Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004
Sport DV
Njarðvíkingar hafa fyrstir liða unnið f]óra fyrstu leiki úrvalsdeildar karla með meira en 20 stiga mun og
eru einir með fullt hús stiga í Intersportdeild karla.
SÖGULEG BYRJUN
Njarðvík er fyrsta liðið i 26 ára
soyu úrvalsdeildar karia sem
vinnur fyrstu fjóra leiki sina á
timabilinu meö 20 stigum eða
meira.
KFÍ (heima) 21 stigs sigur, 106-85
Troy Wiley 29 stig, 11 fráköst
Matt Sayman 19 stig, hitti úr6 af 9
skotum.
Páll Kristinsson 15 stig
Brenton Birmingham 11 stig, 6
stoösendingar
Unnu fyrri hálfleik 54-35
ÍR (úti) 30 stiga sigur, 103-73
Brenton Birmingham 30 stig, hitti
úr 11 af 12 skotum
Páll Kristinsson 20 stig, 10 fráköst, 6
stoðsendingar, 5 stolnir
Matt Sayman 18 stíg, 7 stoð.
Friðrik Stefánsson 10 stig, 12 frá-
kost, 6 varin
Unnu 1. og 4. leikhluta samanlagt
59-25.
KR (heima) 23 stiga sigur, 92-69
Páll Kristinsson 21 stig, hitti lOaf
14 skotum
Friðrik Stefánsson 17 stig, 10 frá-
kost
Matt Sayman 14 stig, 10 stoðsend-
ingar
Jóhann Árni Ólafsson 14 stig, 3
stoösendingar á 17 mínúturm
Unnu 4. leíkhlutann 28-9
Grindavík (úti) 23 stiga sigur,
87-64
Páll Kristinsson 30 stig, 15 frá-
kost
Matt Sayman 15 stig, 12
stoðs., 9 fráköst
\ Brenton Birmingham 14 stig, 11
I fráköst
Friðrik Stefánsson lOstig, 10frá-
kost
Unnu síðustu þrjá leikhlutana 70-
Karlalið Njarðvíkur í körfubolta hefur gefið ákveðin skilaboð í upphafi tímabilsins. Liðið byrjaði á
því að vinna Keflavík í meistarakeppninni með 26 stiga mun - fyrsta tap Keflavíkur á heimavelli í
tvö ár og hefur síðan unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni með sögulegum yfirburðum - alla með
meira en 20 stiga mun. Njarðvík hélt Grindavík í 64 stigum í fyrrakvöldi sem er lægsta stigaskor
Grindvíkinga á heimavelli í 14 ár. Það stefnir því í fengsælt tímabil hjá Njarðvíkingum í vetur.
Einar Árni Jóhannsson er á sfnu
fyrsta ári sem þjálfari meistara-
flokks karla hjá Njarðvík og hann
hefur ekki stigið feilspor í haust.
Liðið er gríðarlega jafnt og sterkt,
með stóra og sterka menn inni í
teig, frábæra leikstjórnendur og
unga og fríska stráka sem eru ólmir
í að sýna sig og sanna.
„Við mættum vel undirbúnir til
leiks í vetur. Við vorum búnir að
spila þó nokkuð mikið af æfingaleikj-
um og við fórum góða fer til Dan-
merkur sem hjálpaði okkur gríðar-
lega mikið. Þessi ferð gerði liðinu
mjög gott og þá fyrst og fremst fé-
lagslega. Ofan á þetta fengum við
síðan flottan körfubolta úti í Dan-
mörku, spiluðum á móú sterkum lið-
um og unnum sigur," segir Einar um
ástæðuna fyrir góðri byrjun.
Fyrsta alvöru prófið
Njarðvíkingar fengu fyrsta alvöru
prófið í Grindavík í fyrrakvöldi og
stóðust það með miklum sóma.
Grindavík hefur ekki skorað færri stig
í úrvalsdeildinni á heimavelli í rétt
tæp 14 ár eða síðan Njarðvík hélt
þeim í 60 stigum í leik liðanna 28.
október 1990.
„Með hverjum sigurleik eykst
sjálfstrausúð. Þetta var kannski erf-
iðasú deildarleikurinn til þessa hjá
okkur gegn Grindavík, þó að það
verði nú alltaf talið til stærri leikja
vetrarins þegar við fáum KR í heim-
sókn. Þetta var stærsta prófið til
þessa og mínir strákar stóðust það
með stakri prýði," segir Einar.
Brenton Birmingham er enn í að-
alhlutverki í Njarðvíkurliðinu þótt
hlutverk hans sé ekki jafhstórt og
áður. Þess í stað eru súgaskor og
framlög að koma frá mörgum. Páll
Krisúnsson hefur leikið frábærlega
og leikstjórnandinn Matt Sayman
virðist vera mikill happafengur, enda
alltaf að og vinnur markvisst að því
að gera félaga sína að betri leik-
mönnum. Sayman hefur sem dæmi
gefið 22 stoðsendingar í síðustu
tveimur leikjum en tekið sjálfur bara
18 skot en er engu að síður með 29
súg í þessum tveimur leikjum.
