Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Síða 13
DV Fréttir
Stærsti stuld-
ur í sögu
Rúmeníu
Öryggisvörður stóð að
stærsta stuldi í sögu Rúm-
eníu nú eftir
helgina er hann
ók á brott á pen-
ingaflutningabíl
sínum þegar fé-
lagi hans skrapp í
næstu sjoppu eftir sígarett-
um. Þeir voru nýbúnir að
fara rúnt á brynvörðum bíl
sínum milli banka og safna
saman rúmlega 100 milljón-
um kr. í peningum. Bíll
fannst síðar yfirgefinn í út-
jaðri Búkarest. Mikil leit
stendur nú yfir að þjófnum
en öryggisfýrirtækið sér
fram á stórtap ef hann næst
ekki þar sem það var ekki
tryggt fyrir þjófnuðum af
þessu tagi.
Þorgrímur Þráinsson segir Örn Arnarson sundkappa ekki
hafa greint tóbaksvarnarnefnd frá munntóbaksnotkun sinni.
Örn kom fram á auglýsingum gegn tóbaki. „Menn verða að
standa við orð sín,“ segir Þorgrímur.
Oheppileg tyrin-
mynd unglinga
Vill fá gjafir
til baka
Smáður kærasti í
Rússlandi hefur krafið
fyrrverandi kærustu sína
um gjafir þær sem hann
gaf henni þann stutta
tíma sem þau voru sam-
an. Um er að ræða
súkkulaði og aðrar mat-
vörur. Stúlkan hefur aftur
á móti sagt fyrir dómi að
hún geti ekki orðið við
kröfu hans þar sem hún
hafi þegar neytt allra gjaf-
anna. Um er að ræða
Toblerone, hnetur, ban-
anar og rautt epli.
Þyrla send
ájökul
Landhelgisgæsla íslands
fékk boð frá lögreglunni á
Selfossi kl. 14:50 í gær og
var þyrla send á Langjökul
til að sækja konu frá Taívan.
Búið var að sækja hana og
koma á Borgarspítalann í
Fossvogi kl. 17:30. Lögregl-
an á Selfossi hafði fengið
beiðni frá Neyðarlínunni en
vegna aðstæðna var ákveðið
að senda þyrlu.
„Hún hafði dotúð, lent
illa og er með lærleggsbrot,"
sagði læknir á Borgarspítal-
anum. „Svona áverka er
ekki er óalgengt að sjá hjá
eldra fólki. Þetta krefst að-
gerðar og leggst hún inn í
einn úl tvo sólarhringa."
Konan, sem er fædd 1938,
talar ekki ensku og naut
hún aðstoðar túlks við
komuna.
Varúð,
mellur
framundan!
Melludólgar í Rúmen-
íu deyja ekki ráðalausir og
til þess að efla viðskiptin
hafa þeir komið upp
vegaskiltum með áletrun-
inni: Varúð - mellur
fr amundan! Skiltin eru á
þeim stöðum þar sem
vændiskonumar halda sig
og markmiðið að „vara“
bflstjóra við svo þeir keyri
ekki of hratt og átti sig um
seinan á að sniðugt hefði
verið að stoppa. Lögregl-
an kvað ekld hrifin af
uppátækinu og segir skilt-
ið sem sýnir auk áletrun-
arinnar fallega konu í
rauðu kjól beinlínis geta
valdið slysum. „Við fjar-
lægðum svona skilti fyrir
nokkrum mánuðum en
nú eru þeir famir að
steypa þau niður," segir
lögreglustjórinn í Sibu-
héraði og er ekki skemmt.
„Ég hafði ekki hug-
mynd um að hann
notaði tóbak," segir
Þorgrímur Þráinsson.
„Efhann hefurþurft
að leyna okkur ein-
hverju er það hans
vandamál.“
af þessu. Hann sagði okkur aldrei
neitt. Þetta sýnir kannski hve tóbak
er öflugt fíkniefni."
í viðtali við DV um helgina
sagði Örn þetta um munn-
tóbaksnotkun sína: „Ég var
kominn með ógeð á sundinu
og þá leyddist ég út í þessa
vitleysu. Ég þurfti að passa
mig vel að það sæist ekki
opinberlega að ég væri að
nota efnið."
