Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 Siðast en ekki síst DV Rétta myndin Chevrolet árgerð 1926 til I slaginn. Ömurlegur samstarfsflokkur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er enn í vanda fyrir að hafa misst út úr sér í Siifrinu að Framsókn væri „ömurlegur flokkur". Þetta hefur verið áberandi í umræðum á vefnum síðan og þykir mörgum sem varaformaðurinn og borgarfulltrúinn hafl gengið alltof langt í samskiptum við Framsóknar- flokkinn sem hefur verið límið í Reykjavíkurlistanum frá því saga framboðsins hófst. Á sunnudaginn hjólaði Hjáimar Ámason, formaður þingflokks Fram- sóknar, í hana á Skjá einum og sagði að svona talaði ekki ábyrgur stjóm- málamaður með dómgreind í lagi. Ingibjörg viðurkenndi að þetta hefði Ha? verið galgopalegt en vildi ekki biðjast afsökunar. Undir lokin missti hún aft- ur taumhald á tungunni og sagði að það væri niðurlægjandi að vera í Framsókn. Hjálmar varð óglaður við og málið gengur enn ljósum logum innan Framsóknar. Innan Samfylkingar em raddir uppi um að Ingibjörg Sól- rún biðjist afsökunar á ummælum sínum áður en það verður um seinan. Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir Óheppin íeinkunnargjöftil Framsóknarflokks. Reyndar er Ingibjörg Sólrún á svip- uðu máli og Alfreð Þorsteinsson, sem hefur ekki hikað við að troða Halldóri Ásgrímssyni, formanni flokksins um tær. Alfreð hefur farið gegn honum í málum eins og fjölmiðkilögunum. Margir sögðu að harka Alfreðs hefði að lokum riðið baggamuninn varðandi kúvendingu Framsókn- ar þar. Tónarnir úr Framsókn em á þann veg að nú sé Alfreð kominn á dauðalistann og hon- um eigi að ýta út við næstu kosn- ingar. Vandinn er sá að Alfreð er , límið í R-listanum og því eins víst að Reykjavíkurlistanum blæði út verði Alfreð höggvinn. Hvað segir mamma „Ég er afar stolt af strákn- um,“ segir Hrafiihildur Helga- dóttir, móðir Karls Lúðvíks- sonar, fyrrverandi útvarps- manns. „Maður hefur íylgst með stráknum frá því hann var lítill. Kalli var farinn að taka viðtöl áður en hann varð talandi. Þetta er honum með- fætt. Ætli hann hafi ekki fengið útvarpsáhugann í arf frá föður sínum sem dó þegar Kalli var lítill strákur. Árið 1975. Pabbi hans var aktívur félagsmála- maður og mjög hugmyndarík- ur. Annars hef ég lítið getað fylgst með Kalla síðasta árið. Er flutt til Noregs og hef búið þar í rúmt ár. Þú verður hins vegar að spyrja hann varðandi þetta nýja nám. Hann getur útskýrt þaö betur en ég. Mér finnst samt ekkert að því að breyta til. Maður á alltaf að færa út tjald- hælana. Ef Kalli er ánægður, þá er ég ánægð.“ Karl Lúðviksson, eða Kalli Lú, hefur undanfarin ár stýrt útvarpsþættin- um Heitt og sætt á FM957. Hann hefur ákveðið að draga sig i hlé, eftlr 16 ár i loftinu, og fara i nám erlendis með kærustunni sinni. GOTT hjá lesblunum Irisi og Margréti að láta ekki karlmannsleysi koma i veg fyrir barneiginir og sækja sér þungun til Danmerkur. ...og það leið ekki á löngu þar til Genfarsáttmálinn var orðinn það frjálslega túlkaður af Bandaríkjastjóm og hinum viljugu þjóðum að