Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Page 31
DV Síðast en ekki sist
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 31
Hvað erum við að gera í Kabúl?
Um daginn særðust tveir íslensk-
ir friðargæsluliðar og einn skrámað-
ist í sjálfsmorðsárás í Kabúl. íslensk-
ir fjölmiðlar hafa gert málinu ítarleg
skil og kannski vekur mesta athygli
hversu óskaplega hissa allir eru á
atburðunum, nánast eins og enginn
hafi áttað sig á því að svona er dag-
legur veruleiki fólks í Afganistan og
annars staðar í heiminum þar sem
stríðsástand ríkir. Auðvitað er það
skelfilegt þegar íslendingar særast,
eins og það er alltaf skelfilegt þegar
fólk særist eða deyr í stríðsátökum.
Hins vegar má ekki gleyma ábyrgð
íslenskra stjórnvalda í þessum efn-
um og þess vegna er rétt að rifja það
upp hvað þessir friðcugæsluliðar eru
að gera í Kabúl.
íslenskir NATOhermenn
íslenskir friðargæsluliðar í Kabúl
eru þar ekki á vegum Sameinuðu
þjóðanna heldur Atlantshafsbanda-
lagsins. Starfsskyldur þeirra eru hin-
ar sömu og vopnaðs herliðs enda
voru þeir sendir til Noregs í herþjálf-
un til að undirbúa veru sína í Kabúl.
Kostnaðurinn við verkið hefur farið
langt ffam úr áætlun en það hefur
Við íslendingar ættum
að velta því fyrir
okkur hvort við viljum
í raun og veru að
skattfé okkar sé varið
til þess að ísland
gerist lítið tannhjól í
hernaðarvél
Bandaríkjanna.
Katrín Jakobsdóttir
varaformaður Vg, veltir
fyrirsér tilganginum
með veru íslenskra
friðargæsluliða i Kabúl.
Kjallari
verið réttlætt af íslenskum ráða-
mönnum með því að hér sé á ferð
mikilvægt „friðar- og endurreisnar-
starf" í Afganistan, sem hljómar
nánast eins og þróunarhjálp. Þá vill
gleymast að endurreisn Kabúl væri
ekki nauðsynleg ef Bandaríkjamenn
hefðu ekki gert árás á Afganistan
með fullum og skilyrðislausum
stuðningi Atlantshafsbandalagsins.
Ekki má heldur gleyma því að
friðargæsluliðar Atíantshafsbanda-
lagsins í Kabúl eru þar ekki síst til að
létta álagi af bandarískum her-
mönnum en bandarísk stjórnvöld
hafa viljað ná sem flestum her-
mönnum sínum til íraks. Þannig
styðja íslendingar í verki áframhald-
andi hernað Bandaríkjamanna í írak
þar sem mörg hundruð óbreyttra
borgara hafa fallið og ómetanleg
menningarverðmæti verið eyðilögð
svo kalla mætti menningarlegt stór-
slys. Við íslendingar erum því ekki
aðeins nafn á blaði í stuðningi okkar
við Íraksstríðið heldur hefur íslensk-
ur mannskapur verið nýttur til að
auðvelda bandarískum hermönnum
fiöldamorð á óbreyttum borgurum í
Irak.
Hlgangur í Kabúl
Full ástæða er til að staldra
aðeins við og velta fyrir sér tilgang-
inum með íslensku fiiðargæsluliði í
Kabúl og annars staðar. Ef tekið er
tillit til staðreyndanna hér að fram-
an h'tur ekki út fyrir annað en að
íslenskir friðargæsluliðar séu vísir að
herliði sem fyrrverandi utanríkis-
ráðherra og núverandi forsætisráð-
herra hefur lagt allt kapp á að styrkja
í sessi, ekki síst með því að blása ryki
í augu almennings og forðast að
nefna ýmsar Iykilstaðreyndir eins og
þá að starfinu er stýrt af hernaðar-
bandalagi og markmið þess eru fýrst
og fremst hernaðarleg. Kostnaður
hefur löngum þótt smáatriði í utan-
ríkisráðuneytinu og virðist það vera
eina ráðuneytið sem ekki er heltekið
af „kostnaðarvitund" þar sem flest
verkefni, hvort sem það eru sendi-
ráð eða friðargæsla, fara langt fram
úr áætíun. Við íslendingar ættum að
velta því fyrir okkur hvort við viljum
í raun og veru að skattfé okkar sé
varið til þess að ísland gerist lítið
tannhjól í hernaðarvél Bandaríkj-
anna í fjarlægum löndum sem ráða-
menn þjóðarinnar þekkja htið til og
íslenskum mannshfum sé um leið
stefnt í voða. Það hljómar í mín eyru
eins og sóun á skattfé og kannski
ættu ungir frjálshyggjumenn að líta
þangað í stað þess að óskapast yfir
því fé sem varið er til uppbyggilegra
fjárfestinga í menntun og heilbrigði
landsmanna.
