Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Blaðsíða 31
I3V Síðast en ekki síst FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST2004 31 IAOI! BROWN Stelios á Helios „Þar sem ég gekkinnl anddyri hótelsins djúpt sokkinn ímitt hugarvll stóð Stelios við barinn umvaf- inn íslenskum fána og tilkynnti sigri hrósandi, að Helios hýsti einvörðungu Islendinga - enga útlendingai" Kiallari Húsbréf Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 13. ágúst. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. ✓ Ibúðalánasjóður I Borgatúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 - 55. útdráttur - 52. útdráttur - 51. útdráttur - 49. útdráttur - 44. útdráttur - 40. útdráttur -37. útdráttur -36. útdráttur FUNKWEiSLA A|JlAftÍflNARf Laugardaishöít 28. égúst 2004 ásamt 17 manna hljómsveit HLJÓMSVEITIN JAGÚAR HITAR UPP!! FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ER Á EFTIRFARANDI STÖÐUM: Óbærilega kunnugir tónar sem áttu upptök í nánasta nágrenni tókust nú á við Zorba og ágerðust með hverri sekúndu. Það varSumar á Sýrlandi. Brátt yfirgnæfðu Stuðmenn Steiios- ar á Helios Grikkjann Zorba. höndum til himins. Loksins! Við upplifðum Grikkland og það á fyrsta kveldi. Öll áform um að aflýsa ferð- inni runnu út í íslenskt veður og vind. Nú iðuðu svalirnar okkar af lífi og kátínu. Sumar á Sýrlandi En Adam var ekki lengi á Grikk- landi. í fyrstu taldi ég þetta vera of- heyrn. En ekki var um að villast. Óbærilega kunnugir tónar sem áttu upptök í nánasta nágrenni tókust nú á við Zorba og ágerðust með hverri sekúndu. Það var Sumar á Sýrlandi. Brátt yfirgnæfðu Stuðmenn Stehos- ar á Helios Grikkjann Zorba. Hæ Stína stuð, hailó Kalli og Bimbó og íslendingarnir með Stelios í broddi fylkingar dönsuðu og klöppuðu af hrifningu við sundlaugarbaldcann. Þá nótt, fýrstu nóttina á Helios var ég svefnstola. Uppfrá því hef ég spriklað á Grikklandi. Óþarfi að berja hausn- um við steininn. Við Stelios erum bestu vinir og segjum: íslenskt, lá takk! Forngrískar rústir hvað? Nú syngjum við, ég og allir hinir popp- lag í G-dúr undir styrkri kórstjórn Stelios á Helios. If you can’t beat them, join them, eins og þeir segja á grísku. Innlausn húsbréfa Frá og með 15. ágúst 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Spriklað á Grikklandi HARD ROCK CAFÉ KRINGLUNNI PENNINN - EYMUNDSSON Á AKUREYRI PENNINN Á AKRANESI OG TONLIST.IS Ég er á grísku eyjunni Krít. Fór þangað til að stunda sjó- og sólböð og gleyma íslenskum veruleika um stund. Jafnframt var ætlunin að kíkja í framhjáhlaupi á stöku rústír vestrænnar menningar. Grikkland er jú eitt nafntogaðasta land í heimi og hefur getið af sér guði og menn eins og Seif og Sísífus, ödipus og Árna Johnsen, Sókrates og Spart- akus, Grikkjann Zorba, Póseidon, Ódysseif og þar fram eftir rústum. í bland við fornleifadaður var einnig á döfinni að bregða á leik; stíga zorb- nesk danspor undir dimmbláum grískum kvöldhimni. Stökkva kannski uppá borð ef svo bæri und- ir, stappa niður fæti og mölva fáeina diska gestgjöfum til yndisauka eins og heimamanna ku vera siður. Þetta og fleira var á dagskrá. En lífið held- ur sig ekki alltaf við dagskrá. Stelios á Helios Þegar við innrituðum okkur á hótelið Helios var mér og mínum tekið fagnandi af hinum gríska vík- ingi (eins og hann sjálfur kallar sig) Stelios sem bauð góðan daginn á ís- lensku! Ég tók undir kveðju hans á ensku. Stelios lét sér hvergi bregða og spurði mig til nafhs