Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Síða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 13 Allt stefnir í átök um formennsku í Starfsgreinasambandinu. Signý Jóhannesdóttir, formaður Vöku á Siglufirði, vill auka hlut kvenna og pólitíkur í stéttabaráttunni. Á móti skeggjaöri verkalýðsforystu „Égheflátið kjörnefnd Starfsgreinasambandsins vita af því að ég tæki uppstillingu til formanns eða varaformanns. Ef ég fæ stuðning í formanninn býð ég mig fram til þess embættis," segir Signý Jóhannesdðttir, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, sem hyggst blanda sér í formannsslaginn í Starfs- greinasambandinu. Signý er harðorð í garð stjóm- máiamanna og sumra félaga sinna í hreyfingunni sem hún telur hafa sýnt of mikla linkind í stéttabaráttu síðustu ára. Hún segir Flóabanda- lagið svokallaða, sem myndað er úr þremur Stefnir á formennsku Signý Jóhannesdóttir er harðorð i garð kollega sinna innan verkaiýðshreyfingarinnar. stærstu félögum Starfsgreinasam- bandsins, hafa staðið Starfsgreina- sambandinu og vegferð þess fyrir þrifum og bendir á að frekari sundr- ung innan hreyfingarinnar hjálpi henni ails ekki. Vinstri flokkarnir slappir „Ég vil sjá verkalýðsbaráttuna pólitískari en nú er," segir Signý. „Þeir stjónmálaflokkar sem hreyf- ingin batt miklar vonir við um sam- starf og ekki síst að myndu berjast fýrir okkur hafa ekki gert það,“ segir Signý og á þar við Samfylkinguna, sem hún segir hafa valdið mörgum verkalýðsmanninum tómum von- brigðum. Steininn hafi svo tekið úr þegar eftirlaunafrumvarpið svokall- aða var lagt fram fyrir síðustu jól. „Þá sagði ég mig úr Samfylking- unni, fékk endanlega nóg. Ég get ekki séð að Vinstri grænir hafi skipað sér á einhvem annan bekk hvað þetta varðar og því sé ég ekki að þessir flokkar séu fulltrúar verka- lýðsgilda og þá sér í lagi ef tekið er mið af verkum þeirra undanfarið," segir Signý. Flóabandalagið hjálpaði ekki Signý segist aðspurð um hvort framboð hennar tengist á einhvem hátt vilja til að auka hlut kvenna að auðvitað hljótí það að vera markmið hreyfingarinnar allrar að auka hlut kvenna í stjórnum verkalýðshreyf- ingarinnar. „Ég er þó ekki að bjóða mig ffam á þeirri forsendu einni," segir Signý. „Ég neita því þó ekki að verkalýðsforystan er fiill skeggjuð að mínu mati. Konur em rúmlega helmingur félagsmanna og því er ekki nema eðlilegt að stjóm sam- bandsins endurspegli það," segir Signý. Engin óánægja „Ég kannast ekki við að hún hafi ákveðið að bjóða sig fram til for- manns en veit að hún hefur tilkynnt kjömefitd um að hún hafi áhuga á varaformannsembættinu," segir Kristján Gunnarsson, frambjóðandi til formennsku í Starfsgreinasam- bandinu og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Hann vísar því á bug að einhver óánægja sé meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á lands- byggðinni með skipan mála hjá sambandinu. „Þær óánægjuraddir em nú fáar og í raun teljandi á fingrum annarar handar," segir Kristján, sem vísar öll- um fréttum um uppnám eða sundr- ungu innan Sambandsins á bug. helgi@dv.is Synda í verkfalli Verktakafyrirtækið Græðir sf. á Flateyri býður öllum grunnskólabömum á staðnum frítt í sund á með- an verkfall stendur. „Ég skildi ekki þá hundalógík sem ff am kom í blaðinu Bæjarins besta að sund- laugin á ísafirði mættí ekki vera opin á tilteknum tíma vegna kennaraverkfallsins. Ég ákvað því að leyfa börn- unum á Flateyri að njóta þess að geta farið í sund," segir Valdemar Jónsson, eigandi Græðis. „Krakkarnir em duglegir við að mæta í sund og ég er mjög ánægð- ur með þann árangur." Styrkja textíísetur Undirbúnings- hópur að „Textíl- setri íslands" hefur fengið samþykktan einnar milljónar króna styrk frá Blönduósbæ. Með upphæðinni hyggst bærinn gerast stofn- aðili að sjálfseignarstofnun um textílsetrið. Brynja Dögg og Karólína kennarar í Rimaskóla Með 140 þúsund á mánuði nýútskrifaðar „Við byijuðum báðar að kenna nú í haust, útskrifuðumst í fyrra," sagði Karólína Jóhannesdóttir, nýút- skrifaður kennari sem nýverið hóf störf við Rimaskóla í Grafarvogi. Hún og vinkona hennar og sam- starfskona í Rimaskóla, Brynja Dögg Hermannsdóttír, mættu á mót- mælafund kennara í síðustu viku til að sýna samstöðu sína í verki. Þær segja