Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ2004 Fréttir DV Konurekki kaupóðar Það er bara vitleysa að konur hafi gaman af búða- rápi. Þetta er að minnsta kosti niðurstaða nýrrar breskrar rannsóknar en samkvæmt henni veit þriðj- ungur kvenna ekkert skelfi- legra en fatainnkaup. Alls tóku 1.685 konur þátt í rannsókninni og kváðust að- eins 22% þeirra vera haldnar kaupæði. Verðið skiptir þennan hóp engu máli - þær eru drifnar áfram af ein- skærri verslunarþörf. Sami Qöldi kvenna segist bara kaupa föt á útsöluverði og hugsa lítt um nýjustu tísku. Þá segjast 10% kvenna leggja á sig ómælda vinnu við að ramba um útsölur og að hjá þeim skipti öllu að gera góð kaup. Engar hagrænar forsendur U mhverfisráðuneytið kannaði ekki sjálfstætt hagrænar forsendur framkvæmda við Fljóts- dalslínu og þar með Kárahnjúkavirkjunar. Lít- ur ráðuneytið svo á að það sé framkvæmdarað- ila að meta hagrænar for- sendur og hagkvæmni framkvæmdarinnar. Þetta kemur fram í svari umhverfisráðuneytisins við bréfi frá Tómasi Gunnarssyni, en hann hefur sent svarið og við- brögð sín til ráðuneyta, stofnana og samtaka. Tómas segir að það hafi tekið þrjú og hálft ár að fá svarið og nú sé ljóst að þessar forsendur hafi vantað vegna úrskurðar ráðuneytisins árið 2000. Bananar með berjabragði Jarðarberjaban- anar eru það nýjasta ef marka má fféttir frá Chiquita-banana- veldinu. Fyrirtækið prófar nú að rækta nýja tegund þessa vinsæla ávaxtar með átta mismunandi bragðtegundum. Chiquita- menn segja venjulega ban- ana leiðigjarna og ekkert því til fýrirstöðu að poppa þá aðeins upp. Evrópubúar verða þó að bíða til næsta árs en þá er ráðgert að berja- bananar og fleira í þeim dúr komi á markað. Slobo qæti sloppið Útlit er fyrir að Slobodan Miiosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, kunni að sleppa við refsingu vegna þess hversu heilsuveill hann er. Talið er að Milosevic geti dáið úr hjartaáfalli á hverri stundu. Fyrrum forsetinn hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannlcyninu í Króatíu, Bosníu og Kosovo. Dómarar við Alþjóðastríðsglæpa- dómstólinn í Haag hafa frestað réttarhöldunum og er það ekki í fyrsta sinn sem heilsufar Milosevic setur strik í reikninginn. Milosevic er 62 ára. Alþjóðleg friðarsamtök bjóða fólki að borga rúmar 20 þúsund krónur fyrir þriggja daga „heimilisleysi“. Þetta er ný tegund ferðamennsku þar sem þátttakendur mæta óbaðaðir og allslausir til leiks. Samtökin segja götusvefninn ótrúlega lífsreynslu á meðan hinir heimilislausu í borginni eru allt annað en hrifnir af uppátækinu. Engin takmörk eru fyrir hugmyndaflugi fólks og það nýjasta er að selja mönnum aðgang að súpueldhúsum og svefnaðstöðu á gangstéttum og í skúmaskotum Lundúnaborgar. Hið tilbúna heimilisleysi virðist höfða til margra. Breska blaðakonan, Ruth Hill, prófaði þessa nýju tegund ferða- mennsku á dögunum. Hún gafst upp fyrstu nóttina þar sem hún lá á kaldri gangstétt með teppi yfir sér. Klukkan þrjú um nóttina þaldcaði Hill sínum sæla fyrir leigubíla og hlý hótelher- bergi en ekki eru allir á sama máli því „heimilisleysið" nýtur nokkurra vin- sælda og augljóst að margir vilja prófa þennan lífsstíl í þrjá daga. Það eru samtökin Peacemaker Circle Intemational Community sem standa fyrir þessum ferðum. „Að gista á götunni er leið til þess að kanna hið óþekkta - menn gista þar sem þeir em staddir hverju sinni og upplifa um leið gleði og sorg alheimsins," segir talsmaður samtakanna. Þátttakendur þurfa að snara ffam 20 þúsund lcrónum og renna tveir þriðju upphæðarinnar til athvarfa fyrir heimilislausa. Afgangurinn fer til friðarsamtakanna sem auðvitað sjá um alla skipulagningu. Þeir sem taka þátt í „götulífinu" mega ekki fara í bað fimm daga fyrir ferðina