Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Qupperneq 25
DV Fókus
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 25
Nútímadanshátíðin í Reykjavík 2004 stóð sem hæst
um helgina. Opnun á föstudag, stórkostleg gestasýn-
ing á laugardag, sýningar báða eftirmiðdagana og
Sunnudagskvöld. Páll Baldvin Baldvinsson telur að
svona brött uppbygging með löngum hala sé skipulag
sem skili of fáum gestum. Nú þegar hefur almenning-
ur misst af stærstum hluta þess sem í boði var.
Áhugi á því reyndist því miður of lítill. Á mánudegi
er hátíðin að stórum hluta liðin hjá, horfin.
Það er galli. Hátíðin er sprotarækt í besta
falli, tilraunastofa, en verður að brjótast út úr
þeirri einangrun sem nútíniadansinn er lent-
ur í hér á landi, komast út meðal fólks og
verða almenningseign. Annars er hún sjálfs-
ræktamámskeið fyrir sértrúarsöfnuð.
Ef við ímyndum okkur að opnun forseta ís-
lands setji nútímadanshátíð í virðingarþrep
ofar öðru er það misskilningur. Enda flutti
hann sfna háskalegu ræðu um að heimurinn
horfði til íslands sem er skipulögð ranghug-
mynd, hingað lítur bara stöku maður. í listum
er ísland út úr korti, í besta falli smakk á ein-
hverju fágætu, sérviska.
Athyglisverður dans
Það hefði í sjálfu sér vakið meiri athygli á
inntaki nútímadans ef þeir Ólafur Ragnar for-
seti og Guðjón Pedersen leikhússtjóri hefðu
dansað f stað þess að flytja ávörp: annar svart-
ur fugl, hinn grár, einn tungulipur, liinum
erfitt um máf: Páfugladans tveggja ólíkra
embættismanna.
Það er nefnilega grunnurimi í dansleikhúsi
nútímans að blanda inn í listdansinn mörgu
ólíku, þar á meðal hinu óreynda og hending-
unni. Verkin sem ég sá mn helgina:
ManWoMan eftir Ólölú Ingólfsdóttur og
Ismo-Pekka, Græna verkið eftir Jóhann Björg-
vinsson, An titils eftir Astrósu Gunnarsdóttur,
Pallíettudúlla Sveinbjargar Þórhallsdóttur og
Margrétar Söru, Metropolitan eftir Corbetl,
auk sænskrar gestasýningar, voru öll athyglis-
verð, ekkert leiðinlegt, tvö bráðfyndin og snið-
ug í einföldu skopif hin þrjú alvarlegri en um
leið óljósari í hugmyrioí CÚtskýringar höfúnda
í leikskrá eru til einskiS og ef verkin og höfund-
ar á annað borð verða leggja leiðbeiningar í
prógrammið er eins gott að sleppa þessu). Að
ógleymdum sænskum snillingum.
Fyndin og hnyttin
Það er sem sagt í skopinu um okkur sjálf í
bland við örvænúngu og tómleikatilfinningu
sem dansarar eins og þær Sveinbjörg og Mar-
grét og Cameron ná skörpum brennipunkti.
Þá er formið ekki tekið alvarlega, ffelsi hugans
til útrásar í texta og söng virðist meira, hlut-
verkaskipti verða sjálfsögð og áreynslulaus.
4Í verkum þeirra þriggja reyndi í raun ekki
verulega á þau sem dansara, sýningar þeirra
útheimm annað, leik, látbragð og sviðsetn-
ingu. Allt var fágað en með yfirbragði hins
óvænta, sniðugt en með dýpt svo sá til botns,
klárt í byggingu og hugsun. Sem sagt gott.
Og svo? Sést það aftur ? Verður það meir?
Aðrar pælingar
ManWoMan var dásemd til hins tvíkynja
heims eða ætti ég að segja þriðja kynsins. Var
mesta þyngdin í því,' meira lagt í umbúnað;
frumsamin tónlist, hrátt rokk eftir Hall Ing-
ólfsson, veigamiklir búningar sem partur af
hugmyndinni, ljósbeiting. Allur paídinn bar
þess merki að hér var ekki tjaldað til einnar
nætur, enda þau Ólöf og Ismo danspar sem
vinnur skipulega, sýnir á mörgum stöðum
(þetta verk í þremur löndum), starfar á stærra
svæði og sækir sjóði sína víðar og heftur meiri
peninga úr að spila.
Verkið er hugsað sem tvídans án stakra
parta, sem ég held að það hefði þolað. Hug-
myndin um lífræn frík, tvíkynja afbrigði var
ágæúega'útfærð. Dansinn sjálfúr á mörkum
getu dansaranna, einkum Ólafar, tæknileg
geta og þjálfunarstig takmarkar og hætta er á
að þau færist meira í fang en þau ráða við,
metnaðurinn verði þeim ofviða og um leið
verkinu. Sem væri Synd. Þau vinna skipulega
með skýra mynd log dansinn var í sam-
runakafla hrífandi. Ég tel aftur að það sé röng
leið að dansa án svipbrigða. Og svo er hann of
langur.
