Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004
Fókus DV
Nauðsynlegt tæki?
Hlutverk lyginnar í pólitík
Sagnfræðingafélagið heldur
áfram hádegisfundum sínum í Nor-
ræna húsinu á morgun, þriðjudag,
og verður þar fram haldið umræðu
um valdið. Gagnmenntaður heim-
spekingur, Jón Ólafsson, talar þá um
„Vald og stýringu. Um hlutverk lyga
í stjórnmálum." Jón hefur á undan-
fömum misserum tekið nokkrum
sinnum til máls um pólitískt ástand
og alltaf fundið önnur sjónarhorn en
þá sem flestir hópast á. Stutt ágrip af
erindi hans er svohljóðandi: „Við lif-
um við þá undarlegu mótsögn að
lygar em hvort tveggja í senn nauð-
synlegt tæki stjórnmálanna og at-
hæfi sem allir stjórnmálamenn, og
þeir sem með völdin fara hverju
sinni, hafiia. Það að stjórnmála-
menn geta beitt lygum og beita
þeim sýnir okkur að vald ræðst ekki
nema að hluta af veruleikanum
hverju sinni. Það ræðst einnig af
væntingum sem skapa má með
þeim sem stjómað er. Lygar em
meðal þeirra stýringartækja sem
stjórnmálamaðurinn getur illa neit-
að sér um. I margbrotnu samfélagi
nútímans verður meðferð lyginnar
hins vegar sífellt flóknari og áhættu-
samari." í fyrirlestrinum verða rædd
nokkur dæmi um viðhorf heimspek-
inga til lyga í opinbem lífí og endað
á hugleiðingu um stöðu lyginnar í
samtímastjórnmálum.
Fyrirlesturinn hefst stundvíslega
kl. 12.05
■»»
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
BÚIÐ er að velja Kaldaljós eftir Hilmar
Oddsson sem framlag okkar til Ósk-
arsverðlauna Ideildinni fyrir kvikmyndir
ú öðrum tungumálum en ensku. Kay
Pollak er leikstjórinn framlags Svia, Sð
som i himmelen - Svo á himnum -sem
er framleidd fyrir sænska og danska pen-
inga. Norðmenn völdu mynd Erik Poppe
Hawaii, Oslo sem ersögð minna á amer-
Iskar blómyndir á borð við Short Cuts og
Magnolia. Danska framlagið er veriö að
sýna hér á Dönskum dögum en það er
mynd þeirra Jargens Leth og Lars von Tri-
er, De fem benspænd eða Fimm hindran-
ir.
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN iReykjavík mun
vera staöráðin f að halda rekstrinum
áfram þó styrkur borgar og ríkis renni nú
til einkafyrirtækis, Alþjóðlegu kvik-
myndahátiðarinnar I Reykjavik. Verður
gaman að sjá hvernig sá slagur verður
og ekkislður
hvaða afstöðu
Flugan
opninberir starfs-
menn og stjórn-
málamenn taka til þeirrar stöðu sem
komin er upp Irekstri hátíðanna. Sam-
kvæmt jafnræðisreglu ættu báðar hátlðir
að njóta jafn hárra styrkja frá hinu opin-
bera.
SINFÓNlAN heldur opinn fund I kvöld
þar sem rætt veröur um stöðu hljóm-
sveitarinnar. Umræðurum verkefnaval,
einkum hlutfall innlends efnis,
voru fyrirferðarmiklar á síð-
um Moggans eftir ágætar
ádrepur Jónasar
Sen bæði I Mogg-
anumogeinsl
TMM, en fáir
þorðu aðsegja
nokkuðsemá
vartakandi.
Þorkell Helga-
son stjórnar-
formaður
Sinfó bar
ILesbók, undir
lokin. Vonandi geta menn leyst afsér
keflið og talað frjálslega um stöðu Sinfó I
kvöld. Einkum verður fróðlegt að heyra
viðhorf Þrastar Ólafssonar fram-
kvæmdastjóra sem hefur tekið á sig
stöðu listræns stjórnanda grúppunnar.
Hann skrifar til dæmis formála að glæsi-
legum bæklingi hljómsveitarinnar um
verkefnaskrá vetrarins. Fundurinn erkl.