og karl- menn eiga líka að láta vera að raka sig. Fólk á að koma allslaust á stað- inn: það er eklci með peninga, bækur, úr, dýnur eða annan búnað. Þá er Þeir sem taka þátt í „götulífinu" mega ekki fara í bað fimm daga fyrir ferðina og karlmenn eiga líka að láta vera að raka sig. fólki sagt að forðast litskrúðugan fatnað. Aður en haldið er út á götu fær fólk stutta kennslu í hvemig best er að betla. „Ekki skipta fólki upp í hópa. Biðjið alla,‘‘ segir leiðbeinandi hópsins og bætir við að það að beda peninga sé tabú í vestrænum þjóðfé- lögum og því afar lærdómsríkt að prófa það - enda hlutskipti flestra sem ekki eiga í nein hús að venda. Fá teppi og heitan mat Ruth Hill segir áberandi að konur séu í miklum meirihluta þeirra sem taka þátt í „ferðinni" og mest séu þetta konur sem hafa prófað allt mögulegt í ferðamennsku og óvenju- legum gististöðum. Þá eigi hópurinn það sammerkt að leita að andlegri uppörvun og sameiginlegri andlegri reynslu. Margir þátttakenda segjast alla tíð hafa óttast heimilislaust fólk og vilji reyna að vinna bug á óttanum með þvf að setja sig í spor þessa fólks, þótt ekld sé nema í þrjá daga. Blaðakonan fylgdi hópnum á næturstað eftir að hafa fengið að borða í súpueldhúsi. Henni fannst erfið tilhugsun að borða mat ffá fólki sem þarf á honum að halda og eins fannst henni óþægilegt að þiggja teppi af sjálfboðaliðum enda grunaði hana að aðrir yrðu kannsld ábreiðu- lausir á kostnað hópsins. Ekki aufúsugestir á götunni Þegar hópur Hill fann sér nætur- stað meðal raunverulega heimilis- lauss fólks kom í ljós að hinir síðar- nefndu voru ekld par hrifriir af þessari innrás. „Hvað í fjáranum eruð þið að gera? Þið verðið einskis vísari um hag heimilislausra þótt þið sofið tvær nætur á götunni. Þið lærið ekkert nýtt - þið hljótið að vita að það er skelfilegt að vera heimilislaus," sögðu hinir heimilislausu meðal annars við ferða- mennina. Aðrir fastagestir á götunni höfðu líka á orði að ef „venjulegt" fólk vildi prófa þennan lífsstíl þá ætti það að koma um miðjan vetur en ekki um hásumar þegar hlýtt væri í veðri. Lílcnarsamtök í London eru víst allt annað en ánægð með ferða- mennsku af þessu tagi. Mike Nicholas, sem starfar fyrir Bondwa- yathvarfið segir það beinlínis hættulegt að selja fólki aðgang að strætum Lundúna með þessum hætti og fólk ætti fremur að leggja hinum heimilislausu raunverulega hjálparhönd. Nýr bar vekur mikla athygli í Kina Sorgmæddir borga fyrir að gráta í bjórinn Búið er að opna nýjan bar í Kína þar sem sorgmæddir borga fyrir að gráta ofan í bjórinn sinn. Munn- þurrkur og mentoldropar eru til staðar á barnum í Nanjing sem og laukur og chilipipar ef viðskiptavinir eiga í erfiðleikum við að bresta í grát. Barþjónarnir á staðnum spila ekkert annað en dapra og sorglega tónlist og til staðar eru gúmmídúlck- ur sem kúnnarnir geta kastað um gólfið eða barið á ef þeir vilja fá útrás fyrir reiði sína í kjölfar sambúðar- slita. Samkvæmt frétt í dagblaðinu Jin- ling Evening News þurfa viðskipta- vinir á þessum bar að borga 220 kr. á tímann fyrir utan drykki til að fá að gráta og væla eins og þá lystir. Bar- inn hefur slegið í gegn í borginni og flykkist fólk á hann til að drekkja sorgum sínum á hverjum einasta degi. Grátbar Kínverjar hafa nú tekiö upp það nýmæli aö vera meö sérstaka bari fyrir þá sem þjakaöir eru afsorg. Nautahlaupi mótmælt Berbrjósta kon- ur og karlar á nær- brókunum einum saman þrömmuðu í gegnum Pamplona á Spáni í gær til að mót- mæla árlegu nautalilaupi sem fram fer í borginni. Mótmælenda- hópurinn lét hátt og lirópaði: „Ferðamennska er ekki menning. Stöðvum nautaat." Nautalilaupið hefst í Pamplona á morgun og stendur f vikutíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.