Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004
Sport DV
Megson
hættír í
sumar
Gary Megson mun láta af
störfum sem knattspymustjóri
WBA í sumar. Hann tilkynnti
þetta í gær en samningur hans
rennur út eftir tímabilið. Mikiö
hefur verið rætt um að stjóm
WBA ætli sér að reka Megson, en
það virðist vera dottiö upp
. fyrir þar sem Megson
' hefur sjálfur ákveðið
að hætta næsta
\ sumar. „Ég
/ mun
ekki skrifa undir
annan samning.
Ég mun aftur á
móti gefa allt
Wþ- sem ég á til þess
ff\ að halda liðinu
uppi f vetur,“ sagöi
Megson.
Bjarni fram-
lengir
Markvörðurinn efnilegi, Bjarni
Þaö varð gjörsamlega allt vitlaust undir stúkunni á Old Trafford eftir leik Man.
Utd og Arsenal á sunnudag. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, missti algjörlega
stjórn á skapi sínu og hellti sér yfir Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. Leikmenn
hans hjálpuðu til og grýttu Ferguson með súpu og pítsum.
Ég ætla að fá eina 16 tommu
meö pepperoni og Ferguson
Fólk sem hefur unnið á Old Trafford áratugum saman sagðist
aldrei hafa séð annað eins og það sem Arsenal bauð upp á eftir
leikinn. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik í tæplega eitt og hálft ár í
ensku deildinni og þeim reyndist mjög erfitt að sætta sig við það.
Einhverjir myndu jafnvel ganga svo langt að kalla þá tapsára. Að
minnsta kosti var framkomu Wengers og leikmanna félagsins
skammarleg ef það er satt sem bresku blöðin greina frá.
„Skömmu síðar byrjaði matur að fljúga úr
búningsklefa Arsenal. Við erum að tala um
pítsur, súpur, samlokur og annað sem leik-
menn Arsenal voru að éta eftir leikinn. Þetta
var með hreinum ólíkindum. Fergie gekk í
burtu útataður í matarleifum."
Þórður HaUdórsson, hefur skrifað
undir nýjan þriggja ára samning
við Fylki. Bjarni, sem er einnig
aðalmarkvörður íslenska U-21 árs
liðsins, fékk tækifæri í byrjunarliði
Fylkis í sumar þar sem Kjartan
Sturluson flutti úr landi. Bjarni
greip tækifærið, fór á kostum á
milli stanganna og stimplaði sig
inn sem einn besti markvörður
landsins.
Mendieta
buinn í ár
Spánverjinn Gaizka Mendieta
hefur lokið keppni á þessari leik-
tíð vegna hnémeiðsla sem hann
varð fyrir um helgina gegn Ports-
mouth. Hinn þrítugi Mendieta var
myndaður í gærmorgun og þá
kom alvarleiki meiðslanna í Ijós.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Boro
sem hefur verið á fínu skriði í
ensku deildinni það sem af er
þessari leiktfð.
Biðí
Beckham
Það eru að minnsta kosti tvær
til þrjár vikur þar til David Beck-
ham spilar knattspymu á ný.
Hann er enn slæmur í rifbeinun-
um, blessaður kallinn. Hann er þó
byrjaður á léttum æfingum ásamt
félögum sínum. „Ég finn enn svo-
lítið til og það eru lágmark tvær
vikur í mig,“ sagði gamli gull-
böllur við spænska fjölmiðla í
gær. Annars er það að frétta af
Real að þjálfari félagsins, Mariano
Remon, segir að það hafi verið
rétt hjá félaginu að kaupa Michael
Owen en ekki Samuel Eto'o.
Remon segist vera mjög ánægður
með Owen. „Ég er geysilega
ánægður með strákinn. Hann er
búinn að skila okkur sex stigum í
tveimur leikjum og við þurfum á
slíkum leikmönnum að halda.
Hann hefur staðið vel undir vænt-
ingum þrátt fyrir mikið utanað-
komandi álag og ég veit að hann á
bara eftir að styrkjast," sagði
Remon.
Leikmenn Arsenal hata Ruud
Van Nistelrooy líkt og pestina og það
sást gjörla í leik liðanna á síðustu
leiktíð er leikmenn félagsins réðust
ítrekað að honum með skrílslátum.
Hámarkið var þegar Nistelrooy
klúðraði víti seint í leiknum, en þá
var hann meðal annars sleginn aftan
á hnakkann. Það var því þungu fargi
af Nistelrooy létt er hann kom
United yfir í leiknum.
