Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Page 31
DV Síðast en ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ2004 31
Hvað ef ríkið væri einkarekið?
Ég er fyrir löngu hættur að láta
lélega frammistöðu hins opinbera í
rekstri á hinu og þessu koma mér á
óvart. Deilur á vettvangi stjórnmál-
anna eru fyrir löngu hættar að truila
mig að einhverju ráði. Biðröð á neyð-
armóttökunni, plássleysi í frarn-
haldsskólum, útfærslur á bindandi
skoðanakönnunum um tæknilegar
viðbætur við samkeppnis- og út-
varpslög, lofthæð sorphauga á
Suðurlandi og margt fleira af þessu
tagi eru ekki undantekningar frá
þeirri reglu að ríkisreksturinn sé allur
í sóma. Þessi fyrirbæri og mörg fleiri
eru undirstrikun á hinum mikla van-
mætti yfirvalda til að mæta kröfum
skjólstæðinga sinna. Þannig bara er
það. En býð ég upp á lausnir?
Kannski og kannski ekki, en ég get
reynt.
Hinn óhagstæði samanburður
Samanburður á ríkisrekstri og
einkarekstri er ríkinu mjög í óhag.
Þetta vita jafnvel hörðustu vinstri-
menn sem sést á því að þeir eru upp-
teknari af því að uppnefna einkavæð-
ingu frekar en að hallmæla einka-
rekstri sem slíkum. Orðið einkavina-
væðing skýtur strax upp kollinum í
því samhengi. Ástæður þess að sam-
anburðurinn er jafhóhagstæður og
raun ber vitni eru margar og auðskilj -
anlegar. Fólk fer betur með eigið fé
en annarra, sú von að hagnast per-
sónulega á viðskiptum er til staðar
hjá einkaaðilum, kröfur neytenda
heyrast betur þegar viðamikið ríkis-
vald og aðrir milliliðir er víösfjarri,
Geir Ágústsson
vill að einkaaðilar taki ttr
við stjórninni afhinu W'*'"
opinbera.
%æ.:
hvatar til að innleiða nýjustu tækni
og knýja framleiðni upp eru meiri þar
sem samkeppnisaðilar leynast á
hverju horni og svona má lengi telja.
í ljósi alls þessa er ekki að undra
að þeir sem berjast fyrir ríkisrekstri
gera það ekki með því að berjast gegn
einkarekstri. Andstæðingar einka-
reksturs, einkavæðingar, einkafram-
taks og þess háttar fyrirbæra eru mun
duglegri við að benda á að þótt sum-
um gangi vel þá gangi öðrum illa.
Gjarnan er talað um að bilið milli
ríkra og fátækra sé að aukast þótt þeir
fátæku séu líka að auðgast, t.d. með
auknum kaupmætti. Einnig er okkur
tjáð að þegar einn hagnast þá hlýtur
einhver annar að tapa. Þó er það lát-
ið liggja á milli hluta að nánast ein-
ungis skattheimta hefur þau áhrif,
því þau viðskipti fara ffarn óháð því
hvort samþykki er fyrir þeim af hálfu
allra hlutaðeigandi aðila eða ekki.
í stuttu máh má segja að öllum sé
ljóst hve illa ríkisrekstur kemur út í
samanburði við einkarékstur þegar
litið er á heildarmyndina. Menn
skiptast hins vegar á skoðunum um
hvort eigi að ráða - reynsla og rétt-
læti, eða þvermóðska ríkisrekstrar-
sinna sem hafa það helst að mark-
miði að „hanna“ og „móta“ samfé-
lagið og þar með hegðun og atferli
þeirra einstaklinga sem það mynda.
Dæmin eru mýmörg
En hvemig er hægt að komast út
úr þessum djúpu förum deilna milli
þeirra sem vilja frjálst og óþvingað
samfélag sjálfstæðra og samúðar-
fullra einstaklinga og þeirra sem
halda að allir séu eigingjöm fúlmenni
sem láta sig engu varða um aðra en
sjálfa sig og þarf að þvinga til hlýðni
við jafnaðarmennsku og forræðis-
hyggju? Er ekki ráð að halda áfram að
kenna mönnum á kosti einkafram-
taksins með því að breiða það út til
sífellt fleiri sviða ríkisrekstrarins?
