Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004
Sport DV
Skotfæralausip Frakkar
ísraelsmenn hafa ekki verið
hátt skrifaðir í
knattspyrnuheiminum
undanfarin ár en þeir gerðu sér
samt lítið fyrir og nældu í stig á
útivelli gegn Frökkum. Þrátt fyrir
mikla pressu hjá Henry og félögum
tökst þeim ekki að brjóta niður
sterkan ísraelskan múr og skora.
Eins og við mátti búast fögnuðu
ísraelsmenn að leik loknum líkt og
þeir væru orðnir heimsmeistarar.
Evrópumeistarar Grikkja virtust
enn vera þunnir er þeir mættu
Albönum því þeir töpuðu leiknum,
2-1. Otto Rehhagel, þjálfari liðsins,
hefur eflaust séð eftir því að hafa
haldið áfram með liðið í stað þess
að hætta á toppnum. Hann fer ekki
með þetta lið á HM í heimalandi
sínu ef það spilar ekki betur en það
gerði gegn Albönum.
James gaf stig
Annar maður sem vill eflaust
gleyma helginni er David James,
markvörður enska landsliðsins.
Englendingar voru með unninn leik
í Austurríki þegar aðeins 19
mínútur voru eftir.
Þá datt James í kunnuglegan gír
- gaf tvö hræódýr mörk og Austur-
rfldsmenn tóku annað stigið. Fyrir
vikið er komin mikil pressa á enska
landsliðsþjálfarann að setja James á
bekkinn.
Maður helgarinnar var þó
vafalaust Svíinn Zlatan
Ibrahimovic. Hann skrifaði undir
samning við ítalska stórliðið
Juventus áður en hann flaug í
leflcinn gegn Maltverjum. Hann hélt
UNDANKEPPNI HM W
Úrslitin
Finnland-Andorra 3-0
Aleksei Eremenko 2 mórk, Aki
Riihilahtí,
Iriand-Kýpur 3-0
Clinton Morrison, Andy Reid,
Robbie Keane, vi>í
Norður-iriand-Pólland 0-3
-• Maciej Zurawski, Piotr
Wlodarczyk, Jacek Krzynowek.
Eistland-Lúxemborg 4-0
Ingemar Teever, Manuel
Schaglz (sjm i, Andres Oper,
Kristen Viikmae.
Rússíarid-Slóvalda 1-1
Omitri Boulykm - Robert Vittek.
Svíss-Færeyjar 6-0
Johan Vonlanthen og Aíexandre
Rey brjú rnórk hvor.
Aserbaldsjan-Wales 1-1
Rashad Sadikltov -■ Gary Speed
Tyrkland-Georgía 1-1
Fatih Tekke - Maíkhaz Asatlani
Lettland-Portúgal 0-2
- Cfistiano Ronaido, P&dro
PdUlfrTö.
Rúmenía-Makedónía 2-1
Aleksandr Vasovski.
Danmörk-Úkraína 1-1
Martin Jörgensen Andriy
Belgía-Lltháen 1-1
Slóvenía-Moldavfa 3-0
Milenko Acimovic 3 mórk.
Austurríki-England 2-2
Roland Kollmann, Andreas
Ivanschitz - rrank Lampard,
Steven Gerrard.
Króatía-Ungverjaland 3-0
Dado Prso, Ivan Klasnic, Gabor
Gyebes (sjrri).
San Marínó-Serbía og Svart. 0-3
- Nenad Jestrovíc 2 mórk,
Zvonomir Vukic.
Albanía-Grikkland 2-1
Edvin Murati, Adrian Allaj -
Stelios Giannakopoulos.
Ítalfa-Noregur 2-1
Daníele De Rossi, Luca Toni -
Maita-Svíþjóð 0-7
- Zlatan ibrahimovic 4 mork,
Freddie
Ljungberg 2
mörk, Henrik
Frakkland
ísraei
0-0 a
Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM um helgina. Svíar voru menn
helgarinnar en mesta athygli vakti döpur frammistaða Frakka, Englendinga og
Evrópumeistara Grikkja.
Zlatan hélt upp á nýja
samninginn við
Juventus með því að
skora fjögur mörk
é gegn Möltu og þar af
f þrjú á fyrstu fjórtán
mínútum leiksins.
upp á samninginn með því að skora
fjögur mörk í leiknum. Fyrstu þrjú
mörkin komu á fyrstu 14 mínútum
leiksins.
Styttist í Zlatan
Þessi lið eru með okkur
íslendingum í riðli og íslendingar
þurfa að temja Zlatan í október er
Svíar koma í heimsókn.
Þriðji leikurinn í okkar riðli var
viðureign Króata og Ungverja í
Króatíu. Þar voru heimamenn í
feiknaformi og unnu stórsigur, 3-0.
Ekkert sérstakar fréttir fyrir
okkur íslendinga sem sækjum
Ungverja heim á miðvikudag. Þar
verður eflaust við ramman reip að
draga enda Ungverjar hundfúlir
með árangurinn í Króatíu.
ítalir höfðu jafnað sig eftir tapið
gegn íslendingum er þeir tóku á
móti frændum okkar
Norðmönnum á laugardag.
ítalarnir voru reyndar íjarri því
að vera sannfærandi í leiknum en
þeir tóku öll stigin með 2-1 sigri.
Luca Toni skoraði sigurmark ítala
en risinn John Carew skoraði mark
Norðmanna í leiknum.
SAUÐURM DavidJames eyðilagði
unninn leik hjd Englendingum með
þvi að gefa Austurrfkismönnum tvö
mörk á silfurfati. Hann tekur hér um
höfuöið eftirað hafa gefið seinna
markið. Reuters
r-rW'
■
Bolta bullið
Víðir Sigurðsson er sá maður sem áhugafólk um sögu íslenskrar knattspymu á hvað mest að þakka. í tvo áratugi hefur hann haldiö úti bókaflokknum
íslensk knattspyma", en það vill oft gleymast hversu mildð afrek það er að halda úti svo metnaðarfuliri útgáfu um ekki fjölmennara knattspymusamfélag.