„Matt er einstakt eintak. Það er
ekki nóg með að hann er fr ábær leik-
maður heldur er hann einstakur
drengur og það er gaman að hafa
svona mann í sínu liði. Hann er frá-
bær fyrirmynd fýrir aðra leikmenn í
liðinu því hann er rosalega duglegur
og æfir gríðarlega mikið. Það er ekki
hægt að segja að hann æfi tvisvar eða
þrisvar á dag því hann æfir meira og
minna allan daginn," segir Einar.
Mikið af hraðaupphlaupum
Páll Kristinsson nýtir sér vel þjón-
ustu Sayman sem sendi sem dæmi
fimm stoðsendingar á hann í
Grindavík og það er ljóst að hraða-
upphlaup liðsins eru flestum liðum
of stór bita að kyngja. Njarðvíkurlið-
ið skoraði 20 súg úr hraðaupphlaup-
um í Grindavík og þar af var Páll með
helminginn. Tólf hraðaupphlaups-
stiganna voru í öðrum leiMúuta sem
Njarðvík vann með 18 súgum, 27-9,
liðið lokaði þá vöminni og stakk
heimamenn greinilega af. „Góður
varnarleikur skilar okkur mörgum
hraðaupphlaupum og auðveldum
körfum. Það er vissulega lykillinn að
velgengni eins og er,“ segir Einar
Árni, en hann hefur eins og áður
sagði þjálfað yngri flokka lengi í
Njarðvík og veit vel hvað hann hefúr
í höndunum. Einn leikmanna er Jó-
hann Árni Ólafsson sem átú frábæra
innkomu í Grindavík. Jóhann kom
inn fullur af baráttuhug og afar ein-
beittur í vörn. Þegar hann steig inn á
völlinn var staðan 19-14fýrirGrinda-
vík en þegar hálfleiksflautan gall 12
mínútum og 10 sekúndum síðar var
Njarðvík komið 14 stigum yfir og
vann því þennan kafla með 19 súg-
um, 30-11. Það er ekki slæmt að geta
gefið í þegar frískir menn koma inn
afbekknum. „Éghefverið ánægastur
með ungu strákana hjá mér, þeir
hafa vaxið inn í sín hlutverk. Þeir
hafa verið mjög duglegir í vörninni
og heldur láúð leikinn kom til sfn
frekar en að vera að sækjast eftir ein-
hverju sóknarlega," segir Einar um
innkomu ungra og efnilegra leik-
manna en af þeim er nóg til í Njarð-
vík nú sem endra nær. ooj@dv.is
Góður varnarleikur
skilar okkur mörgum
hraðaupphlaupum og
auðveldum körfum.
Það er vissulega lyk-
illinn að velgenginni
eins og er.
Darrel Lewis var 24 stigum undir meðalskori sínu
Darrel Lewis var búinn að spila
frábærlega fyrir Grindavík fyrir leik-
inn gegn Njarðvík í fyrrakvöld, hafði
skoraði 39 stig að meðaltali, tekið 10
fráköst og nýtt 60 % skota sinna. Hin
geysisterka NJarðvíkurvörn lokaði
hins vegar á einn besta leikmann
deildarinnar sem skoraði „aðeins"
15 stig en hann hefur einungis
þrisvar sinnum skorað minna í 46
úrvalsdeildarleikjum sínum til
þessa. Lewis tók auk þess aðeins
þrjú fráköst og nýtti 41% skota sinna
og samkvæmt tölfræðinni hefur
hann aðeins einu sinni skilað minna
til Grindavíkurliðsins í einum leik.
„Við lögðum ekki neina áherslu á
að reyna að loka alveg á Lewis í
leiknum. Þetta var frekar hugsað
þannig að Lewis og Justin Miller
myndu skora eitthvað af stigum og
Páll Axel sömuleiðis en aðaláherslan
væri að stoppa hina. Auðvitað var
það þó markmiðið að Lewis myndi
skora sína 30 súg í sem flestum skot-
um. Menn voru duglegir að hjálpa til
í varnarleiknum og hjálparvörnin
var virkilega öflug. Hann var með 39
stig að meðaltali fyrir ieikinn og við
vissum að þeir myndu reyna að láta
hann gera mikið fýrir sig og þeir
myndu treysta mikið á hann. Okkar
leikur byggist meira á því að allir
fimm sem eru inni á
ógnandi," segir Einari
Árni þjálfari Njarðvíkur
um hvernig NJarðvikur-
liðið stoppaði Darrel
Lewis. ooj&dv.is