Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Page 32
t
T1 f *u t Í ÍÍJ> J í 0 Í! Við tökum Jl
fréttaskotum allan sólarhrínginn. Fyrír hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
I nafnleyndar er gætt. r-1 r-* r . r-1 r \ c \ í \
■— zjzjU 3> UUU
SKAFTAHLÍÐ 24, 105REYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550 5000
V.
*
• Davíð Oddsson
forsætisráðherra
vakti heimsathygli
eftir fundinn með
George Bush þegar
fréttamenn spurðu
leiðtogana spjörun-
um úr. Meðferð
Davíðs á enskunni þótti undar-
leg og sumt sem hann sagði
samhengislaust.
„That was never
- the meeting -
was to have an
agreement, “
sagði Davíð og
fáir skildu. Með-
al sjálfstæðis-
manna heyrðist
að hér eftir væri útilokað að for-
inginn færi til starfa erlendis
þegar tími hans rennur út. Held-
ur verði hann að fá vinnu heima
á íslandi. Enska Davíðs þykir
ekki mikið betri en íslenska
Dorrit Moussaieff...
Var hann ekki að
kvænast lambakjöti?
Fengu 1900 brúðkaupsgjafir Lofað
lambakjöti af nýslátruðu 5. ágúst
Nú stendur yfir í Kristjánsborgar-
höll í Kaupmannahöfn sýning á
brúðargjöfum sem Friðriki krón-
prins og Mary Donaldson bárust
þegar þau gengu í heilagt hjóna-
band í vor. Alls bárust ríkisarfanum
og konu hans 1900 brúðargjafir og
eru þær allar til sýnis í húsakynnum
danska þjóðþingsins. Hefur verið
biðröð fyrir utan Kristjánsborgarhöll
dag hvern frá því sýningin opnaði
um miðjan síðasta mánuð en að-
gangseyrir er 20 danskar krónur.
„Þetta er blanda af Þúsund og
einni nótt og Kolaportinu," sagði ís-
lenskur ferðalangur sem lagði leið
sína á sýninguna og skemmti sér vel.
Mesta athygli hans vakti þó vegg-
spjald á besta stað þar sem brúð-
hjónunum var lofað íslensku lamba-
kjöti af nýslátruðu 5. ágúst næst-
komandi. Eru gestir sýningarinnar á
einu máii um að glæsilegra gjafabréf
hafi þeir ekki áður augum litið.
Brúðkaupsgjöfþessierliðuríátaki í
sölu íslensks lambakjöts erlendis og
vel til fundið í sjáifu sér. Sérstaklega
með hliðsjón af því að meðal brúð-
kaupsgjafanna, sem til sýnis eru í
Kristjánsborgarhöll, eru ekki færri
en 17 grill af öllum stærðum og
gerðum. Þar á meðal eitt á stærð við
eldhús með vaski og frárennslisrör-
um. Þar myndi íslenska lambið
sóma sér vel ef brúðhjónunum dytti
í hug að grilla.
Dönsku brúðhjónin Friðrik
krónprins og Mary Donaldson
fengu margar góðar gjafir semnú
eru til sýnis í Kristjánsborgarhöll.
Alls er sýningin á brúðar-
gjöfunum á þremur hæðum
Kristjánsborgarhöll og spann-
ar hún allt frá gjöfum þjóð-
höfðingja til gjafa frá almenn-
ingi sem oftar en ekki eru
heimagerðar og unnar af alúð
og ást á danska konungsveld-
inu. Á sýningunni má sjá gler-
skál eftir Jónas Braga Jónas-
son sem er gjöf frá íslensku
forsetahjónunum. Þá eru
þama kampavínsglös frá
Frakklandsforseta og svo
mætti lengi telja.
Blátt bann liggur við að
taka ljósmyndir á brúð-
kaupsgjafasýningunni í
Kristjánsborgarhöll því gjaf-
irnar eru vissulega einkamál
brúðhjónanna þó svo þau
hafi samkvæmt danskri hefð
kosið að deila gersemunum j
með þjóð sinni.
