Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Side 17
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 17
r
bókabúðum en hægt er að kaupa
hana með afslætti á femin.is og kost-
ar hún 7.260 krónur.
• Vefurinn sykurlaust.is
er sniðugur fýrir þá sem
vilja draga úr sykumeysl-
unni en borða samt sælgæti
og kökur. Á sykurlaust.is er hægt að
kaupa ýmsan sykurlausan vaming,
svo sem sósur og grauta. Þeir sem
panta vörur fá þær sendar heim.
• Matreiðslubókin Létt og freistandi,
eftir naumabelginn og
sjónvarpskokkinn Nigellu
Lawson, fæst nú með
30% afslætti á vef Eddu,
www.edda.is. Nigella er
fræg fyrir að búa til
einfalda
ogljúf-
fenga rétti
semallir
eiga að
geta leikið
eftir í eld-
húsinu.
Sjúklega gaman í badminton
„Mér finnst sjúklega gaman að spila badminton. Ég upp-
götvaði þessa (þrótt síðastliðið vor þegar ég fékk að
hlaupa í skarðið fyrir vinkonur minar sem stunda þessa
iþrótt," segir Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona á Stöð 2.
„Ég byrjaði svo að æfa af krafti nú i haust og æfi þrisvar (viku
Ég æfi vikulega með vinkonum mfnum, vikulega með eigin-
manninum og svo spilum við saman tvfiiðaleik við vini okkar. Þetta
gæti ekki verið betra og ég er orðin svo forfallin að ég er farin að
frysta fjaðurboltana eins og atvinnumenn gera. Þeir endast bet-
ur ef þeir eru geymdir (frysti á milli æfinga. Ég reyni Ifka að fara i
i ræktina nokkrum sinnum (viku en það jafnast ekki á við
skemmtunina f badminton," segir Inga Lind Karlsdóttir.
Opið alla daga kl.
8-24
Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi
Cb LYFJA
Landlæknir hvetur eldra fólk og sjúka til að láta bólusetja sig
strax gegn árlegri inflúensu. Inflúensan nálgast landið og hef-
ur þegar stungið sér niður í Noregi og Svíþjóð.
Flensan er handan við hornið
Hinn árlegi inflúensufaraldur fer
brátt að herja á landsmenn en þær
fregnir hafa borist að inflúensan
hafi þegar stungið sér niður í Sví-
þjóð og Noregi. Landlæknisemb-
ættið hvetur fólk til að láta bólu-
setja sig gegn flensunni. Bólusetn-
ingin er þó ekki 100% vörn gegn því
að fá flensu og alltaf eru dæmi um
að einhverjir fái flensu þrátt fyrir
sprautuna. Haraldur Briem sótt-
varnalæknir segir bólusetninguna
ekki 100% vörn gegn því að fólk fái
flensu. „Hún dregur hins vegar
mjög úr útbreiðslu faraldursins auk
þess sem einkennin verða oftast
vægari hjá þeim sem fá flensuna.
Við hvetjum fólk til að láta bólu-
setja sig,“ segir Haraldur.
Heilsugæslustöðvar um allt land
eru hvattar til að kalla inn fólk sem
er í áhættuhópum þegar inflúensa
er annars vegar. Þeir sem teljast í
áhættuhópi eru alhr þeir sem eru
eldri en sextíu ára, öll börn og full-
orðnir sem þjást af langvinnum
hjarta, lungna, nýrna- og lifrarsjúk-
dómum, illkynja sjúkdómum og
öðrum ónæmisbælandi sjúkdóm-
um. Þá segir Haraldur Briem að sér-
stök áhersla sé lögð á að starfsmenn
sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana
láti bólusetja sig þannig að það beri
ekki smit.
Bólusetningar gegn inflúens-
unni hafa færst mjög í vöxt
og í fyrra höfðu um 55
þúsund manns látið
bólusetja sig á
þessum tíma
árs. Al-
gengast
er að in-
flú-
Arsenik
hvítblæði
Vísindamenn viS Læknaháskól-
ann í Teheran i íran segja aömeð-
ferð við hvitblæði með lyfi sem
unnið er úr eitrinu arseniki gefí
góða raun. Arsenik-lyfið var reynt
á sextíu og þremur sjúklingum og
eftir tvær meðferðir var heilsufar
90% þeirra mun betra. Sjúkling-
arnir hafa verið á lyfinu í tæp þrjú
ár og eru 88,5% þeirra sem hófu
iyfjameðferðina enn á lífi.
Arsenik-lyfið hefur einnig verið
reynt í Kína með góðum árangri.
Marqir múslimar
ial<
östumánuði
Ivfiaiausir i
WS
TOS1
j Músiimar á bæn
1 Margirþeirra
I hætta að taka lyf-
I in sln í Ramadan.
Meirihluti
múslima sem
tekur lyfvið
ýmsum sjúk-
dómum hættir
að taka þau
eða breytir
lyfjatökunni í
föstumánuðin-
um Ramadan.
Föstumánuðurinn hefst 15. októ-
ber og samkvæmt reglum Islam
mega sanntrúaðir ekki setja neitt
inn fyrir sinar varir frá sólarupp-
rás til sólarlags. Aldraðir, mæður
með börn á brjósti, ófrískar konur
og þeir sem eru veikir eru undan-
þegin föstu. Samkvæmt nýrri
könnun kom i Ijós að 60% ibúa
Marokkó breyta lyfjatöku vegna
föstunnar og flestir hættu alveg
að taka lyfin sín. I Kúvæt reyndust
tveir þriðju breyta lyfjatökunni og
einn afhverjum fimm tók dag-
skammtinn sinn einu sinni á sólar-
hring. Málsmetandi múslimar í
mörgum löndum eru uggandi yfír
niðurstöðunni og hvetja þá sem
eru á lyfjum til að fara eftir fyrir-
mælum lækna.
