Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Qupperneq 21
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ2004 21 Keflvíkingar urðu áttunda og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu þegar þeir unnu 0-1 sigur gegn Fram í Laugardalnum. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið en Framarar hafa ekki unnið í síðustu átta leikjum sínum gegn Landsbankadeildarliðum. Á fleygiferð Guðmundur Steinarsson brunar hér framhjá Hans Fróða Hansen I vörn Fram I leik liðanna I fyrrakvöld. Keflavík haföi betur I slökum leik.0-1. DV-mynd E.ÓI. Brotthvarf Ion Geolgau hjálpaði ekki Fram mikið í leik liðanna í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla. Liðið var að vísu ekki slakara en í síðustu leikjum - reyndar ögn skárra - en það dugar skammt. Ef frá er talinn sigurleikurinn gegn Víkingum í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar hefur verið fátt um fína drætti. Liðið hefur þó verið þekkt fyrir að hysja upp um sig buxurnar seinni part sumars og hver veit nema það gerist einnig nú. Keflvíkingar tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar með 0-1 sigri á Frömurum á Laugardals- velli á mánudagskvöldi. Leikurinn var í það heila arfaslakur og alveg hryllilega leiðinlegur. Þrátt fyrir frá- bært veður og góðar aðstæður sáu ekki nema 362 áhorfendur sér fært að mæta á völlinn og óhætt er að segja að ekkert hafi fengist fyrir þann pening enda stemningin lítil sem engin. Skallamark Hólmars Fyrri hálfleikur var ótrúlega dap- ur og það var í raun aðeins tvennt sem gerðist þá; Hólmar Örn Rúnars- son skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu með ágætum skalla eftir hornspyrnu Guðmundar Steinars- sonar. Þórarinn Brynjar Kristjáns- son fékk dauðafæri þegar langt var liðið á hálfleikinn en skot hans fór naumlega framhjá. Seinni hálfleikur var ögn skárri en langt frá því að geta talist skemmtun af einhverju tagi. Framarar færðu sig smám saman framar á völhnn og þeir fengu nokk- ur góð færi. Það besta fékk Ómar Hákonarson á 63. mínútu en skaut þá vel yflr af stuttu færi. I blálokin náðu svo Framarar nokkuð þungri sóknarpressu en var fyrirmunað að skora. Ekki bjart framundan Keflvíkingar eru því komnir áfram en haldi liðið áfram að leika eins og það gerði í þessum leik er ekki bjart framundan. Andleysið var einkennandi og hugmyndaauðgin lítil. Framarar sýndu á köflum í síðari hálfleik ágætan leik en í það heila var ekki hægt að merkja framför á leik liðsins frá síðustu leikjum og Ólafs Helga Kristjánssonar bíður vægast sagt erfitt verkefni. Ólafur ekki með liðið lörundur Áki Sveinsson, aðstoð- arþjálfari Framara, sem stjórnaði liðinu í fjarveru Ólafs Helga Krist- jánssonar, sem er í Danmörku að taka þjálfarapróf, var ósáttur en sá þó ljóstýru í myrkrinu: „Við fórum varfærnislega af stað og mér fannst þetta vera örlítið jákvæðara hjá okk- ur en það hefur verið í undanförn- um leikjum. Liðið var öruggara á boltanum og nokkuð þétt og það er auðvitað já- kvætt. Síðan fáum við á okkur þetta mark úr föstu leikatriði sem er auð- vitað bara óafsakanlegt því við erum búnir að fara mikið yfir þau mál. Við náðum okkur ekki á strik í fyrri hálf- leik eftir þetta mark. Lágum á þeim Mér fannst leikur okkar í seinni hálfleik mikið betri og við lágum á þeim í lokin og fengum nokkur ákjósanleg færi til að jafna en því miður gekk það ekki eftir. Við þurfum bara að halda áfram að vinna okkar vinnu - aðaláherslan er lögð á að laga hugarfarið og takist það getum við gert góða hluti. Við mætum Keflvíkingum strax í næstu umferð og það verður erfitt en við ý\ '! •; ■; A*$1*f;>.