Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandl: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvlk, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng- an auglysingar@dv.is. - Dreiflng: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um geitunga p m 1. Hvað eru margar teg- undir geitunga á landinu? 2. Hvað heita þær? 3. Hver þeirra kom fyrst? 4. Hver síðast? 5. Hvað er broddur geit- ungs langur? Svör neðst á sfðunni Frönskustílar leikur einn E.t.v. væri réttast að biðja grunn- og mennta- skólanema að lesa ekki það sem hér fer á eftir, eða a.m.k. biðja þá að fara ekki Vefsíðan babelfish.altavista.com offari. Þessi vefur gerir bréfa- og stílaskrif á ótal tungum að tómstunda- gamni. Setningar, alls 150 orð í einu, eru þar þýddar á örskotsstund af ensku, hol- lensku, frönsku, grísku, ítölsku, japönsku, kóre- önsku, portúgölsku og spænsku og aftur til baka. nafnið babelfish er auðvit- að ekki tengt Babelsturni í Babýlon heldur babelfish í bók Douglas Adams, A Hitchhiker’s Guide to the Galaxy. Samkvæmt þessum vef er setningin ,Ætla Norðmenn að henda ís- lenskum fiskimönnum út af Svalbarðasvæðinu?" um það bil svona á ítölsku: „Vogliono i norvegesi gett- are i pescatori islandesi dalla zona di Spitzbergen?" Pátti | Sá er maður af þjóðflokki sem forðum bjó á norðan- £ og austanverðu Skotlandi. Rómverjar kölluðu þá I fleir- n tölu Picti og er uppruni þess ^ orös óviss, en margir telja ™ þaö merkja hina máluðu. ^ Einhverjir telja nafnið merkja hestveröi eöa í njósnaskip og að þá sé átt " við gæslu þjóöflokksins á « eyjunum úti fyrir Skotlandi. <ú Ótrúlega lltið er vitað um Pétta eða hvaðan þeir c komu til Skotlands en þeir — eru grunaðir um að hafa ~ reist Orkahauginn \ J d Orkneyjum og -S reist steina og H steinhringa víðsvegar um Skotland, skreytta letri slnu ” Ogham, en erfiðlega hefur E gengið að ráða I þaö. Lýs- « ingarorðið péttneskur er ■*- dregiö afpétta, svo og Is- ™ lenskt örnefni yfir eyju á * Breiðafirði, Pjattland. « 0) Svörvlðspumlngum: 1. Fjórar. Z Húsa-, holu, trjá- og roðageit- ungar. 3. Húsageitungur 1973.4. Roða- geitungur 1998.5. Allt að 2 mm. Ríkið selur brennivín í barnafataverslun Nýjasta útspU Áfengis- og tóbaksverslunar rfldsins er að ætla sér að selja brennivín á bensínstöðinni í Hveragerði. Ýmsir fyrir austan heiði eru brjálaðir og vilja búsið í nýlega verslunarmiðstöð í bænum. Slíkt væri líka í stíl við það sem gengur og gerist í Reykjavík. Það er Ríki í bæði Smáralind og Kringlunni. Stórar verslanir með miklu úrvali. Þeir sem hafa keypt áfengi úti á landi vita að margar verslananna þar eru pínulitlar og í raun eins og lítið hom inni í öðmm verslunum. Minnir næstum því á brauð- deildina í Hagkaupi í Skeifunni og maður undrast þann tvískinnung að brennivíns- sala sé ekki gefin frjáls. Því hún er næstum því frjáls. Allavega sumstaðar á landsbyggðinni. Úti á landi er verið að selja vodka, bjór og léttvín á hár- greiðslustofu, í fatahreinsun, á bókhalds- skrifstofu, í blómabúð, á benstínstöðvum, í byggingarvöruverslun, veiðivörubúð og það er Ifka hægt að kaupa brennivín um leið og þú Iætur framkalla myndir á Siglu- firði, svo er auðvitað vera að selja vín í matvöruverslunum úti á landi og meira að segja í barnafataverslun. Ég held að það skipti litlu hvort fólk er fylgjandi aðskilnaði rflcis og brennivíns eða ekki, það er ekki glóra í þessu ástandi. í stærri byggðum á fslandi er ekki hægt að fá klippingu og borga við þann kassa og horfa svo á eftir hárgreiðslukonunni aftur fyrir næsta kassa og fá af- greidda rauðvínsflösku. Það er heldur ekki hægt að kaupa bl- eyjur og bjór eða blóm handa konunni og eina bokku af sterku. Ekki í Reykjavflc allavega og undarlegt að fólkinu í landinu sé mismunað svona. Er fólki á Siglufirði treyst til að láta framkalla myndir frá ballinu kvöldið áður og kaupa sér meira brennivín en ekki fólki ann- arstaðar í landinu? Nei. Og það hljóta allir að sjá að það er ekkert vit í þessari kjána- legu forræðishyggju sem er í raun hjóm eitt. Allavega sér maður ekki að það sé verra að Bónus eða Nótatún hafi einn kæli hjá sér undir bjórinn. Það hljómar alla- vega gáfulegar en að selja brennivín í barnafataverslun. Mikael Torfason HVERT HJÁLPARKALLIÐ á fætur öðm dundi yfir landsmenn í vetur. Köllin komu frá Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi sem átti að spara tæpan milljarð. Sem sagt fækka uppskurð- um og auka niðurskurð. Margir vom orðnir leiðir á því þegar enn og aftur heyrðist kallað úr Landspítalanum skjálfandi röddu „úlfur, úlfur". Fréttirnar af málinu vom næsta mglingslegar á köflum þegar einn