Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Fjallar um líf- látshótun f dag verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur mál Lögreglustjórans í Reykjavík gegn Garðari H. Björgvinssyni. Garðar, sem er bátasmiður, er ákærður fyrir að hafa hótað Helga Jóhannessyni hæstaréttar- lögmanni lífláti og því að elta hann uppi. Helgi óttað- ist um líf sitt og fjölskyldu sinnar. Garðar segist hafa meint það sem hann skrif- aði að hann ætlaði að „drepa Helga með pennan- um“, með því að skrifa illa um hann. Garðar sakar Helga um að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn í að hafa af sér aleiguna. Viagra sem virkar ekki Annar hver karlmaður sem festir kaup á rislyfinu Viagra á Netinu er að kaupa köttinn í sekknum. Dr. Nic Wilson, sem starfar við Lundúnaháskóla, gerði umfangsmikla rannsókn á öllu því Viagra sem er falt á vefnum. Hann greindi innihald taflnanna og kom í ljós að í um helm- ingi þeirra var innihaldið að mestu laktósi. Það efni hefur að sjálfsögðu engin áhrif á bólfimi karla. Nú er spurningin hvort platlyfin séu hættuleg en Wilson tel- ur að svo þurfi alls ekki að vera - þótt þau geri náttúr- lega ekki það gagn sem þeim er ætlað. Gunnar Þorsteinsson /' Krossinum. „Ég heflifað tvöföldu lífi. Það er aö segja - áður en ég frels- aðist og eftir. Fyrsta ástin í lífi hins nýja manns er núverandi eiginkona í rúm þrjátíu ár. En svo er hitt í gleymskunnar hafi." Hann segir / Hún segir „Það er Haukur Ingi Guðna- son. Maðurinn sem ég ermeðí dag. Við erum búin að vera á föstu í átta ár. Vorum vinirog svo þróaðist þetta yfir í ást. Ég veit ekki hvort ég trúi á ást við fyrstu sýn.“ Ragnhildur Steinunn, nemi við Háskóia Islands og dag- skrárgerðarkona. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Öl- stofu Kormáks og Skjaldar á föstudagskvöld. Friðrik segir átta manna hóp af mis- indismönnum hafa komið á staðinn eftir að Jóni Ólafssyni, fyrrum eiganda Steypu- stöðvarinnar, hafði verið hent þaðan út fyrir læti. Jón hafi hringt út sveit manna sem síðan hafi barið sig. Jón kannast ekki við það. fltta menn réðust á Friðrik Þór og rotuðu „Ég var eitthvað að munnhöggvast við Jón Ólafsson, fyrrum steypustöðvareiganda, sem lét öllum illum látum og var í kjöl- farið hent út. Hann taldi sig eiga eitthvað sökótt við mann sem var þarna inni og hringdi út þessa menn sem komu,“ segir Frið- rik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri í samtali við DV. Friðrik segir átta manna hóp skyndilega hafa birst inni á staðnum og þegar ekkert sást til mannsins sem Jón Ólafsson taldi sig eiga eitthvað sökótt við hafi hann fengið kjaftshögg. „Ég þekki þann sem kýldi mig ekki neitt," segir Friðrik Þór aðspurður um hvort hann hafi þekkt árásarmann- inn. „Ég fékk bara þungt högg og rot- aðist við það,“ segir hann. Friðrik ber áverka eftir viðskipú sín við mann sem hann fullyrðir að hafi verið send- ur af Jóni Ólafssyni, fyrrum eiganda Steypustöðvarinnar, úl að hefna fyrir að Jóni var vísað út af bamum fýrir læú. Ölstofufólk skelkað Heimildir DV herma að skeffing hafi gripið um sig meðal starfsfólks Ölstofu Kormáks og Skjaldar í kjölfar atburðarins. Ekkert þeirra vildi tjá sig um málið þegar DV leitaði efúr því. Sömu sögu var að segja af eigendum kráarinnar, sem hvorugur var á staðnum á föstudagskvöld. Fjöldi vitna var þó að atburðinum og sagði eitt þeirra í samtali við DV að hópur manna hefði skyndilega ruú sér leið inn á staðinn sem síðan hafi endað með því að kvikmyndaleikstjórinn, sem eins og alkunna er var tilnefirdur til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína Böm Náttúrunnar, lá óvígur efúr. „Dyraverðirnir gátu ekkert gert enda var þama átta manna hópur sem mætti gagngert til að hefna fyrir Jón,“ segir Friðrik, sem ber áverka í andliti eftir viðskipti -sín við Jón og hans menn. Augnbein brotið og and- liúð marið. „Já, égkæri þeúa. Það þarf að stoppa svona menn,“ segir Friðrik Þór Friðriksson í samtali við DV. Aldrei gerst á Næslandi Friðrik var gestur í Kastijósi sjón- varpsins síðastliðið föstudagskvöld þar sem meðal annars var rætt um nýjustu