Grænar nafnlausar hugmyndir
Astrós og Jóhann sýndu sitt hvort verkið,
bæði eru þekkt af dafjtetarSl sínu. Ég átú í
vandræðum með að ná slmbandi við nafri-
lausan dans Astrósar, fannst hann sundraður
og formlaus. Ef til vill var það æúun hennar.
Jóa dans fjallaði um hvíta ferninginn sem var
að gárast, óhreinkast. Hugmynd sem vísaði
beint I Pollock og líkamsmálningu á sjöunda
áratug aldarinnar, en var ekki nýtt úl fúlls, af
tillitsemi við sviðsmenn og áhorfendur.
Vilji höfundar leika sér með hvítt lín, lík-
ama og fljótandi lit þarf meiri kraft og háska í
leikinn sem var vissulega úl staðar hjá Steve
Lorenz.
Sænska heimsóknin
Þá er ónefnd sænska sýningin frá Pero .
Glæsilegt og þaulhugsað, sorglegt og
skemmtilegt dansverk eftir Birgitm Egerblath.
Það sem gerist heima, óvæntir gestir I heim-
sókn þegar allt er í draslí, afskiptasemin við
baksturinn, smámunasemi við að leggja á
borð, sorgin við að taka til á loftinu, legó-
kubbar á gólfinu, og þannig má lengi teíja.
Dýrðlegur óður til hins hversdagslega Iffs
fluttur af fjórum frábærum listamönnum.
Þeirra á meðal Báru Lyngdal sem fór í láni
ffá LR fyrir mörgum árum til Svíþjóðar og
kemur hingað nú sem gestur, en veri hún æv-
inlega velkomin! Það var mikil synd aö þessir
frábæru listamenn skyldu ekki geta staldrað
lengur við og sýnt fyrir fleiri. Þessu misstu
margiraf!
Grikkur, hrekkur, hvatning?
Það er að vissu leyú hrekkur að stilla svo
vel undirbúnu og flóknu verki við hlið þess
sem fáir og félitlir listamenn okkar geta unniö,
en um leið bein skilaboð: Þetta gætum við
gert! Það er einmitt það sem ég tel að Nútíma-
danshátíðin verði að hugsa: Stærra! Þá er það
líka spuming vegna allra aðstæðna hvort ekki
ætú að flytja Dansleikhússamkeppni LR og ÍD
til hausts og þunga tvær vikur frá menning-
arnótt til höfuðdags með haustdansi. Væri
það ekki við hæfi? Dansa haustið inn og færa
harðstjórum afhöggna hausa spámanna á
silfruðum bökkum í byrjun vetrar. pbb@dv.ii
Forn-egypsk prinsessa í stöðugu
sambandi við geimverur
Hin sjötuga bandaríska kvikmyndastjarna
Shirley MacLaine er nú við tökur á kvikmynd-
inni Otherwise Engaged ásamt Jennifer Ani-
ston. Hún gaf sér þó tíma til að veita blaða-
manni þýska vikuritsins Stern viðtal og sagði
honum það helst tíðinda að hún myndi
glöggt a.m.k. eitt af fyrri lífum sínum í Eg-
yptalandi hinu forna. Stjaman segist að sjálf-
sögðu hafa verið prinsessa þar og þá en tíkin
hennar, Terry, var öllu merkari meðal Eg-
ypta. Hún var eitt af goðum þeirra. Shirley
MacLaine segist að auki hafa séð ótal fljúg-
andi furðuhluti og vera í stöðugu sambandi við geimverur, bestu skilyrði
til þess að hennar maú em í BCína, Rússlandi og Egyptalandi.
Umdeilt verk um stríðið í írak
Bush og Blair á leiksviði
Um mánaðamótin ffumsýndi breska
þjóðleikhúsið nýtt leikrit eftir David Hare
um stríðsundirbúning fyrir iimrásina í Irak.
Stuff happens heitir það og er titillinn sóttur í
ummæli Rumsfeld. Verkið var pantað og er
byggt á 30 kílóum af gögnum um stríðsundir-
búninginn í Wasington og London. Það er
þrjár klukkustundir í flutningi og er helsta
umræðuefiii í bresku pressunni þessa dagana.
Sitt sýnist hverjum. Flesúr em sammála
um áhrifamátt verksins og fyndni, Bush er
leikinn sem kjáni og Blair örvinglaður maður, sem
merrn honum nánir kannast ekki við, Robin
Cook þeirra á meðal. Verkið inniheldur
óheflað málfar, bæði úr beinum tilvitnunum
og sama talsmáta og opinberar fígurur temja
sér.
Leikritið þykir ekki skýra raunverulega
ástæðu þess að Blair fylgdi Bush eftir í stríð-
ið. Menn era furðu gleymnir á að í maí 2001
var samið um skuldir Breta við Bandarfkin
ffá seinni heimstyrjöld sem þá vom gjald-
fallnar og námu öllum fjárlögum Breta það
ár. í hvaða stöðu em menn sem skulda svo mikið?