Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Kerry svarar fyrir sig Forsetaframbjóðandinn John Kerry réðst af krafti á George Bush Bandaríkjafor- seta og Dick Cheney vara- forsetaefrii um helgina. „Ég líð ekki að þeir sem þorðu ekki að berjast fyrir land okkar í Víetnam véfengi frammistöðu mína f stríð- inu.“ Kerry sagði að Bush hefði forðast alvöru málefni líkt og atvinnumál, efna- haginn og heilbrigðiskerfið. „Þeir tala ekki um frammi- stöðu sína í þessum efn- um því þeir vita að hún er slæm.“ Theresa eiginkona Kerrys var flutt í skyndi á sjúkrahús um helgina eftir mikla magaverki. Hún fékk að fara heim eftir rann- sóknir. Olíufélög vilja 50 milljónir Olíudreifing ehf. og Skeljungur hf. kreíjast 50 milljóna króna frá ísa- fjarðarbæ fýrir að færa olíubirgðastöðvar sínar frá Suðurgötu í bænum. Félögin hafa beðið um viðbótarlóð við Suður- götu, en til athugunar er að þau flytji starfsemi sína yfir á Suðurtanga. f bréfi framkvæmdastjóra Olíudreifingar til bæjar- stjóra ísafjarðar kemur fram fyrrgreind krafa fyrirtækjanna og að til óhagræðis sé að missa möguleika til beinna dælinga í skip við innri höfnina á ísafirði, en glefsur úr bréfinu birtast á fréttavef Bæjarins besta. Áttu von dfrekari vaxtalækkunum ? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hjá KB banka „Það gæti hæglega gerst. Það sem er fyrst og fremst ánægju- legt við þá þróun sem orðið hefur á íbúðalánamarkaðin- um er að almenningur nýtur góð afþeirri samkeppni sem rikir þar þessa stundina." Hann segir / Hún segir „Það eraldrei að vita en erfitt að segja til um slíkt eins og staðan er í dag. Hins vegar er sú þróun sem orðin er mjög ánægjuleg. Það erafhinu góða að aukin samkeppni sé nú komin á peninga- og lána- markaðinn eins og gerst hefur síðustu daga og vikur. Slíkt kemur almenningi að sjálf- sögðu mjög vel.“ Ásta R. Jóhannesdóttir þingmaður Lögfræðiteymi Marcos Brancaccia í Mexíkó segir að Interpol muni yfirheyra Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra vegna meintrar aðildar hans að brottnámi barnabarns hans. Sjálfur vill Jón Baldvin ekki greina frá því hvort hann hafi þeg- ar verið yfirheyrður. ursinnar. Interpol yfirheyri f „Svo virðist sem hann hafi gripið inn í ákvörðun íslenska kon- súlsins í Mexíkóborg og við höfum gögn um það,“ segir Veron- ique Dechelette, sem stýrir lögfræðiteymi Marcos Brancaccia í Mexíkó, um meintan þátt Jóns Baldvins Hannibalssonar í að tryggja brottflutning dótturdóttur sinnar frá Mexíkó til fslands. Interpol hefur verið sett í málið. Hæstiréttur íslands dæmdi Snæ- fríði Baldvinsdóttur í hag þann 27. ágúst síðastliðinn. Dómurinn geng- ur í berhögg við álit mexíkóska utan- ríkisráðuneytisins og ítalska dóms- máiaráðuneytisins sem hafa talið að brottnám barnsins firá Mexíkó, án samþykkis föður, brjóti í bága við Haag-samkomulagið. Marco hefur teymi þriggja lögfræðinga sem vinna að málinu í Mexíkó og lögfræðing í Ítalíu sem vinnur að máli fyrir Evr- ópudómstólnum í Strassburg. Sjálfur segir Jón Baldvin að ræð- ismaður íslands í Mexíkó hafi þurft að gefa út neyðarvegabréf, sam- kvæmt reglum, til að móðir og barn kæmust úr landi undan ofbeldi Marcos, sem hafi stolið vegabréfi barnsins og haldið því frá móður hennar. Lögfræðiteymið í Mexíkó hefur undir höndum bréf Jóns Baldvins til Eduardos Rihan, ræðismanns ís- lands í Mexíkóborg, sem gaf út und- anþáguvegabréf fyrir barnið. Rihan er fyrrum undirmaður Jóns Bald- vins, sem var sendiherra í Wash- ington og reyndar áður utan- ríkisráðherra. Bréfið hefur verið lagt fyrir dómara í Mexíkó sem sönnun- argagn um ólöglegan þátt Jóns Bald- vins. „Sönnunargögnin eru pappírar sem dómarinn mun greina," segir Veronique. „Jón Baldvin skrifaði til ræðismannsins þar sem hann hvatti til þess að barninu yrði veitt undan- þáguvegabréf. Allir sem hjálpa for- eldri að nema á brott barn eru sam- ráðsmenn um glæp.