Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST2004 Fréttír DV Ekki þjarmað að Björgólfi „Þetta er eitthvað sem þekkist alveg," sagði Róbert Marshall, formaður blaða- mannafélagsins spurður um viðtal Asgeirs Friðleifssonar, ráðgjafa Björgólfs Thors Björgólfs- sonar við Björgólf. „Þó er æskilegast að fréttamaður spyrji spurning- anna og fylgi þeim eftir. Oftast eru spurningar sem vakna af svörum viðmæl- andans. Mjög ólíklegt er að ráðgjafi fari að þjarma að vinnuveitanda sínum í sjónvarpsviðtah. Mér finnst cdgert skilyrði að tilgreint sé þegar efni er sent ffá fyrir- tæki og hver tekur viðtal. Æskilegast væri að frétta- stofur hefðu fjármuni til að senda fréttamenn á vett- vang en svo er því miður ekki.“ Grímsey skelfur í tilkynningu frá veður- stofu íslands kemur fram að skjálftahrina sé nú í gangi um 17 kílómetra austur af Grímsey. Síðustu tvo daga hafa yfir 30 skjálft- ar mælst á svæðinu. Stærsti skjálftinn var rétt eftir klukkan tvö í dag. Hann reyndist vera 2,9 á richter. Sigfús Heiðarsson, starfs- maður fiskvinnslustöðvar- innar Sigurbjörns, býr í Grímsey. Hann segir fólkið ekki óttaslegið vegna skjálftanna. Reyndar hafi hann ekki fundið fyrir nein- um skjálftum enda verið við vinnu í allan dag. Meiddir Bretar afþakka hjálp Lögreglan á Hvolsvelli leitaði í gær að hópi breskra unglinga. Ferða- maður hafði gengið fram á hópinn og tekið eftir þvf að einn pilturinn var alvarlega slasaður. í kjölfarið bauð ferðamaðurinn fram hjálp sína en ungmennin afþökk- uðu hjálpina. Þau sögðust vera á sérstöku námskeiði þar sem þau læra að lifa af í óbyggðunum. Rétt fyrir Qögur í gær fékk lögreglan upplýsingar um að leið- sögumaður hópsins hefði komið piltinum til bjargar en hann var með slitna hásin. Oddi hf. keypti Fróða til að bjarga hagsmunum sínum. Útgáfan var stórskuldug við prentsmiðjuna sem ákvað að kaupa fremur en missa kjölfestuviðskipti. Knútur Signarsson, nýráðinn forstjóri Fróða, segist hafa gert góð kaup. Fróði í fjárkreppu Magnús Hreggviðsson hafði staðið í þreifingum um sölu á tíma- ritaútgáfu sinni, Fróða, í ár áður en hann seldi fyrirtækið til Odda hf. í vikunni. Meðal annars átti Magnús fundi með stjórn- arformanni Norðurljósa þar sem ræddur var sá möguleiki að fyr- irtækið yrði keypt. Kaup Odda á Fróða ganga gegn þeirri stefnu eigenda Odda að kaupa fyrirtæki í útgáfu en voru gerð í þeirri nauðvörn að Oddamenn vildu halda prentuninni á tímaritum Fróða sem hafa verið kjölfestan í rekstri prentsmiðjunnar. Kaupin á Odda hafa vakið mikla athygli innan viðskiptaheimsins enda hafði ekki farið hátt að Magnús Hreggviðsson, aðaleigandi útgáfunn- ar, vildi selja. Þó vissi nokkur hópur af því að undanfarið ár hafði Magnús látið í ljós vilja til að selja minnihluta í Fróða. Fyrirtækið hefur verið í þungum rekstri og eigið fé þess var neikvætt. Magnús var sagður orðinn örþreyttur á baslinu og vildi losna. Heimildarmenn DV segja það skilj- anlegt í erfiðri stöðu fyrirtækisins þar sem allt eins gat farið á versta veg. Lausaijárstaða Fróða var erfið og Magnúsi var lífs- nauðsyn- legt að Magnús Hreggviðsson Haföi / heilt ár stefnt aö þvl að selja hlut IFróöa. vega nýtt fjármagn inn í reksturinn. Fróði skuldaði prentsmiðjunni Odda gífurlegar fjárhæðir og í því sam- bandi hefur verið nefnt allt að 300 milljónir króna sem þýðir meira en ársviðskipti Fróða við Odda. Stjóm- endur Odda hafi í raun ekki átt aðra kosti en að leysa fyrirtækið til sín í þeirri von að hala inn á skuldina og halda viðskiptunum sem skapa Odda daglega verkefiii við prentun á Séð og heyrt, Vikunni, Nýju lífi, Mannlífi og Gestgjafanum. Heimildum DV ber ekki saman um það hvort erlenda útgáfan Aller sem talin var ætla að kaupa hafi verið í þeirri stöðu í raun. Kenningar em uppi um að þar hafi verið um að ræða leikrit í því skyni að fá Odda til að kaupa. Um er að ræða útgáfufyrir- tæki Se og Hör á Norð- urlöndum sem Magnús hafði reynd- ar átt í harð- vítugum deilum við vegna ásak- ana um að ís- lenska Séð og Heyrt væri stæling á syst- urritunum á Norðurlöndun- um. Deilan var reyndar sett niður án þess að til málaferla kæmi. Merkilegt þótti að hann skyldi eiga í við- ræðum við þessa fyrr- um andstæðinga. Vitað er þó að á seinasta ári komu