Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Síða 30
hershöfðingi. En hvorugur þessara manna átti ítök
i öllum flokknum. Og þegar farið var að miðla mál-
um, varð Harding líklegasti maðurinn til samkomulags.
Warren Gamaliel Harding var af skozkum ættum,
fæddur í Blooming Grove í Ohio 2. nóvember 1865.
Var faðir hans læknir, sem hafði tæpast til hnífs og
skeiðar. Warren gekk í unglingaskóla, en vann jafn-
framt fyrir sér með hlaupavinnu. Hann lærði prent-
iðn og stundaði hana í hjáverkum. Pegar hann var
17 ára, fluttist hann með föður sínum til bæjarins
Marion og fékk þar vinnu í prentsmiðju blaðsins
»Marion Mirror«. Par gengdi hann undirtyllustörfum,
þvoði prentsmiðjugólfin, safnaði auglýsingum og setti
letur. Pegar frá leið fór hann að skrifa smágreinir í
blaðið, um jarðarfarir, brúðkaup, beinbrot og þvílíkt.
Og nú var hann með allan hugann við að eignast
blað. Pá bar svo við, að blaðleppur einn, »Star« að
nafni, var seldur á uppboði og Harding keypti, með
tilstyrk prentsmiðjueigandans. í fyrstu varð hann
sjálfur að ganga um bæinn, til að safna fréttum, aug-
lýsingum og áskriftum, og að auki varð hann að
skrifa blaðið, hjálpa tii að setja það og snúa prent-
vélinni. — Pegar Harding byrjaði blaðamenskuna voru
að eins 4000 manns í Marion, en nú 30000. En blað-
ið stækkaði margfalt óðara en bærinn.
Harding varð brátt mikils metinn í bæjarfjelaginu.
Hann var góður mælskumaður og framganga hans
var mönnum að skapi. Komst hann á þing Ohio-rík-
is rétt fyrir aldamótin og árið 1900 var hann boðinn
fram til ríkisstjóra i Ohio af hálfu samveldismanna,
en beið ósigur fyrir frambjóðanda sjerveldismanna.
Arið 1912 var hann einn fulltrúa á hinu minnisverða
þingi samveldismanna, þegar þeir klofnuðu um Roose-
velt og Taft og Roosevelt stofnaði hinn svonefnda
»progressivistaflokk«, sem varð til þess, að sérveldis-
menn komu Wilson að við næstu forsetakosningu.
Yar Harding ákveðinn andstæðingur Roosevelts af
(28)