Örn segist nú vera hætt-
ur að nota munntóbak.
„Það var djöfullegt að hætta,"
segir hann.
simon@dv.is
Þorgrímur Þráinsson, sviðs-
stjóri tóbaksvarna „Hann
sagöi okkur aidrei neitt."
„Mér finnst þetta afar óheppilegt," segir Þorgrímur Þráinsson,
sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð. ÖrnArnarson sund-
kappi hefur opinberlega viðurkennt að hafa notað munntóbak
í nokkur ár. Á sama tíma var hann á veggspjöldum á vegum
tób aksvarnarnefndar.
Þorgrímur segir að þeir íþrótta-
menn sem komu fram á auglýsing-
unum hafi gert það á þeim for-
sendum að þeir notuðu ekki tóbak.
„Ég hafði ekki hugmynd um að
hann notaði tóbak," segir Þorgrím-
ur Þráinsson. „Ef hann hefur þurft
að leyna okkur einhverju er það
hans vandamál."
Þorgrímur segist ekki vera
þannig gerður að hann dæmi
menn fyrir það sem þeir gera.
Það sé óheppilegt að Örn Arn-
arson hafi ekki sagt þeim frá
tóbaksnotkun sinni en hver
hafi sinn djöful að draga.
„Ef menn
koma fram
á auglýs-
ingum gegn reykingum verða þeir
að standa við orð sín,“ segir Þor-
grímur. „Á þessum auglýsingum
vildum við íþróttamenn sem gætu
orðið fyrirmynd unglinga. í tilfelli
Arnar vissum við
ekki
Á toppnum
án tóbaks
Þessaraug- Vj5
lýsingarvoru %
settar upp í
grunnskótum
landsins.
Loðnuveiðar á sumarvertíð hafnar með 100.000 tonna bráða-
birgðakvóta
Enn verið að semja
um heildarkvótann
Heildarkvóti af loðnu á sumarver-
tíðinni verður sennilega ákvarðaður
335 þús. tonn í kjölfar mælinga rann-
sóknarskipsins Áma Friðrikssonar á
stofninum. Samkvæmt loðnusamn-
ingnum mun hlutur íslendinga nema
um 225 þús. tonnum en 110 þús.
tonn koma í hlut Norðmanna, Fær-
eyinga og Grænlendinga.
Vilhjálmur Egilsson ráðuneytis-
stjóri sjávarútvegsráðuneytisins segir
að ráðuneytið muni strax gefa út
100.000 tonna bráðabirgðakvóta.
„Við erum enn að ræða við hinar
þjóðirnar sem aðild eiga að loðnu-
samningnum um skiptingu kvótans
og vonandi liggur niðurstaða í þeim
viðræðum fyrir á næstu dögum," seg-
ir Vilhjálmur. „Við getum hins vegar
ekki beðið með að gefa út kvóta þar
sem skip eru þegar komin á miðin og
því munum við í fyrramálið (í dag,
innsk. blm.) gefa út reglugerð með
bráðbirgðakvótanum. “
Stofristærð loðnunnar verður
endurskoðuð og mæld aftur í haust.
Útlit er fyrir að aflinn verði í minna
lagi á þessari sumarvertíð því nokkuð
er liðið af hefðbundnum veiðitíma.
Auk þess eru mörg skip upptekin við
kolmunnaveiðar sem í raun eru
frjálsar eftir ákvörðun sjávarútvegs-
ráðherra að auka kvótann úr 493 þús.
tonnum í rúm 713 þús. tonn. í júh' í
fyrra veiddist 71 þús. •
tonn af loðnu en
2002 veiddust
125 þús.
tonn.
Vilhálmur Egilsson „ Wð getum
hins vegar ekki beöið með að gefa
út kvóta þar sem skip eru þegar
komin á miðin."
Aðalvinningur er:
Sony Ericsson TS30 +
PS2 tölva + Spraer-Man 2
PS2 leikúrinn og miöi fyriói
2 á Spider-Man2'
Fjöldi glæsilegra aukauinninga!
Sendu SMS skeytið
á númerið
og þú gætir
unnið.
99 kr/skeytið