Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST2004
Fréttir DV
Y rsufell Ibúi þurfti að útvega
sér gistingu annars staðar á
mánudag eftir að skemmdar-
verkvarunniðá lás.
Kristín Guðríður Vill
flytja f tjald vegna ótta
við nágrannakonu sina.
Hefuráður búiðíbíl.
Yrsufells-Kristín þorir ekki heim. Nágrannar hennar kvarta undan því aö hún
hafi sakað þá um að stela hjónarúmi og öskrað í stigaganginum. Sjálf ætlar hún
að flytja í tjald.
Unqir missa
ökuleyfið
í ársskýrslu ríkislög-
reglustjóra fyrir síðasta ár
kemur m.a. fram að þeim
sem misstu ökuleyfið á
grundvelli punktafjölda
fækkaði um helming frá
fyrra ári eða úr 148 og nið-
ur í 72 einstaklinga. Karl-
menn eru sem fyrr í mikl-
um meirihluta eða 97% og
af þeim eru ungir öku-
menn, eða 20 ára og yngri,
rúmlega 67%. Hins vegar
ber að geta þess að ungir
ökumenn með bráða-
birgðaskírteini missa það
eftir 7 punkta en hinir
eldri með fullnaðarskír-
teini missa það eftir 12
punkta.
Tveir guttar
kveiktu í
gámi
Laust eftir kl.
20:30 í fyrra-
kvöld var lög-
regla og slökkvi-
lið í Keflavík kallað
að Myllubakkaskóla
vegna elds í ruslagámi.
Reyndist um lítinn eld
að ræða og hafði hann
kulnað áður en slökkvi
lið mætti á staðinn. T-
veir ungir drengir eru
grunaðir um að hafa
borið eld að rusli sem
var í gáminum. Ekki
varð verulegt tjón af
þessu prakkarastriki.
Gullgrafarar
á ísafirði
Gullgrafarar frá Kanada
og ferðaþjónusta í Bret-
landi nýta sér nálægð ísa-
fjarðar við Austur-Græn-
land og leigja flugvél frá
ísafjarðaflugvelli. „Það eru
aðallega breskir ævintýra-
menn sem fara til að klifra
á jöklum og kanadískir
gullgrafarar, sem farið hafa
til Sodalen í áratugi til að
taka sýni og gera athuganir
vegna platínu og gulls, sem
nýta sér leiguflugið," segir
Páll Janus Hilmarsson,
starfsmaður Flugfélags ís-
lands á ísafjarðarflugvelli.
Bb.is greinir frá.
Mæðgin sögðu nápnna
hafa stolið hjnnarumi sínu
Kristín Guðríður Hjaltadóttir, 62 ára íbúi í Yrsufelli 7, segist ekki
þora heim til sín af ótta við óða nágrannakonu. „Ég þori ekki
lengur heim til mín eftir að nágranninn bankaði og hótaði bar-
smíðum. Ég er komin að því að taka fötin mín út og fara úr íbúð-
inni. Og fara í tjald,“ segir Kristín, sem áður hefur búið í Yrsufelli
3 og 13, í Lödu-bifreið við Kringluna og við Umferðarmiðstöð-
ina, BSÍ.
Nokkuð undarlegir hrekkir hafa
undanfarið átt sér stað í Yrsufelli 7
þar sem eldspýtum og öðru hefur
verið troðið í sílindera á íbúðarhurð-
um, þannig að fólk hefur ekki komist
inn heima hjá sér. Kristín Guðríður
Hjaltadóttir kvartar sáran undan
framferði nokkurra nágranna.
Nokkrir íbúar í Yrsufellinu sem
hafa haft samband við DV segja hins
vegar að Kristín og sonur hennar,
hinn 36 ára gamli Antonio Passero,
gangi stundum fram á stigagang
með öskrum og ásökunum sem ein-
kennast af vænisýki.
„Eitt skiptið hélt hún því fram við
mig að hjónarúmi þeirra hefði verið
stolið um miðjan dag. Annað skiptið
bankaði einn nágranninn upp á hjá
„Við erum bæði að
kljást við sykursýki og
hjartabilun á háu
stigi."
