Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Page 18
18 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004
Sport rxv
Leikmenn íslenska knattspyrnulands-
liðsins kolféllu á fyrsta prófinu í undan-
keppni HM.
Miðlungslandslið frá Búlgaríu sá til þess að íslenska landsliðið
komst niður á jörðina á ný eftir glæstan sigur gegn Itölum. Því
verður ekki neitað að marga dreymir um að íslenska liðið komist
á HM 2006 en þeir draumar virðast ekki byggðir á traustum
grunni miðað við frammistöðuna sem boðið var upp á gegn
Búlgörum á laugardag. íslenska liðið var víðs fjarri sínu besta og
náði aldrei að sýna álíka leik og gegn ítölum. Liðið var þar að
auki dauft, baráttulaust og hálfandlaust. Kjarkurinn var lítill og
þegar í óefiii var komið voru lausnirnar nákvæmlega engar.
íslenska liðið byrjaði leikinn
ágætlega og fátt sem benti til annars
en að það gæti náð hagstæðum
úrslitum í leiknum. Því miður náði
liðið aldrei að komast upp úr fyrsta
gímum og var fast í hlutlausum
stóran kafla leiksins.
Leikskipulag íslenska liðsins er
frekar einfalt og það spilar ávallt á
sína styrkleika. Það var því furðulegt
að sitja í stúkunni á laugardag og
horfa á liðið gera eitthvað allt annað
en að spila á sína styrkleika.
Maður hristi hausinn trekk í trekk
og spurði sjálfan sig af því af hverju
Heiðar fengi ekki skallaboltana sem
hann er vanur að fá og skapa oftar
en ekki mikinn usla. Hann hefur vart
fengið fleiri en tvo í þessum leik.
Ekkert sérstakir Búlgarar
Af hverju skeiðaði Hermann
aldrei upp kantinn eins og hann er
vanur? Hvar var ógnunin í föstu
leikatriðunum? Svona gæti maður
haldið áfram. Á móti kemur síðan að
þetta búlgarska lið var síður en svo
að sýna einhvem stjömuleik en
þurfti samt ekki að hafa mikið fyrir
sigrinum. Það fullnýtti gjafir
íslenska liðsins.
Það var eitthvað mikið að hjá
liðinu á laugardag og það sá maður
best þegar Jóhannes Karl
Guðjónsson kom inn á völlinn.
Hann barðist eins og ljón, hrinti og
djöflaðist í Búlgörunum. Sýndi
mikinn vilja sem vantaði hjá
félögum hans. Hinir leikmennirnir
komust ekki nálægt honum í
baráttunni og án baráttunnar og
leikgleðinnar kemst íslenska
landsliðið aldrei langt. Það er
einfaldlega ekki nógu gott.
Það sem gerði kannski
h'fið erfitt fyrir sóknar-
mennina var að miðjan var
algjörlega lömuð í leiknum.
Arnar og Gylfi voru
hreinlega jarðaðir og vom
þar að auki ekki nógu
duglegir að bjóða sig. Var
engu líkara en þeir væm
í feluleik á löngum
köflum.
Þórður
átti
ágætar
rispur
við og
við og
því
var
ótrúlegt að félagar hans skyldu ekki
spila hann meira uppi. Þetta var
varla meira en miðlungsleikur hjá
Þórði en hann er samt með bestu
mönnum. Það segir meira en mörg
orð um frammistöðu félaga hans.
Gjafir Árna Gauts
Vörnin lenti í nokkrum vand-
ræðum og ekki síst vegna þess að
Ólafur og Hermann vom ekki eins
og þeir eiga að sér. Ólafur hélt ekki
dýptinni nógu vel og átti það til að
vaða út f menn, sem gerði það að
verkum að svæðið fýrir aftan hann
galopnaðist. Árni Gautur er síðan
manna best meðvitaður um eigin
frammistöðu en hann byrjaði að
útdeila jólagjöfum of snemma í ár.
Þjálfararnir fá svo sem ekki háa
einkunn fyrir sína frammistöðu. Þeir
áttu engar lausnir við andleysi sinna
manna og höfðu ekkert fram að færa
þegar illa gekk. Jóhannes Karl kom
með mikið líf í leikinn en Arnar
Viðarsson hafði engu við að bæta.
