Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Hjörtur reynd- ist sauður Skelfingu lostinn öku- maður gaf sig fram við lög- regluna í Sveio í Noregi seint á laugardagskvöld, sagðist hafa ekið áhjart-^ ardýr við göng þar skammt ^ frá og drepið það. Lögreglan segir ökumann-1 inn engan sérfræðing í dýrafræði, því á slysstað fann hún dauðan sauð, ekki hjört. Ökumanninum var bent á að fara ekki á hjartarveiðar á næstunni, þá yrði allt sauðfé á Hauga- landi og Hörðalandi sunn- anverðu í lífshættu. Tutu leikur í NewYork Desmond Tutu erkibisk- up frá Suður-Afríku steig á svið í frjálsu leikhúsi í New York um helgina. Leikritið Qallar um fangana í Guant- anamo-fangelsinu á Kúbu og leikur Tutu dómara sem efast um lagaiegar heimild- ir bandarískra stjórnvalda til að halda mönnum föngnum þar. Tutu tók virkan þátt í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Ófrjór karl eignast15 börn Sam Corbett, slökkvi- liðsmaður á N-írlandi hefur eignast 12 börn eftir að hafa verið úrskurðaður ófrjór. Cor- bett var þriggja barna faðir þegar hann fór í krabbameinsmeðferð fyrir tuttugu árum. Honum var sagt að hann gæti ekki eignast börn Læknarnir höfðu rangt fýrir sér og nú er Corbett fimmtán barna faðir Hann segir börnin dafna vel þrátt fyrir að aðeins séu þrjú svefnherbergi í húsi ijölskyldunnar. Hrækt á Maxine Lygalaupurinn, Maxine Carr, varð íyrir aðkasti íyrir utan matvöruverslunina Tesco á dögunum. Ungir menn veittust að henni með hrópum og köllum og einn þeirra hrækti í áttina að Carr. Hún svaraði mönnunum í sömu mynt og kvaðst búin að taka út sína refs- ingu. Carr nýtur lögregluverndar allan sólarhringinn en hún hefur afplánað 3 1/2 árs fangelsi fýrir meinsæri og lygar vegna morðanna á skóla- stúlkunum Jessicu Chapm- an og Holly Wells. Fyrrum unnusti Carr, Ian Huntley, afþlánar tvöfalt ævilangt fangelsi fýrir morðin. Þrátt fyrir að Carr hafi fengið nýtt nafn gengur henni erf- iðlega að hefja nýtt líf. Þroskaþjálfinn segir Foreldrar sem hlýða börnum Þegar ég var að alast upp var skortur á flestu því sem í dag er talið nauðsynlegt hverju barni. Við vinkonumar áttum aðeins sína dúkkuna hver. Mín var heimasaumaður búkur með postuh'nshaus. Síðar bættist við heimasmíðað dúkkurúm, sæng og koddi. Engir peningar vom til að kaupa sælgæti eða launa fyrir viðvik. En breytingar frá minni bemsku og þar til börnin mín ólust Ingveldur Sigurðardóttir Hefur áhyggjur afþvl aö börnin taki stjórnina. upp vom byltingar- kenndar. Allt í einu fékkst allt mögulegt dót og peninga- ráðin voru meiri. Rétt eins og flestir foreldrar þá gaf ég mínum börnum meira þótt ég gæfi þeim ekki allt. Þeim fannst ég vera dálítið ströng mamma. Enn er komið að tilslökun hjá þeirra börnum sem nú em að alast upp. Ég horfi for- viða á allt það flóð af leikföngum sem fylgir hverju barni. öll börnin vilja meira og svo aftur meira. Kröfumar þróast jafnvel upp í það að börn hóta foreldrum sínum að flytja að heiman eða grípa til annarra refsi- aðgerða fái þau ekki tiltekin gull. Sumir for- eldrar verða hræddir og þora ekki annað en að hlýða börnunum sínum. Ég ráðlegg foreldrum að snúa af þeirri braut strax. Það versta sem þau gera börnum sínum er að hlýða þeim. Bömin eru að leita eftir reglum og leiðbeiningum ff á þeim. Barn sem segist ætla að flytja að heiman á að fá jákvæðar undirtektir svo sem: „Það verður þá bara að vera svo.“ Jafri- FR framt þarf að spyrja barnið hvort það hafi hugsað fýrir næturstað eða hvar það ætli að fá mat. Með þessu er hægt að opna augu barns- ins fyrir því hve rnikil- vægt er að eiga gott heimili og skjól frá skarkala heimsins. Börn leita alltaf eftir aga sem skapar þeim öryggi í tilver- Hópur grunnskólakennara úr Hafralækjarskóla er á leiðinni til Kritar i námsferð i vikunni. Kennararnir ætla að skoða tónlistarskóla, fræðsluskrifstofur og kynnast grískri menningu. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins segir ekki mál forystunnar hvað kennarar geri í sínum frítíma. Foreldrar barna í Hafralækjar- skóla eru ósáttir við að kennarar stundi nám meðan börnin sitji heima. Kennarar í verkfalli sleikja sólina á Krít „Mér finnst fráleitt að kennarar í verkfalli stökkvi til að skemmta sér undir því yfirskyni að þetta sé námsferð," segir Aðalgeir Eg- ilsson bóndi á Húsavík sem á barnabörn í Hafralækjarskóla. Kennarar við skólann eru á leiðinni í námsferð til Krítar í vikunni þar sem þeir munu meðal annars kynna sér gríska menningu. Foreldrar á Húsavík er æfir út í skólann. Spyrja hvort kennarar megi læra meðan börnin þeirra sitji heima. „Kennararnir ætla að skoða tón- listarskóla, fræðsluskrifstofur og kynnast grískri menningu," segir Zakynthos á Grikklandi Hópurkenn- ara úr Hafralækjarskóla ætla að skella sér til Grikklands I vikunni i námsferö. Þórunn Sigtryggsdóttir aðstoðar- skólastjóri við Hafralækjarskóla. Hún segir langt síðan ferðin var ákveðin. Þetta séu vinnudagar sem kennararnir áttu að vinna í ágúst en ákváðu að fresta. Ferðin sé ekki verkfallsbrot. Kennarar í fríi Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands fslands, segir að flytja megi endurmenntunartíma kennara sem á að vinna að sumri yfir á vetur- inn. Ef ferðin yrði stöðvuð þyrftu kennararnir að vinna þessu vinnu næsta sumar. „Ég hef samt ekki kynnt mér þetta dæmi en býst við að þetta sé löglegt," segir Eiríkur. Fjölmargir kennarar hafa gengið í aðrar vinnur meðan á verkfallinu stendur eða brugðið sér að landi brott. Finnst Eiríki eðlilegt að kennarar fari á sólar- strandir eða fái sér aðra vinnu meðan á verkfalli stendur? „Það er ekki okkar mál hvað kennarar gera í þeirra frítíma," svarar Ei- 1 ríkur. Ekki eru allir á eitt sátt- ir að kennarar álíti verkfallið „frítíma" eins og formaður Kennarasambandsins orðar það. Aðalgeir Egilsson, bóndi, á bamabörn í Hafralækjar- skóla. Hann segir að fólki í sveitarfélag- inu finnist þetta mjög skrýtið. „Bömin Wm em í verkfalli og fá enga kennslu. Maður botnar einfaldlega ekki í þessu. Manni finnst fráleitt að kennarar í verkfalli stökkvi til að skemmta sér í Grikklandi und- ir því yfirskyni að þetta sé námsferð," segir Aðalgeir. „Ef þetta er löglegt er þetta allavega sið- Íaust.“ 9HF simon@dv.is w Femínistar æfir vegna Paradísarhótels á Popp-Tíví Norðurljós hunsa femínistamótmæli Talskona Femínistafélags íslands segist hcifa sent forsvarsmönnum Norðurljósa bréf vegna sýninga sjónvarpsstöðvarinnar Popp-Tíví á þáttunum Paradise Hotel. Þættirnir vom í síðusm viku auglýstir með orðunum „Popp-Tívi passar í verk- fallinu". Að sögn Katrínar Guðmunds- dóttur talskonu Femínistafélagsins þótti félagsmönnum full ástæða til að benda auglýsanda og sjónvarps- stöðinni á að þátturinn væri ekki ætlaður börnum vegna klámfeng- inna atriða sem varað er við í sjálf- um þættinum. Þykir femínistum vera ábyrgðarlaust að sýna slíkt efni á miðjum degi og beina því gagngert að grunnskóla- börnum eins og gert er í auglýsingunni. „Mér finnst þetta nú furðulegt í ljósi þess að á hvert heimili er að verða komin nettengd tölva sem gefur börnum möguleika á að komast í mun verra efrii en Forstjóri Norðurljósa Siguröur G. Guö- jónsson segist ekki ætla að hætta sýning- um á þáttum eins og Pardise Hotel. Segir nettengdar tölvur á flestum heimilum veita aðgang að mun grófara efni. þarna er á boðstólnum. Það er þó alla vega varað við þessu í byrjun þáttarins," segir Sigurður G. Guðjónsson forstjóri Norður- ljósa. Hann segist ekki ætla að mælast til þess að þættir sem þessir verði teknir af dagskrá í ffamtíðinni, en endursýning- á Paradísarhótelinu er nú lokið. „Nei ég ætla ekki að hætta því enda hefur enginn kvartað undan þessu nema þær,“ segir hann. helgi@dv.is Hlaut ítölskverð- laun Ómar Ragnars- son vann aðalverð- launin á kvik- myndahátíðinni í Canavese á Ítalíu í gær fyrir mynd sína um Kára- hnjúkavirkjun. Mynd Ómars heitir In Memoriam? og er byggð á mynd- inni Á meðan land byggist, sem sýnd var í Sjónvarpinu í fyrra. Út- gáfan sem Ómar sýndi á hátíðinni var gerð sérstaklega fyrir ítalskan markað en hann vinnur nú að nýrri alþjóðlegri heimildarmynd um svæðið norðan Vatnajökuls. Ríflega eitt hundrað myndir kepptu til verðlauna á hátíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.