Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Page 14
74 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLl2004
Fréttir TfV
DÓMSTÓLL
KRINGLUNNAR
Þekkja þau Árna
og hvað finnst
þeim um hann?
Brynja Norðfjörð
„Ég man ekki alveg hvað
hann heitir en hann er eitt-
hvað í pólitík. Hann kom oft
£ sjoppuna sem ég vann í en
ég held samt ekki með hon-
um, frekar Steingrími J."
Hallvarður Gylfason
„Ég veit ekki alveg hver
þetta er en hann heitir Ámi
og er ráðherra. Hef voða lítið
álit á honum."
Ásthildur Kjartansdóttir
,Ámi Matíúesen, er alveg
með það á hreinu því ég
kenndi honum að lesa.
Hann hefur staðið sig alveg
þokkalega bara."
Lilja Jakobsdóttir
„Hann er úr Hafnarfirði
þessi og heitir að mig minnir
Ámi. Ég fylgist ekkert með
honum."
Kristjana Rúnarsdóttir
„Sjávarútvegsráðherra,
Ámi Matt. Hann var rosalega
óvinsæll, man ég, en hefur
skánað, held ég.“
Stefán Ómar Jónsson
„Þetta erÁrni sjávarút-
vegsráðherra, hann var það
að minnsta kosti í gær. Hefur
hann ekki bara staðið sig
ágætlega?"
Matthías Sigurðsson
,Æ, ég veit ekki og fylgist
ekkert með þessari pólitík.
Hann er að minnsta kosti
þingmaður eða ráðherra eða
eitthvað."
Palladómar
Árni M. Mathiesen hefur setið í umdeildum stóli sjávarútvegsráð-
herra í tæp fimm ár. Honum hefur ekki tekist það ætlunarverk sitt að sætta stríð-
andi fylkingar í kvótamálum. Árni þarf ekki að óttast um sæti sitt innan flokksins
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mun ekki stela sæti hans. „Menn skyldu aldrei
vanmeta Mathiesenana,“ sagði heimildarmaður DV.
Skjaldarmerkin
Árni Mathiesen mun ekki þurfa að hafa áhyggjur af stöðu sinni
innan Sjálfstæðisflokksins á næstunni ef marka má fullyrðingar
samflokksmanna hans sem segja hann jafnvel munu taka for-
mennsku í flokknum áður en langt um líður. Davíðsmaður sem
spilað hefur öruggan bolta í ráðherratíð sinni. Hagsmunaaðilar
tengdir málaflokki hans þó langt í frá sáttir við ráðuneytið í hans
tíð. Sömu sögu er að segja af mörgum af þingliðum stjórnar-
flokkanna.
Ráðuneyti Áma hefur verið tals-
vert minna í umræðunni síðan hann
tók við völdum þar en áður. Það segja
kunnugir að megi þakka þeirri stað-
reynd að í tíð Þorsteins Pálssonar hafi
faðmur Davíðs Oddssonar og blessun
ekki legið yfir verkum ráðuneytisins í
bráð og lengd eins og verið hefur í tíð
Áma. Hann var á sínum tíma einn
helsti stuðningsmaður Davíðs til for-
mennsku í flokknum. Árni er sagður
hafa æ síðan haft Davíð með í ráðum
þegar erfið mál hafi komið upp og því
hafi stuðningur forystunnar tryggt
honum meira logn en oft áður í
vindasömu ráðuneytinu.
Hefur ekki náð kvótasátt
Tvær stríðandi fylkingar hafa
löngum tekist á innan málaflokks
Árna og em þær hvorugar sáttar við
ráðherrann í dag:
Smábátasjómenn, og þá ekki síst
forsvarsmenn landssamtaka þeirra,
hafa litið á Áma sem málsvara stórút-
gerðarinnar eingöngú og máli sínu til
stuðnings hafa þeir nefnt sem dæmi
nefhdarskipanir ráðuneytisins í tíð
Árna þar sem LÍÚ hafi jafnan verið
tryggt sæti meðan smábátasjómenn
hafa þurft að sitja heima, oftar en ekki
að kröfu LÍÚ. Nefna þeir til sögunnar
að nú síðast hafi Árni fundað ítrekað
með forsvarsmönnum smábátaeig-
enda og talið þeim jafiivel trú um að
engin hætta væri á að svokallað sókn-
ardagafrumvarp og innkoma þeirra
báta í kvótakerfið stæði fyrir dyrum
jafnvel þótt heimildir hermi að LÍÚ
hafi vitað hvað til stæði löngu fyrr.