Bólusetning. Hvatt er til þess að eldri borgarar láti ekki hjá líða að fara í bólusetningu. Sama
gildir um börn og fullorðna sem þjást afiangvarandi og erfiðum sjúkdómum. Myndin er úr safni.
wm
;egn
»ru-
hálskrabba
Hollenskir vísindamenn hafa
undanfarin misseri prófað lyf gegn
krabbameini í blöðruhálskirtli á
tilraunamúsum og gefur það góða
raun. Lyflð sem framleitt er á til-
raunastofum og líkist efninu sem
gefur tómötum rauða litinn dreg-
ur úr vexti æxlisins um ailt að
helming. Ef E-vítamíni er blandað
saman við fyfið dregur það enn úr
vextinuin. Krabbamein í blöðru-
hálskirúi er algengasta meinið
sem karlmenn fá. í Bretlandi
greinast árlega um tuttugu þús-
und karlmenn með það og
krabbameinið dregur um tíu þús-
und manns til dauða á hvetju ári.
ensufaraldurinn hefjist í nóvember
og standi fram í mars en í fyrra kom
flensan óvenju snemma, eða í októ-
ber, og hugsanlegt að það gerist aft-
ur nú. Hægt er að lesa um bólusetn-
inguna og almennt um innflúensu
á vefnum landlaeknir.is.
Hvernig
vinn ég
bug á frunsu?
!«=SSS?!5
konur - ANDLITSMEÐFERÐ - karlar
BETRI EN BOTOX ! ?
Árangur kemur strax!
GJAFABRÉF
Snyrtisetrid ehf
HÚÐFEGRUNARSTOFA -sími 533 3100
Domus Medica, inngangur frá Snorrabraut
„Að vinna bug á frunsu á vör er auðvelt
ef maður bregst við um leið og tilfinning-
in fyrir henni kemur," segir Sigrfður Jakobs-
dóttir iyfjatæknir f Lyfjum og heilsu f JL-hús-
inu. „Það er til frunsulyf sem á að setja á um
leið og hún fer að myndast. Ef frunsan er komin
og farin að blómasta vel þá eru einnig til breiðvirk-
ari frunsulyf. Frunsum á vörum veidur veiran Herpes simplex virus 1 og
einkennist af litlum klösum af vökvafylitum blöðrum. Oft er þrýstingur (
frunsunni og viðkomandi svæðí verður aumt. Blöðrurnar gróa en hafa til-
hneigingu til að koma aftur. Hjá sumum einstaklingum myndast margar
frunsur (einu og þá borgar sig að leita til læknis. Annars veita lyfjatæknar og
lyfjafræðingar i lyfjabúðum þeim sem fá frunsur leiðbeiningar og tilsögn."
Lífi
- þar sem þú getur treyst á gæðin -
YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082
ður undan að láta
verði til slímhúðarpokar. Pokarnir
geta verið án einkenna árum sam-
an en þegar þeir bólgna fer gaman-
ið að kárna. Verkir koma í kviðinn,
hægðir geta breyst, hiti hækkar og
við skoðun er kviðurinn aumur
viðkomu. Blóðsökkið hækkar og
hvítum blóðkornum fjölgar svo
blóðprufa er gagnleg í því skyni að
staðfesta greininguna. Blætt getur
skyndilega og sársaukalaust frá
ristlinum og lífhimnubólga getur
verið fylgifiskur. Það er því mikil-
Katrín Fjeldsted
svararspurningu um
verki í kvið.
vægt að fara til læknis í tæka tíð.
Meðferð felst í sýklalyfjum, hvíld
og suma þarf að leggja inn á
sjúkrahús en veikindin uppgötvast
til allrar hamingju oft það snemma
að hægt er að meðhöndla fólk utan
spítala. Huga þarf að frekari rann-
sóknum svo sem því að spegla
ristilinn og/eða mynda svo stað-
festa megi greininguna og útiloka
aðrar ástæður.
Pokar á ristli algengir
Talið er að rangt mataræði sé
helsta orsökin og þess vegna hefur
hver og einn það að miklu leyti í
hendi sér hvernig fer. Pokar á ristli
er ótrúlega algengir og hrjá hátt í
þriðjung fólks yfir sextugu í hinum
vestræna heimi.
Já, það er nokkuð margt sem þú
getur gert sjálf. Efst á blaði er
mataræðið. Þú segist hafa tekið þig
verulega á hvað það varðar og er
það gleðilegt en það er þó ekki þar
með sagt að mataræði þitt sé
ákjósanlegt eða rétt. Án efa hefur
læknir þinn haft í huga að ræða um
það þegar þú kæmir aftur til hans.
Þú þarft fyrst og fremst að huga að
því að í fæðunni sé nóg af trefjum
en þær er meðal annars að finna í
grófu brauði, ávöxtum og græn-
meti. Einnig þarftu að sjá þér fyrir
nægum vökva og ekki má gleyma
að hreyfa sig.
Enn og aftur rekum við okkur á
það hve mataræði og hreyfing
skipta miklu. Matargerð á heimil-
um og þekking á því hvaða matar
við þörfnumst hefur alltaf skipt
máli. í skyndibitaveröld nútímans
þar sem fremur er hugsað um að
seðja sig með hraði en að í magann
fari valin fæða er ekki nema von að
eitthvað láti undan. Maðurinn er
jú það sem hann borðar, ekki satt?
Katrín Fjeldsted
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
BIRKIASKA
Gjöf frá náttúrunnar hendi
Aloe Vera drykkir
\MP
Sjálfstæður dreifingaraðili Forever Living Products.
Guðmundur A Jóhannsson. Sími. 662 2445.
i