Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Síða 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 25 Þýskar og amerískar barnabækur í Þjóðarbókhlöðu Sýning og fyrirlestrar í tengslum við Barnabókaviku sem hófst í síðustu viku verður opn- uð sýning á myndskreytingum í am- erískum og þýskum barnabókum í Þjóðarbókhlöðunni á þriðjudag og stendur í tíu daga. Sýningarnar eru hlutí af barnabókadagskrá sem verður í Þjóðarbókhlöðu 5.-7. októ- ber. Kjarninn í sýningunni eru 100 nýjar bandarískar barna og ung- lingabækur og er úrvalið kallað Ima- ges of Children in Contemporary U.S. Children’s Literature. Það er bandaríska sendiráðið sem hefur keypt og gefið Landsbókasafhi ís- lands - Háskólabókasafni úrvalið. Hins vegar er farandsýning á þýskum bama- og unglingabókum sem Goethe Zentrum hefur fengið að láni frá Internationales Jugend- bibliothek og heitír: Deutsch- sprachige Kinder- tmd Jugend- bucher der Gegenwart. Við opnunina á morgun verða flutt stutt yfirlitserindi, annað um bandarískar og hitt um þýskar barnabókmenntír. Það eru sérfræð- ingarnir dr. Carole Scott frá San Diego háskólanum í Kaliforníu og dr. Bettína Kummerling-Meibauer dósent við Háskólann í Tubingen sem flytja erindin. Fleiri fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni á miðviku- dag kl. 16 og fimmtudag kl. 16. Fyrri daginn tala þær Maria Nikolajeva frá Háskólanum í Stokkhólmi og Nina Christíansen frá dönsku barnabóka- stofruminni, en seinni daginn þau Kimberley Reynolds frá Háskólan- um í Newcastle og David Rudd frá Bolton Instítute í Bretíandi. Sýningarnar verða opnar í Þjóð- arbókhlöðunni 5.-15. október en fara þá út á land. Richard Avedon 1923-2004 Frægur Ijósmvndani látinn Richard Avedon lést á föstudaginn af heilablóðfalli. Hann hafði veikst við myndatökur í Texas fyrir grein um lýðræði fyrir The New Yorker. Með fráfalli hans fækkar enn í þeirri kynslóð Ijós- myndara Vesturlanda sem setti hvað sterkaastan svip á þróun greinarinnar frá miðri síðustu öld. Helmut Newton lést fyrir nokkrum vikum og Cartier Bresson dó í ágúst síðastiiðnum. Þeir týna tölunni þessir stóru og um leið hækka myndir þeirra í verði á alþjóðlegum markaði ljósmynda, markaði sem hefur ekki enn teygt anga sína hingað. Avedon var mótaður sem ljósmyndari í stríðinu. Hann var í ljósmyndadeild ameríska hersins þar sem menn voru þjálfaðir í hröðum vinnubrögðum og urðu að leita uppi myndefrú og velja þau eftir áhrifamætti. Myndimar urðu að hafa áhrif á áhorfandann, hafa skýra sögu og formlega byggingu samkvæmt reglum klassískr- ar myndhugsunar. Það var góður skóli. Hann kenndi mönnum líka mannúð og tamdi þeim að skoða ver- öldina nakta í blygðunar- lausu ástandi sínu. Glanstímarit Avedon var síðan ráð- inn til Harpers og stofnaði 22 ára sitt eigið stúdíó. Hann sóttí kúrsa í hinum fræga skóla New School of Social Research þar sem Diane Arbus og Eva Arnold lærðu, meðal annarra, en Avedon var í starfsliði Harpers til 1965 þegar hann var ráðinn til Vogue en frá 1992 var hann fyrsti ljósmyndari The New Yorker. Það var glanstímaritið sem gerði hann að listamanni. Hann gat valið útfærslur sjálfur og stýrt uppstillingum og frá honum þróaðist mannamyndin, var svarthvít heim- ild á björtum fleti framlýst en skuggalaus eins og maður- inn væri nakinn og einn móti hvítri eiltfðinni. Áhrif hans sjást meðal annars í útskornum myndum á sfðum þessa blaðs. Hann kom einnig á þeim sið að ramma myndir sínar með svörtu óskýru og ójöfnu striki úr framköllunarklef- anum og rauf þannig hinn snyita frágang myndarinnar, hún varð til gagns en ekki