Hvað segja viðskiptavinir og hluthaf-
ar bankakerflsins um það? Hefur ein-
hver stungið upp á því að rfláð hefji
bankarekstur aftur? Nei. Hvað með
símnotendur í landinu? Póstur og
sími var eflaust ágætt fyrirtæki en ég
hef ekki heyrt marga boða endur-
reisn þess. Fáir berjast fyrir því að rflc-
ið kaupi aftur sementsverksmiðjuna
á Akranesi og Hvalfjarðargöngin
mala gull án þess að nokkur hafi yfir
því að kvarta.
Hitt er verra hvað nemendur
grunn- og framhaldsskólakerfisins á
Islandi hafa það skítt. Sjúklingar em
einnig í vondum málum á þessu
landi. Rfldsvaldið hefur af einhveij-
um ástæðum ákveðið að ríghalda í
margar af mikilvægustu stofnunum
samfélagsins með tilheyrandi óhag-
ræði, deilum, niðurskurði á þjón-
ustu, takmörkunum á rýmum og
kjaradeilum og verkföllum meðal op-
inberra starfsmanna. Ég játa mjög
einlægt skilningsleysi á þessum
þankagangi.
Ég skal alveg ræða um fjármögn-
un á hinu og þessu með notkun
skattkerfisins ef einhveijar sálir róast
„Með því að leyfa einkaaðilum að keppast um
að gera sem best við sem flesta fyrir sem
minnst fé skapast ævinlega mikið svigrúm til
að aðstoða þá sem minnst mega sín."
við það. Um reksturinn á ég hins veg-
ar erfitt með að ræða. Á meðan ríkið
heldur áfr am að standa í rekstri á fyr-
irtækjum og stofnunum, öðrum en
þeim er snúa að dómskerfi landsins
og löggæslu, þá virðist vera hægt að
ganga að því vísu að biðraðir lengist,
þjónusta skerðist, rýmum fækki og
verkföllum fækki ekki. Á meðan
starfsmenn matvöruverslana mæta
til vinnu dag eftir dag og þiggja lág-
markslaun fyrir erfið störf þá sitja
mun betur launaðir starfsmenn heil-
brigðiskerfisins allir sem einn úti á
götu og mótmæla lélegum kjörum -
allir geta keypt í matinn en færri fá
lækningu meina sinna! Á meðan
þjónustuver símfyrirtækjanna taka á
móti kvörtunum viðskiptavina allan
sólarhringinn koma hjartveikir að
nánast luktum dyrum á neyðarmót-
tökunni um helgar. Á meðan margir
námsfúsir nemendur komast ekki í
framhaldsskóla vegna fjárskorts í
skólakerfinu geta aðrir í leit að há-
skólanámi valið á milli einkarekinna
skóla sem keppast um að mennta eft-
ir þörfum markaðarins gegn vægu
gjaldi. Þarf virkilega að nefiia öll þessi
dæmi? Svo virðist vera. Hvað veldur?
Að mínu mati skilur þvermóðska á
milli þess sem er og þess sem með
réttu ætti að vera.
Hvað er til ráða?
Einkarekstur hefur verið nefiidur
aftur og aftur á mörgum sviðum rflás-
rekstrarins. f vetur lögðu meira að
segja svokallaðir jafnaðarmenn til að
einkarekstur yrði í auknum mæli
skoðaður á sviði heilbrigðismála.
Dropinn holar steininn hægt en eftir
því sem reynslan hleðst upp verður
sífellt fleirum ljóst að þegar rfláð sér
um reksturinn þá fara miklir fjánnun-
ir til spillis og mikil óánægja verður
reglan fremur en undantekningin. Er
erfitt að ímynda sér að einkaaðilar sjái
um rekstur á flestum ef ekki öllum
sviðum hins opinbera í dag? Hvað ef
rfláð væri einkarekið? Yrði það ekki
öllum til gagns? Gæti kannski einhver
grætt á því að lækna og mennta hratt
og vel og við mikla ánægju og þar við
situr? Oft finnst manni sem það séu
einu rökin sem heyrast gegn einka-
rekstri. Þau rök em slöpp.
