Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Side 21
DV Sport
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 21
M t
í efstu deild sem vinnur stóran titil í
AF SPJÖLDUM BIKARSÖGUNNAR
Keflavík varð fyrsta liðið til að halda
hreinu út alla bikarkeppnina síðan
liðin fóru að þurfa að fara í gegnum
flórar eða fleiri umferðir til þess að
hampa bikarnum. Keflavík spilaði í
450 mínútur gegn Völsungi, Fram,
Fylki, FIK og KA án þess að fá á sig
mark en Keflavfkurliðið var samt það
lið f Landsbankadeildinni sem fékk á
sig flest mörk.
Aldrei hafa komið færri áhorfendur á
úrslitaleik bikarkeppninnar síðan
hann fór að fara fram á
Laugardalsvelli. Aðeins 2049 manns
mættu á leikinn á Laugardaginn en
metið átti áður leikur Vals og
Keflavfkur árið 1988 þegar 2432
mættu á úrslitaleikinn sem endaði
með 1-0 sigri Vals.
Nýliðar f deildinni hafa aðeins einu
sinni áður unnið bikarinn en
Eyjamenn afrekuðu það fyrir 26 árum
síðan þegar þeir unnu b-lið KR-inga,
2-1, í úrslitaleiknum á Melavellinum
1968. Skagamenn, 1992, eru sfðan
einu nýliðarnir sem hafa orðið
meistarar og því hafa bara þrjú lið á
fyrsta ári unnið stóran titil.
Þórarinn Kristjánsson varð fyrsti
leikmaðurinn í 19 ár sem kemur sínu
liði í 2-0 í
bikarúrslitaleik.
Sfðastur á undan
honum til að
koma sfnu
liði f viðlfka
lykilstöðu var
Framarinn Pétur
Ormslev skoraði
tvö fyrstu
mörkin í 3-1
sigri á
Keflavík 1985.
Best í sumar Hér sést besta og efnilegasta knattspyrnufólk landsins. Frá vinstri Heimir Guöjónsson, bestur, Emil Hallfreðsson, efnilegastur,
Margrét Lára Viðarsdóttir, efnilegust, og Laufey Ólafsdóttir, best. DV-myndir Palli
íslandsmeistararnir tóku stærstu verðlaunin í hófinu
Heimirog Laufey valin best
Líkt og á íslandsmótinu voru það
lið FH og Vals sem tóku stærstu
verðlaunin með sér heim af lokahófi
Knattspymusambandsins sem
haldið var á Broadway á
laugardalskvöldið.
Heimir Guðjónsson var valinn
bestur af körlunum en hann átti
frábært tímabil á miðju meistaranna,
vann langþráðan fslandsmeistaratitil
og bætti nú við mestu viðurkenningu
sem knattspymumaður hér á landi
getur hlotið. FH-ingar áttu einnig
besta leikmanninn í fýrra þegar Allan
Borgvardt var kosinn bestur.
Félagi Heimis og Allans í FH-
liðinu, Emil Hallíreðsson, var kosinn
efnilegasti leikmaðurinn og er þetta í
fyrsta sinn sem FH-ingar hljóta þessi
verðlaun. FH-ingar áttu einnig besta
þjálfarann í Ólafi Jóhannessyni. FH-
liðið átti að lokum fimm af 11
leikmönnum í úrvalsliði sumarsins.
Efnilegust annað árið í röð
Valskonan Laufey Ólafsdóttir var
kosin best hjá konunum en hún átti
mjög gott tímabil með
Hlíðarendaliðinu sem vann sinn
fyrsta íslandsmeistaratitil í 15 ár.
Margrét Lára Viðarsdóttir 18 ára
stelpa úr ÍBV var valin efiiilegust
annað árið í röð en hún hlaut einnig
gullskóinn sem markahæsú leik-
maður Landbankadeildar kvenna.
