Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Qupperneq 9
1
DV Fréttir
Lokiðvið
snjóflóðagarð
vestra
Fyrir helgi var lögð loka-
hönd á snjóflóðagarð á
Seljalandsmúla í Skutnls-
firði en hann á að koma í
veg fyrir að snjóflóð falli á
byggðina næst sumarhúsa-
byggð ísfirðinga í Tungu-
dal. Starfsmenn verktaka-
fyrirtækisins KNH fögnuðu
verklokum við gerð snjó-
flóðagarðsins en verkið
hófst í lok júhmánaðar í
fyrra og hefur gengið mjög
vel. Garðurinn er ein
stærsta mannvirkjagerð í
Skutulsfirði á síðari árum
og heildarkostnaður á
fjórða hundrað milljónir
króna.
Bassi og
Tryggur
heiðraðir
Blendingshundurinn
Tryggur og eigandi hans og
þjálfari, Auður Björnsdóttir,
voru heiðruð á haustsýn-
ingu Hundaræktarfélagins
um helgina. Tryggur var
kjörirm afrekshundur árs-
ins en hann er þjálfaður til
að aðstoða son Auðar sem
er fatlaður. Þjónustuhund-
ur ársins var kjörinn
labradorhundurinn Bassi
en hann er fyrrum fflcni-
efnahundur og í eigu Þor-
steins Hauks Þorsteinsson-
ar. Hann hefur að undan-
fömu verið notaður í for-
varnarstarfi.
Fleiri deyja á
Gaza
Rauði hálfináninn í
Palestínu, Abdullah II
Jórdaníukóngur og stjóm-
völd í Frakklandi og Rúss-
landi hvetja ísraelsmenn til
að halda frá palestínskum
flóttamannabúðum á
Gaza-ströndinni en þar
hafa staðið yfir bardagar firá
því á þriðjudag. Stjórnvöld
I Washington hafa einnig
áminnt ísraela. Alls hafa 66
Palestínumenn fallið, 219
em sárir, tugir húsa og
heimila hafa verið jafnaðir
við jörðu en særðum og
sjúkum meinaður aðgang-
ur að heilsugæslustöðvum
og sjúkrahúsum. Þessi að-
gerð ísraelshers er kölluð
Dagur yfirbótar og er hefnd
fyrir eldflaugaárás Palest-
ínumanna á landamærabæ
þar sem tvö ísraelsk börn
féllu. Að sögn fréttamanns
BBC em þetta mestu og
mannskæðustu aðgerðir
ísraela á svæðinu í íjögur
ár.
MÁNUDACUR 4. OKTÓBER 2004 9
Bjarki Magnússon, sem var handtekinn í stóra tölvumáli lögreglunnar, segir marg-
falt meiri skipti á tölvuskrám eiga sér stað á vefsvæði Deilis en Ásgarði, sem lög-
reglan réðst á. Hann segist hafa fengið ábend ingu um komu lögreglunnar.
Handleknip tötvimördar segja
líUð tilefni til lögguáhleupsins
Bjarki Magnússon múrari er einn af tölvumönnunum 12 sem
voru handteknir í síðustu viku vegna þátttöku sinnar í skipti-
markaðnum Ásgarði á netinu í gegnum forritið DC++ og þeirra
meintu brota á höfundalögum sem þar áttu sér stað. Hann seg-
ist hafa verið járnaður af fíkniefnalögreglumönnum eins og
eiturlyijabarón.
„Þetta er broslegt og hlægilegt.
Þetta voru öfgafullar aðgerðir af
litlu tilefni. Þetta var sett upp með
það í huga að þessi hópur
tölvunörda gæti talað saman. Svo
er aukafídus inni á þessu þar sem
er hægt að skiptast á skrám, sumir
voru með lítið, aðrir ekki neitt.
Hugsunin á bak við þetta var ekk-
ert að dreifa efni. Þetta er bara lok-
aður klúbbur og hver og einn ber
ábyrgð á því hvort hann deilir efni
með öðrum eða ekki. Þetta er bara
eins og með byssur, menn geta
ekki lögsótt byssuframleiðendur
fyrir morð þó einhver noti byssu í
verknaðinn," segir Bjarki Magnús-
son, sem sat lengst f fangelsi af
tölvuþrjótunum 12.
Fékkábendingu
„Ég hef ekki játað eitt eða
neitt," segir Bjarki, sem ekki vill
viðurkenna að hafa boðið kvik-
myndir eða annað höfundarréttar-
skylt, enda náði hann að koma
tölvum sínum undan. „Ég fékk
ábendingu um að lögreglan væri á
leiðinni."
Bjarki var hamitekínn af lög-
reglunni á tröppunum heima hjá
sér þegar hann köm úr vinnu.
„Lögreglan beið eftir mér á tröpp-
unum þegar ég kom heim. Þú ert
handtekinn, sögðu þeir og veifuðu
stjörnunum sínum. Ég var geymd-
ur á Hverfisgötúnni og yfirheyrður
margoft."
Eirfkur Þórðarson, smábátasjó-
maður á ísafirði, er einn af tölvu-
þrjótunum 12. „Miðað við aðgerð-
irnar vitum við að annað hvert
heimili með ADSL er búið að vera
tengt inn þessi skiptisvæði. Það er
bara verið að skiptast, á eftii og
hart er gengið fram í að banna
klám. Þetta er bara hobbí. Vin-
sælasta efttið af þessu er sjón-
Lögreglan beið eftir
mér á tröppunum
þegar ég kom heim.
