Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLl2004 Fréttir DV Davíð glaður með Bush Davíð Oddsson forsætís ráðherra er himinUfandi eftir íund sinn með Georg Bush forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu, sam- kvæmt framburði hans í fjölmiðlum í gær. Davíð segir Bush hafa verið já- kvæðan og hrein- skiptinn. Krafa Davíðs var að herstöðin yrði rekin áffam og það af Bandaríkj- unum, en Davíð virðist hafa gefið ádrátt um það, vegna sparnaðarvilja Bandaríkjamanna, að ís- lendingar muni í framtíð- inni taka á sig „aukaþátt" í kostnaðinum við starfsemi herstöðvarinnar í Keflavík. 9 ára barn hrapaði til bana Níu ára stúlka lést í gær- dag eftir að hafa hrapað niður fjallshlíð í fjallinu Kubba sem er í botni Skut- ulsfjarðar og skilur að Engi- dal og Dagverðardal. Lög- reglunni á ísafirði barst til- kynning frá Neyðarlínunni klukkan 14:41. Björgunar- sveitir með fjallaklifrara voru ræstar út. Lögregla og læknir komu svo á vettvang klukkan 15:00 en stúlkan þá úrskurðuð látin. Aðstæður í fjallinu eru mjög varasam- ar, mjög brött fjallshlíð með lausu grjóti og kletta sem eru hættulegir yfirferð- ar. Ekki er vitað hvað stúlk- an, sem var gestkomandi á ísafirði, var að gera í fjall- inu eða hverjir voru með í för. Kærði ekki morðhótanir Jón Baldvin Hannibals- son sagði í DV í gær að Marco Brancaccio hefði hótað að drepa bæði hann og Bryndísi Schram ef hann fengi ekki barn Snæfríðar, dóttur Jóns Bald- vins, afhent. Jón Baldvin segist ekki hafa kært hótanir Marcos. „Nei, ég hef ekki gert það," segir Jón Bald- vin. Marco segir einnig að Jón hafi nýtt stöðu sína til að láta framkvæma fíkni- efnaleit á honum þegar hann kom til landsins. „Þessari paranoju hefur verið lýst í málsskjölum," segir Jón Baldvin. „Embætti sýslumanns hefur sjálft svarað þessu og vísað burt.“ Björn Baxter Herbertsson, sumarafleysingamaður hjá Strætó bs., var ráðinn til starfa þrátt fyrir að vera próflaus. Á mánudagsmorgun ók hann yfir á rauðu ljósi á Kringlumýrarbraut og klessti á fólksbíl. Skömmu síðar klessti hann á kyrrstæðan bíl við apótekið á Gullteigi. Björn var rekinn samdægurs. Ruglaúun og pnoflaus á strsetó olli skaða „Honum hefur verið sagt upp störfum," segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó. Á mánudagsmorgun lenti Björn Baxt- er Herbertsson, sumarafleysingamaður hjá Strætó, í árekstri á Kringlumýrarbrautinni eftir að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Skömmu síðar klessti hann á kyrrstæðan bíl við apótekið á Gull- teigi. Björn var ekki með gilt ökuskírteini. „Hann hafði framvísað ökuskír- teini þegar hann var ráðinn í júní," segir Ásgeir Eiríksson. „Við höfum ekki þá vinnureglu að athuga hvort ökuskírteini séu rétt. Við göngum út frá því að menn séu heiðarlegir. Þeir sem ekki hafa ökuréttíndi geta ekki unnið hjá okkur.“ Þrátt fyrir staðhæfingu Ásgeirs um að réttindalausir menn séu ekki ráðnir hjá Strætó þá hafði Björn Baxter verið próflaus í um fimm mánuði áður en hann var ráðinn til starfa. Ökuskírteini hans rann út í febrúar. „Við getum náttúru- lega ekki gert áfeng- istest á öllum okkar ökumönnum áður en þeir setjast undir stýri." „Þetta voru bara mistök,“ segir Björn. „Ég gerði þetta óvart og get ekkert gert að þessu. Lífið heldur áfram." Björn Baxter er hvergi skráður með lögheimili. Faðir Björns sagði fréttirnar af árekstrinum ekki koma sér mikið á óvart. Það kæmi honum frekar á óvart að Björn hefði verið ráðinn til starfa hjá Strætó. Þeir sem DV talaði við hjá Strætó bs. í dag voru sammála um að hræðilegt slys hefði átt sér stað. Einn af yfirmönnum Strætó sagði að Björn hefði verið í annarlegu ástandi. Fleiri sögðu svipaða sögu. „Við getum náttúrulega ekki gert áfengistest á öllum okkar öku- mönnum áður en þeir setjast und- ir stýri,“ segir Ásgeir Eiríksson. „Við erum með yfir áttatíu bfla á götunum í einu og treyst- um okkar mannskap til að vera í þannig ástandi að þeir geti keyrt." Er hann var spurður hvort ábyrgðin liggi ekki hjá Strætó - að láta réttíndalausan ökumann aka almenningsvagni - segir Ásgeir að hann geti ekki svarað því hvernig málið verði til lykta leitt. „Það hlýtur að koma til kasta réttra aðila að fjalla um það," segir Ásgeir. „Þetta hlýtur þó að kalla á einhvers konar skoðun á starfs- reglum Strætó bs." Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi er maðurinn sem varð fyrir strætis- vagninum á Kringlumýrarbraut út- skrifaður. Læknir sem var á vakt þegar slysið varð sagði að miðað við áverkana hafi slysið verið harkalegt. Maðurinn hafi ver- ið skoðaður og sé nú farinn heim. simon@dv.is Djöfulsins aumingjar Svarthöfði getur ekki annað en hlegið sig máttíausan yfir þeim van- mætti og aumingjaskap sem veður uppi meðal þjóðarinnar og ráða- manna um þessar mundir. í gær sá hann fréttir af því að Davíð Oddsson fékk loksins að hitta George Bush, eftir að hafa beðið og beðið eins og horuð móðir við Mæðrastyrksnefnd, með fullri virð- ingu fyrir þeim. Bush sagði eftir fundinn að Davíð hefði verið fylginn sér og fastur fyrir á fundinum. Hann sagði að Davíð ætlaði að meta varn- arþörfina og aðstöðuna á íslandi. íl p i Svarthöfði Svo sagði Bush að hann hefði sagt við Davíð að hann vildi tryggja að hann skildi allar afleiðingar þeirrar ákvörðunar sem tekin yrði, hvort sem hún verði um að vélamar verði þarna áfram eða ekki. Svarthöfði frussar og hlær, þegar hér er komið við sögu, enda talar Bush fyrir Davíð eins og hann sé h'till krakki sem hefði öllum að óvömm sett saman Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað alveg prýðilegt og er í ágætisformi. Ég náði smá fríi íjúní og hljóp upp á hvern einasta dag/'segir SteingrímurJ. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem bregð- ur oft undir sig betri fætinum og hleypur íklukkustund úr Breiðholti niður á þing. At- hygli vakti að Steingrímur kallaði stjórnarliða djöfulsins aumingja I fyrradag.„Ég stend á mínum rétti og þingsins og hefekki vanið mig á að láta hann afhendi. Það var bara ekki farið að settum leikreglum, “ segir Steingrímur og tekur fram að fyrir norðan hefði enginn kippt sér upp við slik orðaskipti hans og Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. vitræna fullyrðingu sem greina eigi frá. Að matí Svarthöfða hefur tourette-sjúklingurinn í Vinstri grænum loksins rétt fyrir sér. „Djöf- ulsins aumingjar," sagði hann við stjórnarliðana, sem þögguðu niður í vanmáttugum og vælandi stjórnar- andstæðingum með því að láta þingforseta shta þingi. Það versta var að aumingjarnir voru sjálfir stjórnarandstæðingarnir, því það em þeir sem ekkert geta eða megna á þingi. Algerlega valdalaus hópur sem einfaldast væri að afnema af launaskrá þjóðarinnar. Svarthöfði heyrði í útvarpinu að margir íslend- ingar eru ósammála forsetanum um að skjóta lagafrumvarpi tíl þeirra. Þeim finnst góð lausn að breyta bara fjölmiðlafrumvarpinu örlítið þannig að þjóðin þurfi ekki að kjósa „með þessum 150 tíl 200 milljóna króna kostnaði". Svona er aumingjaskapurinn vaðandi uppi. Stór hluti þjóðarinnar treystír sér ekki til að kjósa um hvort setja eigi ákveðin lög, sem valda- menn vilja nota til að drepa alla gagnrýni. Stór hlutí á Alþingi hefur engan tilgang nema að væla yfir þeim sem valdið hafa. Og þeir sem völdin hafa á íslandi hlaupa til heimskingja í Hvíta húsinu til að biðja um vernd fyrir einhverju sem enginn veit hvað er. Með orðum Steingríms: ísland er djöfulsins aumingi. Svaithöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.