201 Iðnó.
LEIÐARI Moggans á föstudaginn var tek-
inn upp I vefriti
Lands og sona,
enda ekki
nema eðli-
legt. Rltstjórn-
arstefna
blaðsins
heimtarí
fyrsta slnn
,gagnrýnin
augu“ástefnu
sjónvarpsstöðva
um hlut Islenskra heimildarmynda I dag-
skrárstefnu þeirra. Vonandi ná sjónarmið
Moggans og margra íslenskra kvik-
myndagerðarmanna inn I frekari umræðu
um leyfisskilyrði fyrir sjónvarpsstöðvar. En
tilvitnunin hljóðar svo:„Þau tækifæri
verða þó tæpast til nema hér verði til við-
unandi markaður fyrir sllkar myndir,
þ.e.a.s. hjá Islenskum sjónvarpsstöðvum,
sem hingað til hafa ekki verið mjög öflug-
ir kaupendur að sllku efni; i það minnsta
ekki eftekið er tillit til þess hversu mikið er
nú framleitt afþvi hérá landi. Kaupstefna
sú, sem er hluti afNordlsk Panorama,
skiptir kvikmyndaheiminn á Norðurlönd-
um miklu máli, Islenskan kvikmyndaheim
ekki slður en þann erlenda, enda hitta
kvikmyndagerðarmennirnir þar fyrir þá
sem sjá um úthlutanir úr opinberum sjóð-
um, fjárfesta og þá sem kaupa inn fyrir
sjónvarpsstöövarnar. Með aukinni grósku
I Islenskri kvikmyndagerð er full ástæða til
að horfa gagnrýnum augum á hlutverk
sjónvarpsstööva, sem ættu að sýna mun
meira aflslensku efni en raun ber vitni.“
Arthur Miller er aö verða níræður og enn hafa menn mestan áhuga á sambandi
Að klára kvikmynd hefur stundum reynst mönnum erfitt. Fræg-
ar eru sögur af einni síðustu kvikmynd Marilyn Monroe sem var
tekin í eyðimörkinni við Reno í Nevada. Það var þurrt sumar.
Með henni á setti voru Clark Gable, en þetta reyndist einnig vera
hans síðasta mynd, Montgomery Clift, önnur brotin stórstjarna,
og þáverandi eiginmaður hennar, leikskáldið Arthur Miller.
Kvikmyndin hét The Misfits, leik-
stjórinn var John Huston. Myndin
greindi frá hópi fölks sem hraktist
saman í skjóli éyðimerkurinnar.
Gable, gamaíU kúreld, Monroe, frá-
skilin kona á þvælíngi. Handritið var
eftir Miller. Hjónaband þeirra Mon-
roe var komið í strand. Tökur gengu
erfiðlega og aðalleikkonan var oft for-
fölluð.
Nýtt leikrit frumsýnt í Chicago
Nú hefur Miller öðru sinni snúið
sér að stuttu hjónabandi þeirra Mon-
roe. Nýtt leikrit eftir hann, sem sækir
sýnilega í dapurlegan endi hjóna-
bands þeirra í eyðimörkinni, verður
frumsýnt í Chicago og leikur Matt-
hew Modine þar ungt leikskáld sem
er fast í kvikmyndatökum með
stjömu sem er að gefast upp í lífsbar-
áttunni.
Ég hef syndgað...
Fyrra verk Millers sem vísaði beint
í hjónaband þeirra Monroe skrifaði
hann 1964 og kallaði After the Fall
eða Eftir syndafalliö eins og það kall-
aðist á íslensku. Það er martraðar-
kennd lýsing á lífi rithöfundar sem er
í senn plagaður af samviskukvölum
vegna svika sinna fyrir opinberri
rannsóknarnefnd þar sem hann hef-
ur vitnað gegn vinum sínum, og ekki
síður þjáður af svikum við eiginkonu
sína, breyska sál í fögrum líkama.
Syndafallið hefur aldrei þótt í hópi
bestu verka Millers en fékk þó, fyrir
nokkrum árum, ágætar undirtektir
þegar það var tekið til sýninga á ný í
London og víðar.
Nær níræðu
Miller er 88 ára og er enn í fullu
íjöri, skrifar samkvæmt venju og hef-
ur átt ágæt verk á fjölnum. Haft er eft-
ir Modine að nýja verkið sé eins og
eftir ungan mann. Þar ræðst Miller
harkalega að Strasberg-hjónunum
en þau vom kennarar Monroe frá
New York og ráðskuðust mikið með
hana.
