Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Side 20
20 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004
Sport DV
Milan Stefán Jankovic,
Keflavík
„Ég lofaöi sjálfum mér að koma
hingað aftur og vinna eftir að ég
tapaði bikarúrslitaleiknum fyrir tíu
árum sem leikmaður Grindavíkur.
Nú hefur það ræst og þetta er fal-
legasta stundin sem ég hefátt á
íslandi
Atli Sveinn Þórarinsson, KA
„ Við berum hins vegar höfuðið
háttog erum stoltir. Það er engin
tilviljun að við komumst í bikarúr-
slitaleikinn og með því að komast
þangað held ég að við höfum
sýntað við getum unnið öll lið á
góðum degi."
Ronni Hartvig, KA
„Kristinn Jakobsson hefur verið
duglegurað dæma á mig vlta-
sþyrnur i sumar en ég held að
þessi hafi verið réttlát. Þetta var
klaufa- og heimskulegt hjá mér en
ennþá klaufalegra hjá öllu liðinu
að láta manninn komast þetta
langt. Það er erfitt að fá á sig
mark svona snemma og ég held
að leikurinn hefði þróast öðruvísi
efþeir hefðu ekki skorað svona
snemma."
DV-mynd Vilhelm
Jakob Jónharðsson, Keflavík
„Við vorum með myndbönd og
fleira frá því að Keflavík vann
bikarinn síðast 1997 og sýndum
strákunum hvað þetta eræðis-
leg stund. Þeir hafa greinilega
tekið vel eftir og fá því að upplifa
þetta núna."
Scott Ramsey, Keflavík
„ Við erum með ungt og gott lið
og það verður mjög fróðlegt að
fylgjast með hvað það gerir á
næsta tímabili."
Haraldur Guðmundsson,
Keflavík
„Við vorum algjört jó-jó-lið í
deildinni en við vorum að koma
uþþ, náðum fimmta sætinu og
bætum núna bikarnum við
þannig að ég er alveg fyllilega
sáttur við sumarið."
Þórarinn Kristjánsson,
Keflavík
„Það er erfitt aðfinna betri dag
en þennan. Ég hefði getað skor-
að þrennu en maður var fljótur
að gleyma því þegar bikarinn
var kominn í hús."
Takkfyrir stuðninginn Leikmenn Keflavíkur-
liðsins þökkuðu stuðningsmönnum sinum fyrir
hvatninguna eftir leikinn. DV-mynd Vilhelm
jEir f
ar ■«"Éi Ajg#
s, Iggg
:
■Hp 1 ’■ - Wtk 4 81
■L 1
Maður dagsins Þórarinn Kristjánssoh fagnarhérseinna marki
sínu ásamtþeim Jónasi Sævarssyni, besta manni vallarins. og
Hólmari Erni Rúnarssyni sem lagði markið upp. Fyrir neðan má
myndir afþviþegar Þórarinn skorar mörkin sin sem komu bæði á
stu 25 minútum ieiksins. DV-myndir E.ÓI.
Nýliðar Keflavíkur urðu aðeins aðrir nýliðar sögunnar til að vinna bikarkeppnina og þriðja liðið á fyrsta ári
íslenskri knattspyrnu. Keflavík vann KA 3-0 í úrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvelli á laugardag.
Tvö mörk frá Þórami Kristjánssyni á fyrstu 25 mínútum
bikarúrslitaleiks Keflavíkur og KA á Laugardalsvellinum á
laugardaginn fóm langt með að gera út um leikinn þótt meira en
klukkutími væri óspilaður. Nýliðar Keflavíkur urðu aðeins þeir
þriðju til þess að vinna stóran titil á sínu fyrsta ári meðal þeirra
bestu og unnu sannfærandi og ömggan 3-0 sigur.
Keflavíkurliðið sýndi sínar bestu
hliðar á laugardaginn og þetta unga
og efnilega lið naut örugglega góðs af
því að vera að spila þriðja leikinn
sinn í röð á Laugardalsvellinum því
strax frá fyrstu mínútu var það ljóst
að þetta yrði á brattann að sækja
fyrir norðanmenn sem höfðu lagt tvö
efstu lið Landsbankadeildarinnar á
leið sinni í úrslitaleikinn. KA-menn
þurfa nú að sætta sig við að fara
tómhentir niður um deild líkt og hin
fjögur fail-liðin sem höfðu komist í
bikarúrslitin á undan þeim. Liðið átti
ekki svar við frískum og leiknum
Keflvíkingum sem gerðu þungum og
Sigurinn tryggður Varamaðurinn Hörður Sveinsson skoraðiþriöja mark Keflavíkur og gull-
tryggði sigurinn og fagnaöi með þvlað hlaupa útafvellinum og leggjast upp á verðlaunapall-
inn þar sem hann var geymdur fyrir framan stuðningsmenn Keflavíkur sem fögnuðu grlðar-
lega I stúkunni fyirr ofan. Félagar hans I liðinu voru líka fljótir á staðinn. DV-mynd Vilhelm
seinum vamarmönnum KA-manna
oft lífið leitt.
Þórarinn Kristjánsson skoraði
fyrsta markið úr vítaspyrnu á 11.
mínútu eftir að Ronni Hartvig hafði
fellt Scott Ramsey sem var mjög
ógnandi á vinstri vængnum.
Þórarinn bætti öðru marld við á 25.
mínútu eftir glæsilega sókn og
sendingu Hólmars Amar Rúnars-
sonar. Lokamarkið skoraði vara-
maðurinn Hörður Sveinsson á loka-
mínútu leiksins eftir stungusend-
ingu fyrirliðans Zorans Daníels
Ljubicic sem tók síðan við bikamum
í leikslok.
Þórarinn Kristjánsson var klaufi
að innsigla ekki þrennuna auk þess
sem Keflavíkurliðið fékk mörg góð
færi til viðbótar þeim tveimur
dauðafærum sem þessum snjalla
markaskorara bauðst til að verða
fyrsti leikmaðurinn í sögu bikar-
keppninnar sem skorar þrennu í
venjulegum leiktíma í úrslitaleik.
KA-menn ógnuðu mest eftir
sendingar Deans Martin úr auka-
spymum og homspymum en liðið
þurfti að sætta sig við sitt annað
bikarsilfur á aðeins þremur árum.
Keflavíkurliðið er vissulega fram-
tíðarlið í íslenska boltanum en til
þess að liðið geti stigið næsta skref er
mikilvægt að forráðamenn félagsins
hafi lært af reynslu síðustu ára en
þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Keflvíkingar em með efnilegt knatt-
spyrnulið. Liðið hefur vantað
stöðugleika í sumar sem sést vel á því
að liðið fær á sig flest mörk í
deildinni er verður jafnframt hið
fyrsta til að halda hreinu í gegnum
allar fimm umferðir bikarkeppn-
innar. Nú er allt í hendi til þess að
gera Keflavík að stórveldi í íslenskri
knattspymu og fyrsti bikarinn af
mörgum gæti því verið farinn suður
með sjó. ooj@dv.is
Allt út um allt Keflvíkingar fagna uppi á verðlaunapallinum með því að sprauta vatni hver á annan.
DV-mynd Vilhelm