verkfallið koma á slæmum tíma fyrir þær eins og flesta aðra en skilja vel þær kröfur sem settar em fram. Þær segja það auð- vitað setja strik í reikninginn hjá þeim ef verkfallið verði langt, tekjumissir | verði óhjá- j kvæmileg- ur. „Hann er samt ekki f svo mikill rmeðan við fáum verk- fallsbæt- urnar," segir Karólína. „Ég er með 140 þúsund í byrjunarlaun útborgað á mánuði, en verkfallssjóður greiðir 90 þúsund fyrsta mánuðinn að minnsta kosti," segir KaróKna, sem finnst að eigin sögn skítt að fá ekki hærri laun eftir þriggja ára sémám líkt og kennaranámið. Undir orð hennar tekur Brynja: „Ég er með tuttugu þúsund láónum meira í út- borguð laun á mánuði þar sem ég er orðin 25 ára, sem em bara alls ekki há laun þegar fólk er ungt og að koma yfir sig þaki og jafnvel borga af námslánum," segir Brynja Dögg en báðar segjast stelpurnar hafa gaman af starfinu þó að h'til reynsla sé enn komin . enda einungis tvær t vikur liðnar af I skólastarfi þegar \ verkfall skall á. heigi@dv.is ji Nýbyrjaðar og beint í \ I Karólína Jóhannesdóttir c | Dögg Hermannsdóttir voi I ar að kenna eftir útskrift ú I háskóla þegar verkfall ska I segja útborguð laun sin v I þúsund á mánuði og eru i ... vera falleg? „Það truflar mig ekkert sér- staklega að vera falleg og hefur aldrei gert. Ég er í eðli mínu ekki upptekin af útlitinu þótt auðvit- að hafi maður þurft að hugsa meira um það í kjölfar þess að taka þátt í fegurðarsamkeppn- inni og hljóta titil. í mínum huga á Ungfrú Reykjavík miklu frekar að vera góð fyrirmynd og ég er óhrædd við að láta sjá mig í flíspeysu og strigaskóm. Ég er víst ekki þessi týpíska fegurðar- drottning sem er alltaf á háum hælum og í stuttu pilsi. En auð- vitað finnst mér gaman að gera mig fi'na þegar tilefni er tíl „Ég er víst ekki þessi týpíska feg- urðardrottning sem er ailtafá háum hælum og í stuttu pilsi" Bókaormur frá því í æsku Ég stefndi aldrei á að verða fegurðardrottning og þótt ég hafi byrjað að stunda lfkams- rækt reglulega þegar ég var flórtán ára vom áhugamálin önnur. Ég hef alltaf lesið gríðar- lega mikið og mér hefur alltaf gengið vel í skóla. Ég lá mest í bókum þegar ég var unglingur. Það er með mig eins og svo margar aðrar stelpur að ég fór af hálfgerðri tilviljun inn í fegurð- arsamkeppnina. Vinkona mín mælti með mér en hún er kunn- ug Elínu sem rekur keppnina. Ég ákvað að slá til en satt að segja bjóst ég ekki við þessari útkomu. Væntingar mínar vom engar fýrir keppnina og þótt það hljómi kunnuglega þá kom það mér verulega á óvart þegar ég vann titilinn Ungfrú Reykjavík og hafnaði svo í öðm sæti í landskeppninni. Keppir í peysufötum Fegurðardrottningarstimp- illinn truflar ekki mitt daglega líf en það var auðvitað svolítið skrýtið hversu margir þekktu mann í sjón eftir keppnina. Ég var ekki vön því. Nú bíður keppnin um Ungfrú Skandinav- íu sem ég hlakka mjög til að taka þátt í. Maður er auðvitað byrj- aður að undirbúa sig fyrir keppnina. Ég og Hugrún fömm saman til Finn- lands og mér sýnist að þetta sé afskaplega þægileg keppni. Það eru bara tíu keppendur og við verðum ann- ars vegar í þjóð- búningum og hins vegar í kjól- um sem hönnuðir í Finnlandi sjá alveg um. Ég er búin að verða mér úti um rosalega falleg peysuföt sem tilheyra ættinni og það verður gaman að klæð- ast þeim. Hvernig síðkjóllinn verður kemur bara í ljós úti í Finnlandi en vonandi verður hann fallegur. Flugið er framtíðin Það verður nóg að gera næstu tvær vikur fram að keppni og svo kann að vera að ég taki þátt í fleiri keppnum eftir áramótin. Það er þó allt óákveð- ið í þeim efnum. Annars fer mestur tími minn í að sinna flugnáminu og þannig verður það í vetur. Ég er búin að vera á kafi í fluginu um nokkurt skeið, er komin með einkaflugmanns- próf og stefni á að klára at- vinnuflugmanninn í vor. Mig langar að halda áfram í fluginu, læra meira og vinna við það í framtíðinni." n Bender var kjörin Ungfrú Reykjavíkfyrr á ár- lún varð í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Is Siqrún verður ásamt Hugrunu Harðardottur, rú ísland, fulitrúi íslands ílceppninmum Ungfru dinavíu sem fram fer i Fmnlandieftir rumartvæ . Siqrún er að læra flua og stefmr a að utskritast átvinnuflugmannspróf næsta vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.