Konur taki undir með Guðrúnu Lilju
til skýrslu um geðheilsu mína.
Hún var keypt hjá háttsettum geð-
lækni sem hlaut ríflega þóknun
fyrir. Geðlæknirinn hafði þó aldrei
séð mig, hvað þá talað við mig. Vó
þessi skýrsla þungt í niðurstöðu
Hæstaréttar þegar þeir sýknuðu
föður minn fýrir kynferðislega
misnotkun á mér.“ Guðrún endar
sitt opna bréf m.a. á þessum orð-
um:
„Kæru fórnarlömb og að-
standendur, þið eigið sam-
úð mína alla [...] Þið getið
ekki búist við réttíátri
málsmeðferð og dómsnið-
urstöðu meðan æðstu
ráðamenn þjóðarinnar
skipa menn eins og Jón
Steinar sem dómara í
Hæstarétt fyrst og fremst á
pólitískum forsendum. Mann
sem hefur notað vafasamar
aðferðir til að fá fellda ranga
dóma og hefur að mínu
mati ekki til að bera
þá réttsýni og ^
siðferðis-
kennd
sem
dóm
arar
við
æðsta dómstól íslands þurfa að
búa yfir."
„Hvers vegna þegjum við
þunnu hljóði?" segir í söng frá
Kvennaárinu. Við þegjum ekki,
við látum rödd okkar heyrast og
tökum heilshugar undir rödd
Guðrúnar Lilju þegar hún mót-
mælir ranglæti og valdníðslu.
ÁFRAM STELPUR!
Látum rödd okkar
heyrast.
Sendandi ósk-
ar nafnleyndar á
tímum hand-
rukkaraofbeld-
is í eiginlegri
og óeiginlegri
merkingu.
Kona.
Jon Steinar Gunnlaugs-
son Bréfritari er ósáttur við
framgöngu lögmannsins I
prófessorsmálinu.
Sandra var að
grínast
Snigill skrífár:
„Við sem tölumst við á
„blöndnungnum" þekkjum
hvert annað og vitum nákvæm-
lega hvort um sé að ræða alvöru
eða grín. Orð Söndru um að
Fáfnismenn þyrftu knús voru
látin þar í gríni. Ég vil að það
komi fram í blaði ykkar að það
sem tekið hefur verið af vef
sniglanna hafi ekki verið í sam-
hengi, þó að það hafi verið tek-
ið beint upp af spjahborðinu.
Þetta er innanhússbrandari
sem átti aldrei að birtast öðrum
en þeim sem þekkja th okkar
félagsmanna".
Kona skrífar:
„Láttu rödd þína heyrast", var
hvatningin á kvennaárinu 1975 og
er enn sbr. kvennaræðumaraþon
helgarinnar. Guðrún Lhja Hólm-
fríðardóttir beið ekki eftir kvenna-
frídeginum. Hún skrifaði „Opið
bréf til fórnarlamba kynferðislegr-
ar misnotkunar", (sem hún sjálf
tilheyrir) í Morgunblaðið 14. októ-
ber 2004 og er það í fyrsta skipti
sem hún tjáir sig opinberlega:
„Ég vil hér með votta okkur
mi'na dýpstu samúð vegna þeirrar
stöðu sem korriin er upp í fslensku
þjóðfélagi með skipan Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar í stöðu
hæstaréttardómara."
Guðrún er þolandinn í „Pró-
fessorsmálinu" svonefnda. Þegar
niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í
því máli missti hún alla trú á ís-
lenskt réttarkerfi. Fyrir nokkrum
árum samþykkti hún að tjá sig um
Lesendur
málið í þáttaröðinni „Sönn íslensk
sakamál" og var viðtal við hana
tekið upp. Þegar Jón Steinar frétti
af gerð þáttarins var framhald
hans stöðvað af Ríkissjónvarpinu.
„Nú er búið að koma því
þannig fyrir," heldur Guðrún
áfram „að maður sem hefur m.a.