daginn var sagt að loka ætti tilteknum deildum en svo var það borið til baka jafnharðan. Niður- staðan var að almenningur skildi hvorki upp né niður í því hvort spít- alinn væri á vonarvöl eða ekki. FRJALSHYGGíUMENNIRNIR á Vef- þjóðviljanum hafa nú gengið fiam fýrir skjöldu og lýst lævíslegum að- ferðum spítalans til að sjúga fé úr rík- issjóði, sem aftur sýgur fé frá harð- duglegum einstaklingum. í augum frjálshyggjumanna virðist spítalinn vera svona eins og úlfur í sauðar- gæm sem sífellt reynir að lokka fé úr ríkiskassanum. Sama gildi um SÁÁ, sem nýverið sendi út neyðarkall. „SAÁ er dæmigert félag sem er lagið við þetta, en það félag rekur jafnan upp ramakvein í ágústmán- uði og Bnnur rándýran „kostnaðar- lið"sem „ekki vargert ráð fyrir" áður og en hins vegar er algerlega nauð- synlegt að samtökin „fái bættan". Þingmenn koma af fjöllum og heil- brigðisráðherra opnar augun jafnvel til hálfs. Og að því búnu gefur Jón Kristjánsson eftir, eins oghann hefur sem vinnureglu. “ Svo koma spítalarnir með haustinu og reyna að sjúga fé, enda Magnús Pétursson Forstjóri Rlkisspttalanna kallaði oft„úifur, úifurtvetur.aðþvierVefþjóð- ’ viljinn segir, en hann viröist ðllta forstjórann úlf í sauðargæru. Stefán átti boltann Fyrst og fremst er þá kominn veiðitími þeirra, að þvf er frjálshyggjupennamir segja: „Spítalarnir taka hins vegar ekki þátt íágústleikunum. Þeirbíða alltaf þar til þing erkomið saman því ann- ars verður engin utandagskrárum- ræða. Á krítískum punkti í fjár- lagaumræðunni tilkynna þeir að nú verði þeir að taka fyrir allar glasa- frjóvganir. Eða vísa heilabiluðum út, og það samdægurs. Og alltaf skulu fjölmiðiar og stjórnarandstaðan hlaupa eftir leikaraskapnum. Jafnvel sú staðreynd að spamað- urinn afþessum aðgerðum spítal- ans yrði nær enginn, þá vekur það engar grunsemdir. Frétta- menn virðast aldrei sjá að til- gangurinn er sá einn að gefa fólki þá tiIBnningu að heilbrigðiskerf- ið búi við mikánn fjárskort og að þar haB ailt verið skorið niður að neyð- armörkum. “ Stefán Pálsson Djúpur skilningur ó biói og bolta. I fréttastúf i DVI gærþarsem bor- in voru saman íslensk knatt- spyrnulið og bandarískar kvikmyndir lóðist að geta höfundar. Hann er Stef- ón Pdlsson, safnvörður hjú Orkuveitunni og spurningasmiður og dómari í sjónvarpsþótt- unum Gettu betur.Stefdn er ötull stuðningsmaöur Fram og samdi listann upphaflega til birtingar I leikskró Fram. Svo virðist sem stór hluti þjóðarinn- ar sé felmtri sleginn þessa dagana. Katrin Jakobsdóttir ræðir um ógnina ó vefritinu Múrnum og hvernig „Þeir“hafa heltekið okkur.„Hvar sem maður kemur eru Þeir til um- ræðu. Fólk ræðir um ólikar tegundir Þeirra og hvað sé til bragðs takandi. Á hverjum degi heyrir maður um ný og skelfileg atvik tengdÞeim... Hvarvetna sér maður fólk reka upp óp og taka d rds og veit að Þeir koma þar við sögu. Þeir lauma sér inn í bíla og birtast á framrúðunni á verstu stundu. Þeir birtast þegar maður stendur i sturtu. Þeir vekja mann á morgnana. Hvað er til ráða1“ Katrin er ekki að ræða um drauga, innbrotsþjófa eða álfa, heldur geit- unga.„Spurningin er bara hvort Þeir séu ekki á góðri leið með að hertaka samfélagið - a.m.k. stjórna Þeir um- ræðunni, Þeirstjórna siðum fólks og Þeir valda ómældri taugaveiklun. Fólk steikir beikon við lokaða glugga, hleypur út úr húsum sínum og kemur heim aftur með hjart- slátt." Svo virðist sem ekkert sé hægt að gera. Skammt er liðið síðan greint var frá þvi að geitungar tóku sér ból- festui sófaáheimili { eldri konu i borginni.Nú er varað við þvi að ungar geta yfírteki heimili fólks efþað fer i of langt ferða- lag.Þágetaþeir orðiö því fólki að fjörtjóni sem hefur ofnæmi fyrir þeim og/eöa gleypir þá.AI- Kaída hvað? VIÐ FYRSTU SÝN hefur Vefþjóðvilj- inn alveg rétt fyrir sér. Það hvernig einstakar deildir spítalans vom á vonarvöl einn daginn en þeim bjargað fyrir horn daginn eftir er afar grunsamlegt. Þá virðist sem enginn hætta hafi í raun verið, spít- alinn hafi aðeins kallað „úlfur, úlf- ur" og sífellt færri taka mark á því, hversu vænt sem þeim þykir um spítalann. En einvem veginn læðist sá grun- ur að okkur að ekki skipti það frjálshyggjumennina neinu máli hvort spítalinn þurfi raunverulega aukið fjármagn til að inna af hendi það hlutverk sitt að veita öllum skikk- anlega heilbrigðisþjónustu. And- styggð frjálshyggjumannanna á stofnunum sem lifa á fjárlögum er sLfk, enda vinna þeir flestir út frá þeirri forsendu að ekki sé hægt að reka þá með sæmilegum hætti nema þeir séu einkavæddir og starfi eftir lögmálum samkeppninnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.