggingar fyrir
almenning.
18.20 Þátttaka VFl í störfum að sköpun íslenzkra
tækniorða verði tekin upp að nýju.
18.21 Verkfræðingafélagið ætti aö kynna stúdentum
þör samfélagsins fyrir verkfræðinga I mismun-
andi greinum, og sjálft starf verkfræðingsins.
18.22 Gagnrýni á störf verkfræðinga á opinberum vett-
vangi verði svarað á opinberum vettvangi.
18.23 Hætt verði að hampa sérfræðingaheitum á kostn-
að fjölfræðinga. Almenningi sé skilgreind merk-
ing sérfræðings og fjölfræðings.
18.24 Halda blaðamannafund.
19.0 Ýmislegt.
19.1 Stofnaðir verði vinnuhópar til að vinna úr þeim
gögnum, sem fengizt hafa á fundi þessum.
19.2 Gefið verði út TVFl með efni frá þessari ráð-
stefnu VFl.
19.3 Félagið ræði verkfræðileg mistök.
19.4 Vöntun á, að verkfræðingar fantaseri um verk-
fræðileg viðfangsefni, sbr. Gísla Halldórsson.
19.5 Afrek verkfræðinga.
19.6 VFl beiti sér fyrir betri kortagerð á Islandi.
19.7 Eiga verkfræðingar að taka upp einkennisbún-
ing?
19.8 Hafa orðið framfarir á verkiega sviðinu á und-
anförnum árum?
19.9 Getur VFl stuðlað að því, að verkfræðingar noti
meira teiknara og kenni teiknurum?
19.10 VFl hvetji menn til að nota tölvuna.
19.11 Félagið veiti verðlaun fyrir tæknilega lausn eða
nýjung árlega.
Greinargerö og tillögur 5. vinnuhóps
Vinnuhópar þeir, sem skipaðir voru í kjölfar ráðstefnu Verk-
fræðingafélagsins um markmið félagsins og leiðir, tóku strax
rösklega til starfa. Hér birtist álitsgerð 5. vinnuhóps.
Vinnuhópur okkar hefur farið yfir hugmyndalistann
og reynt að vinna úr því, sem þar kom fram. Lentum við
strax í nokkrum ógöngum með sjálfar stéttarreglurnar
og urðum að lita á þær sem höfuðviðfangsefnið.
Greinargerð:
Stéttarreglur VFl í núverandi mynd hafa þjónað VFl
í 15 ár og þekkja félagar ágæti og árangur af tilvist
þeirra.
Á s. 1. 10 árum hefur orðið gjörbreyting á hinum al-
menna vinnumarkaði verkfræðinga þannig að nú eru
risnar upp fjölmargar verkfræðistofur, sem ekki voru
til áður. Þessar stofur eiga eðlilega I innbyrðis sam-
keppni, en einnig er um að ræða samkeppni við einstaka
verkfræðinga, sem eru fastráðnir en reka svokallaðan
aukabisniss til að bæta laun sin hjá hinu opinbera. Þá
eru og risin upp öflug verktakafyrirtæki og ráðgjafa-
samtök og iðnfyrirtækjum fer fjölgandi. Við teljum að
stéttarreglumar skuli höfða til verkfræðinga sem ein-
staklinga, en til þess að viðhalda einingu verkfræðinga
þurfa þær að hæfa jafnt þeim sem eru launþegar,
embættismenn og atvinnurekendur. Varð okkur ljóst,
að gera þurfti breytingar á stéttarreglunum frá 1955,
og fór svo, að þær voru endursamdar og liggur uppkast
okkar hér fyrir.
Um einstakar greinar er varla ástæða til að fjölyröa.
Þó viljum við benda á, að efnislega er hluta gömlu
reglnanna að finna í gjaldskrá VFl og voru því velldar
niður. Eins bendum við á, að óæskilegt er að hafa í al-
mennum stéttarreglum ádeilu á einn hóp manna, eins
og er í 7. gr. stéttarreglnanna frá 1955, heldur eiga
reglurnar að hæfa stéttinni almennt. Að vísu teljum við
rangt, að verkfræðingur í opinberri stöðu noti aðstöðu
slna til að afla sér verkefna á kostnað annarra verk-
fræðinga í skjóli valds eða sambanda, er staðan veitir
honum, enda hafa sómakærir forstjórar komið I veg
fyrir slíka starfsemi við stofnanir sínar. Þar sem auka-
störf em notuð til launauppbóta em þau til þess fallin
að sætta verkfræðinga við léleg kjör og þeir sem þiggja
aukabitling vinna þannig gegn þeim starfsbræðmm, sem
ekki njóta bitlinga, og gegn almennum hagsmunum
verkfræðinga.
Einnig eru undirboð þeirra, sem í fastri stöðu eru, eða
niðurgreiðsla á þjónustu opinberra stofnana, til þess
fallin að grafa undan almennum hagsmunum verkfræð-
inga. 1 uppkasti okkar er f jallað um þessi mál í 2. grein.
Aðrar greinar uppkastsins ættu ekki að þurfa skýr-
inga við. Að lokum viljum við geta þess, að við breytt-
um í tilllögum okkar nafni reglnanna í „drengskapar-
reglur" til þess að greinilega komi fram, að þær eru