útsendarar frá Aller til ís- lands ogfórvelá með ./f: Seljagata 2 Fyrrverandi eig- andi Fróöa heldur eftir húseign- inni og leigir nýjum eigendum. Myndin er af starfsfólki sem beiö eftir starfsmannafundi þar sem eigendaskipti voru tilkynnt. þeim og Magnúsi. Á seinustu mán- uðum spurðist út að Magnús Hregg- viðsson vildi selja Fróða að hluta. Þreifingar áttu sér stað víða og þar á meðal við Framtíðarsýn sem rekur Viðskiptablaðið. Þá sýndu Norður- ljós, sem reka Fréttablaðið, DV og Stöð 2 einnig áhuga og átti Skarphéð- inn Berg Steinarsson stjómarfor- maður fundi með Magnúsi af því til- efhi. Þeim þreifingum lauk jafn- skyndilega og þær hófust og nokkru síðar var tilkynnt að Oddi hf. hefði keypt Fróða með manni og mús. Kenningar em uppi um að Oddi hafi af kærleik gert Magnúsi kleift að halda höfði og fara uppréttur frá út- gáfunni og halda eftir húseigninni við Seljaveg og fýrirtækinu Islensk fyrirtæki þar sem væntingar um gullna tíð em við lýði. Knútur Signarsson, framkvæmda- stjóri hjá Odda, hefur tekið við stjóm- artaumum í Fróða. Hann vildi í sam- tali við DV ekkert segja um samning- inn en sagðist hafa fulla trú á því að Aller hefði ætlað að kaupa Fróða og þar með hefði prentsamningur um tímarit verið í uppnámi. Hann benti á að tímaritum Fróða fylgdi stöðug og jöfn vinna allt árið. „Við töldum að þetta væm ágætis- kaup og sáum fram á að missa prent- verk ef fyrirtækið færi annað," segir Knútur. Hann vill sem minnst gera úr því að það sé stefnubreyting af fyrir- tækinu að kaupa útgáfufélag. „Við áttum á sínum tíma bókafor- lögin Þjóðsögu og Örn og örlyg,“ seg- ir hann. Knútur er þegar búinn að kynna sér nýja vinnustaðinn og segist vera mun bjartsýnni en áður á að rekstur- inn blómstri. Hann segir engar breyt- ingar vera í sjónmáli enda sé starfs- fólk Fróða mjög hæft. Hann vill ekk- ert um það segja hvort Oddi ætli sér að selja Fróða í einingum eða að öllu leyti. „Næstu vikur fara í að kynna sér reksturinn," segir Knútur og staðhæf- ir reyndar að hann gæti selt fyrirtæk- ið straxmeð hagnaði. rt@dv.is Lífshættuleqt Lottó Svarthöfði var hissa á að sjá viðtal í blaðinu í gær við konu sem vann 40 milljónir í Lottó. Svarthöfði gat ekki betur séð en konunni væri alveg sama um vinninginn og vildi sem minnst af honum vita. Reyndar fannst henni ágætt að fá peningana inn á bankareikninginn sinn en annað var það ekki. Lottófólkið reyndi að bjóða henni áfallahjálp, fjármálaráðgjöf og gott ef ekki áfengisráðgjöf en allt kom fyrir ekki. Konan fór bara út og keypti rjómaís handa sér og fjöl- & Svarthöfði skyldunni. Svarthöfði hefði bmgðist öðmvísi við. Hann hefði byrjað á því að þiggja áfallahjálpina, fjármála- ráðgjöfina og jafrivel líka áfengisráð- gjöfina en svo hefði hann tekið ær- lega sveiflu í peningatrénu. Svo sem allt í lagi að byija á því að fá sér rjómaís með 40 milljónir í vasanum. En svo hefði ballið byrjað. Svarthöfða hefur alltaf langað í Porsche-jeppa, Armani-jakkaföt, Hvernig hefur þú það? Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal: :„Ég hefþað bara afskaplega gott. Er fyrir utan hjá mérað kafna úrhita I sólinni. Eg hefveriö aö smíða ísumarfríinu en nú erpólitíkin afturað fara í gang. Fyrstu fundurinn í næstu viku. Annars er margt á döfinni hérnal bænum. Við erum að Ijúka smiði sundlaugarbyggingar og förum að huga að því að halda unglingalandsmót. Svo er skólinn að byrja og allt sem fylgir því. Rólegheitunum fer senn að Ijúka. " sundlaug, golfvöll, hesthús, flugvöll, einbýlishús, sumarbústað, hjákonu, heimabíó, flugdreka, kafarabúning, líkamsræktarstöð, strætisvagn með súludansmeyjum og afgirt berjaland með aðalbláberjum. Allt þetta og meira til hefði hann látið eftir sér. Og staðgreitt. Að því loknu hefði Svarthöfði ef- laust misst vitið og drepist úr áhyggj- um af eignum sínum. Þess vegna er ekki vanþörf á alls kyns forvörnum þegar milljónirnar streyma svona fyrirhafnarlaust inn. Nema fólk hafi vit á því að gera eins og nýjasta millj- ónakonan. Bjóða fjölskyldunni bara út í ísbúð og fara svo heim. Hún lengi lifi. Það sama yrði aldrei sagt um Svarthöfða í hennar sporum. Hann er eins og flestir aðrir. Verður trítilóður ef hann sér pening. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.