Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 3 Foröast konur og spilakassa „Ef ég er sjálfur með peningana fer ég-í spilakassana, þeir geta verið hættulegir," segir Þórhallur Jón Jónsson. Þórhallur Jón segist eiga við geðræn vandamál að stríða og vera þakklátur fyrir aðstoðina sem hann fær við að fóta sig í líf- inu. Hann er meðvitaður um að það sé betra fyrir hann að hafa tilsjónarmanneskju sem sér um peningana hans. Þórhallur er ekki hrifinn af spilakössum; segir þá hættulega freistingu fyrir mann eins og Skyndimyndin hann sem hefur ekki mikið á milli handa sinna. „Fólk getur tapað öllum sínum peningum þar, þá getur það ekki borðað," segir hann. Að því er Þórhallur Jón segir hefur hann bitra reynslu af sambúð með konu. Kýs þess vegna að búa einn. „Ég átti kær- ustu. Ég skildi við hana þegar ég fann hana með annan strák uppi í rúminu. Ég var mjög fúll og tók hjólið mitt og fór á sam- býlið. Þar var ég að læra að elda mat og leggja á borð svo ég gæti búið einn,“ segir Þórhallur, sem nú býr í íbúð í Kópavogi þar sem hann fær tækifæri til þess að fóta sig í lífinu með aðstoð þeirra sem láta sig málefni geðfadaðra varða. „Ég er atvinnulaus," segir Þórhallur Jón, sem lifir nú á ör- orkunni. Hann hefur ekki unnið frá árinu 2000 þegar hann var að vinna í bæjarvinnunni í Kópavogi. Hann bíður á Hlemmi eft- ir að tilsjónarkonan kaupi fyrir hann í matinn svo hann eyði ekki peningunum sínum í vitleysu, eins og hann segir sjálfur. „Eg get alveg búið einn. Nú get ég gert nánast allt til þess að búa einn, en ég get ekki hugsað um peningana mína. Ég eyði þeim strax; myndi bara fara og kaupa pulsur og svoleiðis. Það er betra að einhver hjálpi mér við að hugsa um peningana mína svo ég komist til útlanda. Það er svo ískalt hérna á íslandi þess vegna vil ég komast í burtu og langar að fara til Portúgal bráð- um. Ég þarf að spyrja foreldra mína hvort ég megi fara,“ segir Þórhallur Jón. Að sögn Þórhalls Jóns er hann lasinn og þarf að taka töflur. „Ég er þunglyndur, get ekkert gert í því,“ segir Þórhallur Jón, sem finnst gott að vera á Kleppi þar sem hann dvelst á daginn. „Ég fæ að vera ókeypis á Kleppsspítala á dagdeildinni þar. Þar fæ ég mat og þarf ekkert að borga, ríkið borgar það fyrir mig,“ segir Þórhallur Jón sem er þakklátur ríkinu og þeim sem standa á bakvið hann í fötlun hans. Spurning dagsins Er réttlátt að útiloka lesbíur og einhleypar konur frá tæknifrjóvgun? Skilyrðislaus réttur hverrarkonu „Nei, mér finnst alveg skilyrðislaust réttur hverrar konu, hvort sem hún er ísambúð með annarri konu eða ein, að eignast barn. Ef vandi kemur upp síðar þá held ég að flestar konur eigi góða karlkyns vini sem þær geta fengið til að vera föðurímynd barna þeirra." Ingibjörg Jónsdóttir bókari. „Nei, mér finnst að allar konur ættu að geta eignast börn ef þær langar en ekki bara ein- hverjar útvald- ar. Það er ekki rétt að útiloka neinn." Viktor Aron Bragason nemi. „Þetta er spurn- ing sem menn verða að velta fyrir sér. Hvað verður með þau börn sem þannig eru get- in þegarþau verða fullorðin? Það þarflíka að hugsa fram í tímann en efþetta er skoðað út frá sanngirnissjón- armiði þá eiga þær auðvitað að geta farið í tæknifrjóvgun eins og aðrarkonur." Kalim Ishioui. „Nei, mér finnst það tímaskekkja i kvennabarátt- unni. Konur eiga að geta ákveðið að eignast barn efþær vilja með hvaða aðferðum sem þær kjósa." Haraldur Kristinn Karlsson nemi. „Nei, mér finnst rétt að allar konur geti