Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 11 Kerry kominn með forskot Heldur hefur dregið saman með John Kerry og George Bush ef marka má nýja skoðanakönnun vikuritsins Newsweek. Sam- kvæmt niðurstöð- um könnunarinn- ar fengi Kerry 47% atkvæða og Bush 45% ef framboð Ralph Nader er talið með. Nader er með um 2% fylgi og ef honum er sleppt eykst for- skot Kerrys, sem þá fær 49% en Bush 46% atkvæða. Newsweek lét einnig kanna ffammistöðu Bush og Kerry í kappræðunum sl. fimmtudagskvöld. Alls telja 61% Kerry sigurvegara kappræðnanna en aðeins 19% Bush. Stal slípirokk Innbrotsþjófur náði sér í slípirokk á verk- stæðj í Aústurbbrginni í fyrrinótt. Etigu Öðru var stolið fyrir utan smá- ræði af skiptimynt sem var í peningakassa. Ekki er vitað hvað þjófurinn ætlar sér með slípirokk- inn þar sem hafði ekki náðst í gær. Að öðru leyti var helgin róleg hjá lögreglunni í Reykjavfk og aðeins tveir fengu að gista í fangageymslum eftir að hafa verið með óspektir á götum borg- arinnar. Eldri hjón slösuðust í bílslysi Karlmaður á sjötugsaldri var fluttur slasaður á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri á laugardag eftir álvarlegt bílslys í Kelduhverfi, rétt vestan við Ás- byrgi. Eiginkona mannsins sem sat í farþegasæti var einnig flutt á sjúkra- hús en meiðsli henn ar voru ekki talin alvarleg. Tildrög slyssins eru að sögn lögreglu á Húsavfk ókunn en bílhnn hafnaði utan vegar og fór eina veltu. Ökumaðurinn sat fastur í flakinu og þurfti að beita klippum til að losa hann. Lögregla rannsakar slysið en vegurinn er beinn og breiður á þeim slóðum sem slysið varð. Ökumaðurinn var ekki talinn í h'fshættu. Slógust og skemmdu bíl Til snarpra átaka kom miUi tveggja ungra manna í Keflavík snemma í gærmorgun. Slagsmálin áttu sér stað við Hafnargötu og var lögregla kvödd á staðinn. Annar mannanna var fluttur slasaður á Heil- brigðisstofnun Suður- nesja en áverkar voru að sögn lögreglu taldir minniháttar. Nokkrar skemmdir urðu á kyrr- stæðri bifreið vegna at- gangs mannanna. Að öðru leyti var helgin fr emur róleg í Keflavlk og fagnaðarlæti heima- manna vegna bikar- sigursins kröfðust ekki afskipta lögreglu. Fjölskyldur langveikra barna á íslandi búa við margfalt verri kjör en tíðkast ann- ars staðar á Norðurlöndunum. Munurinn er gríðarlegur. íslenskir foreldrar eiga rétt á að fá greidda 7 veikindadaga á ári vegna veikinda barna sinna á meðan sænskir foreldrar fá 120 daga borgaða. Dæmi eru um að fjárhagslegur grunnur Qöl- skyldna hrynji þegar barn veikist alvarlega. Verst ap eiga veikt barn á Islandi Ljóst er að kjör foreldra langveikra barna á Norð- urlöndunum eru hvergi jafn slæm og á íslandi. „Við sem störfum að þessum málaflokki og höfum verið að berj- ast fyrir þessum hlutum erum orðin vægast sagt langeyg eftir því að réttarstaða lahgveikra barna.verði bætt, það gengur ekki lengur að bara so rætt um aukin'ti vcikindarétt á tyllidögum en engu fylgt eftír," segir Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Nú eru rúm tvö ár síðan sam- þykkt var þingsályktunartillaga um skipun nefndar sem átti að gera til- lögur um það hvernig unnt væri að tryggja betur rétt foreldra til launa í fjarveru úr vinnu vegna veikinda barna. Síðan hefur lítið gerst annað en að nefndin lét vinna könnun meðal foreldra langveikra barna sem nefndinni fannst ekki gefa marktækar niðurstöðu. Ekkert bólar á niðurstöðum nefndar Ákveðið var að gera aðra betri könnun sem átti að vera tilbúin síð- asta vetur. Niðurstöður nefhdar- innar liggja enn ekki fyrir þó að málið verði að teljast afar brýnt þar sem um er að ræða hóp fólks sem býr við margfalt lakari kjör en tíðkast annars staðar á Norður- löndunum. Árni Magn- ússon lof- aði að nefndin lyki störf- um 15. maí síðastlið- inn, eftir fyrirspurn frá Jó- hönnu Sig- urðardóttir á Alþingi í febrúar. Ekkert hefur bólað á niður- stöðum nefiidarinnar né niður- stöðum könnunar sem nefndin lét Félagsmálaráðherra Árni Magnússon svarar ekki, foreldrar biða með veikbörn. gera meðal foreldra