Sjómannablaðið Nútíðin - 01.12.1934, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Nútíðin - 01.12.1934, Qupperneq 1
(Jólablað) Opinbert málgagn hins Kristilega sjómannafélags Nútfðin. 1, biað 1" Stofnandi: BoyeHoím! | Akureyri, desember 1934. j Aðalstöð: Hafnarstræti 107, 1). | 1. ár 1 Sjá konungur- inn kemur, (Eftir séra Friörik RafnarJ. Aðventan eða jólafastan er byrj- uð. Nýtt kirkjuár er gengið í garð. Aðventutíminn, jólafastan, er undir- búningstími eða aðdragandi jólabá- tíðarinnar, og með henni erum vér minnt á það, þegar Jesús heldur innreið sína til safnaða sinna á jörðu, að fornum komrngssið. Enda hefst fyrsta guðsþjónusta jólaföst- unnar með því, að Iesið er frá altari kirknanna guðspjallið um inn- reið Jesú í Jerúsalem, þessi glæsi- lega frásögtt um síðustu og af- drifaríkustu komu hans til borgar innar. Kirkjuárið bregður svo upp fyrir augu vor sögu Jesú, eins og hún kemur oss fyrir sjónir af frá- sögnum guðspjallanna, allt frá fæð ingu hans, uppeldi, kentiingu og starfsárum fram til dauðans á Ool- gata. Og táknlega hefir kirkjan alltaf skoðað það svo, að Jesús kæmi sífellt aftur'til’safnaða sinna í orði því og kenningu, sem boðað er af kirkjunni, í hans nafni og eftir hans boði, Frá fornum tímum hefir það verið venja að kirkjan hefir notað táknmálið meira og minna til skýr- ingar kenningu sinnu og áhuga- málum, Til er mynd, sem margir hafa séð, sem tákna á komu Jesú til safnaða sinna með jólaföstuinn- ganginum. Myndin sýnir lokað hús; það er orðið kvöldsett og hvergi sézt Ijós í glugga. En við dyrnar stendur Jesús og drepur á. Pað er ekki Jesús guðspjallanna, umferðapredikarinn á vegum Oyð- ingalands, hinn ofsótti og fyrirlitni spámaður frá Nazaret, heldur hínn upprisni Kristur, umvafinn ljóma dýrðar sinnar. Það er táknmynd hins eilífa Krists, sem ailtaf stend- ur við dyrnar og beiðist inngöngu, til þess að færa þeim, sem í myrkr- unurn sitja ljós og líf, táknmynd út af orðum Opinberunarbókarinn- ar: »Sjá, eg stend við dyrnar og kný á«. f þessari mynd og þess- um orðum ritningarinnar: Sjá, eg stend við dyrnar og kuý á« sjáum vér tákn hins eilífa Krists, sem frá öndverðu hefir staðið við dyr mannlegra hjartna og beiðst inn- göngu, þess Krists, sem kom úr dýrð himnanna til frelsis mannkyn- inu, sem sat í skugga dauðans, þess Krists, sem eftir dauða sinn og krossfestingu birtist afur frá ríki hinna lifandi, til þess að boða kraft lífsins, þess Krists. sem enn og æfinlega stendur viðbúinn og kærleiksríkur til þess að liðsinna hverri angraðri sál, sem til hans vill leita. »Sjá, eg stend við dyrnar og kný á«. Það er boðskapur að- ventunnar. Og um víða veröld er nú sungið til lofs og dýiðar kon- unginum konunganna: Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt, þú herrans kristni fagna mátt, pví kongur dýrðar ketnur hér, og kýs að eiga dvöl hjá pér. Þannig hefir kirkjan fagnað hon- um um liðnar aldir. En nú á tím- um mun margur hugsa sem svo: Er þetta annað en þýðingarlaust líkingatal, um þessa andlegu komu og nálægð Krists hjá oss? Er þetta annað en eitt af þessum venjuiegu leifum gamals táknmáls, sem enga stoð hefir í veruleikanum. Það er í rauninni von að margur spyrji svo, því að öllum er oss kunnugt að aðventan og jólakoman og þýð- ing hennar er yfirleitt ekki svo Ijós eða áberandi í trúarlífi manna, að ástæða sé til að halda að menn almennt hafi það á tiifinningunni að Kristur standi víð dyrnar, að hann og andlegir hjálpendur hans séu sífellt nálægir og reiðubúnir til hjálpar þeim, sem opnar fyrir hon- um. Oss skortir þá daglegu með- vitund andlegrar nálægðar himn- eskra krafta, sem Jesús kom til að opinbera í mannheimum. En það er grundvallaratriði allrar trúar að