Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚU2004
Fréttir DV
Kona myrt
fyrirframan
lögreglustöð
Fimmtug kona, Debra
Allen Vazques, var myrt
íyrir framan lögreglustöð í
borginni Ocala í Flórída í
gær. Debra hafði átt í deil-
um við fyrrverandi eigin-
mann sinn fyrir utan Wal-
Mart-verslun í nágrenni
lögreglustöðvarinnar. Hún
flúði frá manni sínum og
leitaði aðstoðar hjá lög-
reglunni. Hins vegar voru
engir lögreglumenn til
staðar á stöðinni vegna
anna. Eiginmaðurinn
skaut Debru til bana og
framdi síðan sjálfsmorð.
í gæslu
fyrir innbrot
f upphafi helgarinnar
var brotist inn í íbúð í
Hafnarfirði og miklum
verðmætum stolið. Á
föstudagskvöldið var ung-
ur maður handtekinn,
grunaður um að eiga aðild
að málinu og hefur hann
nú verið úrskurðaður í
viku gæsluvarðhald. Á
laugardgskvöld var til-
kynnt um rúðubrot í Víði-
staðaskóla í Hafnarfirði og
er lögreglan kom á staðinn
sást að þar höfðu verið
brotnar sjö rúður. Málið er
í rannsókn. Annars var
helgin róleg hjá lögregl-
unni í Hafnarflrði.
veitingamaöur á Café 67 á
Akranesi
„Þaö er mikil stemning hérna
á Skaganum. Irskir dagar
nálgast og þá verður nóg að
gera. Ég rek veitingastaðinn
Pizza uMHHan
Landsíminn
þar
sem búist er við yfir tiu þúsund
manns í bænum verð ég með
tvöfalda vakt. Einn skemmti-
legasti liður hátíðarinnar er
þegar allir bæjarbúar grilla úti
á götu. Þá fyllist bærinn af
reyk og menn leggja mikið
upp úr að grilla sem best. Svo
er liðið aðeins í glasi og elda-
mennskan verður mjúk og fín
eftir þvi. Ég er einnig vélstjóri á
stýribáti og held úti sjóstanga-
veiði. Efég ætti að velja milli
pizzastaðarins eða þess að
stunda sjóinn vel ég hið síðar-
nefnda. Sjórinn er lifið."
Marco Brancaccia, barnsfaðir Snæfríðar Baldvinsdóttur, segir að Jón Baldvin
Hannibalsson hafi notað áhrif sín til að sjá til þess að leitað yrði að fíkniefnum í
fórum hans við komuna til landsins i ágúst sl. Marco ætlar að kæra ummæli Jóns
Baldvins um líflátshótanir hans í garð Jóns og Bryndísar Schram sendiherrafrúr.
Sakar Jón Baldrin um að hafa
staðið fyplp fíkniefnaleit á sér
„Ég vissi að Jón Baldvin hefði sambönd á Keflavíkurflugvelli og
þess vegna bað ég bróður minn að vera rólegan ef það kæmi til
einhverrar undarlegrar atburðarásar. Hann sagði það aðeins
gerast í Hollywood-myndum," segir Marco Brancaccia, sem nú
er á íslandi til að reyna að hitta dóttur sína Mörtu. Hann sakar
Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi, um að hafa
„látið“ framkvæma fíkniefnaleit og yfirheyrslur yfir honum þeg-
ar hann kom til landsins 9. ágúst síðastliðinn ásamt bróður sín-
um og eiginkonu hans.
„Ég sá að það var maður að fara í
gegnum ítalska farangurinn. Hann
valdi okkar nöfn sérstaklega úr. Okk-
ur var skipað að koma í yfirheyrslu.
Það fyrsta sem hann spurði var: Hvar
eru vegabréf dóttur þinnar?" segir
Marco um reynslu sína í tollinum
þegar hann kom hingað til lands að
hitta dóttur sína í ágúst í fyrra.
Marco var tengdasonur Jóns
Baldvins í 13 ár, allt þar til Snæfríður
Baldvinsdóttir yfirgaf hann í Mexíkó
og flutti dóttur þeirra ólöglega úr
landi. í plöggum frá mexikóska utan-
ríkisráðuneytinu frá 5. janúar 2004
kemur fram eftirfarandi: „[Bjrott-
nám barnsins til Reykjavíkur, á ís-
landi, var ólöglegt og brýtur augljós-
lega á réttindum herra Marcos
Brancaccia og barninu á nú þegar að
skila til Mexíkó, búsetulands hennar,
eins og segir í greinum 7, 10 og 11 í
Haag-sáttmálanum." Hæstiréttur ís-
lands hefur hins vegar ekki komist að
sömu niðurstöðu.
Snæfríður vissi allt
Að sögn Marcos og lögfræðings
hans, Stefáns Geirs Þórissonar, við-
urkenndi Snæfríður að vita allt um
téða fíkniefnaleit á fundi á skrifstofu
Stefáns. „Hún vissi nákvæmlega um
fíkniefnaleitina auk þess sem hún
virtist vita nákvæmlega um að mest-
ur tími við leitina hefði farið í að
skoða skjöl sem umbjóðandi minn
hafði með sér,“ skrifaði Stefán í
kvörtun til Jóhanns Benediktssonar,
sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. í
svari Jóhanns sýslumanns kemur
fram að upplýsingaleki hafi orðið og
að innanhússrannsókn yrði sett af
stað vegna þess. Ekkert virðist hafa
komið út úr leitinni, en Marco segir
ljóst að Jón Baldvin hafi beitt áhrif-
um sínum sem fyrrverandi utan-
Jón Baldvin Hannibalsson „Þaö síöasta
sem ég heyrði frá Marco var aö efhann fengi
ekki að sjá barnið myndi hann koma til Finn-
lands og myrða fööur Snæfriöar og móður,"
sagðiJón Baldvin i DVÍ gær um viðskipti við
fyrrverandi tengdason sinn.
rfkisráðherra, sendiherra og sem
náinn vinur Jóhanns sýslumanns.
