Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004
Fókus DV
Shyne
Godfather
Buried Alive
itici
5HYNE
Def Jam/Skífan
í dag kemur út ný plata meö New York sveitinni Radio 4.
Hún heitir Stealing Of A Nation og er þeirra þriðja plata.
Trausti Júlíusson lagði við hlustirnar og kynnti sér pólitískar
hugmyndir sveitarinnar.
Shyne er listamanns-
nafti Jamal Barrow. Hann
fæddist á Belize árið 1978,
en flutti til Brooklyn þegar
Plötudómar
hann var 7 ára. Hann byrj-
aði að rappa þegar hann var
13 ára. 15 ára varð hann fyrir
skotárás og missti næstum
annan handlegginn. Hann
gaf út sína fyrstu plötu árið
2000, en í byrjun ársins 2001
var hann dæmdur fyrir skot-
bardaga sem átti sér stað á
klúbbi í New York þar sem
hann var með Puff Daddy,
J.Lo o.fl. Sagan segir að
Puffy hafi fengið Shyne
dæmdan til þess að sleppa
sjálfur. Shyne sat inni, en er
nú laus og búinn að gefa út
nýja plötu. Og hvernig er
svo platan? Ekki alslæm.
Shyne hefur flotta rödd og
það eru þokkalegir hlutir að
gerast tónlistarlega líka, en
það er of mikið af slökum
lögum inn á milli þessara
flottu...
Trausá Júlíusson.
Badly
Drawn Boy
One Plus
One Is One
irk'ki.
XL/Smekkleysa
Þessi fjórða plata Badly
Drawn Boy, eða Damon
Gough eins og hann heitir
réttu nafni, er í svipuðum
stil og fyrri plöturnar. Þetta
er tímalaust popp, -vandað
og vel útsett. One Plus One
Is One er aðeins einfaldari
og léttari en síðasta plata,
Have You Fed The Fish, en
það eru samt engir smellir
sem festast jafn fyrirvara-
laust á heilann á manni og
Önce Around The Block af
fyrstu plötunni eða Silent
Sigh af About A Boy. Það er
samt fullt af prýðislögum
hér og platan vinnur á við
frekari kynni. Nafnið er
tilvísun í rómantískan
samruna, -þegar tvær
manneskjur verða sem ein.
Náunginn með prjónahúf-
una virðist hafa dregið sig
að miklu leiti út úr sviðs-
ljósinu, en hann er greini-
lega enn að búa til fína tón-
list.
Trausti Júlíusson.
1 . (1) The Libertines -
Can't Stand Me Now
2. (2) Nick Cave -
Nature Boy
3. (3) Cornershop -
Topknot
4. M The Beastie Boys -
Triple Trouble
5. (-) Interpol-
Slow Hands
QÝ (-) Dizzee Rascal -
Stand Up Tall
7. (6) The Futureheads -
Decent Days And Nights
8. (9) Young Buck -
Let Me In
9. (8) Terror Squad -
Lean Back
1 0. (5) Prodigy-
„Flestar af mínum uppáhalds-
hljómsveitum í dag eru frá New
York," segir Anthony Roman söngv-
ari og bassaleikari hljómsveitarinnar
Radio 4 þegar hann er spurður út í
gróskuna í tónlistarhfi borgarinnar.
Og hann heldur áfram: „Við erum
hluti af samfélagi hljómsveita og við
erum mjög stoltir af þvf. Radio 4 er
oft nefnd í sömu andrá og aðrar New
York sveitir sem blanda saman pönki
og danstónlist, t.d. The Rapture og!!!,
en sveitir eins og The Strokes, Yeah
Yeah Yeahs, Outhud, Interpol, Liars
og Le Tigre tilheyra líka hinni nýju
rokkbylgju borgarinnar.
Post-pönk og dub áhrif
Radio 4 var stofnuð í New York
árið 1999 af fyrrnefndum Anthony
Roman, gítarleikaranum Tommy
Williams og trommuleikaranum
Greg Collins. Seinna á ferlinum
bættust slagverksleikarinn P.J.
O’Connor og hljómborðsleikarinn
Gerard Garone í hópinn. Sveitin
hefur alltaf verið undir miklum
áhrifum frá breska post-pönkinu.
Hún heitir eftir nafni á lagi með PiL
og áhrif sveita eins og Gang Of Four
og Wire eru augljós. Fyrsta Radio 4
platan The New Song And Dance
kom út hjá litlu fyrirtæki árið 2000.
I-Iún vakti ekki mjög mikla athygli og
Anthony opnaði litía plötubúð
(Somethin’ Else) í Brooklyn þar sem
hann seldi reggí, dub, post-pönk og
nýja tónlist frá Bretiandi. f næsta
húsi var kaffihús sem var rekið af
fyrrverandi ska tónlistarmanni sem
var kominn með teknó og house-
dellu og áhrifin ffá danstónlistinni
og reggíinu síuðust inn og heyrast í
tónlist Radio 4 bæði á annarri plöt-
unni þeirra Gotham! sem kom út
árið 2002 og á nýju plötunni Stealing
Of A Nation sem kemur út í dag.
Pólitískir textar.