Aðildarmenn LÍÚ segja á móti að
Ámi hafi nú síður en svo reynst þeim
dyggur þjónn enda hafi margar
ákvarðanir hans frá því um kosningar
hvorki reynst umbjóðendum LÍÚ, né
svo til nokkrum öðmm, happ. Þeir
sem harðast dæma Árna innan LÍÚ
sögðu í samtali við DV að líkast tii
væri gleggsta dæmið um mislukkaða
tilraun Áma til að mynda sátt um
kvótakerfið sú staðreynd hversu fyrir-
tækjum í greininni hefði fækkað mjög
á opnum hlutabréfamarkaði. Það
segja þeir vera vegna áhugaleysis fjár-
festa sem telja sjávarútveginn ein-
faldlega ekki arðbæra fjárfestingu eft-
ir ákvörðun um aukna skattlagningu í
formi auðlindagjalds og stöðugrar
óvissu um framtíð kvótans.
Þeir sem standa utan þessara fylk-
inga segja þá staðreynd að bæði smá-
bátasjómenn og stórútgerðin skuli
ekki vera fyllilega sátt við Árna vera
einmitt til marks um klókindi hans
við að reyna að losa hagsmuna-
tengslastimpilinn af ráðuneytinu - en
mörgum hefur fundist að ráðuneytið
hefði jafnvel átt að vera kostað af LÍÚ.
Árni hefur sjálfur gefið út að hann
muni ekki skera útgerðarmenn úr
snöm kjarasamningagerðar við sjó-
menn, ummæli sem verða að teljast
söguleg í ljósi undanfarinna kjara-
deilna sjómanna og útvegsmanna.
Tvö stærstu málin klúður
Tvennum sögum fer þó af emb-
ættisfærslum hans og er hvalveiði-
málið svokallaða nefnt sem dæmi um
ákvarðanafælni Áma. Mörgum finnst
enda að hann hefði átt að taka
ákvörðun, og leiða umræðu, um
áframhaldandi bann við hvalveiðum
þar sem áróður gegn þeim sé þegar
farinn að hafa áhrif á aðrar atvinnu-
greinar. Þeir telja Áma hreinlega vera
á villigötum að eltast við kröfur ör-
fárra hagsmunaaðila í hvalveiðum í
þeirri mynd sem nú er og nær væri að
hætta þeim alveg í bili.
Þingmenn stjórnarflokkanna
tveggja bera honum þó misvel sög-
una og þá sérstaklega þeir þingmenn
sem öðrum fremur hafa átt sitt undir
breytingum á kvótakerfinu. Þeir segja
hann síst hafa gengið þann veg sátta
sem hann hafi boðað þegar hann tók
við í ráðuneytinu og það sé síst hon-
um sjálfum að þakka að lygnt hafi í
ráðuneytið frá fyrri tfinum. Dæmi um
þetta em sögð óvægin svik Áma við
samþykktir og gefin loforð í línmviln-
unarmálinu þar sem Árni hafi hreint
aldrei ætlað sér að efna fyrr en hann
sá frarn á að umræðan væri töpuð. Sú
leið sem Árni valdi þar er jafiian not-
uð sem dæmi um hvernig hægt sé að
klúðra umdeildum máium með leið
sem engum virðist hugnast. Þar segja
kunnugir að Ámi hafi hreinlega svikið
bæði gefin loforð sín og forsætisráð-
herra auk þess sem hann hafi hunds-
að landsfiindarsamþykkt flokks síns
og Framsóknar.
Embættismaður og Mathiesen
Ámi Mathiesen, þessi krónprins
ihaldsmanna í Hafnarfirði, þykir hafa
fallið £ skugga Þorgerðar Katrfnar
Gunnarsdóttur á sfðustu missemm
og þvf gefið þeim sögum byr undir
báða vængi að hún muni hugsaniega
steypa honum af staili við næstu
kosningar sem oddvita í „kraganum".
Þeir sem þekkja vel til innan raða
Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Árna
segja þó hæpið að halda því fram að
Þorgerðar bfði einhver sigur í próf-
kjöri gegn Árna - sem hún sótti sjálf
mjög stíft en fékk ekki fyrir síðustu
kosningar. Þar sem frama hennar eigi
hún að miklu leyti að þakka Áma og
ekki síst hans baklandi, Mathiesen-
unum í Hafnarfirði. Auk þess hafi
Þorgerður þurft embæftis síns vegna
að taka meiri þátt í þeim slag sem ver-
ið hefur um fjölmiðkunálið svokall-
aða en Árni.
