Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 23
PLÁNETURJSAR 1925,
Nlerkfcríus er vanalega svo nærri sólu, aö hann sést eigi meö
berum augum. 17. janúar, 16. maí, 10. september og 31. dezember er
hann lengst i vesturátt frá sólu og kemur þá upp 1 stundu og
20 min. fyrlr sólaruppkomu, 15 mín. eftir, 2 stundum fyrir og 2
stundum og 15 min. íyrir sólarupprás. 30. marz, 28. júli og 22.
nóvember er Merkúríus lengst í austurátt frá sólu og gengur þá
wndir 2 stundum og 30 mín. eftir sólarlag, um sólarlag og 15 min.
fyrir sólarlag.
Veims er í ársbyrjun morgunstjarna, en gengur 24. april bak
Viö sólu yfir á kvöldhimininn og er lengst í austurátt frá sólu 28.
nóvember, en er þá lágt á lopti og gengur undir tæpri hálfri þriðju
stundu eftir sólarlag. 9. nóvember er Venus lægst á lopti og kemur
þá eigi upp fyrir sjóndeildarhring Reykjavikur.
Mars er í ársbyrjun i fiskamerki og reikar austur á bóginn
gegnum hrútsmerki, nautsmerki, tviburamerki, krabbamerki, ljóns-
merki, meyjarmerki, metaskálarnar og inn i sporödrekamerki; þar
er hann viö árslok. Hann er í hádegisstað (suöri): i ársbyrjun kl.
6 15 e. m., í febrúarlok kl. 4 45 e. m., í aprillok kl. 3 30 e. m., i
byrjun nóvember kl. 11 10 f. m. og við árslok kl. 9 50 f. m.
Júpíter er í ársbyrjun i bogmannsmerki og færist austur á viö,
en snýr við 10. mai og reikar nú vestur á bóginn. 9. september snýr
hann viö aftur og færist austur á við; i árslok er hann i steingeitar-
merki. Júpíter er 10. júlí gegnt sólu. Hann er i hádegisstað (suðri):
i ársbyrjun kl. 12 m., í marsbyrjun kl. 9 f. m., í byrjun mai kl.
5 30 f. m., i lok ágúst kl. 8 45 e. m., í byrjun nóvember kl. 5 e. m.
og viö árslok kl. 2 e. m.
HattkrnuB er i ársbyrjun í metaskálamerki og reikar fyrst austur
á viö, en snýr við 22. febrúar og heldur nú vestur á bóginn og fer
inn í meyjarmerki. Hann snýr við aftur 12. júli og reikar úr þvi
austur á við og er við árslok í metaskálamerkinu. 1, mai er Satúrnus
gegnt sólu. Hann er i hádegisstað (suðri): í ársbyrjun kl. 8 30 f. m.,
i byrjun mars kl. 4 45 f. m., i byrjun mal kl. 12 30 f. in., í október-
bjrrjun kl. 2 30 e. m. og við árslok kl. 9 15 f. m.
Úranus og Neptúnus sjást ekki með berum augum. Úranus
er i ársbyrjun i vatnsberamerki, gengur síöar inn í fiskamerki, en er
við árslok aftur kominn inn í vatnsberamerki. 16. september er hann
gegnt sólu, og er þá um miðnæturskeið i hásuðri, 23 stig fyrir ofan
ajóndeildarhring. Neptúnus heldur sig i ljónsmerki þetta áriö, og er
10. febrúar gegnt sólu; þá er hann um miðnæturskeið í hásuðri 41
itigi fyrir ofan sjóndeildarhring Reykjavikur.
(21)