Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ2004 15
Glæsileg bjók
um spenayr í
síðasta mánuði kom
bókin íslensk spendýr út
og er hún skrifuð af tólf
færustu vísindamönn-
um landsins á sviði
dýrafræði. í bókinni
sem Páll Hersteinsson
prófessor ritstýrir er gerð grein fyrir lifnaðarhátt-
um og sögu sextíu spendýrategunda á íslandi.
Vatnslitamyndir Jóns Baldurs Hlíðberg af dýrun-
um eru stórglæsilegar og gefa textanum ekkert
eftir. Meira en sjötíu ár eru síðan sambærilegt rit
var gefið út en þá kom út tímamótaverk Bjarna
Sæmundssonar um fslensk dýr. í bókinni íslensk
spendýr er og fjöldi skýringamynda og korta sem
hjálpa lesendum að átta sig á útbreiðslu og lifn-
aðarháttum dýranna.
bergljot@dv.is
Skilin eftir úti Þessi
þrjú systkini voru skilin eftir
fyrir utan Kattholt og fundust á
mánudag þegar starfsfólk kom
til vinnu. Þau voru óskaplega
hrædd og hafa ekki borðað
mikið síðan. Þau langar að
komast á góð heimili þar sem
þau verða án efa miklir gleði-
gjafar. Áhugasömum er bent á
að hafa samband við
eða líta á vefsíðuna kattholt.is
til að fá upplýsingar um kettlingana og fjölda annarra
katta sem vilja flytja til kattavina.
Unalinoar drápu
SeXTlVOlpa Lögregla í
Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjun-
um leitar nú unglingahóps sem
grunaður er um að hafa drepið
sex hvolpa um helgina með því
að festa flugelda við gin þeirra
og kveikja í. Talið er að þessi
hryllilegi atburður hafi átt sér
stað á sunnudag en hvolpahræin fundust f
yfirgefnu húsi á mánudagsmorgun ásamt
tveimur alvarlega slösuðum hundum.
Annar þeirra var móðir hvolpanna. Lög-
dýrayfirvöld í Tulsa hafa lofað að veita
þeim sem gæti gefið upplýsingar um
málið peninga að launum.
Bergljót Davíðsdóttir
skrifar um dýrin
sín og annarra á
miðvikudögum í DV.
Tínu liggur
mikið á
„Tína, sem er eins árs
læða,eralltafað
flýtasér.Húnereins
og priklaus flugeldur
hér í húsinu," segir
Halla Þorsteinsdóttir,
eigandi Tínu. „Hún er
mjög sjálfstæð og er
kelirófa þegar hún
vill það, maður tekur
hana ekkert upp til
að kela við hana. Þess á milli
er hún á hraðferð, hún er
óskaplega upptekin afþví
að flýta sér. Tina kom til mín
úr Kattholti um miðjan sept-
ember í fyrra. Hún er ekki
mikið fyrir að fara út, nema
meö okkur eða út á svalir, en
er mikil fluguveiðikisa. En
hún er örugg i kringum okk-
ur heimilisfólkið og hin
heimilisdýrin og reynirað
stjórna okkur.“
Hundar og kettir
með Norrænu
Á heimasíðu farþegaferjunnar
Norrænu kemur fram að hægt
sé að hafa hunda og ketti með
séráskipinu. Um borð eru búr
fyrirdýrin og eru þau
staðsett á dekki. Eigendur
geta því ávallt nálgast
dýrin, hreyft þau og fóðr-
að. Heimilt er að taka
gæludýr með sér í klefa
en þetta á einungis við um þá
sem bókað hafa sérklefa. Panta
þarf fyrirfram fyrir hunda og
ketti og er fólki bent á að kynna
sér reglur um flutninga á dýrum
milli landa hjá embætti yfirdýra-
læknis.
Stemma og Bragur eru veiðihundar af tegundinni ungversk vizsla. Hundarnir eru
þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi en nú hefur fjölgað í fjölskyldunni.
Nú er lag hjá Stemaiu og Brag
Þegar eigendumir Erla Jónsdóttir og Emil Emilsson voru í námi í
útlöndum fengu þau sér tík og hund af tegundinni ungversk
vizsla. Þegar fjölskyldan flutti heim kom upp hugmynd um að
para tíkina Stemmu og hundinn Brag saman. Það hefur nú aldeil-
is gengið eftir því í júm' gaut Stemma ellefu tíkum og einum hundi.