eignast börn. Það er ástæðu- laust að þær þurfi að fara til annarra landa og þar með eru feðurnir danskir. Svo veitir okkur ekki afað fjölga okkur, við erum ekki það mörg." Halldór Jónsson kjötiðnað- armaður. Lesbíur og einstæðar konurflykkjast til Danmerkur í tæknifrjóvg- un þar sem hér á landi leyfa lög þeim ekki að gangast undir slíka aðgerð. Aðeins gift pör geta leitað til glasafrjóvgunardeildar Landspítala og þurfa að hafa verið í sambúð í ákveðinn tíma til að fá þar aðstoð. Tíu konur á 103 árum SELMA LAGERLÖF frá Svíþjóö fékk verðlaunin fyrst kvenna 1909.Kunnustfyrir breiðu þjóðlífslýsingar á sænsku sveitalífi - og náttúr- lega söguna um Nilla Hólm- geirsson sem flokkast yfirleitt sem barnabók. GRAZIA DELEDDA Deledda kom næst 1926.Hún var frá Sardinlu og skrifaði 50 skáldsögur um lífið þar. Þetta eru sögur um bældar ástríður og dramatlsk örlög en munu litið lesnarnú á dögum. Eifríede Jelinek frá Austunúd varð á dögunum tíunda konan frál901til aö fá nóbelsverölaun íbókmenntum. Nóbelsverðlaun NELLY SACHS Sachsfékkverðlaunin 1966,21 ári eftir að kona fékk þau síðast.Hún var þýskt Ijóðskáld af gyðingaættum sem flúði til Svíþjóðar 1940 undan nasistum. Ljóð hennar leitast ekki slst við að tjá örlög gyðinga I síðari heimsstyrjöld. * SIGRID UNDSET Undset fékk verðlaun 1928 og hafði þá ekki liðið skemmri tlmi milli þess að konur hefðu fengið verðlaunin. Leið og á löngu þar til það gerðist aftur. Hún er að ýmsu leyti hin norska hliöstæða við Lagerlöfog kunnust fyrir miðaldasögu um Kristlnu Lavrantsdóttur. PEARL S. BUCK Buckfékkverðlaunin 1938. Hún var bandarisk en hafði alist upp í Klna og skrifaði óteljandi sögurþaðan um árekstur menningarheima og hafa notaleg- an boðskap en þærþykja nú óhóflega tilfinn- ingasamar og einfeldningslegar. GABRIELE MISTRAL Mistral frá Chile fékk Nóbel 1945. Hún var Ijóðskáld og er enn I talsverðum metum i hinum spænskumælandi heimi. Ljóð hennar snúast gjarnan um hlut- skiptikvenna við barneignir, barnauppeldi og þess háttar og náðu miklum vinsældum. NADIME GORDIMER Gordimer frá Suður-Afriku fékk verðlaunin 1991,25 árumá eftir Sachs. Hún skrifar skáld- sögur og meðan hvítir menn voru enn við völd I landi hennar andmælti hún kúgun þeirra á öðrum Ibúum. Nokkrar sagna hennar eru til á Islensku. rONI MORRISON Morrison fékkverðlaun 1993. Fyrsta svarta konan sem hlaut þau. Hún er bandarísk og hefur skrifað innblásnar skáldsögur um hlutskipti svartra kvenna I Bandaríkjunum. Kunnust er Ástkær sem til er á íslensku, sem og fleiri bækur hennar. WISLAWA SZYMBORSKA Szym er pólskt Ijóðskáld og fékk verðlaunin 1996. Ein Ijóðabók hefur komið út eftir hann á íslensku. Hún byrjaði að yrkja undir merkjum sósiat- realismans en afneitaði slðan þeim verkum sínum og fann sér persónulegri tón. Morituri te salutamus! Við sem munum nlMum vkrkrnrl ur! Kveðja skj'lmingaþræla í Rómaveldi Það erstaðreynd... ... aðnóbelsverðlauna- höfundurinn Gabriele Mistral hét réttu nafni Lucila Godoy Alcayaga en tók sér nafnið Mistral til heiðurs uppáhaldsljóð- skáldisínu, franska (eða próvenska) skáldinu Frederic Mistral. Hann fékk nóbelsverðlaun 1903 og finnast ekki önnur dæmi um sams konar samband nóbelsverðlaunahöfunda. fsenf dfrafyaf c tyuifazniwpi oý Céttvía áoétitui á &neubtjciCcti vncvtan á fruí&cenu venbi nauta&teifc lim mð, maW d oö \>Ma Gagnvegur FjÖLBREYTTUR MATSEÐILl # XC V Mangógrill Brekkuhúsum 1 sími 5771^00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.