Hollendingurinn stóri gat ekki
stillt sig um að kynda aðeins upp í
Wenger eftir leikinn en á leiðinni inn
í klefa pikkaði hann í öxlina á
Wenger og sagði nokkur létt orð við
franska stjórann. Við þetta sturlaðist
Wenger af reiði.
Ósáttir við matinn?
„Wenger sneri sér strax að Fergie,
otaði fingri að andliti hans og
öskraði úr sér lungun," sagði vitni að
atburðinum en þessi öskur áttu sér
stað fyrir utan búningsklefa Arsenal.
Leikmenn liðsins urðu varir við
rifrildið og ákváðu að skipta
sér af.
„Skömmu síðar byrjaði
matur að fljúga úr
búningsklefa Arsenal.
Við erum að tala um
pítsur, súpur, sam-
' JÉ lokur og annað sem
leikmenn Arsenal
voru að éta eftir
n|'; v leikinn.
Svekktir pftsukastarar Arsene Wenger, stjóri
Arsenal, missti stjórn á sér eftir leikinn gegn Man.
Utd á sunnudag. Leikmenn hans voru síst skárri
og grýttu SirAlex Ferguson, stjóra Man. Utd,
meöal annars meö pítsum. Sá gamli tók því létt
og hló meö pepperonlið á skyrtunni.
Þetta var hreint ótrúlegt. Fergie gekk
í burtu útataður í matarleifum,"
sagði vitnið sem því miður sá ekki
hverjir stóðu fyrir pítsukastinu.
Wenger lét sér ekki nægja að láta
Ferguson heyra það heldur réðst
hann einnig harkalega að fleiri leik-
mönnum United.
Latur svindlari
„Hann réðst næst á Nistelrooy og
kallaði hann latan svindlara. Síðan
efaðist hann um heilindi Fergusons
þar sem hann hefði ekki afþakkað
vítið. Þá tók hann sig til og hakkaði
persónuleika Waynes Rooney í sig,
og þið getið rétt ímyndað ykkur
hvað hann sagði við Rooney.
Ferguson stirðnaði upp enda hafði
enginn séð Wenger haga sér svona
áður,“ sagði vitnið og bætti við að
Wenger hefði lítið róast
eftir þennan mikla
lestur.
Þess má geta að
Wenger ætlar að j \
„svindlum" Nistelrooys ef enska
knattspyrnusambandið ákveður að
kæra hann fyrir að kalla
Hollendinginn svindlara.
Gjörsamlega stjórnlaus
„Hann varð enn hvassari og
gjörsamlega stjórnlaus og í kjölfarið
kom maturinn úr klefanum. Það var
ótrúlegt að sjá Ferguson allan
útataðan í matarleifum. Wenger lét
það ekki slá sig út af laginu heldur
hélt áfram að lesa Skotanum
pistilinn. Ferguson hélt ró sinni
allan tímann og fór meira að segja
að hlæja. Þá fyrst urðu leikmenn
Arsenal reiðir. Á endanum mættu
öryggisverðir og ýttu leikmönnum
Arsenal inn í klefa sinn," sagði vitnið
og bætti við að leikmenn
United hefðu beðið inn í
klefa þar til gestirnir
voru farnir úr húsinu.
Sá engarsúpurá
flugi
Brasih'umaðurinn
Edu, leikmaður
Arsenal, vill meina að
leikmenn United séu
ekki alveg saklausir.
berjast ffam 1
rauðan dauðann
fyrir því að geta
kallað Nistelrooy
svindlara. Hann
ætlar að mæta
með myndband af
„Menn voru að atast í hvor
öðrum í göngtmum. Leikmenn
United öskruðu á okkur og reyndu
að æsa okkur upp. Það hafði
auðvitað mismunandi áhrif á menn
eins og gengur og gerist, en ég sá
engan fá súpu í andlitið," sagði Edu.
Talsmaður Arsenal hefur staðfest að
Thierry Henry og Jens Lehmann
komu hvergi nærri þessum látum en
þeir voru víst með honum að skoða
myndbandsupptökur af umdeild-
ustu atvikum leiksins og tók það víst
tímana tvenna, enda nóg af atvikum
af því taginu í þessum leik sem
mikið á eftir að ræða um.
Bestu atvikin áttu sér þó
greinilega stað eftir leik og það er
mikil synd að engar myndir séu til af
því. Margir þakka þó fyrir að Roy
Keane, fyrirliði United, hafi ekki
leikið þennan leik því annars hefði
komið til alvöru slagsmála
eftir leikinn.