Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Síða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST2004 3 Minnir nð við höfum rnkið hnluðin snmnn Vigdís Finnbogadóttir tekur utan um Bjarna Friðriksson Forsetinn heiðraði ólympíufar- ana frá LosAngeies ímóttöku á Bessastöðum árið 1984. Árið 1984 vann Bjarni Friðriksson júdó- kappi til bronsverðlauna á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Þjóðin fylltist stolti og tók Vigdís Finnbogadóttir forseti á móti kappan- um og öðrum ólympíuförum á Bessastöðum. „Mig minnir að ég og forsetinn höfum rekið höfuð okkar saman þarna þegar myndin var tekin. Þetta var engin orðuveiting, Vigdís var að bjóða okkur velkomin og óska okkur til hamingju með árangurinn í móttök- unni,“ segir Bjarni. „Vilhjálmur E. Einarsson vann silfur 1956, árið sem ég fæddist. Það var stórkostleg upplifun að vinna þetta. Þessir ólympíuleikar eru mér enn ofarlega í huga þótt ég Gamla mvndin hafi bara litið á þá eins og hvert annað mót.“ Um tilfmninguna þegar hann vann glím- una um bronsið segir Bjami: „Fólk spyr mig oft um þessa glímu en ég man miklu betur eft- ir glímunni á undan. Hefði ég unnið hana hefði ég gk'mt um gulkð. Ég var kominn með andstæð- inginn í svokallaðan baklás og beið eftir að hann gæfist upp. Venjulega gefast menn fljótlega upp en hann hélt út og dómarinn stoppaði glímuna þegar ég var kominn með hann á rauðu línuna og svo fór sem fór. Það er svolítið fyndið að hugsa til þess að samkvæmt reglun- um eins og þær eru í dag hefði ég verið búinn að vinna hann. En það er asnalegt að hugsa svoleiðis eftir á. Glíman um þriðja sætið var líka fín." Spurning dagsins Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 40 milljónir? Borga skuldir „Margt. Ég myndi líklega byrja á því að borga allar mínar skuldir. Síðan myndi ég kaupa mér stærri íbúð. Nei, stærra hús. Svo myndi ég líklega fá mér dýrindis heimabíó- græjur.Ætli ég myndi síðan ekki bara taka bíl próf... eða þó, maður hefur nú einu sinni kon una til að keyra sig." Ómar Örn Hauksson, tónlistarmað- ur og gagnrýnandi „Við myndum fara tutt- ugu sinn- um í flug- vél og kaupa síðan jeppa handa pabba." Alma Glóð og Lilja Björt Kristbergsdætur, 6 og 8 ára. „Ég yrði fyrst og fremst ósáttur við að hafa ekki hlotið vinninginn fyrr." Ellert Hall- dórsson „Ég myndi deila vinnings- upphæðinni með öllum vinum mínum og það myndu allir vinir mínir einnig gera." Róbert Pálsson „Ég myndi klára flugnámið mitt til að byrja með. Á maður síðan ekki að vera voðalega gáf- aðurog ávaxta pening- inn. En ég myndi líklega bjóða fjöl- skyldunni í gott frí. Eftil vill myndi ég kaupa mér Piper warrior-flugvél til að læraá." Sigrún Bender Tveggja barna móðir hlaut stærsta vinninginn í Lottó seinasta laugardag,40 milljónir króna.Hún segist íhuga að kaupa sér betri bíl. Hún segir að það verði gott að vita af 40 milljónum inni á reikningi þegar árin færast yfir og ellilífeyririnn hrekkur ekki til. Tenochtitlan fellur Þegar Spánverjar fóru fyrst um miðhálendi Mexíkó árið 1519, réðu Aztekar öllu og öllum. í landinu höfðu ýmsar þjóðir skipst á við að deila og drottna í gegnum aldirnar, t.d. omegar, mayar og toltekar en frá 1325 blómstruðu aztekar. Þeir höfðu lagt leið sína ofan í Mexíkódal um aldamótin 1200, veiðimenn og bændur í leit að landi eins og geng- ur. Á hólma í Texcoco-vatni sáu þeir örn með slöngu í goggi setjast á kaktus og útspekúleraðir stjörnu- Landvinningar spekingarnir með sól- og tungl- myrkva á hreinu fram og aftur i tima voru þannig innréttaðir að þeir sáu í hendi sér að verndardýr þeirra og andi, örninn sem sagt, vildi að þeir byggðu þarna höfuðstað sinn Ten- ochtitlan. Borginni skiptu þeir í 4 hverfí en höfðu konungshöllina og Hofið mikla í henni miðri. Hverfin tengdu þeir með skurðum og ferð- uðust á þeim á flatbytnum sínum en til hliðanna voru göngustígar fyrir fótgangandi. Þegar íbúum fjölgaði ófu þeir sefbúnt í fljótandi fleka, sóttu jarðveg á vatnsbotninn og létu hann harðna i sólinni og settu svo tré niður á flekunum. Upphækkaðir, þriggja hesta breiðir vegir tengdu borgina landinu og brúnum á þeim mátti svipta burt á ófriðartímum. Moctezuma II. var aztekakeisari þegar Hernan Cortez og liðsmenn hans komu til Tenochtitl- an, 13.ágúst 1519. Hann þótti ekki merkilegur stríðs- maður en þvi mun tíðari gestur hof- prestanna. Cortez fangelsaði hann um leið og hann hafði náð borginni. Dag einn ræddu þeir trúmál og Cortez óskapaðist yfír grimmd aztekanna; þessum eilífu mannfórn- um og útlimaáti. Þá hnussaði í keis- ara aztekaveldisins, honum þótti gagnrýnin koma úr hörðustu átt; frá mönnum sem drápu sinn guð, eða a.m.k. son hans, og væru eilíflega að maula hold hans og þamba blóðið. Tæpu ári síðar leiddi Cortez Moct- ezuma II. keisara fyrir 200 þúsund borgarbúa og þeir grýttu hann til dauða. Ekki er Ijóst hve mikinn þátt Spánverjar áttu í grjótkastinu. „ÁNÆGJA VII) ;: , 4 j'vk VINNUNA FULLKOMNAR VERKIÐ" L >-'■ -ARISTÖTEI.ES, rr'rcVVÍfíí GRÍSKUR HEIMSPF.K- ÍNGUR OG VÍSINDAMAIMJR 384-32 2 ÁRUM FYRIR OKKAR TÍMATAL. angelsismálastjórinn m tónlistartvíburarnir Valtýr Sigurðsson, nýráðinn fangelsismálastjóri, á liðlega tvítugar tvíburadætursem hafa gertgarðinn frægan í tónlistinni. Kristín Anna og Gyða systurnar í múm eru dætur hans. Hljómsveitin hefur ekki mikið verið í sviðs- Ijósinu hér heima að undan- förnu en spiiað þónokkuð erlend- is. Einkum hefurhún komið fram í Þýskalandi og gert það ágætt þar. Gllmfegur . tumarmtirkaður að Suðurlandsbraut 8 (við hliðina á Fálkahúsinu) Föstudaginn 6. ágúst til sunnudagsins 15. ágúst. Opið frá kl.10-19 alla daga vikunnar. Aðeins 3 dagar eftir lokum á sunnudag Hundruðir titla af tónlistar DVD á betra verði MOVIES«MUSIC Þúsundir titla af geisladiskum á góðu verði Ihefsscntlal JOWsNY WSM VERIÐ VELKOMIN OG GERIÐ GOÐ KAUP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.