Anthony Roman hefur miklar
mætur á breskri tónlist og nefnir sem
dæmi The Streets, Audio Bullys og
Dizzee Rascal. Radio 4 fengu breskan
pródúser til þess að stjórna upp-
tökum á Stealing Of A Nation. Hann
heitir Max Heyes og hefur m.a.
unnið með Primal Scream og The
Doves. Platan var tekin upp í Brook-
lyn í frekar afslöppuðu andrúmslofti
þar sem menn köstuðu á milli sín
hugmyndum og gerðu tilraunir. Tón-
listin á henni er í beinu framhaldi af
Gotham! Dansvænt rokk með póli-
tískum textum. Nafiúð á plötunni,
Stealing Of A Nation er bæði skír-
skotun í reggí-hittarann Healing Of A
Nation með Jakob Miller frá 1979, en
að sögn Anthonys er líka hægt að
heimfæra nafnið á sigur repúblikana
í forsetakosningunum árið 2000 eða
á stríðsreksturinn í frak. Eða bara á
stefhu stjómar George Bush yfir-
leitt...
Radio 4 nýtur töluverðrar vin-
sældar og mikillar virðingar í Evrópu.
Þýska fyrirtækið City Slang gefur
hana út. Meðlimir Radio 4 hafa mikið
verið í Evrópu að spila og hafa orðið
varir við mikla andstöðu í álfunni við
stríðsreksturinn í írak. Og þeir
skammast sín fyrir stjómvöld í þeirra
eigin landi. A einum tónleikum
þeirra í Hamborg í Þýskalandi var
skilti á hurðinni á tónleikastaðnum
sem sagði: „Bandaríkjamönnum
bannaður aðgangur". Þeir spiluðu nú
samt...
10 ára afmælisútgáfa af Grace:
Sérstaklega flottur pakki
Viðhafnarútgáfum af gömlum
meistaraverkum í poppsögunni er
alltaf að íjölga og þær eru líka alltaf
að verða glæsilegri og glæsilegri.
Fyrir nokkrum dögum kom í versl-
anir 10 ára afmælisútgáfa af Grace-
plötunni hans Jeff Buckley. Eins og
vaninn er með útgáfur af þessu tagi
þá fylgir aukadiskur. Á honum eru
12 lög, -aukalög sem ekki eru á
Grace, tónleikaútgáfur og aðrar
tökur af lögum á plötunni. En það
er ekki allt og sumt. Til þess að gera
upplifunina á Grace ennþá sterkari
fylgir DVD-plata líka. A henni er
heimildarmynd um Jeff og gerð
plötunnar, 5 myndbönd við lög af
Grace og útgáfulisti. Útgáfunni
fylgir líka veglegur bæklingur.
Jeff Buckley var sem kunnugt er
sonur söngvaskáldsins Tim
Jeff Buckley Grace var hápunkturinn á
styttum ferli.
Buckley. Hann fæddist í Orange
County í Kaliforníu árið 1966, en
drukknaði í Missisippi fljótinu í
Tennessee 29. maí 1997. Hann var
ásamt vini sínum á leiðinni að hitta
meðlimi í hljómsveitinni sinni til
þess að æfa efni fýrir upptökur á
nýrri plötu, My Sweetheart My
Drunk, sem Andy Wallace, sá sami
og stjórnaði upptökum á Grace, átti
að pródúsera. Jeff ákvað fyrirvara-
laust á miðri leið að stinga sér til
sunds í Missisippi ánna. Hann
hvarf sjónum félaga síns og áköf leit
bar ekki árangur. Líkið fannst 4.
júní.
Grace var eina stóra platan sem
Jeff Buckley gaf út á meðan hann
lifði og er sannkallað meistaraverk
sem hefur elst vel og sannfært fleiri
og fleiri hlustendur eftir því sem
árin líða. 10 ára afmælisútgáfan af
henni er einstaklega vandaður og
flottur pakki.
Can Endur
hljóð-
blandaðir
Þann 11. október verða fjórar
fyrstuCan
plömrnar M
Monster “ * Wm * Wí
Movie (1969), ( ftW.
Soundtracks • | rm \
(1970), Tago |-t f
Mago (1971) L t W f +
ogEge I #1 | |
Bamyasi " ff J W
Ý(1972) endur- y '
útgeftiar. Það eru Can meðlim-
irnir Holger Czukay og Irmin
Schmidt sem sjá um endur-
hljóðblandanirnar ásamt Jono
Podmore. Can var ein af höfuð-
sveitum krautrokksins ásamt
Neu!, Faust og Kraftwerk.
Super-
discount 2
á leiðinni!
Franski danstónlistarmaður-
inn Etienne De Crecy aðal-
■.■wvugt. - hvatamaðurinn að
ttímamótaplöt-
unni
Superdiscount
sem kom út árið
1996 er tilbúinn
með
Superdiscount 2. Fyrri
platan var eitt af meistaraverk-
um frönsku bylgjunnar í dans-
tónlist. Á plötu númer 2 verða
auk Etienne, Alex Gopher,
Philippe Zdar, Boombass og DJ
Mendhi. Útgáfudagur
20.september.
Liars
taka upp
plötu nr. 3
New York sveitin Liars er ný-
komin úr hljóðveri í Berlín þar
sem hún tók upp grunna fyrir
sína þriðju plötu sem kemur út
á næsta ári. Hljómsveitin er líka
að fara í tónleikaferð um Banda-
ríkin ásamt Blonde Redhead. Sú
ferð byrjar með tónleikum í
Carrboro í Nýju Karólínu 4.
október, tveimur vikum eftir
tónleika Blonde Redhead í
Reykjavík...
30 ara
afmælis-
útgáfa
af Burn
Þann 27. september kemur
út 30 ára afmælisútgáfa af Deep
Purple plötunni Burn. Burn var
fyrsta platan sem Purple gerði
eftir að Ian Gillan hætti og
David Coverdale tók við sem
söngvari. Hún þótti sýna að
það væri líf eftir Gillan. Á þess-
ari nýju útgáfu verða 5 aukalög:
eitt b-hliðarlag og fjórar endur-
hljóðblandanir.