kvikmynd hans, Næsland. Þar lék Friðrik á als oddi og vakti at- hygli fýrir að hafa endurheimt fýrri styrk sinn í kjölfar gjaldþrota sem hann gekk nýverið í gegnum. Friðriki var tíðrætt um að allur hamagangur- inn í íslensku samfélagi hefði aldrei getað átt sér stað í hinu ímyndaða Næslandi. Nokkrum klukkustundum síðar hefði hann örugglega kosið að vera á ölknæpu á Næs- landinu sínu en ekki íslandi. „Já, ég hefði nú frekar kosið það,“ segir Friðrik, sem segist einu sinni áður hafa fengið slíkt kjaftshögg. „Það var árið 1982 en þá hinum megin á andlitinu og áverk- amir sams konar," segir Friðrik. Var í afmæli og lamdi engan Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Steypustöðvarinnar, segist ekkert kannast við að hafa lamið Friðrik Þór Friðriksson né heldur að hafa haft for- göngu um að Friðrik yrði laminn. „Ég var í afmæli á föstudaginn og fór svo í bæinn," sagði Jón, sem kvaðst ekkert kannast við orð Friðriks eða annarra vitna að atburðinum. Jón vildi ekki gefa upp hvort hann hefði komið á Ölstofuna umrætt kvöld og kvaðst ekkert kannast við að hafa verið hent þaðan út fyrir ólæti. heigi@dv.is fímrui'' Ölstofan Skelfing greip um sig meðal starfs- manna knæpunnar í kjölfarið á þvíþegarátta manna hópur ruddist inn og rotaði kvikmynda- I leikstjórann þjóðþekkta. Enginn starfsmanna | sem DVIeitaði til vildi tjá sig um málið. I Rotaður Friðrik Þór kvik- I myndaleikstjóri var ófáan- I legur til að leyfa DV að 1 mynda sig. „Eigið þið ekki 1 góða mynd afskrímsli?" I spurði Friðrik Þór á móti I þegar blaðamaður bauð 1 honum myndatöku.Hann 1 er brotinn íandliti og mar- inn eftir að óþekktur árás- armaður réðst á hann við [ sjöunda mann á föstu- dagskvöld. Friðrik fullyrðir I að mennirnir hafi gagngert I komið til að hefna fyrirJón 1 Ólafsson, fyrrum eiganda I steypustöðvarinnar, en Jón I kannast ekki við neitt slíkt. Samningur milli fangelsa og Sólheima Vitni sá stolinn sportbát aftan í jepplingi Efast um sambúð fanga og fatlaðra Margrét Frímannsdóttir Vill rök frá Birni Bjarnasyni dómsmálc ráðherra um fyriræt/anir um að vista fanga á Sólheimum. ________________ „Ég hef verulegar efasemdir um að það fari saman að endurhæfa fanga með langa dóma á bakinu með fötluðum heimilismönnum á Sólheimum sem þurfa sitt ör- yggi,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir alþingismað- ur. Hún ætlar að óska eftir , að Björn Bjarnason dóms- málaráðherra skýri hvað liggi að baki þeim samn-1 ingi sem Fangelsismála-I stofnun hefur gert við vist- heimilið að Sólheimum um endurhæfingu fanga. Margrét vill þó taka skýrt fram að hún séj ekki að gagnrýnal vinnu Valtýs Sig-1 urðssonar. „Hann hefur unnið gífur- lega vel og breytt miklu til hins betra þann stutta tíma sem hann hefur verið í starfi. Það má ekki vanmeta það og ég efast ekki um að hon- um gengur aðeins gott til með . þessum samningi. Ég vil eigi " . að síður að það verði skýrt j út hvernig þetta er hugsað en dómsmálaráðherra fhlýtur að hafa kynnt sér * þetta vel áður en ákvörðun itim samning var tekinn," segir Margrét. Leita að stolnum bát í Norrænu „Ég er búinn að fá vísbendingar um að báturinn hafi farið austur og af landi brott með Norrænu. Á morgun [í dag] hef ég samband við tollgæsluna og spyrjast fyrir um hvort það sé möguleiki að koma stolnum bát úr landi með ferjunni," segir Óskar Guðmundsson sem undanfamar vikur hefur verið að rannsaka, upp á eigin spýtur, þjófn- að á sportbát sem var rænt um há- bjartan dag fyrir utan verslun hans, Bátalandi í Hafnarfirði í ágústlok. Báturinn sem er tvö og hálft tonn að þyngd er metinn á 2,3 milljónir króna og gufaði skyndilega upp og hefur lögreglurannsókn ekkert leitt í ljós. „Það var vitni á Hornafirði sem i; sagðist hafa séð bátinn dreginn af jepplingi með erlendum númera- plötum og annan jeppling fýlgja með. Vitnið segist telja að báturinn hafi verið dreginn um borð í Nor- rænu og farið þannig af landi brott." Óskar hefur einnig fengið vísbend- ingar um að báturinn hafi sést í eft- irdragi sams konar bfls á leið suður í Krísuvflc.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.