Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
Tókfrá Essó
44 ára gamall bflstjóri
var í gær dæmdur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir að
kaupa fyrir 55 þúsund
krónur út á reikning Olíufé-
lagsins Essó á meðan hann
starfaði þar. Fyrirtækið
krafðist 16 þúsund króna í
skaðabætur. Maðurinn
hafði aldrei áður brotið af
sér og fékk tveggja mánaða
skilorðsbundinn dóm. Að
því er hann segir sjálfur í
samtali við DV var þetta
bara rugl í honum og hann
hefur lært af þessu.
Úrvalsvísi-
talan hrapar
Úrvalsvísitala Kaup-
hallarinnar lækkaði mikið
annan daginn í röð og
endaði í 3550 stigum í
gær. Úrvalsvístalan lækk-
aði um 4,23% í gær og
hefur vísitalan aðeins
einu sinni lækkað jafn-
mikið innan dags. Það
var 2. maí 2001 og þegar
hún lækkaði um
4,62%. Hæst fór
Úrvalsvísitalan
fyrir þremur vik-
um í 3939 stig.
Lækkunin frá
því þá og þar til
nú er tæp 10%.
Tíu daga meðal-
tal verðbreyt-
inga sýnir að
vísitalan hefur
ekki lækkað jafn mikið
síðan í maí 2000 að sögn
Greiningar KB banka.
Leysist
verkfalliö
fyrirjól?
Örn Sigurðsson
arkitekt.
„Já, ég tel að svo hljóti að vera.
Raunar er ástandið orðið svo
slæmt að það er nauðsynlegt
að leysa þetta kennaraverkfall
hið fyrsta og helst ídag. Ég
vona hins vegar að verkfallið
leysist á allra næstu dögum."
Hann segir / Hún segir
„Mér finnst það orðið dular-
fullt hve lengi þetta verkfall
hefur staðið án þess að nokk-
uð hafi gerst. Ég vona að það
leysist sem fyrst en það er orð-
ið spurning hvort maður eigi
að ala börnin sín upp í þessu
þjóðfélagi okkar eins og mál-
um erháttað."
Bjargey Ólafsdóttir
listakona.
Dómari hjá Héraösdómi Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að
fangelsa mann sem kýldi lögregluþjón í Keflavík þannig að hann hlaut varanlegt
tjón af. Lögreglumaðurinn segir ótrúlegt að lögreglan sé ekki betur varin en þetta.
Hann fær enn höfuðverkjaköst.
Lamdi logreglumann
en sleeeur við fangelsi
„Við höfum stundum sagt að það sé dýrara að sparka í
hund en lögreglumann. Þetta hefur verið orðatiltæki í mörg
ár,“ segir Kristján Ingi Helgason, lögregluþjónn í Keflavík,
sem missti tönn við skyldustörf eftir að trylltur maður kýldi
hann í andlitið. Árásarmaðurinn slapp við refsingu fyrir
Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Sveinn Sigurkarlsson
Dómarinn refsaöi ekki
manni sem lamdi lög-
regluþjón.
Niður-
staða Sveins
Sigurkarls-
sonar dóm-
ara var sú
að árás-
armaður-
inn, Ólafur
Böðvar
Þórðarson,
ætti ekki að
fara í fang-
elsi nema
hann bryti
af sér aftur
innan
tveggja ára.
Það er því
raunin að fangelsisdómur liggur
ekki endilega við því að kýla lög-
reglumann. Fari svo að Ólafur Böðv-
ar brjóti aftur af sér fer hann í 30
daga í fangelsi fyrir árásina.
Æstur og ber að ofart
Kristján Ingi er lögreglumaður á
Keflavíkurflugvelli. Ástæða þess að
hann var kallaður til vegna heimilis-
erja í Keflavík var að lögregluþjónar
þar voru of uppteknir við annað.
Þegar Kristján kom á staðinn ásamt
öðmm lögregluþjóni var Ólafur
Böðvar ber að ofan, ölvaður og veru-
lega æstur. Reynt var að fá Ólaf til að
róast og ræða við lögreglumennina í
lögreglubfl fyrir utan, þar sem ekki
var unnt að ræða við hann inni á
heimilinu. í vitnisburði Kristjáns
fyrir dómi sagði hann að erfitt hafi
verið að ná tökum á Ólafi, vegna
þess hve sveittur hann var. Ólafur
játar að hafa slegið Kristján, en segir
það ekki hafa verið viljandi.
Ríkið borgar gervitönn
Kristján Ingi hefur enn ekki náð
sér að fullu eftir árásina, sem
átti sér stað 26. maí 2003.
Hann á enn við höfuðverkja-
köst að stríða. Eftir árásina var
hann bólginn, marinn og
skrámaður, auk þess sem
hann missti tönn. Þá blæddi
úr kinn hans, hann var laskaður í
munnholi og á vör og hruflaður á
handarbökum. „Ég fékk gervitönn í
staðinn sem ríkið borgar. Ég var
heppinn að missa ekki augað, hann
reyndi að klóra það úr,“ segir
Kristján Ingi.
