Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Side 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ2004 3 Óharðnaðir guttar með dtvarpsbátt Söguþættir við Skúlagötu Broddi Broddason og Gísli Ágúst Gunnlaugsson, sagn- fræðinemar við Hf, að vinna einn afSöguþáttum sínum I húsakynnum Ríkisútvarpsins við Skúlagötu í aprfl 1978. Vetuma 1978 og '79 sáu sagnfræðinemarnir Broddi Broddason og Gísli Ágúst Gunn- laugsson um Söguþætti í Ríkisútvarpinu. Gísli Ágúst lést fyrir nokkrum árum en Broddi Broddason fréttamaður man vel eftir þessum tíma. „Við vomm báðir í Háskólanum en hugmyndin held ég að hafi verið komin frá Sögufélaginu," segir Broddi. „Gunnar Karlsson prófessor hnippti svo í okkur félagana og Gamla myndin við hófumst handa. Þetta voru oftar en ekki viðtalsþættir, við ræddum við menn um rann- sóknir þeirra, bókaskrif og ég man að einu sinni sátum við heila doktorsvörn. Einhvern tíma tengdum við lfka sagnfræðina, bæði jarðfræði og fornleifafræði og fengum þá Sigurð Þórarinsson og Kristján Eldjárn á okkar fund. Út frá þessum unnum við aðra þætti stundum, m.a. tvo þegar þrjátíu ár voru liðin frá inngöngu okkar í Nató 1979. Ég varð svo ekki fréttamaður hjá RÚV fyrr en tæpum áratug síðar," segir Broddi Broddason. Spurning dagsins Heldurðu að Davíð hætti í haust? Kemur aftur og aftur „Ég held hann hætti sem forsætisráðherra en ekki sem formaður flokksins. Svo mun hann koma hraustur og fjallfrískuraftur inn i næstu kosningum. Eins og Marteinn Mosdal, þetta er maður sem kemur alltafaftur og aftur og aftur. Sem betur fer." Sverrir Stormsker tónlistarmaður „Vonandi hættirDavíð ekki í pólitík. Hann býr að yfirburða- reynslu sem á að nýtast okkur áfram." Hrafn Jökulsson ritstjóri „Nei. Ég held að Davíð Oddsson hætti ekki í pólitík þótt hann hætti sem forsætis- ráðherra. Hann mun áfram vera virkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er alveg borðleggjandi." Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ „Ekki finnst mérnú sögurnar hans neitt sérstakar og því enginn fengur afþví efhann sinnir frekari ritsmíðum. Hann ætti bara að skella sér í sveitina og fara að yrkja jörðina. En til að svara spurningunni þinni þá er ég sannfærð um að hann muni ekki hætta." Sigríður Hagelund kennari „Það er erfitt að segja því Davíð hefur þann hæfileika að koma alltaf sífellt á óvart. Það er algjörlega opin bók!" Þorkell Á. Óttarsson guðfræðingur Davíð Oddsson mun láta af embætti forsætisráðherra í haust. DV spyr hvort hann verði áfram í pólitík eða hætti og snúi sér að ritstörfum eða öðru utan stjórnmálanna. Bjólfskviða Bjólfskviða telst elsta þekkta söguljóðið með- al germanskra þjóða og merkast ljóða á fornensku. Skrifari á Englandi tók sig til í kringum árið 1000 og skráði kviðuna á hand- rit. Þar segir í 3.182 h'n- um frá afrekum Bjólfs, hetju frá Gotlandi, við hirð Hróðgeirs Dana- kóngs. Bjólfur fréttir af hremmingum Hróð- geirs og þegna hans en þursinn Grendel herjar þar mikinn, þarf a.m.k. 30 menn í mál á hverri nóttu. Bjólfur fer til Danmerkur með á annan tug manna og vinnur á Grendel. En móðir þursins vill hefna sonar Saga af sögu síns, Bjólfur þarf