„Menn skyldu ekki vanmeta
Mathiesenana, og allra síst Áma sjálf-
an, þótt lítið beri á honum," sagði
einn heimildarmanna DV um framtíð
Áma innan Sjálfstæðisflokksins.
Samherjar Áma í pólitíkinni lýsa
honum sem hæglyndum embættis-
manni sem hafi gott nef fyrir pólitík
og því þurfi hann að óbreyttu ekki að
kvíða framtíð sinni - nema síður sé.
Hins vegar vilja margir, þeirra á
meðal samherjar hans, taka undir
það að ef til vill sé Árni ekki í réttu
ráðuneyti til að ná þeim frama sem
hann hefur sjálfur lýst yfir að hann
ætli sér að ná - dæmin sanni það.
helgi@dv.is
Álitsgjafar okkar telja Árna nota-
legan dreng, en litlausan baksviðs-
mann, hvers stjarna fer sígandi. Hann
forðast argaþras dægurmálanna og
reynir að sigla lygnan sjó. Talinn
ósjálfstæður og þægilegur þjónn og
virðist ætla að ná því að sleppa við
mjög neikvæð eftirmæli.
„ Var vonarstjama i flokknum og viö hann
bundnar miklar væntingar, en hefur fallið i
skugga Þorgeröar Katrinar."
„Hefur ekki nýtt vel þaö forskot sem
hann hafði á sina kynslóð innan flokks-
ins.“
„Mér finnst hann hafa staðið sig nokk-
uð vel og ekki oröið uppvís að neinum
slæmum skandal."
„Hafi hann lokiö embættisprófi í dýralækn-
ingum veit hann hvað það er aö vera
steingeldur
„Hann hefur vit á því aö blanda sér ekki í
dægurmálin aö ósekju."
„Notalegur, góður og Ijúfur drengur, en
svo litlaus, eins og þorskurinn, að mað-
ur þarfað klipa sig til að muna um
hvern er verið að tala."
„Er i erfiðri stöðu við að lappa upp á
rangindi. Þarfoft að velja milli tveggja
slæmra kosta."
Einkunnaskalinn
2&St
1 skjaídarmtrki- Falleinkunn,
þingsæti jafnvel ekki verðskuldað
2 skjaldarmerki - Öruggt þingsæti
en lítið að gera í stjórnarráðið
3 skjaldarmerki- Á friðarstóli íaug-
um samherja sinna en á rangri hillu
samkvæmt andstæðingum sínum
4 skjaldarmerki - Á réttri hiilu
5 skjaldarmerki - Hinn fullkomni
ráðherra
„Velviljaðurmaðuriveigamiklu ráöherra-
embætti. Sá farsælasti I rlkisstjórninni.“
„Hefur misst húmorinn iráðherrastóli."
„Fékk skæðan keppinaut i foringjahlut-
verkið þegar Bjarni Benediktsson kom
fram á sjónarsviðið."
„Því miður ekki ráðherrann sem skilar
okkur kvótanum aftur. Hann er kúgað-
ur i samskiptunum við kvótasullar-
ana."
„Hefur ekki fengið þaö á sig að vera Llú-
brúða líkt og fyrirrennarar."
„Mesta furöa hvaö honum tekst að sigla
milliskers og báru."
„Sáttur við að vera kominn þangað
sem hann er kominn."
„Árni erfði náttúrulega meingallað
kvótakerfi sem hann hefur sáralítið
bætt."
„ Virkar heiðarlegur og hreinskiptinn. Nokk-
uöfarsæll."
„Þjónn foringjanna. Gegnir öllum ráö-
herraembættum meöan hinir stóru fara i
lúxusferöirnar."
„Hefur ekki eins sterka stöðu og fyrir
nokkrum árum."
„Hafði mikla trú á honum. Hélt hann
yrði sjálfstæður, afþvi hann hefurætt
tilþess. Vonbrigði,þvímiður."
„Hann er mjög þægilegur í allri umgengni
og ber þar af öðrum ráðherrum flokksins."
Álitsgjafarnir okkar Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsmaöur og fyrrverandi þingkona, Krist-
ján Kristjánsson umsjónarmaður Kastljóssins, Hildur Helga Siguröardóttir blaðamaöur,
Róbert Marshall fréttamaöur á Stöö 2.
Álitsgjafar um Árna M. Mathiesen
sj ávarútvegsr áðherra
Með litarhátt þorsksins