„Það komu tólf hvolpar í byrjun
júm' og þeir dafna ótrúlega vel þótt
það séu ekki nema níu spenar á
Stemmu," segir Erla Jónsdóttir, eig-
andi hundanna. „Þetta er merkilegt
got því það komu ellefu tíkur og einn
hundur. Stemma og Bragur eru búin
að koma ár sinni ærlega fyrir borð
hér heima. Það er einfaldara að flytja
inn sæði en tíkur. Hvolparnir eru að
verða mánaðar gamlir og eru nú að
samhæfa fæturna fjóra og kútveltast
um allt. Það er yndislegt að fylgjast
með og þeir verða fallegri með hverj-
um deginum. Þeir eru famir að leika
og sýna ýmsa veiðitakta, liggja í
launsátri hver fyrir öðrum og gera
svo árásir. Þeir eru voðalega kelnir og
krúttíegir," segir Erla.
Gotið gekk mjög vel
„Það var búið að setja gotíð á 9.
júní en þegar við vorum í kvöld-
göngu rétt fýrir miðnætti 7. júní tók
Stemma allt í einu upp á því að grafa
holur. Ég fór með hana í bílinn og ók
heim. Þegar ég opnaði skottið var
laumufarþegi hjá Stemmu. Þá var
fyrstí hvolpurinn kominn, elsta dam-
an er því fædd 7. júm' en systkini
hennar 8. júní. Næstu sexkomu með
þrjátíu til fjörutíu mínútna millibili,
svo stoppaði gotíð. Tveimur tímum
síðar heyrði ég stunu frá Stemmu og
grunaði strax að hún væri að koma
með áttunda hvolpinn en þegar ég
aðgættí lágu tveir blautír hvolpar hjá
henni. Sá tíundi var þá á leiðinni og á
næstu fjórum tímum bættust tveir
hvolpar við. Það voru komnir tólf
hvolpar og við hjónin trúðum ekki
okkar eigin augum," segir Erla.
Nöfnin mættu gjarnan tengj-
ast tónlist
„Stemma er mikil móðir, en er
óskaplega fegin að við skulum hjálpa
henni. Hún mjólkar vel en vegna
fjöldans gefum við þeim líka pela
með mjólkurblöndu og graut. Á mat-
málstímum er Uðinu skipt upp í tvo
hópa. Við pössum upp á að blanda
svo í hópunum þannig að allir verði
vinir, það er bannað að vera með
klíkumyndanir. Allt gengur vel og
þeir eru farnir að myndast við að
lepja. Stemma lætur mig vita þegar
hún vill gefa, hnippir í mig og leggst
á teppi fýrir framan hvolpagrindina,"
segir Erla. „Ein tíkin hefur þegar
fengið nafnið Þula og svo erum við
að pæla í nöfnunum Syrpa, Sónata,
Vísa, Limra, Staka og Ríma. Okkur
finnst að nöfn hvolpanna eigi að vera
tengd tónhst, eins og nöfii foreldr-
anna," segir Erla. Hún óskar eftir
hugmyndum frá lesendum að nöfn-
um á póstfang sitt erla-
jons@yahoo.com
Meðfærilegir og þægilegir
í viðtali við Erlu sem birtist í
Fréttablaðinu síðastliðið sumar seg-
ist hún ekki hafa kynnst meðfærilegri
og þægilegri hundum en ungversku
vizslunum. Hún hefur átt hunda áður
og þegar hún eignaðist Stemmu, sem
þá var hvolpur, skildi hún ekkert í því
hvað allt var einfalt og auðvelt.
„Stemma hagaði sé eins og fullorð-
inn, uppalinn hundur. Hún át
hundaþurrmat og drakk vatn og piss-
aði á tÚlögð blöð. Hún nagaði hvorki
leikföng né annað eins og hinir
hvolpamir mínir höfðu gert," segir
Erla. Afkvæmi Stemmu og Brags
halda merki foreldra sinna á loftí.
„Þriggja vikna voru hvolparnir famir
að halda bælinu sínu hreinu. Ég settí
hjá þeim blaðarönd og þeir pissa á
hana. Þetta em fyrirmyndarböm,"
segir stoltur hundaeigandinn.