aítökur voru séðar sem þægileg lausn á fjölgun stríðsfanga. f Friörik Weissjnpptl Asttanginn Danskir fjölmiðlar fjalla nú um íslenska ævintýramanninn Friðrik Weisshappel, sem hefur með sínum einstaka sjarma náð að verða stjarna í Kaupmannahöfn á þeim fáu mán- uðum sem hann hefitr búið í Dan- mörku. Friðrik var í viðtali á danskri sjónvarpsstöð nýlega og að sögn þeirra sem horfðu talar drengurinn dönsku eins og hann hafi hvergi annars staðar búið. Friðrik hefur ekki bara verið í viðtali í danska sjónvarpinu, nýverið birtist við hann forsíðuviðtal í þekktu dönsku tíma- riti sem dreift er ókeypis á lestar- stöðvum í Kaupmannahöfn, auk þess sem ítarlega er fjallaðu um ís- lenska smiðinn og veitingastað hans á vefritinu „Alt om Kobenhavn". Fjölmiðlarnir segja frá fallegu ástarævintýri Friðriks og danskrar sambýliskonu hans sem hann hitti á íslandi í fýrrasumar. Hann er sagður hafa fallið fyrir dönsku ljóskunni þegar hún kom til íslands í hesta- ferð. Stúlkan mun svo hafa boðið Friðriki sem kallaður er smiðurinn, í kokteilboð eftir að hún var komin til Danmerkur, sem Friðrik að sjálf- sögðu mætti í. Parið varð svo ást- fangið við endurfundina í Kaup- mannahöfn að þau ákváðu að byrja að búa saman í Norðurbrúarhverf- inu en sú danska stundar nám í hag- ffæði við háskóla í Kaupmannahöfn. Ástæðan fyrir athyglinni sem Friðrik hefur fengið er opnun á ný- stárlegum bar og veitingahúsi sem er um leið þvottahús. Friðrik mun hafa verið fljótur að átta sig á því að Danir noti þvottahús í stað þess að eiga þvottavélar heima hjá sér. Hann gekk þannig inn á veitinga- staðinn Morgans Diner við Elme- götu (Elmegade) og bauðst til þess að kaupa staðinn. Hann hefur nú breytt staðnum og opnað þvottahús þar sem fólk getur borðað, drukkið kaffi og lesið bækur á meðan það þvær þvottinn sinn. Veitingastaður- inn og þvottahúsið er sagt afar smekklegt, enda Friðrik frægur fag- urkeri. Fjölbreyttur ítalskur matseð- ill, margar tegundir kaffis og 4000 bókarkiljur auk úrvals tímarita, gera biðina eftir þvottinum notalega. Staðurinn sem heitir „The Landromat Cafe“ er opið alla daga frá klukkan 8 á morgnana og er opinn til miðnættis nema föstudaga og laugardaga, þá geta viðskiptavin- ir þvegið þvott- inn sinn til klukkan tvö um nætur og drukkið danskanmjöð á meðan þeir bíða. Friðrik Weisshapp- el Gerir það gott I Kaupmannahöfn. Elti ástina og er nú kom- inn með blómlegan veitingahúsarekstur. Krossgátan Lárétt: 1 dæld,4 rúm- stæði, 7 ró, 8 borðandi, 10 lélegt, 12 utan, 13 dýrkar, 14 haustlamb, 15 feyskju, 16 kvenfugl, 18 ótta,21 kverk, 22 Ijóma, 23 anga. Lóðrétt: 1 gegnsæ, 2 mjökuðu,3 drepa,4 bugspjót,5 hv(ldu,6 leg- il, 9 andstaða, 11 skraf- hreifin, 16 deila, 17 fóta- búnað, 19 gljúfur, 20 glutra. Lausn á krossgátu •69S 07 '9>|S L t '66e 91 '6n|yiu u 'ssyn 6 '10>| 9 'ng? 5 '!>|nepuejq y 'ejepuÁj £ 'n>)9 7 'æ|6 t :uajgoq •eui|i £7 'e9|6 77 '!>pj>| iz 's66n gl 'esse 91 'enj s 1 '>)Hp y t 'J!?p £ t 'uu! 71 'tuine 01 'Jnjæ 8 'QJJá>| 2 '>ll?q k 'j9Jb 1 :H?Jn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.