Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Síða 25
TlMARIT VFl 1970
13
ætlaðar öllum félögum VFl, en ekki eingöngu meðlim-
um stéttarfélagsins.
Tillaga um aðgeröir stjórnar VFl.
1. Stjórn VFl leiti, að eigin mati, álits félaga á nýj-
um stéttarreglum, drengskaparreglum, og leggi
þær síðan fyrir aðalfund.
2. Innganga nýrra félaga verði gerð formlegri. Við
inngöngu í félagið útskýri formaður megintilgang
VFl, réttindi og skyldur félaga og afhendi Hand-
bók VFl.
3. Stjórn VFl skal skora á þá, er telja drengskapar-
reglur (og aðrar reglur) brotnar, sér eða stéttinni
til skaða, að leggja fram rökstudda greinargerð.
4. Stjórn VFl taki slík mál fyrir samkvæmt 13. gr.
félagslaga. 1 vissum tilvikum kanni stjórn VFI
hvort ekki megi koma í veg fyrir endurtekningu
brota á drengskaparreglum með viðræðum við for-
ráðamenn stofnana, sem hlut eiga að máli.
5. Handbók VFl verði gefin út að nýju, vönduð að
frágangi og bandi.
Virðingarfyllst,
Bragi Þorsteinsson (sign) Haukur Pálmason (sign)
Björn Kristinsson (sign)
Drengskagarreglur VFÍ.
1. Félagar VFl skulu ávallt í starfi sýna drengskap.
Þeir skulu vera vandir að virðingu sinni og gæta
álits verkfræðingastéttarinnar í hvívetna.
2. Félagar skulu gæta drengskapar í keppni um verk-
efni eða stöður. Þeir skulu ekki afla sér tekna með
þeim hætti, er stríðir aimennt gegn hagsmunum
annarra félaga í launa- eða gjaldskrármálum.
3. Félagar skulu ávallt vinna að verkefnum á hlut-
lægan hátt. Geti fjárhagslegir eða aðrir hagsmunir
félaga haft áhrif á lausn verkefnis, skal greina
verkkaupa frá því. Félagi skal við lausn verkefnis
forðast að hlúa að óskyldum hagsmunum, sér eða
öðrum til hagsbóta.
4. Félagar skulu taka tillit til stéttarbræðra sinna og
vernda faglegt álit þeirra gegni illkvittnu umtali
eða röngum ásökunum.
5. Félagar skulu leitast við að setja skoðanir sínar
fram á almennum vettvangi á ábyrgan og málefna-
legan hátt og forðast rangar, villandi og ýktar
fullyrðingar.
6. Félagar stuðli að almennri tækniþróun og miðli af
þekkingu sinni og reynslu.
7. Félagar skulu vinna að því, að réttir aðilar njóti
viðurkenningar fyrir verk sln.
Tímarit Verkfræðingafélags Islands kemur út sex sinn-
um á ári. Ritstjóri: Páll Theodórsson. Ritnefnd: Dr. Gunn-
ar Sigurðsson, Jakob Bjömsson, Vilhjálmur Lúðvíksson,
Þorbjörn Karlsson og Birgir Frímannsson. Framkv.stj.
ritnefndar: Gísli ÓlafssOn.
STEINDÓRSPRENT H.F.
FRETTIR
Fyrirlestrar um jarðhita-
rannsóknir.
I janúar s.I. hófst röð fyrirlestra um jarð-
hitarannsóknir á vegum Jarðfræðafélags Islands.
Fyrirlestrarnir voru aðra hverja viku og stóðu
fram í apríl. Aldrei fyrr mun hafa verið gefið
jafnítarlegt yfirlit yfir jarðhitarannsóknir hér
á landi og var því mikill fengur í þessum fyrir-
lestrum. Þarna fékkst mjög greinargott yfirlit
um þann árangur, sem þegar hefur náðst, og þær
aðferðir, sem beitt hefur verið við þessar rann-
sóknir. Ennfremur kom vel í ljós að enn bíða
mörg hinna mikilvægari verkefna óleyst.
Fyrirlestrarnir voru vel sóttir. Auk allra þeirra,
sem slíkar rannsóknir stunda, sótti töluverð-
ur fjöldi jarðfræðinema við Háskóla Islands
þessa fyrirlestra og að auki nokkrir verkfræð-
ingar, sem unnið hafa við hagnýtingu jarðhita.
Ekki er hér rúm til að gefa nema nöfn fyrirles-
ara, en brýn þörf er að gera mun meira af efni
sem þessu aðgengilegt með prentun eða f jölritun
en nú er fáanlegt.
1. fundur: Innrauðar mælingar úr lofti yfir
jarðhitasvæðum, Guðmundur Pálmason.
Jarðfræðileg bygging háhitasvæða, Kristján
Sæmundsson.
2. fundur: Jarðsveiflumælingar og túlkun
þeirra, Guðmundur Pálmason.
3. fundur: Rennsliskerfi jarðhitasvæða. Bragi
Árnason, Jens Tómasson og Páll Theodórsson.
4. fundur: Jarðefnafræði jarðhitasvæða, Guð-
mundur E. Sigvaldason og Stefán Arnórsson.
5. fundur: Jarðhitasvæðið í Reykjavík, Guð-
mundur Pálmason, Jónas Elíasson og Þorsteinn
Thorsteinsson.
6. fundur: Jarðhitasvæði á Reykjanesi, Jens
Tómasson, Stefán Arnórsson og Sveinbjörn
Björnsson.
7. fundur: Smáskjálftar á jarðhitasvæðum,
Sveinn Björnsson.
Tækni við jarðhitaleit, Sveinn Björnsson.
8. fundur: Áætlun mn rannsókn háhitasvæða,
Sveinn Björnsson.
Framtíðarhorfur í jarðhitarannsóknum, Guð-
mundur Pálmason.