„Ég borðaði hádegismat á heimili
Jóns Baldvins þar sem Jóhann Bene-
diktsson var viðstaddur. Þeir voru
nánir vinir," segir Marco. Hann seg-
ist sannfærður um að átt hefði að
koma fyrir fikniefnum á sér tO að
koma í veg fyrir frekari tilraunir til að
endurheimta dótturina. „Þegar þeir
leituðu í töskum mínum báðu þeir
mig að setjast niður. Ég neitaði því,
með þeim útskýringum að ég vildi
fyrirbyggja að eitthvað yrði sett í
töskurnar," segir hann.
Jón Baldvin beið fyrir utan
Marco hefur einu sinni fengið að
hitta dóttur sína frá því Snæfh'ður yf-
irgaf Mexíkó. „Ég fékk að vera með
Strákar í vinnuskólanum í Hafnarfirði
Fundu bein í Hafnar-
fjarðarhrauni
„Okkur brá nokkuð þegar við
sáum þessi bein þarna í hrauninu,"
segir Brandur Franklín Karlsson
sem var að týna rusl fyrir vinnu-
skólann í Hafnarfirði ásamt félög-
um sínum þegar þeir rákust á poka
fulla af beinum. „Mér sýnist þetta
vera af kindum eða geitum en er þó
ekki viss en þetta var þónokkuð
magn af beinum og leit nokkuð
skuggalega út.“ Félagarnir rákust á
beinin í hrauninu sem er syðst í
Hafnarfirði þar sem nýtt hverfi hef-
ur risið. Brandur segir þá þó hafa
haldið áfram að vinna eftir þessa
uppákomu enda ekki á hverjum
degi sem þeir finni svona mikið
magn af beinum. „Mér finnst samt
eiginlega hundleiðinlegt að týna
rusl en kaupið er svo sem ágætt
þannig að maður sættir sig við
þetta," segir Brandur sem var að
klára tíunda bekk og er á leið í
Flensborgarskólann. Brandur segist
aðallega ætla að vinna í sumar en sé
þó á leiðinni til Danmerkur í brúð-
kaup seinna í sumar.
■ breki@dv.is
Vinnuflokkurinn Hér má sjá Brand
ásamt félögum sínum sem fundu
beinin í hrauninu i Hafnarfirði. Þeim
brá nokkuð þegar þeir sáu beinin.
Marco Brancaccia Ætlar að mæta
Snæfriði Baldvinsdóttur, barnsmóður
sinni, og Jóni Baldvini fyrir dómi þar
sem hann segistgeta hrakið ásakanir
þeirra. DV-mynd E.ÓI.
henni á afmælisdaginn minn,
14. ágúst. Þrír jakkafataklæddir h'f-
verðir biðu inni í hótelinu og ég
mátti ekki fara með dóttur mína það-
an út. Jón Baldvin beið fyrir utan í bíl
ásamt öðrum manni. Ég sá hann þar
meðan ég talaði í símann. Hann vildi
heilsa mér, en ég vildi það ekki, enda
hafði hann fyrirskipað fíkniefnaleit á
mér nokkrum dögum áður. Þegar
tíminn var úti reif Snæfríður dóttur
mína frá mér og fór ásamt h'fvörðun-
um þremur," segir hann.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði í
samtali við DV í gær að Marco hefði
hótað honum og Bryndísi Schram,
eiginkonu hans, lffláti. Marco segist
ætla að draga Jón fýrir dómstóla
vegna þessa. „Ég svara ekki þessum
röngu ásökunum, en ég mun svara
fyrir þetta á viðeigandi stað, sem er
rétturinn," segirMarco. „Ekki aðeins
er dóttir þeirra og öll fjölskyldan að
búa til ásakanir, heldur segja þau nú
að ég hafi sýnt dóttur minni of-
beldi,“ segir hann og ítrekar að rang-
ar ásakanir um ofbeldi geti hann
hrakið fyrir dómi.
jontrausti@dv.is
Þrefað um
kolmunna
í dag munu samningaviðræð-
ur hefjast milli íslendinga, Norð-
manna, Rússa, Færeyinga og ESB
í Brussel um skiptingu aflalieim-
ilda úr kolmunnastofninum. Við-
ræðurnar nú eru að frumkvæði
ESB. Fjallað er um málið í „Hálf
fimm fréttum" KB banka. Á síð-
asta ári veiddu þessar þjóðir
samtals um 2,3 milljónir tonna af
kolmmina. Þar af var afli okkar
íslendinga rúm 500 þúsund tonn
eða um 22 prósent af saman-
lögðum kvóta þessara þjóða. í
síðasta mánuði jukum við okkar
eigin kolmunnakvóta úr 493 þús-
und tonnum í 713 þúsund tonn.