Þú ert handtekinn,
sögðu þeir og veifuðu
stjörnunum sínum.
varpsþættir og oftast hafa þeir
þegar verið sýndir í sjónvarpinu.
Þetta er svipað og að taka upp á
spólu af sjónvarpinu," segir Eirík-
ur.
Deilir í gagnið á ný
Komið hefur fram að stjóm-
endur skráaskiptasvæðisins Deilis,
sem er með öllu sambærilegur við
Ásgarð, hafa ákveðið að opna aftur
á svæðið. Þeir hyggjast ekki grípa
inn í ef fólk býður fram höfundar-
réttarskylt efni, einungis ef um er
að ræða klám. Á Deili em að jafn-
aði 5.000 íslendingar á dag og 266
terabæt af efni, samanborið við
100 manns á Ásgarði og undir 100
terabæt. „Ef löggan ætlaði að gera
þetta af einhverju viti ætti hún að
ráðast á Deili. Það er miklu stærra
og virkara samfélag heldur en
þetta nokkurn tímann. Meirihlut-
inn af lögreglunni hafði minni
tölvuþekkingu en 10 ára krakkar.
Meirihlutinn af þeim sem stóðu í
þessum húsleitum voru frá fíkni-
efnalögreglunni með enga þekk-
ingu eða reynslu á þessu sviði."
Hótanir á Smáís
Hallgrímur Kristinsson, for-
maður Samtaka myndrétthafa á
íslandi (Smáís), sem kærðu skipti-
markaðina, hefur orðið að skot-
spæni tölvumanna víða á netinu.
Heimfiisfang Hallgríms og
Bjarki Magnússon Sat í rúman sótarhring I fangetsi vegna gruns um að hann hefði boöið fé-
tögum sfnum að hlaða inn kvikmyndir, tóniist og annað eins. DV-mynd GVA
símanúmer em birt á helstu vefj-
um landsins og birst hafa hótanir á
netinu um að rispa bfl hans og
drepa gæludýr. í nafnlausri til-
kynningu, sem hefur farið víða, er
birt mynd af honum, heimilisfang
og heimasími. Þar segir:
„Ef einhverjir vfija hafa sam-
band við Hallgrím Kristinsson, og
þakka honum persónulega fyrir
aðgerðir gegn íslenskum netnot-
endum, læt ég.hér fylgja þær upp-
lýsingar um hvernig hægt sé að ná
sambandi við hann."
Margir í hinum stóra hópi
þeirra sem skiptast á höfundar-
réttarskyldum gögnum á netinu
telja sig ekki gera neitt rangt. „Við
erum teknir sem víti til varnaðar.
Það verður hver og einn að svara
þesssu fyrir sig, hvort við höfum
gert eitthvað rangt. Þessi lög um
höfundarrétt eru svo loðin að það
er varla hægt að fara eftir þessu.
Sambærileg málaferli erlendis
hafa öll tapast," segir Bjarki, sem
bendir á að lögreglan gæti á sama
hátt gert rassíu hjá kennurum.
„Ljósritun á pappírum fellur lflca
undir höfundarréttarlög. Kennar-
ar ljósrita gífurlegt magn efnis, en
ekkert er gert í því. Það er helling-
ur af dæmum úti í þjóðfélaginu
sem mætti túlka sem brot á höf-
undarréttarlögum."
jontrausti@dv.is
Jude Law og Orlando Bloom drógu upp trúlofunarhringana
Kærusturnar hikuðu ekki eitt augnablik
„Já, já, já,“ hrópaði Sienna Miller
þegar kvikmyndaleikarinn Jude Law
bað hennar í Feneyjum um helgina.
„Ég er hamingjusamasta stúlka 1
heimi. Ég verð frú Law," sagði
Sienna við vini og kunningja þegar
hún hafði tekið bónorðinu. Jude
Law er ekki eina kvennagullið sem
festi ráð sitt um helgina því einnig
bámst fregnir af því að leikarinn Or-
Orlando Bloom
Jude Law Skiinaður- Ætlar að haida tvær
inn kostaði milljarð. brúðkaupsveislur.
lando Bloom væri búinn að finna
hina einu réttu. Sú heppna heitir
Kate Bosworth og er leildcona. Or-
lando og Kate hafa verið saman um
nokkra hríð en umboðsmaður leik-
arans hvetur hann til að gera ekki of
mikið úr trúlofuninni - enda eigi
hann mikið undir kvenkynsaðdá-
endum um heim allan. Kate mun
ekki hafa hugsað sig um tvisvar þeg-
ar Orlando féll á hnén fyrir framan
hana. Þau áforma að halda tvö brúð-
kaup, annað í Los Angeles og hitt á
Englandi. Trúlofunarhringurinn var
heldur ekki af lakara taginu, kostaði
22 milljónir króna.
Ekki liggur fyrir hvenær Jude og
Sienna munu ganga í það heilaga.
Trúlofun þeirra þykir hins vegar
renna stoðum undir að Jude hafi
loks tekist að semja við sína fyrrver-
andi, Sadie Frost, um meðlags-
greiðslur. Talið er að skilnaðurinn
við Sadie kosti hann ekki undir ein-
um milljarði króna. Jude og Sienna,
sem er aðeins 22 ára, þykja eitt
glæsfiegasta par kvikmyndaheims-
ins og segja kunnugir að Jennifer
Aniston og Brad Pitt kunni að falla í
skuggann en þau hafa þótt flottasta
parið í Hollywood og þótt víðar væri
leitað.