Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Page 12
12 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Einn grunað- urum þjófn- að á sjonatti Lögreglan á Homaflrði hefur einn mann grunaðan um að hafa brotist inn í Byggða- safnið í gömlubúð síðustu helgi. Óbætan legt tjón var unnið á safn- gripum en engu stolið nema gulum sjóhatti merktum sveitarfélaginu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfli er aðeins þessi eini maður grunaður um verknaðinn en lögreglan vildi ekki gefa upp hvort það væri heima- maður eða ekki. Elsti mun- ur safnsins, þúsund ára gamall altarissteinn, skemmdist ekki í innbrot- inu. Sérrí, gin og viskí fyrir langlífi Dorothy Peel fagnaði 102 ára af- mælinu sínu um helgina með því að hella í sig sérríi. Peel, sem býr í Aust- ur-Yorkshire á Englandi, segir langlífl og góða heilsu mega rekja til áfengisdrykkju og reykinga. Hún byrjar daginn ávallt á sérríglasi, með hádegis- verðinum drekkur hún gin og tónik og síðan viskí á kvöldin. Hún stelst til að reykja öðru hverju en hún hætti formlega að reykja þegar hún var 99 ára og hafði þá reykt pakka á dag öll sín fullorðinsár. Læknar segja þetta augljósa virka fyrir konuna og gera ekki athugasemdir. Þess má geta að Peel dansaði í af- mælisveislunni en annars eyðir hún dögunum að mestu í prjónaskap. sóknarprestur á Hvanneyri „Hérna er allt í föstum skorð- um. Það er farið aö hausta. Sumariö var meö afbrigðum gott. Hérna á Hvanneyri eru óskaplega skemmtilegir hlutir Landsíminn Nýjar Ibúöir að rísa og grlðarleg uppbygging á staðnum. Fólkið er að koma sér fyrir og vetrar- starfið I kirkjunni er að hefjast. Veit samt ekki hvort muni fjölga mjög I kirkjunni. Nem- endur hafa aldrei verið mjög kirkjuræknir. Það erbjartsýni rlkjandi. Allt samfélagið hérna mótast af bjartsýni." Kasakar mótmæla hástöfum myndinni sem Sacha Baron Cohen dregur upp af þeim í Ali G þáttunum vestanhafs. Sendifulltrúar Kasakstan í Bandaríkjunum og stjórnvöld í Almaty óttast aö landið og þjóðin verði aðhlátursefni alls Vesturheims ef ekki verði breyting á persónu fréttamannsins Borats í þáttunum. f Bandaríkjunum gera þættir Sacha Baron Cohen „Da Ali G Show“ almennt stormandi lukku. Sendifulltrúum Kasakstan í Washington er þó ekki skemmt því þar er ein vinsælasta persðn- an nefnilega Kasaki, fréttaskýrandinn Borat. Sacha Baron Cohen Hlaut verðlaun fyrir bestu grínþættina á Bretlandi 2001. Blaðafulltrúi sendiráðs Kasakst- an í Washington segir nafn Borats, tungu og persónu ekki eiga við nein rök að styðjast en orðstír lands og þjóðar sé þó í enn meiri hættu af öllu því sem Borat lætur út úr sér í þáttinum. Blaðafuiltrúinn þvertekur fýrir að hundaveiðar og nauðganir séu helstu tómstundaskemmtanir Kasaka, hann segir enn fremur að stúlkur sem plægi akra séu ekki hæst skrifaðar á hjónabandsmarkaðnum og feður gefi ekki dætur sínar fyrir 57 lítra af skordýraeitri í heimanmund. Blaðafulltrúinn segir heiður lands og þjóðar í hættu, í þáttunum sé Kasakstan gert að landi þar sem konur er miskunnarlaust kúgaðar enda samfélagið á eins konar stein- aldarstigi. Þúsund ára saga höfð að spotti Blaðafulltrúinn segir að hið rétta sé að Kasakstan eigi sér þúsunda ára sögu, þar séu konur jafnar og karlar í háum embættum í dómskerfinu, ráðuneytum og viðskiptalífi. Og þótt áhorfendur viti mætavel að þáttur Blaðafulltrúinn þver- tekur fyrir að hunda- veiðar og nauðganir séu helstu tómstunda- skemmtanir Kasaka, hann segir ennfremur að stúlkur sem plægi akra séu ekki hæst skrifaðar á hjóna- bandsmarkaðnum. Cohen sé grín og glens óttast blaða- fulltrúinn að einhveijir Bandaríkja- menn telji fót fyrir frásögnum Borats. Talsmenn Cohens segja að ein- ungis hafi verið kvartað yfir um- sögnum um Gyðinga í Ali G þáttun- um, ekki Kasaka. Þeir benda einnig á að með fféttaskýrandanum Borat sé Cohen fremur að beina spjótum sín- um að fáfróðum Bandaríkjamönn- um en Kasökum. Óttast bylgjur kynlífsferða- manna Menningarfulltrúi sendiráðs Kasakstan í Bandaríkjunum skrifaði í blöð í Washington í síðustu viku og minnti á að vissulega væri máifrelsi stórkostlegt en að nú um stundir væri heimsmálum þannig komið að Cohen og samstarfsmenn hans þyrftu að hugsa sig um tvisvar og jafiivel þrisvar áður en þeir létu tíi skarar skríða gegn þjóðum og löndum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kasaka segir að fréttir af þáttunum hafi borist til landsins með veraldar- vefnum fyrir nokkrum vikum. Hann segir þættina skelfilega og óttast bylgjur kynlífsferðamanna á næstu mánuðum. Sendiherra Breta í Kasakstan segist skilja viðbrögð landsmanna fullkomlega en sendi- herra Kasaka í Bretlandi segist ekki ætla að tjá sig um þættina að öðru leyti en því að honum finnist þeir hreint ekki fyndnir, en þeir hafi kom- ið Kasakstan í sviðsljósið. Hvergerðingar enn súrir Fordæma vínbúð á bensínstöð Bæjarstjómin í Hveragerði er enn afar ósátt við þá ákvörðun ÁTVR að opna vínbúð í bænum á bensínstöð Essó en ekki í nýju verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. „Þrátt fyrir að Olíufélaginu hafi nú tekist að uppfylla lágmarksskilyrði byggingarreglugerðar er bæjar- stjórn jafn undrandi og áður á því metnaðarleysi sem einkennir fyrir- hugaðan rekstur," segir í bókun bæjarstjórnar, sem einnig bendir á að 800 íbúar í bænum hafi skrifað undir skjal þar sem staðsetning vín- búðarinnar sé fordæmd. „Þau tíð- indi hafa því gerst í Hveragerði að opinberum rekstri er hleypt af stað í bæjarfélaginu gegn vilja bæjarbúa og bæjarstjórnar sem fram var kominn löngu áður en Olíufélagið blandast í málið," segir bæjarstjórnin. Þorsteinn Hjartarson, forseti bæjarstjórnar, lagði enn fremur fram tillögu um að fela Orra Hlöðvers- syni bæjar- stjóra að spjalla við Olíu- félagið um mál- ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.