Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Síða 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 13.ÁGÚST2004 9 Sólarfríhjá setuliðinu Varnarliðið á Keflavfkur- flugvelli gaf starfsmönnum sínum ftí seinnipartinn á þriðjudag og miðvikudag sem kallað var „sólarfrí". Lítið er orðið að gera á vell- inum, enda ekkert um flug- vélar, og eru starfsmenn nú byrjaðir að kalla sig setulið vegna þess, þar sem mikið sé setið og beðið. Rúmlega 800 manns eru nú á launa- skrá hjá varnarliðinu og ótt- ast þeir meiri uppsagnir. Rumsfeld í Afganistan Vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald H. Rumsfeld, ferðaðist á mið- vikudaginn til Afganistans til að skoða undirbúninginn fyrir afgönsku forsetakosn- ingamar sem verða í októ- ber á þessu ári. Einnig vildi hann sjá þann árangur sem náðst hefði í baráttunni við uppreisnarmenn og eitur- lyfjasölu. Ferð vamarmáia- ráðherrans átti að sýna að Bush-stjómin hefði ekki gefið landið upp á bátinn og thugaði að flytja fleiri her- menn tii þess og auka fjár- hagsaðstoð til landsins. Borgararflýja Najaf Þúsundir bandarískra hermanna og írakskra ör- yggisveita gerðu árás í gær á vopnasveitir hliðhollar víga- klerknum Moqtada al-Sadr í borginni Najaf. Sprengju- gnýr og skothljóð bergmál- uðu um grafreit hinnar helgu borgar þar sem Imam Ali, tengdasonur Múhameðs spámanns, er grafinn. Und- anfarna daga hefur fólk flúið tii úthverfa eða úr borginni til að forðast átökin sem hafa staðið yfir í rúma viku. í gærmorgun höfðu fimm saklausir borgarar látíst og tveir bandarískir hermenn. Neyðarástand í Flórída íbúum í Flórída-fylki í Bandaríkjunum hafa verið gert viðvart um fellibylinn Charley og hitabeltísstorm- inn Bonnie sem nú geisa í Karíbahafinu. Stefna þeir hraðbyri úr tveimur áttum á strendur fylldsins. Hundmð oh'uborpalla hafa verið rýmd í Mexíkóflóa þar sem hitabeltísstormurinn Bonnie er staddur. Jeb Bush fylkis- stjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi í fylkinu. Fellibylurinn Charley fer nú yfir á 120 km hraða á klukkustund. Með óttablandinni virðingu hafa ríki heims fylgst með gífurlegum vexti Alþýðu- lýðveldisins Kína. Sjötta stærsta hagkerfi heims getur bara stækkað. Efnahagsundrið berst við sjálft sig Kína er með sjötta stærsta hagkerfi heims og er fjórða stærsta út- flutningslandið í heiminum. Á seinasta ári var halli Bandaríkj- anna á viðskiptum við Kína um 124 milljarðar Bandaríkjadala og hráefniskaup Kína hafa haft áhrif á verð um allan heim. Árið 2003 keyptu Kínverjar 27% af öllu stáli í heiminum, 31% af kol- um og 40% af sementi. Verðbólga hefur hækkað stöðugt sein- ustu ár og hafa innlendir og útlendir sérfræðingar verið uggandi um nokkurt skeið. Verðbólga á ársgrundvelli í Kína var komin upp í 5,3% í seinasta mánuði. Verðbólgan hefur ekki ver- ið jafnmikil í sjö ár. Um leið og verð á neysluvöru hækkaði, lækkaði verð á framleiðsluvöru sökum mikillar samkeppni og mikilla afkasta á vinnumarkaði. Hins vegar sjást ýmis teikn á lofti um að yfirvöld séu að reyna að halda aftur af efnahags- kerfinu. Seinustu tölur benda til þess að þjóðarframleiðsla hafi minnkað úr 9,8% í 9,6% frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs til júm'. Hingað til hafa yf- irvöld forðast að auka stýrivextí en sumir sérfræðingar segja að það geti orðið til þess að ríkisfyrirtæki muni eiga erfitt með að greiða skuldir sín- ar þegar fram í sækir. Þess í stað hafa yfirvöld minnkað útlán og dregið úr fjárfestingarkostum, sérstaklega þar „Við getum ekkistigið fast á bremsuna, við verðum að bremsa gætilega." sem það snýr að fasteignum og bfla- framleiðslu. Seðlabanki Kína varaði við því fyrr í vikunni að verðbólgan myndi lfldega aukast á þriðja ársfjórðungi áður en hún myndi minnka aftur seinustu þrjá mánuði ársins og hag- fræðingur við DBS-bankann segir að hann reikni ekki með því að stýri- vextír muni hækka á sama tíma og efnahagskerfið hægir á sér. „Efha- hagslegar aðgerðir til að hægja á hagkerfinu virka með minnkandi framleiðslu, minni íjárfestingum í Alþýðuher Kína Rúmur milljarður byggir landið. fastafjármunum, minni fjárveiting- um og útlánum. Hins vegar megum við búast við því að verðbólgan muni haldast í 5% á meðan hagkerf- ið hægir enn á sér. Þessar aðstæður munu lfldega vara næstu þrjá til fjóra mánuðina." Gríðarlegur uppgangur í efna- hagslífi í Kína hefiir verið líkt við óstöðvandi dýr. Kínverskir ráða- menn hafa lengi átt í nokkrum vand- ræðum með ótrúlega aukningu á framleiðslu. Fyrr á þessu ári þegar forsætis- ráðherra Kína hitti 400 breska fram- kvæmdastjóra sagði hann að hon- um liði stundum eins og ökumanni hraðskreiðs bfls sem reyndi að forðast að stöðva bflinn snögglega. „Við getum ekki stigið fast á brems- una, við verðum að bremsa gæti- lega." Kerry vinsæll á meðal ungra kjósenda Ungtfólksnýr baki við Bush Nýjar kannanir í Bandarflcjunum sýna að vinsældir Bush hafa hríðfall- ið á meðal fólks á aldrinum 18 til 29 ára á síðustu fjórum mánuðum. Þessi niðurstaða er reiðarslag fyrir Bush og repúblikanaflokkinn sem vonaðist til að geta fengið áhrifa- gjarnt og ábyrgðarh'tið ungt fólk til að snúast á sveif með forsetanum á þeim dögum sem eftir eru til kosn- inga. Fyrir fjórum árum skiptu þeir George W. Bush og A1 Gore þessum kjósendum bróðurlega á núlli sín. 48% kusu A1 Gore og 46% kusu Bush, sem var það hæsta sem forsetafram- bjóðandi úr röðum repúblikana hafði fengið í meira en áratug. Hins vegar sýna nýjustu kannanir að John Kerry forsetaframbjóðandi demókra- taflokksins njótí helmingi meira fylg- is en George W. Bush á meðal kjós- enda undir þrítugu. Á meðal eldri George W. Bush Varáðurvinsæll meðal unga fólksins. kjósenda eru þeir hnífjafnir. Sam- kvæmt könnuninni byrjaði Bush að tapa fylgi yngri kjósenda um mánuði fyrir flokksþing demókrata í júh'. bragð6 fjölbreytnl • orka hollur kostur! Fersk epli, hreinsuð og tilbúin til neyslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.