á íslensku. Ég gaf eftir og spurði á móðurmálinu hvort matvöru- og allrahandaversl- un væri nærri. „Bónus", sagði Stelios hnarrreistur og glaðhlakkalegur likt og maður sem hefur öll tromp á hendi. „Ekkert mál, Bónus á næsta íslenskum fána og tilkynnti sigri hrósandi, að Helios hýsti einvörð- ungu íslendinga - enga útlendinga! Orð hans voru sem rýtingur í bakið. Eftir einvörðungu tuttugu mínútna kynni var ég að gefast upp á gest- gjafa mínum, Stelios frá Helios. Við brugðum okkur uppá herbergi þar sem við freistuðum þess að ná vopnum okkar yfir grískum uzo drykk. Uzo vísaði á lausnina. Halda skyldi til kvöldverðar á grískan veit- ingastað undir seiðandi Zorbatón- um. Ekki var hjá því komist að ráð- færa sig við Stelios íslandshirði um hvert skyldi halda. Á sinni grísk- lensku upplýsti Stelios um algrískan stað við ströndina með útsýn yfir firðblátt hafið. Á veröndinni við haf- ið tók ég gleði mína á ný, sér í lagi þegar staðreynt var að þjónamir voru innfæddir. En þegar ég leit á matseðilinn duttu mér allar dauðar lýs af höfði. Kvöldinu var rústað eins og forngrískum borgríkjum. Mat- seðillinn var á íslensku - og þjónn- inn glotti við tönn. Síðar um kvöldið, á íbúðarsvöl- um Helios, rýndum við ráðleysisleg inní rökkrið undir íslenskum rödd- um sem ómuðu af nærliggjandi svölum. Við vorum alvarlega að velta því fyrir okkur að flauta ferðina af, komast til Sýrlands, Grænlands eða bara á einhvern meira framandi stað. En þá, eins og fyrir tilstilli gríska guðsins Díonísusar tóku taktfastir bouzoukitónar Zorba að flæða yfir Helios einhverstaðar úr myrkrinu. Sannkallað eyrnakonfekt. Loksins! Við vorum þá á Grikkland eftir allt saman, í grennd við Stavros þar sem Anthony Quinn dansaði með bindi um kraga í sandinum og baðaði horni”, um leið og hann snaraði KB bankaderhúfu á höfuð. Bros Stelios- ar bar með sér að hann vildi fullvissa okkur um að við værum komin heim - óhult fyrir útlöndum. Ég spurði Stelios hvort ég gæti líka keypt DV, fengið Fréttablaðið uppá herbergi ókeypis og afruglað Stöð 2? Stelios lét orð mín eins og vind um eyru þjóta. Sagði bara brosandi: „Bónus þarna og Stehos reddar." Og í Bónus var arkað til að afla þess allranauðsynlegasta í landi sól- arinnar. í Bónus ávarpaði kassa- daman okkur á tærri íslensku en óskaði þó eftir evrum í stað króna. Ég hváði! Eins og gefur að skilja þá velti ég því fyrir mér þar sem ég gekk hröðum skrefum aftur heim á Helios hvort ég hefði keypt köttinn í sekkn- um? Hvort ég hefði flogið 5000 kíló- metra til að versla á íslensku í Bón- us? Grikkinn Zorba Þar sem ég gekk inní anddyri hót- elsins djúpt sokkinn í mitt hugarvíl stóð Stehos við barinn umvafinn Glúmur Baldvinsson segir frá íslendingasamfélaginu á Grikklandi. Fengum pítsu í launahækkun Olgeir úr Keflavík hringdi Það er gaman að skoða hvað við fengum í peningum út úr kjarasamningunum í vor, hversu meira fer í vasann hjá okkur. Það eru 1.900 til 2.000 krónur á mán- uði. Þetta samsvarar einni pítsu, hvítlauksbrauði og kók. Það er allt og sumt. Ég var að rífast við Lesendur einn verkalýðsleiðtogann, og hann spurði: „Viltu bara að það verði verðbólga?" Þannig að bilið er orðið gríð- arlegt á mflli verkalýðs almennt og þeirra sem greiða atkvæði í samningum. Svo hringdi ég í verkalýðsfélagið og bauð þeim að ramma gamla launaseðUinn inn við hlið þess nýja til að sýna þeim sem kæmu í heimsókn. J) TÓNLIST.IS^ ar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.