Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ2004 Sport DV Kluiverttil Newcastle? Hollenski framherjinn Patrick BQuivert, sem hefur fengið þau skilaboð frá yfirboðurum sínum hjá Barcelona að hann eigi enga framtíð hjá félaginu, á nú í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle um að ganga í raðir liðsins. Kluivert var eini leikmaður hollenska liðsins sem fékk ekki að spila eina einustu mínútu á Evrópumótinu í Portúgal og eftir lélegt tímabil hjá Barcelona gæti hann haft mjög gott af því að sanna sig á ný hjá Bobby Robson í Newcastle. Dellas vinsæll Gríski vamarmað- urinn Traianos Dellas, sem spilaði firábærlega með grískaliðinuá Evrópumótinu er eftir- sóttur maður. Umboðsmaður hans sagði við fjölmiðla í gær að félög eins og Porto, Everton og Tottenham hefðu öll lýst yfir áhuga áfáhannen sagði jafnframt að Dellas hefði mestan áhuga á því að spila áffarn með Roma og sanna sig þar. Hoddle vill franska liðið Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur lýst yfir miklum áhuga á því að taka við franska landsliðinu en þjálfarastaðan er laus eftir að Jacques Santini hætti til að taka við Tottenham. Hoddle spilaði með Mónakó á sínum tíma, talar frönsku reiprennandi og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hugmyndum Frakka um knattspyrnu. Reizigertil Middlesbro Fátt virðist geta komið í veg fýrir að hollenski landsliðs- bakvörðurinn Michael Reiziger gangi til liðs við Middlesbro. Reiziger er á frjálsri sölu en honurn var leyft að yfirgefa herbúðir Barcelona í sumar. Hann er kominn til félagsins þar sem hann mun ganga frá samningi og gangast undir læknisskoðun á næstu dögum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, veit hvað hann viil og ætlar ekki að safna leikmönnum til sín fyrir komandi tímabil þrátt fyrir hann hafi aðgang að endalausum sjóðum Romans Abramovich, eiganda félagsins. Ekkert pláss fyrir Davids on Rooney „Ég er ekki kominn hingað til að hafa hundrað leikmenn í kringum mig heldur eingöngu þá leikmenn sem ég tel að hjálpi liðinu og geri það betra," sagði Jose Mourinho knattspymustjóri þegar hann stjórnaði Chelsea-liðinu á sinni fyrstu æfingu á mánudaginn. Mourinho ætlar sér að vera búinn að gera leikmannahópinn kláran áður en Chelsea fer í æfingaferð til Banda- ríkjanna 21. júlí en segir hvorki vera pláss fýrir hollenska miðjumanninn Edgar Davids né ungstirnið Wayne Rooney hjá Everton sem hafa báðir verið orðaðir við félagið að undanförnu. Jose Mourinho tilkynnti í gær að Wayne Rooney, hinn frábæri framherji Everton, væri ekki inni í myndinni hjá sér og ruddi þannig leiðina fyrir Manchester United svo félagið geti keypt Rooney á sómasamlegu verði. Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir Everton sem hefur slengt 50 milljóna punda verðmiða á Rooney og ætlaði sér að fara með piltinn á uppboð þar sem Chelsea og Manchester United áttu að berjast um hann. Rooney hefur ekki viljað framlengja samning sinn við Everton og því gæti farið svo að Manchester United fái kappann fyrir 30 milljónir punda en félagið hefur gefið til kynna að það muni aldrei borga meira en þá upphæð fyrir neinn leikmann. „Ég held að Rooney komi ekki til okkar og þar skipta peningar ekki svo miklu máli. Við höfúm önnur forgangsatriði hvað varðar leik- menn, stöður og hæfileika," sagði Mourinho. „Rooney er frábær sóknarmaður en hann er ekki þessi eiginlegi framherji. Hann hreyfir sig mikið út á kantana og niður á miðjuna og við höfum einfaldlega aðra leikmenn sem hafa þá hæfileika," sagði Mourinho. Það er samt sem áður laust pláss í framlínu Chelsea því allar líkur eru á því að argentínski framherjinn Hernan Crespo fylgi Jimmy Floyd Hasselbaink út um dyrnar á Stamford Bridge eftir að Crespo mætti ekki á fyrstu æfinguna hjá Mourinho. Flest bendir til þess að Crespo fari til AC Milan, annað hvort í láni eða á frjálsri sölu. Eins og áður sagði hefur Mourinho gefið sjálfum sér fimmtán daga til að klára leikmannamál liðsins en á næstu dögum mun serbneski framherjinn Mateja Kezman ganga til liðs við félagið en hann var keyptur frá PSV Eindhoven fyri 5,4 milljónir punda. Chelsea er búið að sækja um atvinnuleyfi fyrir Kezman og mun hann ganga frá samningi í þessari viku eftir að hann hefur gengist undir læknisskoðun. „Hann skorar mörk, mikið af mörkum. Hann er mjög fjölhæfur og getur leyst mörg hlutverk í sóknarleiknum. Hann er ekki eingöngu framherji af gamla skólanum heldur getur hann Uka spilað með öðrum framherja eða sem kantmaður hægra megin. Hann er líkamlega sterkur þótt hann sé ekki stór en það er nú einu sinni þannig að stórir strákar eru ekki alltaf líkamlega sterkir." Annar leikmaður, sem hefur verið orðaður við Chelsea, er hollenski miðjumaðurinn Edgar Davids en Mourinho er viss um að það sé ekki pláss fyrir hann á miðjunni í Chelsea-liðinu þar sem Frakkinn Claude Makelele er fyrir. „Ég myndi ekki vilja fá hann. Hann er mjög góður leikmaður en ensk knattspyrna er þannig að það er ekki hægt að hafa tvo leikmenn á miðjunni sem eru 170 cm á hæð. Ef ég hefði ekki Makelele þá myndi ég segja að Davids væri mjög góður leikmaður með mikinn karakter en ég held að hann passi ekki inn í liðið á meðan við höfum Makelele,“ sagði Mourinho. Þessi snjalli Portúgali, sem vann meistaradeildina með Porto á síðasta tímabili, hefur keypt þrjá leikmenn fyrir utan Kezman síðan hann kom til félagsins. Portúgalski bakvörðurinn Paulo Ferreira, sem lék undir stjórn Mourinhos hjá Porto, var keyptur fyrir Evrópumótið •Emlralg, Eiður Smári á hlaupum Eiöur Smári Guðjohnsen sést hérá fyrstu æfíngu Chelsea ásamt nokkrum félögum slnum og Rui Faria, sem sér um að líkamlegt form leikmanna sé I lagi. Jose Mourinho ' Mættur til starfa hjá Cheisea og ætiar sér aðgera leikmanna- hóp féiagsins kláran á næstu fímmtán dögum „Rooney er frábær sóknar- maður en hann er ekki þessi eiginlegi framherji. Hann hreyfir sig mikið út á kantana og niður á miðjuna og við höfum einfaldlega aðra leik- menn sem hafa þá hæfileika og fyrr í vetur festi Chelsea kaup á hollenska vængmanninum Arjen Robben, sem stóð sig frábærlega á Evrópumótinu, og tékkneska landsliðsmarkverðinum Peter Cech.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.