langveikra barna. Félagsmálaráðherra hefur ekki svarað skilaboðum DV um við- tal vegna stöðu foreldra langveikra barna. Sjö til tíu veikindadagar á ári Ljóst er að kjör foreldra lang- veikra barna á Norðurlöndunum eru hvergi eins slæm og á íslandi. Lítið er gert af hálfu hins opinbera til þess að tryggja kjör foreldra veikra barna hér á landi. Úti- vinnandi foreldri á rétt á sjö til tíu veik- indadögum að hámarki á ári til að sinna sjúk- um böm- um án til- lits til fjölda þeirra eða alvarleika sjúk- dómsins. f Noregi eiga foreldrar veikra barna rétt á allt að 260 dög- um á fullum launum og 520 dögum á 60 prósent launum. I Svíþjóð eiga foreldrar rétt á 90 prósent launum í 120 daga á ári fyrir hvert bam. Vel tekið í tillögur ASÍ Á ráðstefnu ASI í mars 2003 vom tillögur félagsins í velferðarmálum kynntar og var eitt af aðalmáltmum þar að treysta yrði afkomutryggingu Mörg börn berjast við dauðann Fjár■ hagslegur grundvöllur foreldra hrynur þegar barn veikist. 11 Jóhanna Sigurðardóttir Finnst þetta vera smánar- blettur á þjóðfélaginu. foreldra langveikra barna. Þar var lagt til að notuð yrðu sömu rök og með fæðingar- orlofssjóðinn þannig að foreldrar langveikra barna fái 80% af meðaltekjum sínum sl. 12 mánuði og að sú greiðsla verði í allt að 36 mánuði. Ef marka má undirtektir þeirra stjómmálamanna sem sátu fyrrgreinda ráð- stefhu ASÍ vora for- svarsmenn félagsins bjartsýnir á að þetta mál kæmist í höfn á næstunni en ekkert hefur gerst. Á meðan stjómmálamenn klóra sér í hausnum yfir þessu máli bíða hundrað fjölskyldna eftir því að kjör þeirra verði leiðrétt. Foreldrar sem hafa það hræðilega hlut- skipti að geta ekki unnið vegna barna veikra sinna sem mörg berjast við dauðann. freyr@dv.is Rósa Guðbjartsdóttir Fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna er langeygur eftir svari. Sænskur bóndi á hænu sem skipti um kyn Hæna breyttist í hana á einni nóttu A J Þau undur og stórmerki gerðust á hænsnabúi Bjöms Johanssons bónda í Leckersbo í Svfþjóð á dög- unum, að hænan Agða hóf að gala og haga sér sem hani. Björn hefur ræktað hænsni í 15 ár en aldrei lent í slíku áður. Morgun einn segist hann hafa heyrt tvo hana gala við hænsnahúsið og rak upp stór augu, því hann á aðeins einn hana. Hann skundaði þegar á staðinn og sá þá hænuna Ögðu standa á haug og gala sem hana. Björn segir Ögðu gala líkt og venjulegan hana, en hljóðin séu þó ívið mjórri og kvenlegri en úr hálsi hana. Nú gali hún með hananum á hverjum morgni og segist Björn vera að hugleiða nýtt nafh á hana, hyggst jafnvel nefna hana Hagbarð. Hann hefur átt hana frá því hún var agnar- smár kjúklingur og hingað til hafi Agða verið dæmigerð hæna af Sussex-kyni. Með þessum ósköp- um hefur svo kollur Ögðu roðnað mjög og stækkað og hún er nú líkari hana í sjón en hænu. Björn segir Ögðu við hestaheilsu þrátt fyrir skjótar og óvæntar breying- ar á kynferði. Dýralæknir við Ríkisdýra- læknisstofnunina í Svíþjóð segir kynskipti sem þessi mjög sjald- gjæf meða taminna hænsnfugla. Hann hefur aðeins rekist á sl£kt einu [SsssÆsa 1 "hesst 1 áðurfseqir Bjbrn bóndi. sinni á langri starfsævi og við rannsókn kom í ljós æxli í því hænsni og fram- leiddi það karl- hormón. Dýralæknir- inn telur hugsanlegt að Agða hafi bæði kven- og karlkynkirtla. Að sögn Björns bónda í Leckersbo hegðar Agða sér eins og hver önn- ur hæna þegar gal- inu sleppir, er í óða önn að ala upp kjúklinga fyrir aðrar hænur og hefur Bjöm ekki séð hana gera sig til við þær. Spilaði bingó við aldraða Söngvarinn Robbie Williams kom eldri borguram í Stoke skemmtilega á óvart um helgina þegar hann spilaði bingó hjá góð- gerðarsamtökum. Hin 73 ára Dot Bostock þakkar Robbie það að hún vann í tvígang en hún var svo hepp- in að fá söngvar- ann sem sessu- naut. Robbie hefur verið örlátur síðustu árin og gefið um tvær millj- ónir punda til góðgerðar- mála. Hann var ánægður með bingóið. „Stemningin var góð og mikið iilegið," sagði Robbie eftir bingóið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.