Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Side 14
74 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
Hómer í
forsetastól
Bretar telja að Hómer
Simpson yrði besti forseti
Bandarfkjanna ef velja þyrfti
úr sjónvarpsstjörnum. í út-
varpskönnunum sem Radio
Times stóð fyrir þar í landi
og tvö þúsund hlust-
endur tóku þátt í var
spurt hvaða sjón-
varpsstjarna yrði
besti forsetinn.
Hómer varð í fyrsta
sæti, Josiah Bartlet
sem Martin Sheen
leikur í The West
Wing-þáttunum
lenti í öðru sæti og dr. Fras-
ier Crane náði þriðja sæt-
inu. Athygli vekur að á topp
tíu listanum varð Tony
Soprano í níunda sæti.
Elvis græðir
á tá og fingri
Elvis Presley græðir enn
á tá og fingri, 27 ámm eftir
að hann lést. Elvis er á
toppinum yfir tekj-
uhæsta fræga, látna
fólkið með árlegar
tekjursemnema22
milljónum punda eða
2,5 milljörðum króna.
Aðdáendur Elvis
halda áfram að kaupa
ýmislegt tengt nafni Eivis,
einkum á búgarði hans,
Graceland. Það var tímarit-
ið Forbes sem tók saman
lista yfir tekjur hinna látnu
og í öðm sæti varð Charles
Schultz sem skóp Smáfólk-
ið eða Peanuts-teikni-
myndaseríuna. Tekjur Elvis
renna til dóttur hans, Lisu
Marie.
Bill Clinton blandar sér í forsetaslaginn í Bandaríkjunum. Er enn í hópi þungavigt-
armanna í bandarískum stjórnmálum og talinn geta skipt sköpum í baráttunni um
Hvita húsið. Þrátt fyrir að Clinton sé enn veikur og þreytulegur eftir hjartaaðgerð
náði hann að heilla fólk upp úr skónum á kosningafundi.
Eins manns riddaralið kemur til
hjálpar Kerry
Bill Clinton er byrjaður að blanda sér í forsetaslaginn í Banda-
ríkjunum til hjálpar John Kerry. Það eru aðeins sjö vikur síðan
hann gekkst undir viðamikla hjartaaðgerð og þrátt fyrir að hann
sé enn veikur og þreytulegur eru gömlu töfrarnir enn til staðar.
Clinton átti ekki í neinum vand-
ræðum með að heilla fólk upp úr
skónum á kosningafundi með Kerry í
Philadelphiu í upphafi vikunnar.
Clinton er enn þungavigtarmaður í
bandarískum stjórnmálum og er
jafnvel talið að hann geti skipt sköp-
um fyrir Kerry í baráttunni.
í grein á vefsíðu BBC sem Adam
Brooks fréttaritari þeirra í Wash-
ington skrifar undir heitinu „Clinton-
áhrifin" kemur fram að þótt Clinton
hafi ekki látið mikið á sér bera und-
anfarin fjögur ár, utan að skrifa í
meðallagi góðar æviminningar, gátu
þeir sem mættu á kosningafundinn
enn séð leiftur af hinum gamla Clint-
on sem talinn var einn af hæfustu og
áhrifamestu baráttumönnum í kosn-
ingum í Bandaríkjunum.
„Ef þetta er ekki gott fyrir hjarta
mitt þá veit ég ekki hvað er það,“
sagði Clinton í stuttu ávarpi.
Þykir heillandi innanlands
sem utan
Það getur verið að Clinton sé fyrr-
verandi forseti sem einkum er
minnst fyrir kvennafar á skrifstofu
sinni meðan hann var í embætti en
hann getur enn heillað fólk bæði inn-
anlands og utan og Demókrataflokk-
urinn tekur honum fagnandi í barátt-
unni nú. Markmið flokksins er eink-
um að Clinton minni fólk á þá góðu
tíma sem ríktu er hann var við stjórn-
völinn í Hvíta húsinu, þegar íbúða-
verð hækkaði, fátækt minnkaði og
afgangur var í ríkiskassanum.
Atkvæði fólks af afrískum ætt-
um
í öðru lagi, og það er ekki síður
mikilvægt, er fylgi Clintons meðal
fólks af aftískum ættum og kvenna.
Þegar litið er á stöðuna í þeim fylkj-
um þar sem mjótt er á munum miúi
Bush og Kerrys er ljóst að atkvæði
blökkumanna og kvenna, ef hægt er
að fá þessa tvo hópa á kjörstað, í mikl-
um mæli getur skipt sköpum fyrir
Kerry. í fylkjum á borð við Flórída,
Michigan, Ohio og Pennsylvaníu em
stórir hópar blökkumanna.
