Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST2004 Sport DV íslenska landsliðið í knattspyrnu vann stórkostlegan sigur á ítölum fyrir met- Qölda á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Eftir mjög misjafna og í það heila slaka frammistöðu í fyrstu íjórum vináttuleikjum ársins 2004 kom allt annað íslenskt landslið inn á troðfullan Laugardalsvöllinn í fyrrakvöld. Liðið geislaði af sjálfstrausti og leikgleði og fyrir vikið fögnuðu íslensku strákarnir stórkostlegum sigri. Þetta var enginn grísasigur á einni frægustu knattspyrnuþjóð heims. Nei, þetta var sannfærandi sigur þar sem íslensku mörkin hefðu getað orðið fleiri ekki síst í fyrri hálfleik þar sem hver stórsóknin á fætur annarri glumdi á frægasta varnarliði heims. leikinn með tqfrabrögðum sínum og það gerði hann margoft meðal annars í bæði skiptin sem íslenska liðið skoraði í leiknum. Báðir markverðirnir komu að leiknum með sínum hætti og stóðu vaktina vel, vörnin var mjög traust, spilaði skynsamlega og gerði fá mistök og sóknarleikurinn var beittur ekki síst vegna góðrar vinnslu þeirra Þórðar Guðjónssonar og Indriða Sigurðssonar upp vængina. Eftirminnilegur leikur Það er auðvelt að missa sig yfir þessum úrslitum sem eru vissulega stórkostleg en það var ekki bara að íslenska íiðið hefði lagt það ítalska að velli heldur hvernig þeir gerðu það. Fyrri hálfleikurinn var eftir- minnilegur þar sem auk góðrar baráttu og vinnusemi allra ellefu leikmanna liðsins spilaði liðið fallegan fótbolta allan tímann. Þetta var ekki „pakkað í vörn“ - boltinn sem oft þarf til að eiga möguleika í bestu knattspyrnu- þjóðir heims. Þetta var íslenski fótboltinn, þar sem baráttu, hugrekki og grimmd var blandað saman við fallegt spil og beittan sóknarleik. Nú vitum við hvað íslenska liðið getur og það var gaman að sjá rétt andlit liðsins eftir dapra frammistöðu í mörgum landsleikjum þar á undan. ooj@dv.is Frábær frammistaða Gylfi Einarsson dtti einstaka innkomu i íslenska landsliöið á Laugardalsvellinum I fyrrakvöld. Gylfi dtti þdttl báðum mörkum islenska liðsins, skoraði það seinna og var illviöráðanlegur fyrir Italina allan leikinn. DV-mynd Vilhelm ítölsk ástríða. Jíjóttu ‘Rusticfiella ‘T’osteria del Corso Fæst í Hagkaup, Nóatún, Fjarðarkaup, Samkaup, Úrval, Ostabúðin Skólavörðustíg, Fylgifiskar, Sandholt bakarí og Sælkera- og fiskbúðin Kaupvangi, Akureyri Það var ljóst að innkoma tveggja manna í liðið gerbreytti allri spilamennsku þess til hins betra. Gylfi Einarsson og Rúnar Krist- insson komu báðir inn í liðið og það má segja að miðjan, akkilesarhæll liðsins í síðustu leikjum, hafi tekið algjörum stakkaskiptum. Báðir eru þeir í frábæru formi, hafa verið að spila vel í lykilhlutverkum í sínum liðum og það skilaði sér frábærlega inn á Laugardalsvöllinn í gær. Boltinn var farinn að ganga í gegnum miðjuna og allir leikmenn liðsins náðu að láta boltann vinna með sér. Það höfðu allir sem einn nægt sjálfstraust til að spila boltanum á næsta mann og halda honum innan liðsins. Það var síðan undir Eiði Smára Guðjohnsen að brjóta upp Einkunnirleikmanna Stóðst prófíð Fall- einkunn Birkir Kristinsson Spilaði gallalausan leikþarsem rómuð yfirvegun og öryggi einkenndi leik hans allan. Arni Gautur fékk mun meira að gera og stóð sig einnig mjög vel. Tveir góðir en því miður er annar þeirra á förum. Ólafur Örn Bjarnason Stjórnaði vörninni eins og herforingi og er orðinn fastamaður í liðinu. Átti helst í erfiðleikum með langa bolta inn fyrir í seinni hálfleik en að öðru leyti gallalaus leikur. Hermann Hreiðarsson Var kannski minna áberandi en oft áður en vann vel úr öllum sínum hlutum og það munaði mikið , um hann i teignum þegar ítalir pressuðu aðeins 1 seinni hluta leiksins. Kristján Orn Sigurðsson Spilaði sinn fyrsta alvöruleik en leit ekki út fyrir að vera að stíga fyrstu sporin. Fékk mikið boltann og vel að spila honum frá sér sem var skemmtileg nýbreytni. Tapaði ekki tæklingu að venju. Þórður Guðjónsson Spilaði mjög vel og er áfram ein aðaldrif- fjöðurin í sóknarleik isienska liðsins. Hefur bætt sig í vörninni og nýtir reynslu sina vel í að lesa leikinn sem nýtist vel í vörn og sókn. Indriði Sigurðsson Hefur loksins fest sig í sessi i liðinu og var á upp og niður vinstri vænginn allan tímann. Indriði var mjög ógnandi i sókninni og stóð vaktina vel í vörninni. Brynjar Björn Gunnarsson Þvilík breyting á einum manni. Frá því að geta varla gefið sendingu í vor til þess að leika sér að miðjumönnum ítala í 90 mínútur í fyrrakvöld. Einn besti landsleikur hans. Rúnar Kristinsson Kominn aftur og við þurftum svo sannarlega á honum að halda. Fyrri hálfleikurinn kemst næst ',.t Frakkaleiknum um árið, með bullandi sjálfstraust og 1 frábært auga fyrir flæði ieiksins. Velkominn aftur! Gylfi Einarsson Kominn ísína stöðu og það var ekki að sökum að spyrja. Stórleikur, skoraði mark, skapaði annað mark og var allt í öllu allan tímann. Stjarna fædd. Eiður Smári Guðjohnsen Það eina sem vantaði i leik Eiðs Smára með landsliðinu var vinnusemin og hreyfanleiki án bolta. Eiður hefur bætt því í pakkann og er orðinn einn besti knattspyrnumaður heims. Heiðar Helguson Við þekkjum hann en ítölunum brá mikið. Heiðar vann enn einu sinni hug og hjörtu islensku þjóðarinnar með hugrekki sínu og baráttu. Vann allt allstaðar en hefði átt að skora úr öðru af tveimur dauðafærum. 1 I II

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.