úthúðað ungri stúlku í fjölmiðlum
og reynt að ræna hana mannorði
sínu, fyrir það eitt að leita réttar
síns fyrir íslenskum dómstólum,
er kominn í æðstu dómarastöðu í
íslensku réttarkerfi".
Hún segist vilja benda á, að Jón
Steinar var dæmdur í Hæstarétti í
mars 2002 fyrir að valda henni
miska í opinberri umfjöllun sinni.
„Það er nefnhega þannig að
Jóni Steinari nægir ekki að vinna
sín mál. Dæmin sýna að hann
virðist jafnframt verða að kasta
skít í aðra og reyna að eyðileggja
mannorð þeirra til að upphefja og
réttlæta sjálfan sig. Þessi maður
sem nú er orðinn hæstaréttar-
dómari er sami maður og lét búa
r.is
Sandkorn
með Kristjáni Guy Burgess
Sl, • Það hefur heyrst
úrherbúðumKB
I banka að þar á bæ
lí *~ * séu menn ekki vissir
I ' -f um að það borgi sig
'i að taka yfir breska
" Æ bankann Singer &
Friedlander. KB,
undir stjóm þeirra Sigurðar Einars-
sonar og Hreiðars Más Sigurðarson-
ar, hefur tryggt sér stóran hlut en svo
virðist sem íslenskir fjárfestar hafi
ákveðið að setjast á vagninn og
treysta á hækkun verðs í bankanum -
og með því hækkað verðið enn. Þetta
hefur gert KB-menn afhuga því að
láta reiða th höggs, í bhi að minnsta
kosti, bankinn sé einfaldlega orðinn
ofdýr...
• Meira úr viðskiptalífinu. Mikið er
rætt um kaup Flugleiða í breska flug-
félaginu Easyjet. Sérffæðingar á flug-
markaðinum komu ffarn og sögðu
ómögulegt að ná nokkm hagræði
með sammna heldur
sé þetta hrein fjár-
festing. Stemmir það
við yfirlýsingar
Hannesar Smára-
sonar stjórnarfor-
manns sem segir eitt
af hlutverkum Ice-
landair vera að fjárfesta í flugbrans-
anum. Hann tekur töluverða áhættu í
að fjárfesta í félagi gríska skipakóngs-
ins Stehosar sem á Easyjet en fjárfest-
ingin verður að borga sig svo hann
geti ávaxtað fé Icelandair, aukið verð-
mæti þess og hækkað arðgreiðslurnar
th sín svo hann ráði betur við að
borga hlut sinn í Icelandair...
• Athugulir vegfarendur um Suður-
land tóku eftir því um síðustu helgi
að þar standa gróðurhúsin tóm þessa
dagana. Astæðan er að uppskemtím-
inn fyrir margar jurt-
irnar er hðinn og
haustið erkomið. Þá
tóku ahir garðyrkju-
bændumir sig saman
og héldu th
Barcelona á Spáni.
Þar er tilgangurinn
að skoða ffamandi ávexti og nýjar
grænmetistegundir. Það er aldrei að
vita nema þar finni þeir nýja ávexti
sem geta fest rætur hér á landi ef
ferðin heppnast vel...
• Þrálátar sögur hafa gengið innan
Fasteignamats rfkisins um að for-
stjórinn þar, söngvarinn geðþekki
Haukur Ingibergs-
son, sé á fömm frá
stofnuninni. Haukur
hefur verið forstjóri
um nokkurra ára
skeið en áður tókst
hann á við 2000-
vandann fyrir ríkis-
stjómina. Hátt hefur
verið talað um að Haukur sé á fömm
th Kosovo og var ferðalag hans th
Aþenu á dögunum tengt við það. Nú
hefur Haukur séð sig knúinn tU að
senda tölvupóst til starfsmanna þar
sem hann tekur skýrt ff am að hann
sé ekki að fara tU Kosovo...
• Alfreð Þorsteinsson hefur ekki
hUcað við það upp á síðkastið að fara
gegn yfirlýstum vUja Hahdórs Ás-
■ grfinssonar, for-
manns flokksins. Þar
ber hæst fjölmiðla-
lögin og deUuna um
þau þar sem margir
sögðuaðharkaAl-
freðs hefði að lokum
riðið baggamuninn
varðandi kúvend-
ingu Framsóknar þar. Tónarnir úr
Framsókn eru á þann veg að nú sé
Alffeð hátt á dauðalistanum og hon-
um eigi að ýta út við næstu kosning-
ar...