Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2004, Blaðsíða 11
Hljómsveitin hjálmar gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Hljóðlega af
stað. Nafn plötunnar er þó ekki lýsandi fyrir undirtektirnar því
sveitin er á allra vörum. Tónleikar hennar eru fjölsóttir og stuð-
miklir, um síðustu helgi er t.d. talið að aðsóknarmet hafi verið
slegið þegar hjálmar tróðu upp á Grand Rokki.
Tónleikadagskrá
hjálma er stíf þessa
dagana en törninni lýk-
ur um næstu helgi. Þá
halda Steini og Petter
tii Svíþjóðar.
svarið
eftir Þorstein Einarsson
greið er leiðin, lindin tær
ógnin er farin, vatniö þvær
hvítþvegið hliöið, dagur nýr
hér er kveðið, óttinn flýr
í hyldýpið sting mér
ólgandi hraunið, eilíföarhver
Gagnrýnendur og aðrir tónlistar-
spekídantar ausa lofi á hjálma. Bæði
platan og tónieikar fá toppeinkunn
hjá blaðamönnum dagblaða og tíma-
rita.
„Þetta byrjaði bara sem tilraun
hjá okkur Sigga og Kidda,“ segir
Kristinn Snær Agnarsson trommu-
leikari. „Við vildum ná ákveðnu
reggísándi. Kindin Einar var fyrsta
lagið sem við bjuggum til. Steini
sver það af sér,“ segir hann og lítur
yfir til Þorsteins Einarssonar söngv-
ara, sem er einn aðallagahöfundur
hjálma.
sögn Kristins, líf sitt á „hold“ á með-
an plötunni er ýtt úr vör. Hann
vinnur um þessar mundir í Geim-
steini og vekur mikla athygli Kefl-
víkinga.
hygli fyrir kúreka-útgáfu sveitar-
innar og Steins Ármanns Magnús-
sonar á lagi Sigur Rósar, Flugufrels-
aranum.
Það kom fáum á óvart að hjálmar
skyldu taka upp í Geimsteini. Kiddi
er meðeigandi hljóðversins, auk
þess sem Siggi er heimalningur þar
og íhlaupaspilari. Þeir tveir stjóm-
uðu upptökum á Hljóölega af staö.
Afraksturinn er alvöru, íslensk
reggíplata.
Ekki einungis vegna reggí-takts-
ins, tilfmningin er einnig ekta.
kannski þú spyrjir, en svarið þaö er
frá örófi alda, allt sem er
er til handa mér og þér
fjalliö að fjöru skríður
eldur í jörðu þíður
ef aö þvi kemur syndaflóð
mannfólkið sefur, heyr þinn óð
Ekki mannsnafn og
skrifað með litlu h-i
„Ég vil skrifa hjálmar með litlu
h-i. Ég geri það alltaf,“ segir Siggi,
Sigurður Halldór Guðmundsson
hljómborðsleikari, sem mætir örlít-
ið seinna en hinir í viðtalið. „Hið
akademíska kortér. Það er venjan
hjá Sigga,“ segir Steini rólega.
Nafn sveitarinnar vekur jafhan
misskilning. Margir telja vera um
mannsnafnið Hjálmar að ræða en
svo er ekki. „Okkur finnst þetta
skemmtilegur ruglingur," segir
Kiddi.
Annar ruglingur sem bólað hefur
á er að hjálmar séu einskorðaðir viö
reggi, þar sem platan fylgir þeirri
stefnu. „Viö erum á móti svona
„labelum". Þau geta farið illa með
hljómsveitir," segir Kiddi. „Það var
hálfgert slys að platan varð reggí í
gegn,“ segir Siggi. „Næsta plata gæti
orðið allt öðruvísi. Þessi var mjög
jákvæð. Næsta gæti orðið mjög ...
nákvæm?"
ir eða algjörlega ömurlegir."
„Þið eruð ágætir, strákar. Hafið
ekki áhyggjur af þessu," segir
Steini.
kannski þú spyrjir, en svarið það er
.. innra með þér
Petter grúvar hina í kaf
Tónleikadagskrá hjálma er stíf
þessa dagana en törninni lýkur um
næstu helgi. Þá halda Steini og Pett-
er til Svíþjóðar. „Pásan verður von-
andi okki of löng, ehem,“ segir Siggi
og lítur yfir til Steina. „Kannski
splæsum við flugmiða á þá. Eða
fáum sponsor til þess,“ segir Siggi
en tekur orð sín fljótt til baka. Tek-
ur skýrt fram að hjálmar vilji ekki
vera kostaðir af einum eða neinum,
hvorki á plakötum né í háloftum.
