Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað vei^t þú um Lesbiur 1 Hvað þýðir orðið lesbía? 2 Af hvaða staðarnafni er orðið dregið? 3 Hvaða kona bjó þar og er gjarnan kölluð „fyrsta lesbí- an“? 4 Hvert fara íslenskar lesbí- ur um þessar mundir til að fá tæknifrjóvgun? 5 Hvaða sjónvarpsþáttur um lesbíur er nú sýndur í ís- lensku sjónvarpi? Svör neðst á síöunni Bandaríkjaforsetar 1 Washington 1739-1799 GEORGE WASHINGTON var afvelstæðu foreldri IVirginíu sem jpá var bresk nýlenda í Ameríku. Gerðist hermaður og stórbóndi og öðlastsvo mikla virðingu að þegar nýlend- urnargerðu uppreisn gegn Bretum 1776 varð hann yfir- maður nýlendu- hersins. Þótti standa sig vel og með útsjón- arsemi og samblandi afgætni og dirfsku voru Bretar sigraðir. Árið 1789 varhann einróma kosinn fyrsti forseti Bandaríkj- anna afhinu Stríðið _____________nyjaamer- íska þingi og endurkjörinn einróma fjórum árum síðar. Þá voru Banda- ríkjamenn farnir að deila um hvaða stefnu hið nýja ríki skyldi taka en Washington átti iítinn hlut að þeim umræðum. Var lengi nánast I guðatölu þar vestra. Eftirmaður hans var varaforsetinn John Adams. Hæstiréttur og Alþingi Það kom til umræðu I blað- inu í gær hvort rita ætti stór- an eða lltinn stafl Hæstirétt- c ur. Hvort tveggja er leyfilegt. - Hæstiréttur er íraun„óper- c sónulegt" dómsstig ogþví ™ má leiða rök að því að skrifa „hæstiréttur" rétt eins og q. skrifað er„háskóli* _______ j? þegarumerað ræða bara ein- c h vern háskóla.Enséumað o ræða Hæs tarétt Islands þyk- ^ ir okkur eðlilegt að nota «> stóran stafþar sem þá erátt e við alveg ákveðna stofnun 2 sem heitirþessu nafni. Alveg sömu sjónarmið gilda ™ að okkar mati um Alþingi. *o Svörviöspumlngum: 1. Samkynhneigð kona - 2. Eyjunni Lesbos H á Grikklandi - 3. Ljóðskáldið Saffó sem orti ástarljóð til kvenna - 4. Til Danmerkur - 5. „The L Word". íslenzkir hermenn Erlendar fréttastofúr segja, að íslenzkir hermenn hafi særzt í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan. Utanríkisráðuneytið íslenzka segir þetta hafa verið friðargæzluliða. Það er orð, sem Atiantshafsbandalagið notar til að gera lítið úr aðild þess að vopnuðu hemámi Bandaríkjanna á fjarlægu landi. Verkaskipting hemámsins felst í, að her- menn bandalagsins þora ekki út fyrir höfuð- borgina Kabúl. Bandaríkjamenn stunda hins vegar stríðsglæpi víðs vegar um Afganistan með því að varpa sprengjum úr iofti að venju- legu fólki í von um, að sprengjumar hitti for- sprakka talíbana eða Usama bin Laden. íbúar höfuðborgarinnar hafa ekki beðið um þetta hemám og hafa svipuð viðhorf og hernumið fólk hefur annars staðar. íslenzku hermennirnir mega raunar ekki koma í sum hverfin, af því að Atlantshafsbandalagið er svo hatað, að sumir em fúsir til að fóma lífi sínu í sjálfsmorðsárásum á það. Afganistan kemur Evrópu og þar á meðal ís- landi lítið við. Helzta breytingin í kjölfar her- námsins er, að framleiðsla fíkniefna hefur margfaldazt, svo að þau flæða yfir Evrópu í gíf- urlegu magni. í raun er það hlutverk íslenzkra hermanna að stýra flugvelli, þaðan sem fíkniefni flæða til íslands. Haildór Ásgrímsson stríðsmála- ráðherra hefúr aidrei þurft að fara sjálfur í stríð, ekki frekar en George W. Bush, sem kom sér undan Ví- etnam, þegar hann var á herskyldu- aldri. Slíkar skrifborðs-stríðshetjur eiga auðvelt með að senda unga menn í hættuleg stríð til að gæta annarlegra fjármálahagsmuna. Halldór og Davíð Oddsson spurðu ekki þig eða mig um leyfi til að senda íslenzka skrifstofúmenn í stríð. Þeir ákváðu það sín í milli og bera fúlia ábyrgð á afleiðingunum. Þessi aðUd hefur ekki bætt ástandið í Afganistan, sem utan við Kabúl er verra en það var á valdaskeiði illræmdra talí- bana. Sjálfsmorðsárás á fslendinga minnir okkur á, að afskipti okkar af þessu fátæka og fjarlæga landi er ekkert grín. Við erum að taka þátt í undirgefinni þjónustu hernaðarbandalags við sérbandaríska hagsmuni, sem er þegar orðin okkur til vansæmdar og á eftir að verða okkur til enn meiri skammar. Við eigum ekki áð taka þátt í að opna flóð- gáttir fikniefna frá Afganistan til Evrópu. Við eigum ekki að taka þátt í að kristna eða siða á annan hátt fjarlægar þjóðir, sem hafa allt önn- ur lífsviðhorf. Við eigum ekki að taka þátt í verkum, sem bera krossmark haturs á trúar- brögðum annarra. Aðild íslendinga að hemámi, sem leiðir til fjöldamorða á venjulegu fólki og aukins fíkni- efndavanda í Evrópu og Islandi, felur í sér stríðsgiæpi og