Hetjuhundur
m
heiðraður
Tíkin Cobra Líf slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir bil i siðustu viku
Baðað og blásið til bjargar hundi
„Við ætíum að vera hér heima hjá
mér að Þorgeirsgeisla 96 í Grafar-
holtí um helgina og klippa menn og
baða og blása hunda frá morgni til
kvölds" segir Karen Tómasdóttir,
hundaræktandi og eigandi Draum-
óraræktimarinnar. Hún og Sólveig
Pálmadóttir, hárgreiðslumeistari og
eigandi Cobm Lífar, ætla þannig að
safita fyrir aðgerðum sem tíkin hef-
ur þegar farið í. Cobra Líf, sem er
eins árs frá því í janúar, varð undir
jeppa á mánudag í síðustu viku og
slasaðist mikið. Mjaðmagrindin
bromaði á fimm stöðum og sinar
fóm í sundur. Cobra Líf var í aðgerð-
um næstu tvo sólarhringa. „Kosm-
aðurinn er þegar kominn upp í
hundrað og fimmtíu þúsund krónur
og fæstir eiga þá upphæð fýrirliggj-
andi," segir Karen. „Cobra Líf er af
tegundinni amerískur cocker spani-
el og kemur úr minni ræktun. Sem
ræktandi hef ég passað uppá að
halda vel utan um þann hóp sem frá
mér fer og við hittumst reglulega og
fömm í göngutúra. Því fannst mér
tilvahð að reyna að styðja við bakið á
Cobm Líf til að koma henni á fætur
aftur. Hún er ótrúlega hress eftír
þessa lífsreynslu og dýralæknarnir
hrista bara hausinn yfir henni. Lífs-
viljinn er mikill og hún eltir mann á
röndum. Cobra Líf er völt á fótunum
en hún ætlar að hafa þetta af. Matar-
lystin er góð en maður þarf að
dekstra hana svolítíð," segir Karen.
Hún er í pössun hjá Karen og verður
hjá henni þar til búið er að taka
saumana en þá fer hún heim aftur.
Sólveig Pálmadóttir sem á tíkina og
þtjá drengi er nemi í viðskiptalög-
fræði við Viðskiptaháskólann á Bif-
röst og vinnur í sumar á skrifstofu á
Eftir slysið Cobra Lífer
ótrúlega Itress eftirlífs-
reynsluna og dýralæknarnir
hrista hausinn yfir henni.
Selfossi.
„Þetta var gífurlegt áfall því Cobra
Líf var mjög efnilegur sýningar-
hundur, henni hafði gengið vel á
sýningum og fengið heiðursverð-
laun. Dýralæknirinn hennar segir að
tfininn verði að leiða það í ljós hver
bæklun hennar verður. En hún er
ljósið í lífi okkar," segir Sólveig. Þær
Karen og Sólveig ælta að klippa
Cobra Líf og Sólveig
Tikin varmjög efnilegur
sýningarhundur áður
en hún lenti i slysinu.
menn og
baða og blása hunda frá morgni til
kvölds á laugardag og sunnudag í
Þorláksgeisla og em allir ferfætling-
ar og tvífætlingar hvattír til mæta og
njóta þjónustu þeirra.
Minningarathöfn um stríðshetj-
una og sankti bernharðshundinn
Bamse var haldinn í skoska hafn-
arbænum Montrose á sunnudag-
inn var í tilefni af því að þá voru
liðin sextíu ár frá dauða hans.
Bamse var skipshundur á norska
tundur-
dufla-
slæðar-
anum
Þóroddi
sem
hafði bækistöðvar í bænum á
árum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar. Hann var brátt þekktur fyrir
að standa við fremstu failbyssu
skipsins þegar barist var á hafi
úti og þegar hann var í höfn var
hann liðtækur {því að sækja
bátsmenn á krárnar. Til verksins
fékk hann sérstakan strætis-
vagnapassa og var eini hundur-
inn í bænum sem fékk að nota
vagnana. Bamse gekk ævinlega
með norska sjóliðahúfu og brátt
spurðust út fréttir af háttalagi
hans og var hann dáður af mörg-
um hermönnum bandamanna.
Þegar Bamse dó árið 1944 var
skólum í Montrose lokað og
sóttu hundruð barna útför hans.
Áhafnir norskra herskipa mættu
til að votta Bamse virðingu sína
árið 1984 og 1994 og í ár mætti
áhöfn norska kafbátsins Utvaer
til minningarathafnarinnar.