Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Page 19
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ2004 7 9 Hvaðerað? Sigurandann vantar í liðið „Ég hef svo sem engar haldbærar skýringar á þessu hörmulega gengi liðsins undanfarin ár og ég er eigin- lega furðu lostinn yfir þessu. „Ég hef ailtaf upplifað Fram sem sigurlið, bæði sem leikmaður og stuðn- ingsmaður en það er eins og það sé ekki til staðar í dag. Áður fyrr var tónninn alltaf sigur en nú fer ég á völlinn og upplifi hvern hörmungar- leikinn á fætur öðrum. Mér finnst vanta sigurandann í þetta lið og það þarf að ná honum fram. Þjálfarar liðsins verða að geta barið mönnum baráttuanda í brjóst áður en farið er inn á völlinn en þótt leikmenn hafi sýnt karakter í síðustu leikjum deildarinnar og bjargað sér þá er það ekki nóg fyrir félag eins og Fram.“ Sjálfstraustið er ekki til „Ég sá leikinn gegn Keflavík og það sem sló mig mest er að ég sá Framlið sem hefði alveg eins getað verið Framliðið í fyrra eða fyrir tveimur árum. Það að menn leggi sig ekki fram er bara klisja sem gengur ekki upp og mér finnst menn hafa verið að leggja sig fram. Það er hins vegar hægt að hlaupa í 90 mínútur án þess að nokkuð gerist og það finnst mér vera raunin með Framliðið. Lið, sem hefur náð lágmarksárangri mörg ár í röð, er rúið sjálfstrausti og þannig finnst mér ástatt með Framliðið auk þess sem leikskipulagið er ekki að ganga upp. Ég hef trú á Ólafi Kristjánssyni sem þjálfara en trúi ekki á neinar skyndilausnir. Sjálfstraust manna sprettur ekki fram á neinum helgarfundi heldur kemur það með reynslunni." Engin stemning í félaginu „Ég hef rætt þetta við menn innan félagsins og við skiljum þetta ekki. Liðið er jafiiandlaust og í fyrra þrátt fyrir að skipt hafi verið um þjálfara og nýir og sterkir leikmenn fengnir til liðsins. Ég held að það sem hefur lamað félagið eftir vel- gengnisárin á níunda áratugnum sé það að innanbúðarmenn voru ráðnir þjálfarar og síðan reknir. Það skapaði leiðindi og fyrir vikið hefur engin stemning verið í félaginu." Framarar hafa aðeins unnið einn leik síðan liðið bar sigurorð af Víkingum í 1. umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu sunnudaginn 16. maí. Liðið er dottið út úr bikarnum og situr á botni deildarinnar með fimm stig í átta leikjum. fotum Fram? Liðið hefur komið sér kirfilega fyrir í kjallara deildarinnar fram eftir sumri tilþess eins að rísa úr öskustónni í september- mánuði, bjarga sér frá falli í síðasta leiknum, fagna síðan eins og íslandsmeistarar að leik loknum og lofa að koma sterkari til leiks á næsta ári. Og skömm nokkuð Þegar rúmenskur þjálfari var kynntur til sögunnar síðastliðið haust, tveir færeyskir leikmenn voru dregnir á flot, „týndi sonurinn" Ríkharður Daðason sneri til baka og „naglinn" að norðan, Þorvaldur Makan, gekk í raðir Framara var bjartsýni í Safamýrinni. Nú átti svo sannarlega að láta til sín taka og fimm ár í fallbaráttu áttu í besta falli að vera óþægileg áminning um mögur ár. En þótt farið sé af stað með fögur fyrirheit þá virðist falldraugurinn ætla vera förunautur Framara enn eitt árið. Byrjunin á tímabilinu lofaði svo sannarlega góðu. Glæstur sigur á frumsýningardegi gegn Vikingum, toppsætíð í Landsbankadeildinni var Framara eftír 1. umferðina en eftir það hefur liðið dregið tjaldið fyrir og boðið góða nótt. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan það sigraði Viking 16. maí og það var £ 32 liða úrslitum VISA- bikarsins 11. júní síðastliðinn en þá bar Fram sigurorð af Gróttu, liði sem er í fimmta sæti A-riðils 3. deildarinnar. Fyrir utan það getur Fram státað af tveimur jafnteflum og fimm tapleikjum í síðustu sjö deildarleikjum, tapi gegn Keflavik í bikarnum og þjálfaraskiptum. Liðið er dottið út úr bikarnum og situr á botni Landsbankadeildarinnar. Einhvetjir myndu segja að verra gætí það ekki orðið. Stóra spurningin Þetta eru samt ekki nýjar fféttir fyrir stuðningsmenn Fram. Svona hefur ástandið í Safamýrinni verið undanfarin fimm ár, vor með væntingar, sumar með svekkelsi og hetjudáðir á haustin. Liðið hefur komið sér kirfilega fyrir í kjallara defidarinnar fram eftir sumri til þess eins að rísa úr öskustónni í septembermánuði, bjarga sér frá falli í síðasta leiknum, fagna síðan eins og íslandsmeistarar að leik loknum og lofa að koma sterkari til leiks á næsta ári. Það klikkar alltaf á hvetju ári og spurningin er: Af hverju? Þegar leitað er svara við þessari stóru spurningu er nærtækast að byrja á þeim sem spila inná velÚnum og bera í raun höfuðábyrgð á öllu saman. Það hefur löngum verið skoðun undirritaðs að Framarar hafi verið of duglegir við að fá til liðsins meðaljóna og minni spámenn úr öðrum liðum í stað þess að h'ta til ungra stráka úr eigin ranni. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en mér er það til efs að Framarar í stúkunni getí litíð á nokkum leikmann, ef Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@dv.is IÞROTTALJOS undan er skilinn markvörðurinn Gunnar Sigurðsson, sem hefur komið til félagsins síðustu fimm árin og sagt; „Þessi leikmaður var hvalreki á fjörur okkar." Er Fram endastöð? í vetur tóku Framarar mig hins vegar á orðinu og fengu til sfn að því er virtíst fjóra mjög sterka leikmenn. Rfkharður Daðason hefur staðið sig vel, Þorvaldur Makan byrjaði vel en meiddist strax eftir annan leik en Færeyingar hafa hins vegar verið baggar frekar en hvalrekar og hreint með ólíkindum að þeir skuli hafa spilað landsleiki fyrir Færeyjar miðaða við frammistöðuna með Fram. Hans Fróði Hansen hefur að öðrum ólöstuðum verið lélegastí leikmaður deildarinnar, hreint skelfilegur vamarmaður, jafnlélegur og hann tekur sig vel út í þröngri Frampeysunni. Það er reyndar merkilegt að skoða það að margir leikmenn hafa nánast dáið sem knattspyrnumenn í herbúðum Fram til þess eins að ganga í endurnýjun hfdaga um leið og þeir em komnir út fyrir póstnúmer 108. Hilmar Bjömsson, Sigurvin Ólafsson, Valur Fannar Gíslason og Þorbjöm Atíi Sveinsson em hfandi dæmi þess að vera komnir að fótum fram hjá Fram en rísa upp á öðmm stöðum. Hvort þetta er félaginu að kenna skal ósagt látið en þetta er athyghsverð staðreynd. Sjálfsagt má telja fleira tii, sjálfstraust leikmanna er í réttu hlutfaili við gengið, sem sagt ekkert, og það er hægt að setja spurningamerki við andleysið í liðinu sem hefur verið viðvarandi, burtséð frá því hver