glæpi gegn mannkyninu. Jónas Krístjánsson Hvai er þetta ef ekki íslenskur hermaöur? Á SÍNUM TÍMA þegar DV birti fréttir af hinni vopnuðu íslensku friðar- gæslusveit sem tók á útmánuðum við stjórn flugvallarins í Kabúl í Afganistan, þá var blaðið töluvert gagnrýnt fyrir að leggja út af fréttun- um þannig að um væri að ræða „ís- lenskan her“. Það sögðu margir að væri „oftúlkun" ef ekki „æsifrétt" og við vorum líka skömmuð fyrir að birta samsetta mynd þar sem við höfðum sett Bjöm Bjamason í her- mannabúning. Þótti það mörgum hneisa hin mesta en átti sér þá ástæðu að Björn er ekki aðeins sem dómsmálaráðherra yfirmaður sveit- arinnar heldur hefur líka lengi verið sérstakur áhugamaður um „íslensk- an her". Enda svo sem ekkiþörf fyrír neina tæpitungu um það þegar yfirmað- ur íslenska friðargæslu- liðsins gegnir nafninu Colonel Sigurdsson, þótt þetta sé bara hann Hallgrímur Sig., fyrrver- andi formaður íbúa- samtaka Grafarvogs. V ****»> Vóru Vúr til Afgan- V vaf iithlutað hct% og <ri»u. hbíáfattog. Bþufíi <>g d* hmn knn pnáht-ajám i ... skömmuð fyrírað birta samsetta mynd þar sem við höfðum sett BJÖRN BJARNASON í hermanna- búning... EFTIR ÞVÍ SEM TÍMINN hefur liðið, þá hafa hins vegar æ fleiri hneigst til þess að spyrja sig nákvæmlega sömu spurningarinnar og við gerðum: hvort þetta fríðargæslulið okkar sé ekki í reynd fyrsti vísirinn að sann- kölluðum herafla - og ástæðulaust að tala um það nokkra tæpitungu. Enda svo sem ekki þörf fyrir neina tæpitungu um það þegar yftr- maður íslenska friðargæsluliðsins gegnir nafninu Colonel Sigurdsson, þótt þetta sé bara hann Hallgrímur Sig., fyrrverandi formaður fbúasam- taka Grafarvogs. Og þegar Colonel Fyrst og fremst Sigurdsson og menn hans ganga um þungvopnaðir í felubúningum her- manna; hvern er þá verið að blekkja? ÞVf MIÐUR ÞURFTI þann skelfingar- atburð til að tveir íslenskir friðar- gæsluliðar særðust við sjálfs- morðsárás í Kabúl svo fólk almennt horfðist í augu við að í Kabúl hefur undanfarið verið starfandi íslensk hersveit og ekkert annað. Viðbrögð við árásinni hafa lítil verið ennþá - utan eðlilegur feginleiki yfir því að ekki fór verr - en við vonum að þau verði á endanum ekki „karl- mennska" á borð við þau að meiðsli og hugsanlegt mannfall meðal ís- lendinga séu einhvers konar „fórn- arkostnaður" sem íslendingar verði að taka á sig til að „standa við skuld- bindingar sínar" í samfélagi þjóð- anna eða eitthvað í þá áttina. ÞVÍ Ein ER AÐ LEGGJA nauðstöddu fólki úti í heimi það lið sem við get- um; það er sjálfsagt og við eigum reyndar að gera miklu meira af því. En annað er að búa til íslenska her- sveit og þramma um í felubúning- um með vélbyssur. Slíkt eigum við íslendingar alls ekki að láta hafa okkur út í og allra síst í nafni þess að við séum með því að „hjálpa fólki". Það eru næg önnur tækifæri til aðstoðar sem vopnlaus þjóð getur veitt. ÞURFI NÚ EINHVER VITNANNA VIÐ um að „friðargæslusveitin" í Kabúl er hersveit og ekkert annað, þá þarf ekki annað en glugga í viðtal sem . og þegar COLONEL SIGURDSSON og menn hans ganga um þung- vopnaðir í feiubúningum her- blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum birti þann 16. september síðastlið- inn við Bjama Sighvatsson sem þá var nýkominn frá Afganistan. Hann endurtekur að vísu þuluna um að íslendingarnir á staðnum hafi „alls ekki [verið] hermenn" en hvað eftir annað í viðtalinu talar hann þó alveg fyrirvaralaust um landa okkar sem „hermenn" og ekkert annað. FÁEIN DÆMI ÚR VIÐTALINU: „... einn af400hermönnum sem unnu við öll þau störfsem til þurfti ..." - „... það hefði verið gersamlega óhugsandi að ætla að starfa innan um hermenn en vera sjálfursem óbreyttur borgari ... "-sem þýðir að vilji Bjami og fleiri halda fast í að íslendingarnir hafi ekki verið hermenn, þá hafi þeir í reynd verið nánast í dulbúningi eða altént siglt undir fölsku flaggi - „... það má segja að herdeiidin hafí ver- ið eins oglítill bær... “ BJARNI SEGIR REYNDAR að eftir þessa reynslu hafi hann „þó enga sérstaka löngun til að verða her- maður". En þetta hafi verið „athygl- isverð og skemmtileg lífsreynsla". Reyndar kemur fram að það voru kona Bjarna og eldri sonur hans sem hvöttu hann til að sækja um starfið hjá herdeildinni í Kabúl en eftir hina síðustu hryggilegu atburði má ætla að minna verði um það en áður að fjölskyldur hvetji heimilisfeðurna til að ganga í íslenska herinn í Afganist- an.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.