Ég vona af mikilli einlægni að þeir
sem hafa tröllatrú á stjómmála-
mönnum og embættismönnum hins
opinbera byrji með auknum hraða að
sjá ljósið. Með því að leyfa einkaaðil-
um að keppast um að gera sem best
við sem flesta fyrir sem minnst fé
skapast ævinlega mikið svigrúm til að
aðstoða þá sem minnst mega sín.
Óánægjuraddir em fáar þegar einka-
aðilar standa og falla með velvilja
viðskiptavina sinna. Hið opinbera
býr ekki við sama aðhald. Er lexían
ekki að fullu lærð? Er okkur nokkuð
að vanbúnaði að bjóða út rekstur á
flestum sviðum hins opinbera í dag
til einkaaðila?
Á laugardaginn klukkan níu hefst nýr
þáttur með Hemma Gunn á Bylgjunni
Hemmi aftur í útvarpið
„Ég tók þá ákvörðun eftir veik-
indin í fyrra að nú þyrfti ég að fara
að hugsa málið og ákveða hvað ég
vildi verða þegar ég yrði stór,“ seg-
ir Hermann Gunnarsson og hlær
en á laugardaginn snýr hann aftur
á öldur ljósvakans þegar nýr þátt-
ur hans hefst á Bylgjunni. „Ég náði
blessunarlega skjótum bata og eft-
ir það gjörbreyttist gildismatið svo
að ég vildi í þetta skiptið velja
sjálfur hvað ég gerði og á eigin for-
sendum. Fyrst vildi ég kanna hvort
það væri líf fyrir utan sjónvarp og
útvarp svo að ég gerðist safnstjóri
á Hrafnseyri og um leið og ég
sökkti mér í sögu helstu frelsis-
hetju þjóðarinnar fann ég að
þar er ágætt líf.“
Fjölmiðlalífið hefur
þó eitthvað togað í
Hemma því fyrir
nokkrum mánuðum
byrjaði hann að
koma fram í íslandi í
bítið. Þar var Hemmi
með skemmtilegar og
hressilegar innkom-
ur þar sem hann
fékk að ræða um allt
milli himins og jarðar
„Mér líkaði það vel að
vera frjálslegur og fá að
gera þetta á eigin forsend
um.“
Og nú hefur
honum boðist
að vera með
eigin þátt á
Byigj-
unni.
„Þetta verður skemmtilegur þáttur
til að vakna við og ég mun benda
hlustendum á að það sé betra að
brosa mót deginum í staðinn fyrir
að leggjast í þunglyndi. Ég verð
einnig að lýsa Suður-Ameríku-
keppninni á Sýn í sumar og
kannski eitthvað meira í framtíð-
inni.“ Hemmi segir að þetta verði
viðtalsþáttur með tónlistarlegu
ívafi og að viðtölin verði af öllum
toga. „Eg mun fá alla til mín, meira
að segja pólitíkusa en ég myndi
ekki nenna að tala við þá um þessa
vitleysu sem nú er í gangi. Ég hef
rætt við marga af þessum mönn-
um áður og mér hefur fundist
það gaman að ræða við
þá á mannlegum nót-
En alla vega,
þátturinn verður á
léttum nótum og
þetta verður
svona próf-
raun fyrir
mig sem
ég vonast
til að
standast.“
Duglegum krökkum býðst nú að selja DV í lausasölu og þeir sem
selja blaðið fá 70 kr. af hverju seldu blaði virka daga
en 90 kr. um helgar. Ef þú selur 10 blöð á hverjum degi frá
mánudegi til laugardags þá vinnur þú þér inn 4.400 kr. á viku
eða 17.600 á mánuði. Þú sækir blaðið til okkar í Skaftahlíð 24 að morgni og skilar
síðan af þér óseldum blöðum og sölunni þegar þú ert
búin. Við greiðum þér launin strax. Blaðið er selt með
því að ganga í fyrirtæki og heimili eða við fjölfarna staði. Blaðberar DV
og Fréttablaðsins geta líka fengið blöðin send heim og gert upp vikulega. Náðu þér
vasapening í sumar með því að selja skemmtilegt