byggja lífs- og heimsskoð- un sína á þeim sannleika, að auk þessarar tilveru sé til ósýnilegur heimur, og að hinna duldu raka tilverunnar verði að leita út fyrir hið sýnilega. Án þessarar fullvissu geta engin trúarbrögð átt tilveru sína, og sé kippt fótum undan þeirri lífsskoðun, þá er um leið kippt fótum undan öllu því, sem kallast getur trú. Margur heldur því fram nú á dögum, að þessi trú, eða öllu heldur þráin eftir að geta hallað sér að einhverju æðra en því, sem hér er fyrir h^ndi, sé mönnum svo í blóöið borin, að trúarþráin sé ekki annað en einn mikilsverðasti þátturinn í sálarlífi hvers andlega heilbrigðs manns. Þess vegna hafi líka verið trú á jörðu, sfðan hinn fyrsti maður varð til. Og til sönnunar þessu er það, að jafnve! frá fyrstu bernsku mann- kynsirs, hefir engin trú verið til, sem ekki hefir bygit á þessum hornsteinurn: Tilbeiðslu æðri, ó- sýnilegra krafta og vitundar um æðri, ósýnilegan heim. Á þessum sannleik er kenning Jesú byggð, sem undirstöðu. f eiiífðartrú krist- indórnsins er fólgið siðferðisgildi hans og þrekgjöf, sem Iífsskoðunar, kraftur sá, rem hann veitir í bar- áttu lífsins og freistingum, sá kjarkur, sem hann veitir í misvindi Iífsins og skilningurinn, sem hann veitir á því, sem oft virðist mót- sagnir einar og tilgangsleysi. Væri eilífðartrúnni í burtu kippt, og þeirri meðvitund og fullvissu, sem hún veitir um, að yfir oss sé vak- að og kærleiksríkar verur standi við dyrnar til að hjálpa oss, þegar vér þurfum og biðjum, þá væri líka að engu gert allt annað, sem kristindómurinn hefir að gefa oss. Það er mikill sannleikur fólginn í þessum orðum Páls postula, sem þó mörgum þykir nokkuð mikil staðhæfingj: Ef Kristur er ekki upp- risinn, þá er ónýt trú yðar, ónýt líka predikun vor. En um leið og vér snertum þetta hötuðatriði allra trúmála, snertum vér um ieið höfuðörðugleikann í trúarlífi alls fjölda manna. Mörgum finnst að öll þekking á hinum ósýni- lega heimi sé svo óveruleg, að ailt tal um slík efni geli ekki verið annað en draumórar. Og margan mann skortir allt ímyndunaraf! og hugarflug til þess að geía gert sér nokkra grein fyrir þeirri dýrð, sem til kann að vera, ef hann ekki get- ur séð hana eða þreifað á henni. En er það ekki æði margt, sem vér verðum að taka með trúarinnar augum, og vitum þó að er veru- leiki, enda þótt það sé óverulegt fyrir skynfærum Ifkamans? Hvaða íslendingur Ieyfir sér að efast um að önnur lönd séu til, en þó getur það ekki verið veruleiki fyrir öðrum en þeim, sem þangað hafa komið. Eða gætum vér ekki hugsað oss, að maður, sem alla æfi sína hefir verið lokaður inni í húsi, þar sem hlerar væru fyrir öllum gluggum, ætti örðugt með að átta sig á því, að sólin væri til? En mundi það hafa nokkur áhrif á sólina, þó all- ur heimuriun væri svo fáfróður að neita tilveru hennar; mundi hún ekki ylja og lýsa manninum þrátt fyrir það, ef hann aðeins fengist til að taka hlerana frá gluggunum. Eins er mörgum farið, hvað snertir eilífðartrúna og trúna á andlega nálægð Krists í mannheimum. Af því vér sjálf lokum hlerunum að sálum vorum, þá getum vér ekki hleypt inn því Ijósi, sem hann bíð- ur fyrir utan til þess að hieypa inn til vor. »Sjá. eg stend við dyrnar og kný á«. Eins og sólin bíður á himnum, til þess að fá að lýsa oss, ef vér opnum fyrir henni, eins bíður hann, til þess að leiða oss og lýsa, ef vét opnum fyrir honum. Jólafastan klæðir boðskap sinn í búning líkingarinnar, Hún sýnir þér Krist komandi á hinni nálægu jólahátíð og knýja á dyr þínar. En öll líking er mynd veruleikans,

x

Sjómannablaðið Nútíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Nútíðin
https://timarit.is/publication/868

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.