Sérfræðingar benda á að þátttaka
blökkumanna í þessum fylkjum muni
að öllum líkindum ráða því hver sest í
Hvíta húsið eftir kosningamar.
Hataður eins og pestin
Margir repúblikanar hata bæði
Clinton og Hillary konu hans eins
og pestina. Sumir þeirra hafa sagt
að það að nota Clinton nú sé eins
og demókratar séu að endurtaka
baráttu sína í síðustu forsetakosn-
ingum.
Repúblikanar óttast einnig þá
staðreynd að heimurinn var Banda-
ríkjamönnum mun einfaldari og
auðskiljanlegri fyrir 9/11 þegar
Clinton var við völd.
Kerry gefur nú í skyn að hann geti
fært samlöndum sínum þessa góðu
tíma aftur.
Catrine
kattasandur
Nú er búið að leysa
vandamálin með
kattasandinn!
Catrine kattasandurinn hefur mikla
ísogshæfileika og kögglast einstaklega
vel. Auk þess inniheldur sandurinn
lyktarheftandi efni.
Dagleg umhirða Catrine kattasandsins
stuðlar að ánægjulegum samskiptum
katta og eiganda þeirra.
Blóð er þynnra en olía í Texas
Ættingjarnir eru á
móti Bush forseta
„Gjörið svo vel að
kjósa ekki frænda okkar!"
Þannig hljóma skilaboðin
á vefsíðu sem sjö ættingj-
ar George Bush hafa
komið á fót. Blóð er
þynnra en olía í Texas ef
marka má þessa vefsíðu
því þessir frændur og
frænkur forsetans segja
öll að þau styðji John
Kerry í komandi kosning-
um.
Ættingjarnir láta þess getið að
þau hafi aldri liitt þennan þekkta
frænda sinn en þau eru alfarið á
móti þeim skoðunum og
sjónarmiðum sem hann
stendur fyrir. „Ég tel að
við séum ekki að svikja
Bush," segir Sheiía
House, ein af frænkun-
um. „En ég viðurkenni að
við notum fjölskyldu-
tengslin til að fá fólk til að
ræða pólitík."
Ættingjarnir sjö eru
öll barnabörn Mary Bush
House sem var systir Prescotts
Bush sem aftur er faðir Bush eldri
fyrrum forseta Bandaríkjanna og
afi núverandi forseta.
Frábært tilboð á Catrine
• 7,5 kfló kr. 1.300
• 7,5 kfló og sandkassi kr. 2.300
• 7,5 kfló og sandkassi með húsi kr. 2800
Einnig tilboð á HILLS
hunda og kattafóðri
Einstök samsetning náttúrulegra hráefna að viðbættum
vítamínum, steinefnum og öðrum fóðurbætiefnum.
Dagflnnur
læknar dýrin
stór og smá.
Skólavörðustígur 35 • Sími: 552 3621 • dagfinnur@dagfinnur.is • Opið virka daga 9-18
Ekki Schwarzenegger-stytta í Austurríki
Líkar ekki að Arnie
styðji Bush forseta
Áform um að reisa 24 metra háa
styttu af Arnold Schwarzenegger í
hlutverki Terminators í heimabæ
hans í Austurrfki hafa verið blásin
af þar sem hann styður Bush í
komandi forsetakosningum í
Bandaríkjunum. Styttan átti að
vera úr stáli og áformin vöktu
mikla athygli í fyrra þegar hug-
myndin var kynnt.
En íbúar í borginni Graz er nú
svo reiðir í garð þessa frægasta son-
ar borgarinnar fyrir að styðja Bush
og stríðið í írak að þeir hafa ákveð-
ið að hætta við allt saman. Herwig
Hoeller, helsti talsmaður þess að
styttan yrði reist, segir að áformin
njóti ekki lengur stuðnings bæjar-
búa. „Raunar held ég að ég sé sá
eini í borginni sem vill að styttan
rísi,“ viðurkennir Hoeller.
Hugmyndin að styttunni kom í
Styttan
Styttan átti
að grnefa yfir
styttur aföðr-
um þekktum
bæjarbúum,
eins og Wolf-
gangAma-
deus Mozart
og
keisaranum
FranzJosef.
kjölfar kosningasigurs Scwarzen-
eggers í ríkisstjórakosningunum í
Kaliforníu. Styttan átti að gnæfa yfir
styttur af öðrum þekktum bæjarbú-
um eins og Wolfgang Amadeus
Mozart og Franz Joseph keisara.
Einnig hafa komið upp háværar
raddir um að endurskýra Arnold
Schwarzenegger-fótboltavöllinn í
borginni.