Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Síða 24
Fókus DV II \ k j. MSÉm t \ m ■ 3 Æm W\ ' Helgarblað DV - springur út á morgun! Hellboy ætlar að sýna sig í fyrsta skipti á íslandi í kvöld. Hann er ættaður úr Helvíti og er kallaður upp á jörðina af nasistum til að berjast við bandamenn. Þeir ná honum hins vegar á sitt band en þá sprettur upp nýr og hættulegri óvinur sem Hellboy þarf að stöðva til að koma íjœg fyrir heimsenda. Kvikmyndin Hellboy verður frumsýnd í kvöld en myndin er a byggð á samnefndri teiknimyndasögu eftir Mike Mignola. 8 Myndin fjaUar um ævintýri vindlareykingamannsins Hellboys | sem er eins og nafnið gefur til kynna ættaður djúpt úr Hades- Q arheimum og þar af leiðandi ekki eins og fólk er flest. | Hellboy hafnar hinu illa i Myndin gerist undir lok sfðari heimsstyrjaldar þegar Þjóð- S verjamir eru að gerasér grein fyrir því að stríðið er að tapast. í örvæntingarfullri tilraun til að snúa stríðinu sér í hag reyna þeir að nota svartagaldra til að kalla til sín yfimáttúrulega vem. Þessa vem ætla þeir svo að nota í stríðinu en þegar njósnarar Íbandamanna gera sér grein fyrir þessu átta þeir sig á því að þeir verða að gera eitthváð í málinu og það strax. Bandamenn efna til fundar og ákveða svo að ráðast á nas- istana þar sem þeir em í miðri athöfn við að kalla kvikindið upp | á yfirborðið. Þeim til mMlar skelfingar er athöfninni lokið þeg- ar þeir mæta á svæðið og Hellboy er orðinn til. Bandamenn ná hins vegar að nappa honum og gera að sínum liðsmanni. Þeg- ar Hellboy vex úr grasi fer hann svo að berjast fyrir bandamenn - hann hafnar hinu illa og berst fyrir réttlætinu þrátt fyrir að i vera ættaður úr Helvíti. Hættan líður aldrei hjá... Eins og flestir gera sér eflaust grein fyrir þá náðu banda- menn ekki að bjarga heiminum og binda enda á stríðið með því einu að ná Hellboy á sitt band. Upp sprettur nýr óvinur, ill- memúð Rasputin, sem sleppir ógurlegri ófreskju á mannkynið þannig að enn og aftur sér fólkið fram á heimsenda. Hellboy þarf þess vegna að gera það sem hann getur til að koma í veg fyrir það. Kvikmyndin Hellboy hefur fengið þokkalegustu dóma hér og þar í heiminum, svona tvær til tvær og hálfa stjömu. Leik- stjóri myndarinnar er Guillermo del Toro en sá er mikill aðdá- andi teiknimyndasagna og ævintýra. Segja má að myndin sé blanda af ævintýri, hryllingi og húmor - í raun klassísk blanda sem hefur oft gefist ágætlega. Það er Ron Perlman sem fer með hlutverk Heljarsnáðans en aðrir leikendur em Selma Blair, Rupert Evans, Karel Roden og John Hurt. Myndin er eins og áður segir frumsýnd í kvöld í Smárabíói og Regnboganum. Home On The Range er nýjasta Disney-myndin og þar af leiðandi uppfull af söng. Hún segir frá hópi dýra sem tekur til sinna ráða þegar húsfreyjan er u.þ.b. að missa húsnæðið utan af þeim. Beðmál á bóndabæ ; uragangur Dýr/n á bóndobxnum rfo oð koma húsfreyju sinni til jlpar þegar peningavandræðin fara segja tii sín. Fjöldi þekktra leikara *r dýrunum raddir sinar i myndinni. einmitt sami höf- undur og samdi tón- listina við Aladdín Kvikmyndin Home On The Range verður frumsýnd í kvöld en hún er ættuð úr smiðju Walt Disney. Mynd- in segir frá dýrum á bóndabæ sem er í eigu gamallar ekkju sem býr þar ásamt dóttur sinni. Ekkjan er skuld- um vafinn og fær loks þær fréttir að nema hún nái að reiða fram 100 þús- und dollara muni hún missa hús- næðið. Þá taka dýrin til sinna ráða og þrjár kýr leiða hópinn sem gerir til- raun til þess að bjarga málunum. í kjölfar þess hefjast mikil ævintýri í anda teiknimynda Disney-sam- steypunnar. Fjöldi þekktra Hollywood-leikara kemur að myndinni og ljær persón- unum raddir sínar. Þannig fer Beð- málsstjaman Sarah Jessica Parker með hlutverk ekkjunnar og nokkur dýranna eru leikin af ekki ómerkara fólki en Roseanne Barr, Bobby Block, Steve Buscemi, Judi Dench, Cuba Gooding Jr. og Randy Quaid. Myndin er svo að sjálfsögðu sýnd með íslensku tali líka og þar eru ekki minni stjöm- ur á ferðinni en í ensku útgáfunni. Egill Ólafsson, Rún- ar Freyr Gíslason, Ólafur Darri Ólafs- son og Laddi em meðal þeirra sem koma að þessu. Home On The Range, eða Gaura- gangur í sveitinni eins og hún heitir á íslensku, er svo að sjálfsögðu uppfull af tónlist og söngatriðum. Það er og Fríðu og Dýrið sem sér um tónlist- ina þannig að búast má við góðri skemmtun. Myndin verður frum- sýnd í kvöld í Sambíóunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.