“ Veronique segir að Interpol reyni að ná sambandi við mæðginin. „Mexíkódeild Interpol veit af málinu og hefur samband við Alþjóða- skrifstofu Interpol. Máiið er í farvegi en svo kann að vera að ekki sé búið að yfirheyra neinn enn. Herra Hannibalsson og Snæfríður munu fara í skýrslugerð. Þau eru ekki tengd málinu sem vitni, heldur sem grtm- uð um glæp. Þau verða því yfir- heyrð," segir Veronique. Ríkissaksóknari í Mexíkó, E1 Procuradoria General del Distrito Federal, vinnur að sjálfstæðri rann- sókn í tengslum við meint barnsrán. Á næstunni mun koma í ljós hvort embættið stofni til sérstakrar mál- sóknar á hendur Jóni Baldvini, en það veltur á útkomunni úr rannsókn á barnsráninu. „Ef dómara í Mexíkó þykir hans þáttur sannaður verður nýju máli komið af stað. Friðhelgi diplómata mun ekki koma í veg fyrir að dómstóll í Mexíkó kveði upp úr- skurð." Jón Baldvin verst allra frétta af málinu og játar því hvorki né neitar að Interpol hafi haft samband við hann. „Um þetta mál ræði ég ekki við DV," sagði hann. Um ástæðu þagnar sinnar sagði Jón Bald- vin: „Það þarfnast engra skýr- inga". Snæfríður Baldvinsdóttir neitaði að tjá sig um málið. „No comment," sagði hún. Reimar Pétursson, lögfræðingur þeirra í málinu, sagðist þurfa leyfi til að tjá sig um málið. „Ég get eiginlega ekkert tjáð mig um málið. Ég er bundinn trún- aði," sagði hann. jontrausti@dv.is O:o:e:í Jón Baldvin Hannibalsson Sendiherrann sendi bréftil fyrrver- andi undirmanns sins vegna dótt- Marco Brancaccia Hefureytt minnst 6 milljónum króna í að fá dóttur sína aftur. „Þau eru ekki tengd málinu sem vitni, heldur sem grunuð um glæp." Linda Leifsdóttir var snúin niður af lögreglunni þegar hún kom að sækja son sinn á lögreglustöðina í Keflavik Þrjár löggur réðust á móður „Ég var að ná í strákinn minn niður á lögreglustöð. Hann hafði verið tekinn drukkinn niðri í bæ," segir Linda Leifsdóttir, móðir í Keflavík. Hún segir þrjá lögreglu- menn hafa ráðist á sig eftir að hún neitaði að yfirgefa lögreglustöðina nema hún fengi að fara með 18 ára son sinn heim. Sonur Lindu hafði verið handtekinn drukkinn eftir að lögreglan í Keflavík stóð hann að því að brjóta flösku. Þegar Linda kom að sækja drenginn í kringum miðnætti á laugardaginn, sam- kvæmt tilmælum lögreglu, sturtaði hann glerbrotum af buxum sínum á gólf lögreglustöðvarinnar. Honum var umsvifalaust stungið aftur í klefann og Lindu sagt að hún fengi hann ekki með sér heim. Eftir að lögreglumennirnir höfðu stungið unga drengnum aftur inn í klefann réðust þeir þrír að móðurinni með harðri hendi í þeim tilgangi að henda henni út af lögreglustöðinni. „Ég er alveg steinhissa á þessu og var náttúrlega rosalega reið yfir þessari framkomu. Þarna voru þrír lögreglumenn sem réðust á mig, þar á meðal varðstjórinn. Ég var bláedrú og hafði ekkert sagt eða gert til þess að verðskulda þessa meðferð," segir Linda. Hún hugðist í gær fara til læknis til að láta líta á hönd sína, sem var stokkbólgin eft- ir að lögreglumennirnir höfðu snú- ið upp á hana. Linda hafði í kjölfar- ið samband við lögregluna í Reykja- vík, sem ráðlagði henni að kæra at- burðinn. Linda beið við lögreglustöðina fram undir morgun og fékk soninn úr fangaklefanum klukkan átta á sunnudagsmorgun. Hún segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan í Keflavík beiti bæjarbúa ofbeldi. Til að mynda hafi sonur hennar áður verið rotaður af lögreglunni. Linda Leifsdóttir Er reiö yfir ofbeldi sem hún og ungur sonur hennar hafa verið beitt aflögreglunni í Keflavík. Hún ætlar að kæra atburöinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.