Bjórinn kominn í Grafarholtið
„Við opnuðum á föstudaginn,"
segir Brynhildur Kristjánsdóttir veit-
ingakona sem ásamt eiginmanni
sínum hefur opnað fyrstu krána í
nýja hverfinu í Grafarholti. Bryn-
hildur og Stefán, eiginmaður henn-
ar, eru nýflutt til höfuðborgarinnar
og hafa komið sér fýrir í Breiðholt-
inu eftir að hafa rekið veitingastað-
inn Vitann í Sandgerði í 22 ár:
„Þetta er í raun þrír staðir hjá
okkur og byggir allt á einu miðlægu
eldhúsi," segir BrynhUdur. „Hér er
Holtkráin sem tekur hundrað
manns í sæti, pizzustaður og svo
kaffihús og bakarí. Ég held að þetta
miðlæga eldhús sé einsdæmi hér á
landi," segir hún.
Brynhildur og Stefán vonast eftir
góðum viðtökum íbúanna í Grafar-
holti sem ijölgar dag frá degi. Það
var Snorri Hjaltason, bygginga-
meistari og athafnamaður í Grafar-
vogi, sem byggði veitingastaðina og
á þá en Brynhildur og Stefán sjá um
reksturinn.
Alkar í útvarpi
Alkóhólistar hafa hasl-
að sér völl í útvarpsrekstri
og senda nú út á FM 88,5.
útsendingarbúnaðurinn
er ekki flókinn; sent er út
frá skúr á Rjúpnahæð en
allt efnið er á spólum og
því þarf ekki þuli.
„Við sendum út ís-
lensku AA-bókina en hún
er til á hljóðsnældum og
svo eru erlendir ræðumenn
sem láta í sér heyra," segir
einn af aðstandendum
alka-útvarpsins sem vill
ekki láta nafns síns getið
enda nafnleynd aðall AA-samtak-
anna. „Hér er enginn sleginn til
riddara fyrir að gera góða Jiluti,"
segir hann.
Aðstandendur útvarpsins hafa
fengið gríðarleg viðbrögð og vitað er
um fjölmarga sem sofna út frá út-
varpinu og eflast fyrir bragðið í bar-
áttunni við bakkus. Er því jafnvel
haldið fram að útvarpið
komi í stað AA-funda að
hluta.
Loft er þó lævi bland-
ið: „Við höfum fengið
skilaboð frá útvarpsrétt-
arnefnd um að bannað
sé að senda út enskt tal
án þess að þýða það og
því getum við átt von á
því að stöðinni verði
lokað. Það er bara
ógjörningur fyrir okkur
að þýða þetta og flestir
sjá svo sem að þetta kemur
ekki að sök. Við vonum hið
besta," segir nafnlausi
----------1 útvarpsstjórinn.
Alki á bekk getur
fundið björgunar-
hring á öldum Ijós-
vakans;FM 88,5.
Flogið yfgr helmskautsbaug
rj
U
jnj'iiij' JiijjJiij'jJiaiiij' n
£jj'i3JjJl)JjjJj
Einstakt tækifæri til að upplifa bjartar sum-
arnætur og miðnætursóiina á Grænlandi.
Flogið er frá Keflavík kl. 22:50 og lent í Syðri Straums-
firði/Kangerlussuaq sem liggur fyrir norðann heim-
skautsbaug kl. 22:50 að staðartíma. í Kangerlussuaq
verður farið í 2 klst skoðunarferð og sauðnautasafari
með staðkunnugum leiðsögumanni áður en flogið er til
baka og lent í Keflavík kl. 05:10 að morgni næsta dags.
Gríptu þetta einstaka tækifærí til að upplifa
bjartar heimskautsnætur sem láta engan
ósnortinn og skilja eftir sig frábærar minn-
ingar. Ekki láta þetta framhjá þér fara !
Verð aðeins kr. 19.900 á mann.
Innifalið: Leiguflug með lcelandair (Boeing 757) frá KEF til Kangerlussuaq og til baka. Öll
flugvallagjöld og skattar. Skoðunarferð í Syðri Straumsfirði/Kangerlussuaq (ca. 2 tímar). Stað-
kunnugur leiðsögumaður frá Kangerlussuaq. Akstur til og frá Reykjavík brottför kl. 20:50 alla
fimmtudaga frá 1. júlí til 12. ágúst
Einnig er hægt að fá vikudvöl.
Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá lceland Excursions Allrahanda
s. 540 1313 eða á www.allrahanda.is
o
fE / œí Sitiá excursions