Engar miskabætur
Kristján Ingi lögregluþjónn
krafðist 213.440 króna í miska- og
þjáningabætur, en Sveinn Sig-
urkarlsson dómari vísaði
kröfunni frá, þrátt fyrir að
Kristján hefði vottorð
tannlæknis. „Framsetn-
ingu bótakröfu er áfátt að
því leyti að ekki nýtur
neinna gagna til stuðn-
ings henni og telur dóm-
ari að úr því verði ekki
bætt án þess að það
leiði til tafa og óhag-
ræðis í málinu," segir í
rökstuðningi fýrir
frávísuninni.
Þar sem Ólafur
Böðvar tapaði mál-
inu var honum gert
að borga fyrir verj-
anda sinn 75 þús-
und krónur. Er
það, eftir því sem
næst verður kom-
ist, einu óþægindi
hans af málinu,
haldi hann skil-
orð.
jontrausti@dv.is
i
Héraðsdómur Rcykjaness Fyrir
skemmstu slapp maður án refs-
ingar þrátt fyrir að hafa lamið
eiginkonu sina.
Kristján Ingi Helgason
„Það er ótrúiegt að iögregi-
an sé ekki betur varin en
þetta," segir lögregluþjónn í
Keflavík, sem varð fyrir árás
við skyldustörf.
Hermann Sigurðsson bíður dóms fyrir
meint ofbeldi gegn sambýliskonu
Stjörnulögfræðingur vill sýknu
Hermann Sigurðsson bíður nú
úrskurðar dómara í máli þar sem
honum er meðal annars gefið að sök
að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi
sambýliskonu sinni, slegið hana,
snúið upp á hendur hennar, hent
henni niður stiga og loks nakinni út
undir bert loft. Aðalmeðferð í máli
hans lauk á föstudag. Helgi Jóhann-
esson, veijandi Hermanns, fór mik-
inn í lokaræðu sinni í héraðsdómi þá
og benti þar á ýmsa þætti sem hann
taldi að stutt gætu frávísun málsins
sökum galla á málsmeðferðinni.
Sækjandi benti hins vegar á að
skýringar Hermanns væm ekki rétt-
ar og vísaði þar til dagbókar lögreglu
og vitnisburðar dóttur konunnar.
Guðmundur L. Jóhannesson hér-
aðsdómari þarf að ákveða hvort
ákæmr konunnar séu hefnd fyrr-
verandi sambýliskonu eða neyðaróp
konu sem laus er úr ofbeldisfullri
sambúð. Athygli vekur að Guð-
mundur refsaði ekki Kjartani Ólafs-
syni fyrir að lemja konur
sína og misnota í dómi
nýverið. Þá taldi Guð-
mundur gmn Kjartans
um framhjáhald konu
sinnar réttlæta bar-
smíðarnar, að því marki
að þær dygðu ekki til
fangelsunar ákærða.
heigi@dv.is
Stjörnulögfræðingurinn Helgi
Jóhannesson erafmörgum talinn einn
harðasti verjandinn á islandi og vakti
athygli þegar hann fékk Kio Briggs
sýknaðan afákæru um fíkniefnasmygl.
Foreldrar gáttaðir á forgangsröðun kennara
Utanferðir frá
bókarlausum börnum
Foreldrar bama í Ing-
unnarskóla á Grafarholti
undrast að kennarar og
starfsmenn skólans skuli í
verkfalli kennara ætla í
viku „kynningarferð" til
Minneapolis.
„Ástæðan fyrir því að
Minneapolis varð fyrir
valinu er sú að þar em
góðir skólar sem vinna
eftir sömu stefhu og við.
Kennarar eiga 150
klukkutíma á hverju
sumri í símenntun og undirbúning
skólaársins og hann emm við að nýta
núna," segir Guðlaug Sturlaugsdóttir
skólastjóri. Kosmaði við ferðina verði
mætt með styrk úr símenntunarsjóði
kennara sem sveitarfélögin borga. Að
auki muni starfsfólkið
greiða lfluta.
„Það hafa verið
teknar mjög óheppi-
legar ákvarðanir í verk-
fallinu," segir Ehn
Thorarensen, fram-
kvæmdastjóri Heimilis
og skóla. Ehn segir
bömum meinað að
nálgast skólabækur
sínar á meðan vinnu-
ferðir kennara séu
látnar óáreittar. „Það
er verið að mismuna bömum á kostn-
að kennaranna."
„Það var alla vega ekki ákveðið að
gera neinar athugasemdir við þetta,"
segir Svava Pétursdóttir, formaður
verkfallsnefhdar grunnskólakennara.
Elín Thorarensen Fram-
kvæmdastjóri Heimilis og skóla
segir börnum mismunað á
kostnað kennara.