þeim til að spyrja hvort ekki væri allt
í lagi, því leki var í íbúðinni fyrir ofan
þau. Svo brjálaðist sonur hennar og
sagðist hafa brugðið svo mikið að
hann hefði næstum fengið hjarta-
áfall. Hann kallaði lögregluna til og
sagði að nágranninn hefði reynt að
drepa sig,“ segir nágrannakona, sem
vill ekki að nafri sitt komi fram af
ótta við að Kristín og Antonio setji
rusl fýrir framan íbúðarhurðina
hennar. „Þau gera það víst við óvini
sína,“ segir hún.
í samtali við DV áréttar Kristín að
hjónarúmi þeirra hafi verið stolið
þegar hún bjó í Blesugróf. „Það var
allt hreinsað út þegar ég var í ferða-
lagi fyrir norðan. Nú sofum við bara
á tveimur dýnum og höfum ekkert
annað. Svona er nú aðstoðin," segir
hún.
Kristín segir að þau mæðgin séu
öryrkjar og þess vegna þoli hún ekki
hávaðann í stigagöngum. „Við erum
bæði að kljást við sykursýki og
hjartabilun á háu stigi." Nágrannar
segjast hins vegar vera ánægðir með
hversu mikil ró og spekt sé í blokk-
inni síðan fíkniefnaneytandinn á
þriðju hæð var borinn út í mars.
jontrausti@dv.is
Samfylkingin vill unglingafangelsi en Fangelsismálastofnun segir það óraunsætt
Ungu fangarnir eru engir mömmustrákar
„í dag höfum við einstakt tæki-
færi til að setja á stofn sérúrræði fyr-
ir unga fanga," segir Ágúst Ólafur
Ágústsson, alþingismaður Samfylk-
ingar.
Ágúst Ólafur flutti þingsályktun-
artillögu í vetur þar sem lagt er til að
sett verði á fót sérdeild fýrir unga
fanga á aldrinum 18-24 ára. Gert er
ráð fýrir því að á sérdeildinni verði
samneyti þeirra við eldri fanga í al-
gjöru lágmarki og aðeins ef brýna
nauðsyn beri til.
Ágúst bendir á að verið sé að
hanna nýtt fangelsi. „Það er hins
vegar ekki gert ráð fýrir slfkri deild í
Hvað liggur á?
því og það er miður," segir Ágúst. í
tillögunni sem Ágúst flutti ásamt
fleirum á Alþingi segir að ungir fang-
ar hafi margs konar sérstöðu. Ekki sé
æskilegt að þeir afþláni dóma í sam-
neyti við eldri afbrotamenn. „Það
getur verið ókleift að ná fram betrun
ungra fanga með því að vista unga
fanga í samneyti við eldri fanga, sem
sumir hverjir eru síbrotamenn," seg-
ir þar.
Erlendur Baldursson, afbrota-
fræðingur hjá Fangelsismálastofn-
un, segir unglingafangelsi ekki endi-
lega vera réttu leiðina.
„í nágrannaríkjunum hafa menn
Ég er í Þýskalandi og reyni að selja fisk,"segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
spyr sjálfan sig að þvíhvernig verði litið á sjávarútveginn á Islandi i framtíðinni. Verður lit-
ið á hann sem matvælaframleiðslu eða verðurþetta bara veiðimannasamfélag? Menn eru of
mikið að rífast um fískveiðistjórnunarkerfíð, Istað þess að einbeita sér að því að selja fiskinn,
eins og verður að gera. Það liggur á að menn nái sátt um kerfið."
verið að stíga til
baka og hætta
með slíkar
lausnir. Ungir
fangar eru oft
þeir erfiðustu
og hópamynd-
un mjög sterk
hjáþeim," segir
Erlendur. „Hér_________
á íslandi þekkj- Erlendur Baldursson
ast menn afbrotafræðingur
einnig mun Segir stefnuna að að-
meira. Þú værir sFilja unga fanga.
kannski að
setja menn saman í deild sem hafa
stundað glæpi saman frá unga aldri.
Það opnar á hættuna á klíkumynd-
un sem er afar slæmt."
Erlendur segir því stefnuna vera
þá að aðskilja ungu fangana og hafa
þá með eldri föngum; hvort sem
þeir eru barnaníðingar eða misind-
„Menn verða líka að átta sig á því
að það er lokaúrræði að senda menn
á Litía-Hraun. Þá hefur öðrum úr-
ræðum, eins og meðferð eða samfé-
lagsþjónustu, iðulega verið beitt,"
segir Erlendur og bætir við; „Þótt
þetta séu 19-20 ára
strákar eru þeir
engir mömmu-
strákar."