••<*■ Vh ■ „Við þurfum bara að halda áfram að vinna okkar vinnu - aðalá- herslan er lögð á að laga hugarfarið og takistþað getum við gert góða hluti." munum mæta stálslegnir í þann leik. Það er nóg af leikjum eftir og við erum ekki búnir að missa trúna," sagði lörundur Áki Sveinsson. sms@dv.is SÍÐUSTU 8 LEIKIR FRAIVI Framarar hafa ekki unnið í síðsutu átta leikjum sínum gegn liðum í Landsbankadeild karla. eða síðan að þeir unnu 3-0 sigur á Víkingi í fyrstu umferð mótsins. Síðustu átta leikir Fram: 20. maf IBV (úti) 1-1 25. maí |A (heima) 0-2 1. júní Grindavík (úti) 2-3 7. júní Fylkir (heima) 1-1 16. júni KA (heima) 0-1 21.júníKR (úti) 0-3 28.júní FH (helma) 1-2 5. júlí Keflavík (heima í bikar) 0-1 ÁTTA LIÐA ÚRSLITIN Það var dregið í átta liða úrslitin í hádeginu f gaer og þar maetast: 8 liða úrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu sumarið 2004.: 4. ágúst HK-Valur KR-FH 5. ágúst Fylkir—Keflavfk KA-lBV Undanúrslitaleikirnir verða 25. og 26. september og úrslita- leikurinn fer fram 2. október. Allt klárt fyrir átta liða úrslitin Halldór Þorsteinsson, starfsmaður mótanefndarKSÍ, hengir upp á töflu nafn síðasta liðsins sem kom upp úrpottinum þegar dregið varl 8 liða úrslitin í gær. Dregið í átta liða úrslit í VISA-bikar karla í knattspyrnu. Stórleikur í vesturbænum 1. deildarlið í undanúrslit Það var dregið í 8 liða úrslit VISA-bikarkeppni karla í há- deginu í gær. Stórleikur 8 liða úrslitanna er á milli KR og FH. Það verður örugglega eitt 1. deildarlið í hattinum þegar dregið verður í undanúrslit VISA- bikarkeppninnar því HK og Valur drógust saman og verður það án efa athyglisverð viðureign. Bæði lið hafa gert góða hluti í sumar og Gunnleifur Gunnleifsson, fýrirliði HK, tók alveg undir það. „Það var gott að fá heimaleik og fýrst við gátum unnið Skagamenn getum við unnið Valsara þó þeir séu vissulega sterkir. Við höfum fulla trú á getu okkar og þá spilhr ekki fyrir að andinn í þessu félagi er einfaldlega frábær og það eru forréttindi að tilheyra því,“ sagði markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson Stórleikur 8 liða úrslitanna er þó á milli KR og FH en þessi lið háðu eftirminnilegan undanúrslitaleik í fyrra þar sem FH-ingar unnu upp tveggja marka forskot og unnu að lokúm 3-2. Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, var sæmilega sáttur. „Það hefði verið gott að fá heimaleik og þetta verður mjög erfiður leikur. KR-ingarnir hafa verið að styrkjast eftir slæma byrjun og það er alltaf erfitt en gaman að spila í Frostaskjólinu. Við steftium þó óhikað á sigur enda fengum við smjörþefinn af þessu í bikar- úrslitaleiknum í fyrra gegn Skaga- mönnum og viljum eira nú,“ sagði Heimir Guðjónsson í hinum leikjunum tekur Fylkir síðan á móti Keflavík og KA á móti ÍBV. Allir leikirnir, nema leikur KR og FH, fara fram 5. ágúst og hefjast klukkan 18.30. Ekki er endanlega búið að ákveða hvenær leikur KR og FH fer fram þar sem bæði liðin gætu verið á fullu í Evrópukeppninni á þeim tíma. sms@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.