skartgripur. Tískuljósmyndir Meginviðfangsefni Avedons voru tískuljósmyndir. Jafnvel þar braut hann línurnar, viðfangið varð ekki bara gfna í fötum, heldur lifandi manneskja. Og mannamynd- ir hans urðu mörgum til eftirbreytni. Hann gaf út bækur með myndum sínum strax 1964: Nothing Personal og síðar komu merk heimildarit: The Sixties með myndum af helstu áhrifamönnum þess tíma, The Family með myndum af áhrifamestu mönnum Bandarfkjanna 1976 og American West með myndum frá hinu goðsagna- kennda vestri Bandaríkjanna. Hann gerði því margt fleira en að skrá tuskubransann. Stjarna Avedon var stjarna. Hann var reyndar gerður að per- sónu í frægri kvikmynd, Funny Face með Fred Astaire, en stjömuglansinn var á þétt prentaðri örk offsetsins. Myndir hans em svo nálægar að það er sárt að snerta þær og verk hans hafa meira en margt annað mótað vit- und okkar um einstaklinga þeirrar stóm þjóðar sem býr vestan við okkur, svo margbrotin og brotgjöm sem hún er. r ichard Avedon spjallar við ■ sinnar I London árið 1995. Richard Avedon Ljósmyndarinn Díönu prinsessu á opnun sýningar Ljósmyndin á veggnum er afTwigt Allt breytt Okkar þjóðleikhús og það breska Það ætti að vera hressandi fyrir nýjan Þjóðleikhússtjóra að lesa um framgang Nikulásar Hytner í London en hann hefur stýrt breska þjóðleikhúsinu í eitt og hálft ár. Hann er búinn að hrista svo upp í National að menn í bresku press- unni tala um að það sé orðið allt annað hús. Fyrst réðist hann í að lækka miðaverð- ið á þeirri forsendu að það þyrfti fleiri áhorfendur. Það komu 150 þúsundum fleiri í húsið strax fyrsta árið. Hann réðist í að setja upp mjög urn- deild verk eins og Jerry Springer óperuna - já ópem um Jerry Springer, sem sló alla kalda og dró fullt af ungum áhorfendum í húsið. Hann veðjaði á pólitískt efrii, réði Dav- id Hare til að skrifa leikrit um aðdraganda stríðsins f írak, sem væri svona álíka og að Tinna Gunnlaugsdóttir réði Ólaf Hauk til að skrifa leikrit um fjölmiðlamálið. Hann tók upp nýja stefnu í sviðsetn- ingu barnaleikrita, lét leikgera Lúmska hmTinn eftir Pullmann og lét af þessari Egner/Lindgren-stefnu sem er að drepa stóm leikhúsin á íslandi og er bara alveg úr takt við það sem er að gerast í heimi barna. Næstu skref Nú gengur hann skrefinu lengra. Gerðir em samningar við frjálsa leikhópa og skortir ekki dirfskuna, tekur upp samstarf við grúppu sem vinnur hverja sýningu í samstarfi við áhorfendur hverju sinni. Hann leggur áherslu á að það verði að brjóta múrana utan af leikhúsinu og gera það að virku afli í samfélaginu, vísar til þess hvað Tate hafi gert með myndlistina og er þá skammt fyrir okkur að skilja hvað við er átt, sýning Ólafs Elíassonar gerði útslagið með það. Margs konar leikhús Hann vill sjá margs konar leikhús á suður- bakkanum. Hugmyndir hans em reyndar ekki nýjar af nálinni en hafa ekki verið uppi við í áratugi. Á sínum tíma, fyrir 1970, var Joan gamla Littlewood að tala á sömu nótum og vildi stofna leikhús á suðurbakkanum þar sem allskyns listír ættu skjól. Hún talaði á sömu nótum en skortí bæði fjármagn og hljómgrunn. Hvað geturTinna lært? í viðtölum um helgina hefur Edda Heiðrún úttalað sig nokkuð um rekstur Þjóðleikhúss. Hún talar um starfssvið ungs leikhúsfólks. Hilmar Jónsson talaði í viðtölum helgar- innar um opinn vettvang í Hafnarfirði. Það eru ýmis teikn uppi um að leikhúsbransinn á íslandi þurfi gagngerrar endurskoðunar við, bara til að laga sig að tímanum. Og í þeim uppskurði væri hollt að líta til úrræða Hytner á suðurbakka Thames í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.