að vinna á henni áður en þegn- ar Hrógeirs geta andað léttar. Um 2/3 hlutar kviðunnar fjalla um þessi átök, svo líður hálf öld og þá er Bjólf- ur vel fullorðinn Gotakóngur. Þar í landi hefur dreki nokkur lengi legið á gulli sínu og aldrei gert mönnum mein. Félftill maður stelur gullkaleik úr safni drekans sem ærist og herjar á Bjólf og þegna hans. Bjólfur Gota- kóngur verður að berjast við drek- ann og báðir falla. Árið 1772 varð Grímur Jónsson stúdent frá Frúar- skóla í Kaupmannahöfn og lagði síð- Söguljóðið góða Skrifariá Englandi tók sig til í kringum árið 1000 og skráði kviðuna á handrit. an stund á heimspeki, lög og fornffæði. Hann varð aðstoðar- maður í leyndar- skjalasafni Danakóngs árið 1780 og fjórum árum síðar var hann orðinn prófessor. Hann var þá sendur til Englands að leita uppi norræn handrit í söfri- um þar, náði sér í leið- inni í doktorspróf í lögum frá St. Andrews. Grímur kallaði sig Thorkelin, skimaði um á enskum söfnum og rak augun í Bjólfskviðu. Hann skrif- aði hana upp, ekki einu sinni heldur tvisvar og mátu enskir hann svo mjög að þeir vildu gera hann að for- stöðumanni British Museum. Hann afþakkaði, hélt til Kaupmannahafn- ar að gerast jústitsráð, etatsráð, riddari og konferenzráð en sá líka um prentun ótal fornrita. M.a. Bjólfskviðu en hún kom fyrst út í Kaupmannahöfn 1815. Afleiðingar reiðinnar eru mun alvarlegri en orsakir hennar. Markús Árelíus, Rómarkeisari og stóuspekingur á 2.öld. Sendiherrann & blaðamaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra f Finnlandi, og Ólafur Hannibaisson blaðamaður eru bræður. Þeir eru synir Hanni- bals Valdimarssonar, alþingismanns og forseta ASl, frá Fremri- Arnardal i N-lsafjarðarsýslu og konu hans Sólveigar Ólafsdótt- ur húsmóður frá Strandseljum f N-lsafjarðarsýslu. Báðir eru þeir bræður f sviðsljósi fjölmiðlanna þessa dagana. Jón Baldvin vegna forræðisdeilu dóttur hans f Mexfkó og Ólafur Hannibalsson sem talsmaður Þjóðarhreyfingarlnnar sem berst nú gegn ofrfki stjórnvalda f þjóðarat- kvæðagreiðslumálinu. <Eiríksstöðum íJíaukadal 9. -11. júff 2004 Nánari upplýsingar í síma: 434-1132 & 434-1410 - Víkingabúðir Leikir, útskurður í tré og bein, forn matargerð, markaðstjöld, leikir fyrir börnin o.fl. - Kór úr Dalabyggð Heimamenn flytja nokkur sönglög. - Sögufélag Dalamanna og söngur. - Sumarblót i Leifsbúð: Nikkólina. Lopapeysu-teitið, söngvatn og hver syngur með sínu nefi. - Ættirykkar raktar til Eiríks-rauða af Oddi Helgasyni. - Kórsöngur Vorboðans. - Landnáma. Stoppleikhópurinn. - Horft aftur í tímann. Erla Stefánsdóttir segir m.a. frá því sem hún sér. - Víkingakappleikir. Ungmennafélagið Æskan annast leikina. Keppt verður í glímu, spretthlaupi, grjótkasti o.fl. Allir hvattir til þáttöku. - Ratleikir. - Halli Reynis og bandflytja ýmis lög. - Heimsókn Gunnars, Njáls og Kolskeggs til heitmeyjar Gunnars. Söngur og leikur. - Brennu-Flosi tendrar í bálkestinum. Tröllasögur — fjöldasöngur með Nikkólínu. - Dansleikur. Hljómsveitin Ábrestir spilar fyrir Aðgangseyrir 2.500 kr. 13 - 16 ára og lífeyrisþegar 1.000 kr. 12 ára og yngri ókeypis aðgangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.