Eyjamenn fengu reyndar báða
KVENNALIÐ ÁRSINS
Markifi:
Guðbjörg Gunnarsdóttir Valur
Vörnin:
(ris Andrésdóttir Valur
Pála Marie Einarsdóttir Valur
Guðrún Sóley Gunnarsd. KR
Málfríður Sigurðardóttir Valur
Miðjan:
Karen Burke ÍBV
Laufey Ólafsdóttir Valur
Edda Garðarsdóttir KR
Hólmfrlður Magnúsdóttir KR
Sóknarmenn:
Margrét Lára Viöarsdóttir ÍBV
Nlna Ósk Kristinsdóttir Valur
gullskóna því Gunnar Heiðar Þor-
valdsson var markahæstur í Lands-
bankadeild karla. Eh'sabet
Gunnarsdóttir var kosin besti þjálf-
arinn hjá konunum. Þá var Garðar
Öm Hinriksson kosinn besti dóm-
arinn í fyrsta sinn. ooj@dv.is
KARLALIÐ ÁRSINS
Markifi:
Bjarni Þórður Halldórsson Fylkir
Vörnin:
Freyr Bjarnason FH
Sverrir Garðarsson FH
Gunnlaugur Jónsson (A
Tommy Nielsen FH
Miðjan:
Atli Sveinn Þórarinsson KA
Heimir Guðjónsson FH
Bjarnólfur Lárusson (BV
Emil Hallfreðsson FH
Sóknarmenn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (BV
Grétar Hjartarson Grindavík
Hver heldur eiginlega með Grimsby?
f síðustu viku var ég
snupraður af knattspymu-
ddmara - gallhörðum Vík-
ingi. Einhverju sinni hafði ég
nefnilega misst það út úr mér
í sjónvarpi að góð vinkona
mín væri eini stuðningsmað-
ur Grimsby Town á íslandi.
„Við erum þrjátíu sem höld-
um með Grimsby," upplýsti
dómarinn og bætti því við að
Bolta bullið
eftir
Stefán
Pálsson
hann héldi nákvæma skrá
yfir söfnuðinn.
Að þijátíu íslendingar skuli
halda með miðlungsliði í gömlu
fjórðu deildinni er í sjálfu sér rann-
sóknarefiii.
Ef til vill má skýra þetta með
samviskubiti þjóðarinnar eftir
sigrana í þorskastríðunum, sem
lögðu Grimsby í rúst? Ætli Hull
City eigi þá ekki líka dyggan hóp
aðdáenda hérlendis?
Níutíu sérvitringar?
Segjum sem svo íslenskir
stuðningsmenn sjóaranna frá
hafharbænmn fylli þriðja tuginn,
hversu margir ætli fylgismenn ný-
liðanna þriggja í úrvalsdeildinni
séu þá? Skjótum á svona tuttugu
WBA-menn og eitthvað svipað
hjá Norwich. Crystal Palace var
mikið í sviðsljósinu fyrir
nokkrum árum og Hermann
Hreiðarsson lék þar við góðan
orðstír. Talan fjörutíu gæti því
verið nærri lagi.
Út frá þessari tölfræði ættu
ekki nema 90 manns að hafa
áhyggjur af þeirri staðreynd að
liðin þrjú, sem komu upp úr
fyrstu deildinni í fyrra hafi ekki
unnið einn einasta leik fyrr en
komið var fram í október.
Verður að telja líklegt að ný-
liðamir þrír fari allir beina
leið niður aftur, í fyrsta sinn
síðan 1998 þegar Bolton, Bamsley
og Crystal Palace máttu bíta í það
súra epli.
Þeir ríku verða ríkari
En staðan á botni deildarinnar
segir okkur meira en að nýliðamir
séu með slappasta móti. Hún er
angi af stærra vandamáli - gjánni
sem myndast hefur milli ensku úr-
valsdeúdarinnar og deildanna þar
fyrir neðan. Gjá sem fer stöðugt
breikkandi. Helsta tekjulind knatt-
spymuliða á okkar tímum em
greiðslur fyrir sjónvarpsrétt. Áætl-
að er að neðstu liðin í efstu deild
hali inn tífaldar sjónvarpstekjur á
við toppliðin í deildinni þar fyrir
neðan.
Þau lið sem komið hafa upp í
úrvalsdeildina og náð að pluma sig
þar skiptast í tvo hópa. Annars
vegar félög með vellríka bakhjarla
sem dæla peningum í kaup á leik-
mönnum. Hins vegar em það félög
á borð við Chariton eða Bolton,
sem hafa náð að spila skynsamlega
úr litlu, en njóta nú ávaxtanna af
sjónvarpsgróðanum. öll lítil félög í
Englandi dreymir um að verða
eins og Charlton, komast í efstu
deild og þrauka meðal þeirra
bestu. Því miður er líklegra að slík
ævintýri endi með ósköpum, falli
niður um deild og miklum fjár-
hagsvandræðum - líkt og
Swindon, Barnsley, Bradford og
Úlfamir mátm reyna.