hefur verið við stjómvölinn. Sjö þjálfarar á fimm árum Annað sem hægt er að staldra við er óstöðugleikinn sem hefur hrjáð félagið undanfarin fimm ár. Síðan 1999 hafa sjö þjálfarar stýrt hðinu sem er það mesta hjá þeim fimm hðum sem hafa verið í deildinni samfleytt síðan 1999. Ásgeir Ehasson, Guðmundur Torfason, Pétur Ormslev, Kristinn Rúnar Jónsson, Steinar Guðgeirsson, Ion Geolgau og nú síðast Ólafur Kristjánsson hafa allir stýrt hðinu í lengri eða skemmri tíma en þrír þessara manna, Pétur, Steinar og Ölafur flokkast undir svokahaða „bjargvættí" sem hafa yfirleitt átt að koma hðinu úr vonlausri stöðu. Það er reyndar ekki óeðlilegt að lið sem hefúr verið í bullandi vandræðum undanfarin ár skipti oftar um þjálfara en til dæmis KR eða ÍA á þessu tímabili en öhu má nú ofgera. Þohnmæði stjórnarmanna hefur oft á tíðum verið æði lítil, þó aldrei eins og í fyrra þegar Kristínn R. Jónsson var rekinn eftir fjórar umferðir. Þessir stjórnarmenn sem hafa rekið þjálfara miskunnarlaust eru sömu mennirnir og réðu þá en það dettur engum í hug að efast um dómgreind stjórnarmanna sem hafa haft hönd í bagga við að fá leikmenn tíl hðsins og að ráða þjálfara. Dómgreind þeirra hefur ekki ahtaf verið farsæl, það sýnir saga síðustu ára. Þeir hafa ráðið innbúðarmenn, gamalreynda Framara, og rekið þá síðan með skít Geolqau qafst upp Rúmen * inn lon Geolgau gafst upp \ eftir átta leiki í deildinni, fannst verkefnio aö rétta Framskútuna afvera honum ofviða. sem hefur kveikt elda í félaginu, elda sem gera það að verkum að það er frekar sundrað en sameinað. Enginn heimavöllur Annað sem Framara vantar tilfinnanlega er alvöruheimavöhur. Þeir eru eina hðið í efstu dehd sem spilar ekki sína heimalehd á sínu eigin svæði og því fer lítíð fyrir því að heimavöhurinn, í þessu tilfelh Laugardalsvöhur, sé einhver ljóna- gryfla sem liðum kvíður fyrir að heimsækja. Framarar eru félag án heimUis, kastahnn í Laugardalnum er í það minnsta of stór fyrir hðið í dag og á sinn þátt í því að stemningin í kringum liðið er eins döpur og raun ber vitni. Það er ekki laust við að ég sé farinn að vorkenna blessuðum Frömurunum á tæplega sex ára eyði- merkurgöngu þeirra sem sér því miður ekki fyrir endann á. Eftír hvert einasta tfmabU telja þeir sig sjá vin við sjóndeUdarhringinn en þegar aht kemur th ahs þá hafa það verið hihingar. Það ganga aUir Framarar þessa göngu, stuðningsmenn, leUonenn, þjálfarar og forráðamenn en þeir einu sem geta ekki stimplað sig út úr göngunni eru stuðnings- mennimir og það sem verra er þeir geta ekkert gert tíl að enda gönguna. Þeir virðast vera dæmdir menn, stoltír en svekktir, beygðir en vonandi ekki bugaðir. Vissir þú aö? Framarar hafa bjargað sér frá faUi í síðustu umferðinni undanfarin fimm ár. Framarar hafa tvívegis bjargað sér frá falh á markatölu, 2000 og 2002, og þrívegis hafa þeir verið ’ w einu stigi frá því að falla í l.deUd. Framarar í spánni 1999 Spá 6. sæti Enduðu ( 7. sæti 2000 Spá 4. sæti Enduðu í 8. sæti 2001 9. sæti 8. sæti 7. sæti 8. sæti 5. sæti 8. sæti 7. sæti ?. sæti FRAM Spa Enduðu í 2002 , Spá * Enduðu í | 2003 ’ Spá Enduðu í 2004 Spá Enduðu í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.