Steini ætlar að snúa sér að frekari
upptökum í Svíþjóð. Meðal annars á
sólóplötu sem hann er búinn að
ganga lengi með í maganum. „Ég
beið með bestu lögin fyrir sjálfan
mig. Er egóisti í tónlist og viður-
kenni það fúslega."
Hinir virðast sammála þessu.
Segja Steina verða alvarlegan þegar
hann klárar sólóin sín. Þá sé sviðs-
ljósið ekki lengur hans. Petter tekur
völdin.
„Allt bandið fólnar í samanburði
við Petter. Þvílík sviðsframkoma."
bréflð
eftlr Elnar Georg Einarsson vandræöa-
skáld, fööur Þorsteins söngvara
ég skrifa bréf þótt skaki vindar hreysi
og skrifta fyrir þér
ég tíunda mitt eigið auðnuleysi
og allt sem miöur fer
Rúni Júl vel slakur
Rúnar Júliusson er búinn að fylgj-
ast með hjálmum frá fæðingu. Hann
var jafnan staddur í Geimsteini um
leið og þeir að spila skák í tölvunni
sinni. „Svo skaut hann stundum inn
hausnum á æfmgum og sagði: „Þetta
er vel slakt, strákar." Þetta hljómar
kannski ekki vel úr allra munni en
frá Rúna var það frábært," segir
Siggi.
Talið berst nú að upptökum fyrir
Sjónvarpið á næstu dögum. Siggi
nennir ekki aö taka Hammondinn
með fyrir upptökur á Ópi. „Við tök-
um þetta með gítörum." Hljómborð-
ið fær hins vegar að fljóta með þeg-
ar þeir mæta í Gísla Martein, sem
verður sendur út á morgun.
því hafin yfir hversdagsieikann gráa
ert þú hjartans vina mín
ég Ijósiö slekk og langt I fjarskann
bláa
leitar hugurinn til þín
svo ber ég eld að bréfkominu mínu
þá batnar vistin hér
því fölur loginn fyllist brosi þínu
sem að fýrirgefur mér
og þannig brúar þessi litla skíma
þagnarinnar hyl
þú huldumey sem handan rúms og
tíma
heföir getaö verið til
Fálkarnir og Geimsteinn
hjálmar eru gamlir og góðir vinir.
Kristinn og Steini eru að austan,
kynntust í Hallormsstaðaskóla. Þeir
stofiiuðu fyrsta bandið sitt saman,
Gulu gardínumar, og voru, eins og
áöur kom fram, saman í tónlistar-
námi í Svíþjóð.
Kiddi gítarleikari, Guðmundur
Kristinn Jónsson, og Siggi eru hins-
vegar báðir frá Keflavík. Þeir eru
báðir meðlimir í Fálkum frá Kefla-
vík. Fálkarnir gáfu út plötuna Ástar-
kveöja frá Keflavík og stuttskífu
samnefnda sér, sem vakti mesta at-
mött er hin meyrasta
eftir Sigurö Halidór Guömundsson
Brjáluð
mött er hin meyrasta taug
meöulin óhæf til bótar
í myrkrinu dufla við draug
dragandi fjötur án fótar
grá veður, grugguga laug
gisti ég foröum og skemmti
skrattanum, skellti og flaug
slóttugur frá því sem henti
tónleikastemning
Kröftugar undirtektir fylgdu
hjálmum frá fyrstu tónleikum. Þó-
nokkur aðdáendahópur myndaðist
fljótt. Kjaminn mætir á alla tónleika
og syngur hástöfum með. Strákamir
undrast það hversu fljótt áhorfendur
hafa lært lögin. „Þetta er furðulegt.
Það er ekki nema mánuður síðan
platan kom út,“ segir Siggi og bætir
við að þeir þakki hljómsveitinni
Lokbrá hluta stemningarinnar. Hún
sjái um „krád kontról" á tónleikum.