Strasberg var byltingarsinnaður
leikhúsmaður í sinni tíð og þjálfaði
marga merka leikara á síðari hluta
tuttugustu aldarinnar; Newman,
Pacino og margir fleiri voru nemend-
ur hans. Sjálfur lék hann frægt hlut-
verk í Guðföðurnum öðrum hluta,
Hyman Roth.
Miller er sem sagt að gera upp
reikningana.
Gamansamt verk
Miller segir verkið vera grín um
kvikmyndabransann. Modine segir
það blöndu gamans og alvöm. Hvað
er hægt að gera þegar stjarnan á sett-
inu vill ekki leika lengur en það em
átta dagar eftir af tökuplaninu?
Sýningin verður leikin í borg vind-
anna fram eftir hausti en síðan flutt
til New York. Þaðan stendur til að
flytja hana til London þar sem Kevin
Spacey ætlar að sýna verkið, Að klára
kvikmynd - Finishing the Picture, á
Old Vic sem hann stýrir þessi misser-
in.
Á annarri hæð Þjóðarbókhlöðunnar er lítil en snotur sýning-
araðstaða í fordyrisrýminu við hlið kaffistofunnar. Þar
stendur nú yfir sýning í tilefhi hundrað ára sögu hljóðritunar
á íslandi. Sýningin var opnuð þann 25. september og verður
uppi fram í miðjan nóvember. I sýningunni er stiklað á stóru
í sögu hljóðritunar á íslandi.
Sýningin er hönnuð af Ólafi
EngÚbertssyni og er sett upp á
stóra fleka en á þeim er
margvíslegt grafi'skt efhi. Þetta er
tækni sem Ólafur hefur beitt
nokkuð lengi í ýmsum sýningum,
bæði á vegum Leikminjasafns og
einnig Smekkleysu-sýningarinnar
sem víða hefur farið. Fyrir neðan
flekana eru sýningarkassar með
minjum frá hundrað ára sögu,
plötum, tækjum og prentefni.
Galli er hversu lítil sýningin er:
hér vantar til dæmis frumritunina
frá seinni tfmum: tveggja rása og
fjögurra rása segulbandið, marg-
rása böndin eins og þau þróuð-
ust.
Sögukver
I tengslum við sýninguna er
ugestum gefin lítil kver sem rekja
þessa merkilegu sögu. Þar segir af
vaxhólkum, hljómplötunni þegar
hún kom til og hvernig hún þró-
aðist.
Ekki er minnst á sögu Stjörnu-
plötunnar, enda ólíklegt að nokk-
uð af þeim sé lengur til, en fróð-
legt væri að vita hvort heimildir
eru til um hversu margir notuðu
þá tækni til hljóðritunar á rödd-
um sínum upp úr 1930.
Þá er ekki sagt frá hversu
margvíslegt efni var hljóðritað hér
sumarið 1930. Er einhvers staðar
til platan með lestri Mörthu
Kalman á ævintýrum?
Skortur á heimildum
Þessi litla sýning er himin-
hrópandi merki um skort á út-
gefnum heimildaritum um þessa
sögu og minnir um leið á að löngu
er orðin
þörf á að
þjóðin hafi
aðgengi að
þessum
afritunum á
netinu.
Eitthvað
má finna um
þetta efni í
riti Gunnars
Stefánssonar
um Ríkisút-
varpið og á
netinu er
hægt að lesa
stórmerka
doktorsrit-
gerð Bjarka
Sveinbjörns-
sonar um tón-
listarstarf í landinu á síðustu öld.
Undarlegt er að þessi ritgerð skuli
ekki komin á prent með eðlilegri
og sjálfsagðri myndlýsingu.
Hvar er RUV?
En hvar er Ríkis-
útvarpið á þessu af-
mæli? Hvar er
hryggjarstykkið í
dagsláá afmælisárs-
ins; Vikulegur
þáttur sem gerir
grein fyrir þróun
hljóðritunar og flyt-
ur okkur alla bút-
ana, högtin og
stökkin í þessari
merkilegu sögu?
Enn má ná f
margar heimildir
áður en þær skríða
inn í gleymskuna.
En á meðan getum
við skoðað prýði-
lega sýningu sem
er áminning um
ritunarhátt sem er
alltaf að verða mikilvægari í sjálfs-
vitund okkar.
álkum til geisladiska
au(»i (tob • HíitóUA"1*1
og 1 RflÚMÍtvaipinu
J5. „pumbci - 14.