Einnig var furðulegt að þeir skyldu
taka Heiðar af velli fyrir Helga
Sigurðsson. Hefði ffekar mátt taka
Gylfa af velli fyrir Veigar Pál sem er
þekktur fyrir dugnað og að vera
duglegur að sækja boltann. Það
breytti engu að fá Helga inn en
Veigar hefði verið líklegri til þess að
sprengja upp leikinn.
Hörmung
Byrjunin í þessum riðli lofar
síður en svo góðu og ekki verður
auðvelt að mæta Ungverjum í
Búdapest á miðvikudag þar sem þeir
töpuðu fyrir Króötum um
helgina. Sem betur fer
var þetta þó aðeins
fyrsti leikurinn og það
er nægur tími til að
bæta upp fyrir þessa
hörmung sem boðið
var upp á í
rigningunni í
Laugardalnum.
henry@dv.is
Svekktur Jóhannes Karl Guðjónsson gekk svekktur af
leikvelli á laugardag. Hann gat þó verið ánægður með sitt
framlag en hann sýndi gott fordæmi sem félagar hans
hefðu gjarnan mátt fara eftir. DV-mynd Villi
Einkunnir leikmanna
Stóðst
prófið
Fall-
einkunn
Árni Gautur Arason * *?
Spilaði hugsanlega sinn lélegasta lands-
leik á ferlinum. Leit illa út í fyrsta markinu
og skelfilega í þriöja markinu. Fór þar
endanlega með aílar vonir um stig.
Kristján Örn Sigurðsson
Virkaöi óöruggur til aö byrja meö en komst upp
meö það. Vann sig inn í leikinn og komst
stórslysalaust frá honum. Besti varnarmaöur
Islands í leiknum.
Hermann Hreiðarsson
Óvenju daufur og ekki líkur sjálfum sér. Tók
engar afsínum frægu rispum upp völlinn og svaf
stundum illa á veröinum í vörninni. Greinilega
ekki í góðu leikformi þessa dagana.
Ólafur Örn Bjarnason
Stöðugleiki og öryggi hafa verið hans kjörorö en
ekki aö þessu sinni. Stýrði vörninni illa og hljóp út
úr sinni stööu á slæmum tímum eins og þegar við
fengum á okkur annað markið.
Þórður Guðjónsson
Ekkert sérstakur en samt með betri mönnum.
Skilaöi sínu ágætlega þrátt fyrir nokkrar
slæmar sendingar. Hefði aö ósekju mátt fá
boltann oftar i leiknum.
Gylfi Einarsson
Álíka fjarverandi og Arnar. Átti aö styöja
við sóknarlínuna en fékk aldrei boltann.
Var týndur á milli miðju og sóknar og
gerði ekki nóg afþví að bjóða sig.
Indriði Sigurðsson
Algjörlega út á túni. Skilaði slakri varnarvinnu
og var ofseinn i sóknina. Var alltaf týndur mitt
milli og náði aldrei að komast i gang i þessum
'ik.
Brynjar Björn Gunnarsson
Hefur einföld verkefni. Skilaði þeim bærilega
mestallan leikinn en var mjög óskynsamur er
hann lét reka sig af velli. Gæti kostað hann
byrjunarliðssæti í næstu leikjum.
Arnar Grétarsson
Efíslenska liðið hefði leikið í hvítum búningum
hefði Arnar verið eins og draugur á vellinum. Var
aldrei með i leiknum, skilaði nákvæmlega engu
og kom vart við blöðruna.
Eiður Smári Guðjohnsen
Fyrirliðinn virkaði sprækur framan af. Var þá
duglegur að hlaupa og bjóða sig. Pirraðist við
mótlætið og hætti eftir það að spila sinn bolta
og var aldrei veruleg ógnun i leiknum.
Heiðar Helguson
Fór örugglega langt með að eyðileggja
fjölskyldulíf búlgarska markvarðarins með
skammarlegri tæklingu. Það var eina
lifsmarkið sem sást hjá honum í leiknum.