„Heyrið! Gaurinn sem er byrjaður
að mæta alltaf, þessi með dredd-
ana,“ skýtur Steini inn i. „Hann vill
endilega hjálpa okkur og tók að sér
að dreifa plakötum."
Ekki eru hins vegar allir hrifnir
af hjálmum. Strákamir fá sinn skerf
af neikvæðum kommentum. Mörg-
um finnst þeir ömurleg hljómsveit.
Kristni er óánægður æskuvinur
minnisstæður: „Hann sagði okkur
vonlausa. Sá reyndar eftir því þegar
hann fræddist um meðlimina."
„Það er gott,“ segir Siggi. „Að
fólki finnist við annað hvort frábær-
Remix-plata í bígerð
hjálmarnir stressa sig ekki mik-
ið á framhaldinu. Líklegast hittast
þeir næsta vor og setja sig í stell-
ingar fyrir upptökur á annarri
plötu. Áður en það gerist er á
teikniborðinu plata með endur-
hljóðblöndunum af Hljóölega af
staö. Ampop og Delphi vilja vera
með á henni. Gus Gus langar
einnig að gera housemix af Varúö.
„Varúö væri annars fint lag í aug-
lýsingu fyrir Umferðarstofu: „Var-
úð! Það er svo hált - og vesenið út
um allt.“ Það væri flott. Að hvetja
fólk til að fara varlegar: hjálmar
eru nauðsyn," segir Siggi að lokum
og hlær.
Fyrir þá sem vilja kynnast hljóm-
sveitinni enn betur má benda á tón-
leika hennar á Kapital í kvöld, í
Stúdentakjallaranum á morgun og á
Airwaves næstu helgi. Þá fæst gæða-
platan Hljóðlega af stað í flestum
plötuverslunum.
en óð fluga vappar um velsæmið mitt
og vendir sér síðan að drottni
hendir sér flöt upp í hásætið sitt
heygður, hún segir hann rotni
hjálmar í fimmta gír
„Svo leið rúmt ár. Við vorum sátt-
ir, ætluðum ekkert endilega að gera
meira. Þá byrjuðum við að vinna
með Steina og Bréfiö og Varúö, sem
er okkar útgáfa á Caution eftir Bob
Marley, urðu tfi,“ segir Kristinn.
Með innkomu Steina varð at-
burðarásin hröð. Lögin fóru í spilun
á Rás 2. Freyr Eyjólfsson útvarps-
maður hreifst af þeim og bókaöi tón-
leika á Grand Rokki. „Það var spark
í rassinn,“ segir Steini. „Þá vildum
við fara í Geimstein og klára plöt-
una.“ Hann og Kristinn ákváöu að
fá bassaleikarann Petter Winnberg,
félaga þeirra úr tónlistarnámi i Sví-
þjóð, með í sveitina, sem var loks
orðin fullmönnuð.
Petter býr í Svíþjóð en setti, að
menn eru meinsemdar grey
markleysur hafa við Ijótar
truflaðir, trúa því ei
að tímann og sálimar mótar
tarfur sem telur sig mann
en maöurinn telur sig drottinn
brennlr og brýtur sinn rann
brosir svo efstur og montinn
en ástin mun rísa og fljðta hér fram
og fylla loks hjartaö kalda
þó fenni í sporin, hún lifir áfram
um eilífö og aldir alda
Hljóölega afstað fær toppdóma,
jafnt hjá óbreyttum hlustendum sem
gagnrýnendum.
hljómar
Guöm. Kristlnn Jónsson gítar-
leikari. Hljóömaður á RÚV og
einn meðeigenda Geimsteins.
Kristinn Snær Agnarsson trornmu-
leikari. hjálmar byrjabi sam til-
raun hans, Sigga og Kidda.
Siguröur Haildór Guömundsson
hljómborösleíkari. Syngur einnig
tvö lög á plötunni.
Þorsteinn Einarsson söngvarf.
Semur flest lög og texta á
plötunni.
Hljómsveitin hjálmar er ekki gömul í hett-
unni. Hún var fyrst fullskipuö viö upptökur
k í Geimsteini í sumar. í kvöld spilar hún á
\ Kapital, á morgun í Stúdentakjallaran-
\ um og um næstu helgi á Airwaves.
Tö"
f Ó k U S 15. október 2004
TT
15. október 2004 f ókus
>
r*