Smátt er fagurt
eftir
Stefán
Pálsson
Víðir hlaut eldskím sína í íþrótta-
fréttamennskunni á Þjóðviljanum
gamla. Hugsjónir sósíalismanns
vom í heiðri hafðar á Þjóðviljanum
og það ekki bara í leiðurum og
fréttaskýringum. Teiknimyndasög-
urnar og íþróttasíðurnar vom ekki
undanskiidar róttækninni. í
skrípó-dálknum gaf smástelpan
Folda auðvaldsskipulaginu á
baukinn en sósíalismi íþrótta-
deildarinnar kom ffam í áhuga á
neðri deildunum og úrslitum frá
fjarlægum löndum.
Nú, þegar þorri fólks hefúr að-
gang að netinu og getur á auga-
bragði bmgðið upp stöðunni í
portúgölsku deildakeppninni eða
komist að því hver sé marka-
hæstur í Norðurlandsriðlinum
hér heima, er erfitt að gera sér í
hversu óvenjulegar
þessar fregnir voru. Vitað var
að áhugamenn um neðri deildirn-
ar, jafnvel gallharðir hægrimenn,
keyptu Þjóðviljann til að fá fregnir af
Arvakri, Hvatbemm, Augnabliki og
hinum alræmdu Hildibröndum frá
Vestmannaeyjum.
Stórleikir á Meiavellinum
Þar sem ég ólst upp við að lúslesa
íþróttafféttir Þjóðviljans með
serjósinu við morgunverðarborðið,
varð ekki hjá því komist að ég fengi
dellu fyrir neðri deildunum. Flest
Reykjavíkurliðin í gömlu fjóröu
deildinni spiluðu á Melavellinum
eða jafnvel á gamla Háskólavellin-
um, sem nú er undirlagður af gæs-
um og bílastæðum.
Þar mátti fylgjast með liðum
sem síðar lognuðust út af, á borð
við Ármann og ÍK, en einnig félög-
um sem áttu eftir að eflast, svo sem
Stjörnunni, Grindavík og Haukum.
Keppnin í neðri deildunum er oft
skemmtilegri en það sem boðið er
upp á í efstu deild. Boltinn er að
sönnu ekki eins góður, en ákafinn
er engu minni. Stuðningsmenn
Hvatar á Blönduósi og Sindra á
Höfn eru allt eins heitir og hvaða
KR-ingur, Framari eða Fyfldsmaður
sem er.
Lið í neðri deildunum fá mörg
liver útlendinga í sfnar raðir og
metnaðurinn er mildll, einkum á
landsbyggðinni. Öfugt við efstu
deildina eru sveiflumar f getu lið-
anna í neðstu deildunum oft miklar
á mflli ára. Fyrir vfldð er keppnin alls
ekki eins fýrirsjáanleg og oft vill
brenna við hjá þeim bestu.
Fyrir neðrideildanörd eins og
mig voru stórtíðindi síðustu viku því
ekki tapið gegn Búlgörum eða deflur
landsliðsþjálfaranna við fyrrum
leikmenn sína heldur lokaleildrnir í
annarri og þriðju deildinni. Niður-
staðan varð sigur landsbyggðarinn-
ar. Annað árið í röð fóru Víkingar frá
Ólafsvflc upp um deild. Ætli lið af
Snæfellsnesinu hafi spilað í
næstefstu deild síðan Ásgeir Elías-
son hóf þjálfaraferil sinn undir jökli
fyrir aldarfjórðungi?
Það voru hins vegar Siglfirðingar
sem hrepptu meistaratitilinn á
markatölu. Siglufjörður á merka fót-
boltasögu og hefur í það minnsta
tvisvar verið nærri því að komast í
efstu deild. í annað skiptið tapaðist
sætið þar meira að segja á kæru -
Siglfirðingar höfðu teflt fr am of ung-
um leikmanni!
Níundi áratugurinn snýr aft-
ur!
Á hinum enda deildarinnar
máttu Víðismenn úr Garði þola fall.
Þetta fomfræga Suðumesjafélag er
því komið í neðstu deild. Víðisliðið
sem lék í efstu deild um miðjan ní-
unda áratuginn og komst alla leið í
bikarúrslit var ógleymanlegt. EJckert
lið hlakkaði til að halda suður meö
sjó að etja kappi við Daníel og Grét-
ar Einarssyni á malarvellinum sem
sagður var aflóga flugbraut. Fót-
boltaáhugafólk hlýtur að sjá eftir
Víðismönnum.
í þriðju deildinni stálu Austfirð-
ingar senunni. Eftir þrjú vonbrigða-
sumur er Fjarðabyggð loksins kom-
in upp um deild ásamt liði Hugins
frá Seyðisfirði. Yfirburðir austan-
manna hljóta að hafa komið „stóm
liðunum" af suðvesturhominu í
opna skjöldu.
Við neðrideildanördarnir
svekkjum okkur þó mest á að Ein-
herjar frá Vopnafirði hafi ekki náð
að fylgja eftir góðri byrjun. Hver
man ekki þá tíð þegar Einherji var
öflugasti Idúbburinn á Austurlandi
og hafnaði oft um gömlu aðra
deildina miðja?
íslenska landsliðið, hvað? Mætti
ég heldur biðja um gamla Melavöll-
inn aftur og almennilegan stórkarla-
bolta. Spurning hvort ekki mætti
hóa saman Víkverja og Skotfélagi
Reykjavíkur á nýjan leik?